Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 10
i 10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júli 1977 Stúdentar komnir með útlending í körfuboltann Kemur meira til að læra íslensku, en að spila körfubolta Körfuknattleiksdeild 1S er búin aö ná samningum viö bandarisk- an leikmann um aö leika meö liö- inu á komandi keppnistimabili. Bandarikjamaöur þessi heitir Dirk Dunbar og lék hann meö litl- um háskóla fyrir vestan. Hann leikur stööu bakvaröar og fram- herja og kvað vera góöur. Dunbar er ekki aöeins góður körfubolta- maður, heldur er hann einnig námsmaöur mikill. Hann er meö „masters’-gráöur i sálfræöi, guö- fræði og i „physical education”, en það mun vera nokkru meiri menntun en islenskir iþrótta- kennarar hafa. Meðan Dunbar dvelur hér, mun hann stunda nám viö Háskóla íslands og ætlar hann sér aö læra islensku, og mun námiö vera hans aöalstarf meöan hann dvelur hér. G.Jóh. Hreinn til USA Þaö er greinilegt aö Hreinn Halldórsson er oröinn stórt nafn i frjáisiþróttaheimin- um. Til hans streyma nú boö hvaöanæva úr heiminum um þátttöku i frjálsiþróttamót- um. Þaö siðasta kom úr vest- urátt. Hreini hefur verið boöiö i keppnisferöalag um Banda- rikin, keppnisferðalag sem kæmi til meö aö standa i u.þ.b. 2mánuöi. Reyndar eru ekki taldar miklar likur á að Hreinn þekkist boðiö.þvi þaö rekst aö nokkru leyti á viö æfingaprógramm hans, auk þess sem Evrópumeistara- mótiö i Moskvu fer fram um svipaö leyti. —hól. Skosku atvinnumennirnir ásamt Islenskum kylfingum I Grafarholtinu á sunnudaginn, en þá hömuöust veðurguöirnir af islenskri óbiigirni. H Wj Fyrsta atvinnumannaheimsóknin tókst vel Islensku kylfingarnir veittu þeim skosku góða keppni Á fjórða hundrað manns fylgdust með einstaklings- keppninni sem lauk í gærkvöld i gærkvöid iauk fyrstu atvinnu- mannakeppninni i golfi á islandi. Fór hún fram á Grafarholtsvelli, og kepptu þar tiu skoskir atvinnu- menn um peningaveröiaun, en is- lensku áhugamennirnir kepptu hins vegar um golfvörur margs- konar. Einstaklingskeppnin í gær var bráðskemmtileg i rjómagóöu veðri, en á sunnudaginn kepptu atvinnumenn og áhugamenn saman i svokallaðri „pro-am” keppni, og héldu veöurguöir þá ekki vatni fremur en reifabarn i vöggu. Flugleiðir, Tak h/f og Islenska útflutningsmiðstööin kostuöu þetta mót og heimsókn skosku at- vinnumannanna. Verölaunaupp- hæðirnar til skotanna tiu námu samtals rúmlega hálfri miljón fyrir báða keppnisdagana, en leikið var á velli GR. einstaklingskeppninni i gær, setti nýtt vallarmet I Grafarholti i „pro-am” keppninni, er hann lék holurnar 18 á aðeins 67 höggum, og var þá leikið af klúbbteigum, sem kallað er. Eldra metiö átti Sigurður Pétursson, 68 högg. En J. Farmer var hinn öruggi sigurvegari i einstaklingskeppn- inni i gær. Hann fór tvisvar sinn- um yfir völlinn á 139 höggum, en bestur íslendinganna var Björg- vin Þorsteinsson á samtals 150 höggum, en hann fékk haröa keppni. Röö skosku atvinnumannanna efstu varð þess: 1. J.Farmer 70+ 69 139 2. Shade 69 + 73 142 3. Hush 75 + 68 143 4. Thomson 145 5. Collins 147 Röö efstu islendinganna varö þcssi: 1. Björgvin Þorsteinsson 150 2. Sigurður Thorarensen 151 3. Július Júliusson 152 4. Geir Svansson 155 5. Ragnar Ólafsson 155 Landslið unglinga sem heldur til golfkeppni i Oslo nk. sunnudag hefur veriö valið og er það þannig skipað: Ragnar Ölafsson GR, Sigurður Thorarensen GK, Sig- urður Pétursson GR, Geir Svans- son GR, Magnús Halldórsson GK, Hannes Eyvindsson GR og Sveinn Sigurbergsson GK, sem er vara- maður. — gsp íslandsmótið í I. deild: Valur — IBV 2:0 Valsmenn eru sterkir A sunnudaginn, I „pro-am” keppninni, geröist helst tiðinda, að Hannes Eyvindsson fór holu i höggi, og er það i annað skipti sem hann leikur þann eftirsótta leik. Það dugði honum þó ekki til þess að ná i verölaun, þvi þrir og þrir kepptu saman, og voru þá ævinlega tveir Islenskir áhuga- menn i flokki meö einum atvinnu- manni. A besta skori komu tveir hópar með 62 högg. Annars vegar