Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. október 1976 ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 3 Klaustrið Dionysiou: Aðgangur bannaður konum, hænum og geldingum. ENN ERU MUNKAR A AÞOS Gamall munkur: Syndin er lævís og lipur. Það segir sig sjálft, að í munkalýðveldinu á Aþos- skaga í Grikklandi fæðast ekki börn. Og lengi vel hafa miklu fleiri munkar látist en nýliðar svarið eiða — því var búist við að þetta sérstæða samfélag mundi lognast út af nálægt alda- mótum. En upp á síðkastið hefur aðsókn aftur aukist að þessu klaustrafélagi, þar sem ekkert kvenkyns má vera, ekki einu sinni hæna. Meðal nýliðanna eru hollenskur stærðfræðikennari, sem hafði fengið nóg af tölum. Pabba- drengur frá Perú, sem hætti við myndlistarnám i Paris. Ind- verskur gúru, sem fékk vitrun i Sviþjóð. BULGARIEN 1 SCOWAKíES JUGO- SLAWIEN «Beig Athos) GRIECHENLAND - !„, , AC’AIS • Athen TURKEI y r 6 I' M B s ,1 ' ' j,ÆA Örin bendir á Aþos. Aldauöa um aldarmót? Sem fyrr segir virtist munka- lýðveldið á Aþos sem er um 320 ferkólómetrar, vera að deyja út. Um aldamótin bjuggu þar um 6000 munkar i 20 klaustrum. Arið 1928 voru þeir um 5000 og árið 1971 voru ekki nema 1145 eftir. Um tuttugu nýliðar bættust við á ári hverju, og voru það miklu færri en þeir sem himnaföður þóknaðist að kveðja á sinn fund. Klaustur og einsetubústaðir fóru i eyði, merk skjalasöfn eyði- lögðust og listaverk hurfu vegna þess að það vantaði mannskap til að geyma þessara verðmæta. Griskur háskólaprófessor hafði reiknað út, að ekki yrðu eftir nema 44 munkar á Aþos um næstu aldamót. En á undanförnum þremur ár- um hefur þróunin snúist við. Um 50 nýliðar hafa komið á ári hverju, flestir á aldrinum 22-45 ára. Munkarnir eru nú 1450 og telja gamlir Aþosingar sig hafa ástæðu til að vona að þetta sé upphaf nýs blómaskeiðs. Ný- liðarnir voru áður griskir, fyrst og fremst verkamenn bændur, en núna eru flestir þeir sem koma stúdentar og háskólaborgarar, og þeir koma frá hinum ýmsu lönd- um til að snúa baki við henni versu á Aþos. Ekki hagnast öll klaustur jafnt á þessum liðsauka, MUNKALÝÐVELDIÐ FORNA HÆTT VIÐ AÐ DEYJA ÚT mest fjölgar i þeim sem geta státað sig af ábótum sem taldir eru merkir og sterkir persónu- leikar. Strangar reglur Sá sem tekinn er i klaustur — en reynslutiminn er þrjú ár — verður sjálfkrafa griskur rikis- borgari. Þeir sem kvæntir eru verða að fá leyfi konu sinnar til að ganga i klaustur þvi að „eitt sakramentið má ekki ganga hvort á annað” segir Gabriel ábóti I Dionysiouklaustri. Sex klaustur á Aþos leyfa mönnum nokkra einkaeign og borga munkum sin- um árlega um 70 þúsund krónur hverjum. En i hinum fjórtán er allt sameiginlegt. Klausturreglur eru yfirleitt strangar með mikl- um föstum og allt að tiu stunda bænahaldi á degi hverjum. Auk þess starfa munkar á ökrum, i eldhúsi eða bókasafni, mála ikona, stunda dyravörslu og þjóna ábót- unum. Svo virðist sem nýliðarnir séu engu slappari en öldungar Aþosar i klausturdyggðum. Með sama kappi sveia þeir veraldlegum gæðum eins og rafmagni og veg- um. Eini strætisvagn samfélags- ins, sem gengur frá höfninni Dafni til Ivironklausturs, hristist yfir malarveg sem lagður var 1963 