Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 ...sannleikurinn er sá. aö obbinn af öllum lóöareigendum í gamla bænum hefur engan áhuga á aö nýta lóöir sinar meir en oröið er....bárujárns- húsin eru vönduð hús, sem geta enst endalaust MargréV Mar- geirsdóttir, félagsráögjafi: GOMLU BARU- JÁRNSHÚSIN I þeirri umræöu, sem á opin- berum vettvangi hefur átt sér stað um hrið varðandi gömul hús, fortið þeirra og framtið, hafa komiö fram ýmsar staðhæfingar um ástand þeirra og eiginleika. Það er þvi ekki úr vegi að gera þeim nokkur skil, þvi þó sumar af þessum staðhæfingum grundvall- ist á ákveðnu pólitlsku gildismati — eins og „friðhelgi eignarréttar- ins”, þá er hitt algengara að um hreina vanþekkingu sé aö ræöa — jafnvel þó i hlut eigi mikilvirkir húsateiknarar. Ofangreindar staðhæfingar má draga saman i eina málsgrein: „Þaö er lltil eftirsjá I gömlu timburhúsunum — þau eru óibúðarhæf, óhentug og heilsu- spillandi og þurfa mikiö og dýrt viöhald." Þessi staðhæfing er að öllu leyti röng af eftirfarandi ástæöum: Strangt tekið er eftirsjá i öllum húsum, þvi þau eru verðmæti i sjálfu sér og geta með réttu viö- haldi enst nær endalaust. Sam- félagslega borgar þaö sig aö gera við og endurbæta gömul hús, þvi það verður I nær öllum tilfellum ódýrara en að byggja samsvar- andinýtt—hús þarf að vera orðið ótrúlega illa farið til þess að slikt borgi sig ekki. Þá er ótalinn sá ávinningur sem þaö er fyrir borgarmyndina og nánasta um- hverfi að hús séu endurbyggð og lagfærö. Einnig verður að hafa I huga, að gömlu húsin eru löngu afskrifuð, og þvi allur kostnaður við aö lagfæra þau nær hrein f jár- festing. Það er hrein undantekning ef timburhús á kjallara og byggð um eða uppúr aldamótum eru skemmd af fúa. Vissulega láta gömul hús á sjá ef þeim er ekki haldiö eðlilega við — en þaö eru þau ekki ein um, öll hús þurfa sitt viðhald og ekki sist seinni tima steinhús. Raunar má segja, að gömlu bárujárnshúsin hafi staðist áratuga viöhaldsleysi meö ólikindum, þvi þau voru þannig byggð, aö þau vörðu sig vel gegn veörum og vindum án alls kyns þéttiefna, sem nútimahús eru meira eöaminna háö. Hins vegar erljóst, aö þegar hús eru orðin 50- 70ára þarf að endurnýja ákveðna byggingarhluta. Má þar nefna til dæmis glugga, hitakerfi og raf- magnskerfi, innréttingar, hrein- lætistæki ofl. Þörfin á þessu er þó mismunandi,og um framkvæmdir fer eftir efnum og ástæðum, en þó hún væri alls staöar fyrir hendi nægir það engan veginn til að dæma húsin ónýt eða heilsuspill- andi. Hafa má I huga, að nú þegar eru mörg hverfi, sem ekki hafa veriö talin til gömlu hverfanna — svosem Norðurmýrin, Hliðarnar, Túnin og Teigarnir — og voru byggð upp úr striöinu, komin á þann aldur, að viða er þar orðin brýn þörf fyrir endurbætur, enda mörg byggö af vanefnum. t þess- um hverfum er lika viða unniö aö lagfæringum og endurnýjun húsa, utan sem innan. Þar er um að ræða endurbætur á hita- og rafkerfum til samræmis við nú- tlmakröfur, viðgerðir á gluggum, sprungum og þakrennum. Einnig nýjar eldhúsinnréttingar og skáp- ar, ný hreinlætistæki o.s.fr. Ekki