voru það skotinn J. Farmer á- samt þeim Bergi Guðnasyni og Helga Hólm, en hins vegar þeir J. Hamilton, Agúst Svavarsson og Einar L. Þórisson. J. Farmer,sem einnig sigraöi I Islandsmeistarar Vals bættu við tveimur dýrmætum stigum i safnið þegar þeir sigruöu IBV með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum á föstu- dagskvöldið. Leikur Vals var afar góður og ég held að enginn geti lengur efast um að Valur hefur á að skipa langbesta liöinu i Is- lenskri knattspyrnu i dag. Þar fara margir þættir saman, þó einkum stórskemmtilegur sókn- arleikur ásamt traustri vörn og frábærri markvörslu Sigurðar Dagssonar, sem er tvimælalaust einn allra besti markvörður sem Island hefur aliö frá upphaíi vega. Strax i upphafi leiksins á föstu- daginn höföu Valsmenn yfirburöi. Þeir létu boltann ganga á milli sin og sköpuðu meö eldsnöggum skipt ingum út á kantana stórhættuleg- ar sóknarlotur. Mark kom um miðjan fyrri hálfleik. Eftir klauf- askap Einars Friöþjófssonar náöi Atli Eövaldsson til knattarins i opnu dauöafæri og skoraði örugg- lega, 1:0. Strax i upphafi seinni hálfleiks bættu svo Valsmenn sinu ööru marki vð. Hinum reynda bak- veröi IBV, Ólafi Sigurvinssyni, mistókst illilega aö hreinsa frá marki og það nýtti Guömundur Þorbjörnsson út iæsar og skoraöi meö föstu skoti, sem Siguröur Haraldsson átti ekki minnstu möguleika á að verja. Eftir að hafa náð þessu forskoti slökuðu Valsmenn nokkuð á og Eyjamenn sóttu i sig veörið án þess aö nokkurn timann skapaöist mikil hætta við mark Vals. Sigur Vals var fyllilega sanngjarn og liðið hefur nú hlotið 18 stig i 10 leikjum. Geri aðrir betur. Eyjamenn misstu þannig end- anlega af lestinni hvað varöar baráttuna um sigur i mótinu. Þeir geta þó orðið skeinuhættir I fram- haldinu þvi ekkert lið hefur tekið jafn miklum framförum uppá sið- kastið og þeir. — hól. Stoke Mandeville leikarnir Islendingar með í fvrsta sinn Næstkomandi fimmtudag heldur flokkur frá félagi lamaðra og fatl- aðra til keppni I hinum svokölluðu Stoke Mandeville leikum. Lam- aðir og fatlaðir hafa eingöngu keppnisrétt á þessu móti og er þetta i 25-sinn sem það er haldið. Island sendir nú þátttakendur i fyrsta sinn, en þeir eru fimm tals- ins: Elsa Stefánsdóttir i borð- tennis, Guðný Guðnadóttir i borð- tennis, Arnór Pétursson i spjót- kasti, lyftingum og borðtennis, Viðar Guðnason i lyftingum og borötennis, Hörður Barðdal i sundi, lOOmetra frjálsri aðferð og 100 metra baksundi. Fararstjóri verður Páll B. Helgason, orku- og endurhæf- ingarlæknir, og honum til aöstoð- ar Magnús B. Einarsson, læknir, en hann leggur stund á fram- haldsnám i endurhæfingu i Noregi. Þjálfarar verða iþróttakennar- arnir Július Arnarson og Magnús H. Ólafsson. Allmikiö meira verður haft fyrir þessum leikum nú en áður þvi Elisabet bretadrottning á 25 ára starfsafmæli á sama tima Leikarnir hefjast 24. júli en lýkur 31. júli. Iþróttasamband Islands greiöir 80% af kostnaði við ferö- ina en alls kyns félög, eins og t.d. Lions og Kiwanis, leggja einnig til fé. I kaffisamsæti sem haldið var i gær að Hátúni 12, var starfsemi iþróttafélags lamaðra og fatlaðra kynnt. Félagið er nú þriggja ára gamalt, stofnað 1974. Félaginu hefur mjög vaxið fiskur um hrygg nú hin siðustu ár og munu félagar i iþróttafélaginu nú vera 140 tals- ins. Þegar það var stofnað voru félagar um 70 talsins. Fyrst og fremst ef áhuga félagsmanna á félaginu sem og ómetanlegum stuðningi bæði Lions og Kiwanis félögum að þakka hversu vel öll starfsemin hefur gengið. Þannig færði Lions-félagið iþróttafélag- inu að gjöf 1 miljón króna sem mun renna til framkvæmda við aðstöðu til iþróttaiðkana. Æfingar fyrir leikana i Englandi hafa nú um nokkurt «keið veriö 5-6 daga i viku. Július Arnarson hefur þjálfað liðið aö mestu. Islensku þátttakendurnir eru þvi mjög vel undirbúnir fyrir keppnina og i nokkrum greinum eiga okkar menn möguleika á góðum árangrien þar mun sundið skipa hæstán sess. —hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.