til þess eins að Páll konungur gæti heimsótt munkafjallið á 1000 ára afmæli þess. Griska þingið hefur boðið munkum 20 miljónir drakma til vegagerðar, en þeir hafa hafnað. Freistingar heimsins þeir kæra sig ekki um að stelpur i bikini séu að striplast of nálægt þeim. Þeir hafa kveðið svo á aö héðan i frá megi griskir rétt- trúaðir menn aðeins gista i viku, en menn af annarri trú i fjóra daga — og verða um leið að gera grein fyrir „trúarlegu eða fræði- legu erindi sinu”. Þar við bætist að ekki má taka við nema tiu gestum á degi hverjum. Rússarnir koma A hinn bóginn hafa verið gerðar tilslakanir sem miðast við það að fjölga klausturbúum. Um langan aldur voru útlendingar litnir hornauga, einkum ef þeir komu frá löndum sem kommúnistar ráða. Þrjú klaustur, sem keisarar og kóngar Rússlands, Serbiu og Búlgariu höfðu látið reisa fyrir munka af sinu þjóðerni voru næstum þvi útafdauð. Rússneska klaustrið var einu sinni það stærsta, um aldamótin voru þar um 2000 munkar, en fyrir skömmu voru aðeins tiu eftir. Og herforingjastjórnin griska neitaði á sinum tima patriarkanum i Moskvu, Pimen, um leyfi til að senda nokkra munka á vettvang af ótta við að þeir reyndust ■ „kommúnistanjósnarar” (Það væri verulega gaman að vita, um hvað þeir ættu að njósna). Nú hef- ur loksins fengist leyfi fyrir 15 af 22 munkum sem rússneska kirkj- an villsenda til Aþos. Og einnig er von á nýliðum frá Búlgariu. Aþosmunkar hafa meira að segja leyft munkum af öðrum trúarbrögðum að dveljast með sér um stund. Umsóknir liggja nú fyrir frá Japan, Perú og arabisk- um iöndum. Og fleiri sækja um en komast með góðu móti. Einn slikur er nú fangi i Pireus, og iörast mjög synda sinna og vill fyrir hvern mun verða munkur á Aþos. Mað- ur þessi er Stylianos Pattakos, sem var næstæðsti maður grisku herforingjastjórnarinnar um sex ára skeið. Þessi andúð á vegum er með- fram tengd þvi að munkarnir vilja helst ekki að ferðamenn trufli þá. Þeir taka reyndar við gestum, og taka litið fyrir greið- ann, en reynt er að halda heim- sóknum i lágmarki. Konum er bannaður aðgangur siðan á ell- eftu öld — þá höfðu hirðingjakon- ur nokkrar freistað munka til stóðlifs. Bannið gildir einnig um hænur, ær, geitur, börn og geldinga. En syndin er lævis og lipur og hún getur til að mynda brugðið sér i liki annars bróður. Þetta veit til dæmis Gabriel ábóti sem áður var nefndur. Þvi bannar hann munkum sinum að heimsækja hver annanjhver maður sé i sin- um klefa, segir hann. Að öðru leyti hugga ábótar sig við það, að „jafnvel meðal tólf postula Krists mátti finna einn svikara”. Stjórnvöld i Aþenu hafa reynt að fá munkana til að slaka nokkuð á ákvörðum um einangrun Aþos, en munkar hafa svarað með þvi aö herða þau. Þeir hóta að sekta hvern bát sem kemur nær kletta- skaga þeirra en 500 metra — þvi U NAUTASKROKKAR í FRYSTIRINN ÚTB. PAKKAÐ OG MERKT PR. KG. KR. 580,— NAUTAHAKK 600 KR. KG. í 10 KÍLÓA KASSA Nautasnitchel 1250 kr./kg. Nautagullasch 1130 kr./kg. Nautagrillsteik 655 kr./kg. Nautabógsteik 655 kr./kg. Nautahamborgari 50 kr./stk. Nautamörbrá 1630 kr./kg. DS.^^TT[MlD®@Tr®Œ)n[R£l Laugalæk 2 Reykjavík, sími 3 50 20 r,;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.