dettur þó neinum I hug að dæma þessi hverfi úr leik og heimta niðurrif og uppbyggingu. En sjái sumir ryögaö bárujárn á timbur- húsi, þá dæma þeir það úr leik þó ekki sé i þvi fúna flis að finna. Oft heyrist sú staöhæfing, aö þétta þurfi gamla bæinn og hefja þar uppbyggingu, fólk verði aö geta nýtt verðmætar lóðir sinar. Nú vill svo til, aö þéttleiki byggö- ar er hvergi meiri en einmitt i gömlu hverfunum, og ef einhvers staðarerilla nýtt landrými, þá er það fyrst og fremst i nýju ein- býlishúsahverfunum. EBa þvi skyldu lóðaeigendur I gamla bæn- um eiga rétt á að nýta lóöir sinar meira en borgaryfirvöld sjá sér fært aö nýta eigin lóöir I út- hverfunum? Þar treysta borgaryfirvöld sér ekki að bjóða 6-8 fjölskyldum að búa á sömu 600 ferm lóðinni. þó þau sjá ekkert þvi til fyrirstöðu i gamla bænum eins og nýleg dæmi sýna. I nýju hverfunum væri 600 ferm lóö sæmileg rað- húsalóð, og skv skipulagslögum má lóð undir einbýlishús ekki vera minni en 700 ferm, og komi fram hjáróma ósk um að fá nú að hola niöur litilli aukaibúð á slikri lóð þarf hver nefndin af annarri að velta þvi fyrir sér. Sannleikurinn er sá, að obbinn af öllum lóðareigendum i gamla bænum hefur engan áhuga á að nýta lóðir sinar meir en þegar er. Þegar hins vegar utanaðkomandi braskarar komast yfir lóðir er hætta á feröum. Með heimild samvinnufúsra borgaryfirvalda um svo og svo mikiö byggingar- magn upp á vasann, veröur þaö létt verk að dæma húsið á lóðinni ónýtt. Þaö borgar sig að sjálf- sögðu ekki að halda i hús uppá 4-5 miljónir þegar i lóðinni má býggja 6-8 söluibúðir fyrir 7-10 milj. hverja. Er þaö furöa þó braskarar og málpipur þeirra úr liöi húsateiknara útmáli friöhelgi eingarréttarins? En hvernig stendur á þeirri ónáttúru fólks að vilja eignast og endurbæta þessi gömlu hús? Ein- faldlega vegna þess, að fólk sér i gegnum þau falsrök sem málpip- ur braskaranna bera á borö. Þaö veit aö þessi hús eru hvorki óibúöarhæf, heilsuspillandi, óhentug, né dýr i viðhaldi — held- ur bjóða þessi hús og umhverfi þeirra uppá gæði, sem ekki eru svo auöfundin annars staðar I borginni. Það sem þetta fólk hef- ur fyrst og fremst áhyggjur af, er hvernig verjast á ásókn þeirra, sem vilja ganga af þessum hverf- um dauðum með uppbyggingu og tilheyrandi gróðasöfnun. Þetta • fólk veit, að gömlu húsin eru ein- mitt hentug — þeim má mjög auðveldlega breyta að innan, her- bergi eru yfirleitt þannig, aö þau má nota hvort sem er sem stofu, svefnherbergi, eldhús eöa borð- stofu — stærð herbergjanna og lögun bindur ekki notkun þeirra viö neina sérstaka starfsemi eins og á sér stað I nýjum húsum. Þau geta þvi og hafa tekið við marg- breytilegri notkun gegnum árin. Gömlu bárujárnshúsin eru vönduð hús, sem meö réttu og eðlilegu viðhaldi geta enst enda- laust — þau eru þvi jafn varanleg og steinhús. Þau eru hins vegar að flestu leyti manneskjulegri sem mannabústaöir en flest steinhúsa, og þvi er eftirsjá I þeim öllum. Minning Geir Kristjánsson, Álftageröi Mývatnssveit F. 8.3. 1905 — D. 3.3. 