Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 AUGLITI TIL AUGLITIS Undanfarnar 2 vikur hefur staðið yfir á Kjar- valsstöðum norræn mynd- listasýning sem nefnd er Augliti til auglitis. Þetta er farandsýning og mun Reykjavík vera síðasti við- komustaðurinn á ferð hennar um Norðurlönd. Það er Norræna mynd- listabandalagið sem að sýningunni stendur og fékk það Svíann Staffan Cull- berg til að velja verk á sýn- inguna. Ef ég man rétt var þa6 árið 1972 sem Norræna myndlistarbanda- lagið lagði niður það samsýninga- form sem þá hafði verið notað um árabil, mörgum til leiðinda. Sið- asta sýningin af þvi tagi var ein- mitt liður i Listahátið hér i Reykjavik. Nú eru þessar sýningar sem sagt hafnar á ný með þvi fyrir- komulagi að einn maður velur verk og þátttakendur. Margir hafa sjálfsagt vonast til að slikt kæmi i veg fyrir þann glundroða sem einkenndi fyrri sýningar. Þvi miður get ég ekki séð að svo vel hafi til tekist að þessu sinni. Þeim manni sem tekur að sér að koma saman sýningu á borð við þessa, er vissulega vandi á höndum og vafalitið er ógerlegt að velja svo að ekki megi gagn- rýna. Mér finnst þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar i sýning- arskrá um að ákveðið þema gangi eins og rauður þráður i gegnum sýninguna, að hana vanti ákveðn- ara markmið. Reyndar er það markmið sem Cullberg gefur upp svo almenns eðlis að það gæti átt við hvaða sýningu sem er og sennilega klambrað saman eftir á, en ekki lagt valinu til grund- vallar. Eða hvaða myndverkum er ekki ætlað að stilla upp augliti til auglitis við þá sem á vilja líta og hvaða myndverk eru ekki rannsókn á raunveruleikanum i einhverri mynd? Slikt meiningar- laust og ómarktækt blaður hlýtur óhjákvæmilega að kalla á gagn- rýni. Þegar efnt er til jafn viðamik- illar sýningar sem þessarar hlýt- ur einhver tilgangur að liggja að baki, annar en sá að hengja myndir upp á vegg og sá sem tek- ur að sér að skipuleggja hana verður að gefa sér einhverja veigamikla forsendu til að ganga út frá. Um slikac forsendur má auðvitað alltaf deila þ.e.a.s. þvi þessi hafi verið valin en ekki hin, Tll sölu á Slglufiröi Húseignirnar Suðurgata 76 og 78 á Siglu- firði eru til sölu i þvi ástandi, sem þær nú eru i. Á eignunum hvilir sú kvöð að bönnuð er búseta á þeim á timabilinu 1. nóvem- ber til 1. mai ár hvert vegna snjóflóða- hættu. Eignirnar verða sýndar sunnudaginn 2. október nk. kl. 14-17. Tilboðum óskast skilað til skrifstofu Við- lagasjóðs, Tryggvagötu 19, Reykjavik, fyrir 10. október nk. Viðlagasjóður. Andreas Alariesto — Or Lapplandsmynduni en sé valið rökrétt út frá þeirri forsendu sem viðkomandi hefur gefið sér, er raunverulega öllum kröfum fullnægt. Handahóf er hinsvegar óafsakanlegt. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að litil breyting hafi á orðið frá fyrri sýningum, sem sagt svipað- ur grautur i sömu skál. Of langt mál yrði að ræða um frammistöðu einstakra lista- manna, enda naumast sanngjarnt þar sem ég dreg i efa, og hef til þess rökstuddan grun, að sýning- in gefi rétta mynd af listsköpun þéirra. T.d. finnst mér að samtin- ingur á pastelmyndum frá 9 ára timabili gefi afar ónákvæma mynd af list Hrings Jóhannesson- ar svo hóflega sé til orða tekið. Annað dæmi get ég nefnt. Sviinn K-G Nilson á þarna eina mynd, vonandi lélegasta mynd sem hann hefur gert um dagana. Með svona vali er engum greiði gerður og tilgangurinn er mér gjörsam- lega hulin ráðgáta. Þvi er ekki að neita að ýmislegt jákvætt og skemmtilegt ber fyrir augu á sýningunni. Nefni ég þar fyrst sem dæmi Lapplandsmynd- ir Andreasar Alariesto einlægar og tjáningarrikar myndir um lif og lifsbaráttu Sama. Ekki má heldur gleyma framlagi Islend- inganna Óskars Magnússonar og Blómeyjar Stefánsdóttur, sem sýna myndvefi sem þau vinna i sameiningu. Að visu meingallað- ar myndir frá formrænu sjónar- miði, en búa þó yfir frumstæðum sannfæringarkrafti sem þvi mið- ur er of sjaldgæfur. Af verkum annarra listamanna sem sérlega glöddu augu min get ég nefnt teikningar Palle Nielsen og Björns Ransve, tréristur Patters Zennström og málverk Eriks Hagens. Myndir Norðmannsins Bard Breivik Arásarhneigð I-VI eru afar áleitnar og ekki laust við að þær vekji ugg, þar sem þær minna á heldur óhugnanlegar staðreyndir i raunveruleikanum, nánar tiltekið þær sömu stað- reyndir og tréristur Zennströms fjalla um. Vonandi verða þeir agnúar sem auðkenna þessa sýningu svo mjög, sniðnir af áður en næsta samsýning Norræna myndlistar- bandalagsins verður á ferðinni. Ingiberg Félag w járn ðnaðarmanna F élagsf undur verður haldinn fimmtudaginn 29. septem- ber 1977 klukkan 8:30 e.h.i Félagsheimili Kópavogs, uppi. Dagskrá: 1) Félagsmál 2) Lagabreytingar 3) Onnur mál Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.