1977 Geir Kristjánsson. I dag veröur borinn til moldar i aö Skútustööum I Mývatnssveit Geir Kristjánsson bóndi I Alfta- gerði I sömu sveit. Geir fæddist að Litlulaugum I Reykjadal 8. marz 1905. Foreldr- ar hans voru hjónir. Arnfriöur Björnsdóttir, ættuð úr Mývatns- sveit en fædd aö Presthvammi I Aðaldalog Kristján Þorsteinsson Arasonar á Fljótsbakka i Reykja- dal. Þau hófu búskap ung og snauö og eignuöust sex börn. Þrátt fyrir ómegö hefðu þau sennilega komið undir sig fótum heföi Kristján ekki verið heilsulit- ill frá unga aldri, og ágerðist heilsuleysi hans sifellt með aldr- inum. Þau Arnfriður og Kristján eignuðust aldrei eigiö jarönæöi, en bjuggu I hús- mennsku á hinum og þessum stöðum, ýmist i Mývatnssveit eöa Reykjadal (tvö ár i Bárðar- dal) þar til þau sakir heiisuleysis Kristjáns og sennilega einnig vegna húsnæðisskorts, urðu aö sundra fjölskyldunni, senda sum börnin i fóstur og búa aðskilin þar sem hentugleikar og hagur leyfði. Þá fór Arnfriður með yngsta barniö, Geir, I Gautlönd I Mývatnssveit. Reyndar fylgdu henni þangað fleiri börn hennar um stundar sakir, — en Geir ólst þar upp hjá henni og dvaldi þar nær óslitið þar til hann, áriö 1931, kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Freydisi Sigurðardóttur frá Arnarvatni, og hóf eigin búskap i Alftagerði. Þau Geir og Freydis eignuðust þrjú börn, Asmund til heimilis I Alftagerði, Málmfriöi húsfreyju i Reykjavik og Arn- grim kennara I Mývatnssveit. A uppvaxtarárum Geirs áttu menn yfirleitt ekki langur setur á skólabekk. Svo var og um Geir. En haustið 1924 hleypti hann heimdraganum, innritaðist I járnsmiöanám hjá Jóni Jónatanssyni járnsmiö á Akur- eyri og gerði viö hann þriggja ára námssamning. En á útmánuðum 1925 veiktist hann af brjósthimnu- bólgu á háu stigi og var lengi sjúklingur af hennar völdum. Hann bar I raun menjar hennar alla ævi. Þar meö var skotið loku fyrir lengra nám I járnsmiöinni. En sú kunnátta og leikni, sem Geir haföi náö i greininni fyrir veikindin,kom i góðar þarfir, bæði fyrir hann og fyrir Gautlanda- heimiliö eins og öll störf hans önnur þar á bæ. Við, sem nutum þeirra og samveru við hann á bernsku- og æskuárum, vorum siðan tengd honum þakklætis- og tryggöarböndum, sem mölur og ryö fá ekki grandað. Eins og þegar er fram komiö var Geir sonur fátækra foreldra, svo fátækra að þau höfðu ekki ráð á að búa saman. Það var þó ekk- ert einsdæmi á þessum árum. — Ég þekkti ekki föður hans, sá hann aldrei svo ég viti. En móöur hans, Arnfrlöi, þekkti ég vel. og rikari konu hef ég enn ekki kynnzt. Eftir aö Elin dóttir henn- ar giftist Jóhannesi Sigfinnssyni bónda á Grimsstöðum i Mývatns- sveit, var Arnfriður hjá henni en fluttist til Geirs þegar hann hóf búskap I Alftagerði og bjó þar það sem eftir var ævinnar. En hún var mjög eftirsóttur gestur á bæj- um i Mývatnssveit og komst aldrei til að gera vinum sinum þau skil er þeir vildu. Þegar sást til ferða hennar að heiman frá mér.en hún kom oftast gangandi, var lostið upp fagnaðarópi. Hún dvaldi þar jafnan talsverðan tlma með syni sinum, meðan hann var þar, og bróöur sinum, sem einnig átti heima þar ábænum.svo og heimilisfólki öllu, er dáði hana og þótti nærvera hennar góð og eftir- sóknarverð. Ekki laöaöi hún okk- ur krakkana til sin með sælgæti eða skemmtikröftum. En hún sat i sæti sinu stillt og rósöm, horfði á okkur sinum góðu bláu augum, og tók i nefið úr litlum fáðum látúns- brúsa með þeirri hæversku og tign, sem fyllti okkur lotningu fyrir henni og brúsanum, feg- urstu tóbakspontu sem ég hef séð. Stundum sagði hún okkur þulur og sögur og hún talaöi við okkur með þeirri kurteisi, sem kemur að innan og ei af öðrum lærist. Ég hefgertmér titt um Arnfriöi móöur Geirs, vegna þess að þau mæögin voru svo mjög af sama toga spunninað ég hef engar tvær manneskjur þekkt jafn líkar. Sama trausta greindarfarið og hugarrósemin, sama hæverska skapfestan og stillingin til orbs og æðis, sama bliða glettni 1 augum og brosi og sami lági dillandi hláturinn sem áreiðanlega hefur lyft mörgum þungum steini af hryggum huga. Slikt fólk biður ekki varanlegan hnekki við áföll. Það svignar stundarlangt,en rétt- ir sig viö og gengur upprétt á ný. Þess er áöur getið, að Geir keypti þriöjung jarðarinnar Alftagerði, er hann kvæntist áriö 1931 og bjó þar til dauöadags 3. marz 1977. Þessi jörð er vel I sveit sett og henni fylgja nokkur hlunn- indi I silungsveiði. AB ööru leyti er hún litt gæf til búskapar, m.a. er nálega ekkert sumarbeitarland fyrir sauðfé. Þriöjungur jarðar- innar gefur þvi ekki svigrúm fyrir stóra áhöfn. Ég hygg aö Geir hafi frá upphafi kunnað að sniða henni hæfilegan stakk og jafnan haft góðar nytjar af hjörð sinni. Þar hefur skapferli hans átt sinn hlut að máli, þvi ekki var heppnin fylgikona hans við búskapinn. Ég minnist þess að hann varð oft fyrir þungum búsifjum, og heimti m.a. oftast öðrum verr af fjalli. En aldrei vissi ég til aö hann æðr- aðist. Hann hefur e.t.v. bognað innra með sér um stundar sakir en gekk eftir sem áöur uppréttur til starfa sinna með þeirri skyldu- rækni og trúmennsku sem honum var i blóö borin. Eins og öllum góðum bændum þótti Geir vænt um búfénað sinn. En ég veit að mest unni hann hestum sinum og hundum. Hann var hestamaöur af gubs náð. Ég sé hann fyrir mér leggja á hest' sinn. Hvernig hlý og rósöm hand- tökin gældu við hestinn án þess þó aö gera annaö en þaö, sem at- höfnin ein gefur tilefni til. Mér finnst Geir hafa verið gæfumaöur, þó hagsveiflur hans risu ekki hátt. Og ég er viss um að honum hefur einnig fundist það sjálfum. Hann bjó i samstilltu og ástriku hjónabandi við sina ágætu húsfreyju i 46 ár, eignaðist góð og mannvænleg börn og sinn deildan verö af veraldargæðum. — Hann sóttist ekki eftir mannvirðingum eða vegtyllum en hugði þvl betur að öllu þvi, sem honum var til trú- að bæði heima og heiman. — Geir varð að sjálfsögðu ekki auömaöur á veraldarvlsu, enda fjarri skapi hans aö iþyngja sál sinni meö óþurftar efnishyggju. Hans auöur var skapferlið, sem ávann honum traust og hlýhug allra, sem kynntust honum, ungra sem ald- inna. I hugum okkar sem þekktum hann veröur minningin um hann jafnframt minning um gott mannlif og fagurt. Asgerður Jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.