Þjóðviljinn - 04.04.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.04.1978, Blaðsíða 4
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. april 1978. Bikarmeistarar 1978: IS sfgraði KR létt í úrslitimum Leiknum lauk með sigri ÍS 59:34 Liö 1S er Bikarmeistari 1978 i kvennakörfuknattleik. Liöiö lék til úrslita gegn KR og var þaö nánast leikur kattarins aö mús- inni. Leiknum lauk meö sigri IS sem skoraöi 59 stig gegn aðeins 34 stigum KR-inga. Staðan i leikhléi var 32:20 IS i vil. Kolbrún Leifsdöttir og Guðný Eiriksdóttir léku best fyrir stúdinur aö þessu sinni. Kol- brún skoraði 17 stig en Guðný 16. KR-stúlkurnar voru allar fremur daufar að þessu sinni og var Linda Jónsdóttur þeirra stigahæst meö aöeins 8 stig. SK Liö 1S sem sigraöi KR og hlaut þar meö útnefninguna Bikarmeistarar 1978. Dirk Dunbar þjálfari liösins er Iengst tii hægri I efri röö. Islandsmótið í Handknattleik: Valsmenn unnu ÍR í hrúdeiðinlegum leik B Tveir sigr* ar gegn F ærey jum íslendingar og Færey- ingar háðu tvo landsleiki i blaki nú um helgina. Leikið va? i z^é^shöfn i Færey.ium og voru þetta 7. og 8. leikur þióð- anna. Islendingar sigruðu i fyrri leiknum 3:0. Orslitin i hrinunum urðu þessi: 15:11, 15:13 og 15:12. I siöari leiknum var einnig um islenskan sigur að ræða, en minni en i fyrri leiknum. Island sigraði 3:1 og hrinuúrslit voru þannig: 4:15, 15:8 Og 15:12. Þeir Indriði Arnórsson sem leikur með liði Islandsmeistar- anna -S áramt Þróttaranum Guðmundi E. Pálssyni, léku best fyrir Islands hönd i þessum leikj- um og vöktu fastir skellir Indriða mikla athygli. SK. Eftir aö hafa horft á leik Víkings og Hauka var eins og maöur væri kominn á 3. deíldar leik er liö Vals og IR léku í 1. deild islands- mótsins i handknattleik. Leikur liðanna sem lauk meö sigri Vals 18:17 var það lélegur að maðurbefur vart séð annað eins til 1. deildarliöa. Ekkert skylt við handknattleik var boðið upp á og litið gert annað en að sprikla til og frá, en að hugsa, það gieymdist al- gjörlega. IR-ingár höföu forustu framan af leiknum, en þegar flautað var til hálfleiks var staftán orðin jöfn 7:7. 1 siðari hálfleik var jafnt á öll- um tölum að 15, en þá tóku Vals- menn til sinna ráða og það var siðan Þorbjörn Jensson sem gerði út um leikinn með góðu marki réttfyrir likslok.ogiokatölur urðu eins og áður segir 18:17 Vai i vil. Eins og áður segir er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á aðra eins hörmung eins og leik þennan. Það var aðeins einn ljós punkt- ur i henum öllum en það var sniildarmarkvarsla Jens G. Einarssonar i lR-markinu. Hann stóð i markinu allan leikinn og varði sem berserkur væri. Er greinilegt að hann er orðinn okk- ar besti handknatleíksmarkvörð- ur. Hann sýnir alltaf góðan leik og virðist ekki detta niður á lélega leiki eins og flestir okkar mark- verðir. Það má vera að Valsliðið hafi saknað Gisla Blöndals sem he'fur leikið vel með Valsliðinu að und- anförnu. En fjarvera hans er ekki nein afsökun fyrir Valsmenn. Þeir hafa það marga landsliðs- menn innan sinna vébanda aö það á ekki allt að þurfa að fara i rúst þó einn þeirra vanti. Stefán Gunnarsson fyrirliði iiðsins var besti maður Vals að þessu sinni og var hann klettur i vörn að venju. Einnig var Steindór Gunnarsson góður, ef hægt er að tala um góða leikmenn i þessum lélega leik. Fins og áður sagði var það Jens Einarsson sem var besti maður IR-liðsins og vallarins i þessum ieik. Einnig átti Arsæll Hafsteins- son góðan dag I vörninni. Mörk Vals. Jón Pétur Jónsson 5, Steindór Gunnarsson 4, Þorbjörn Guðmundsson 3, Stefán Gunnars- son og Jón H. Karlsson 2 hvor og Þorbjörn Jensson og Bjarni Guðmundsson eitt mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Kjartan Steinbach og Kristján Orn Ingi- bertsson. Meistarakeppnin Leikdagar ákveðnir Laugard. 8. apr. l.B.V.-Valur kl. 14.00 Laugard. 15. apr. I.A.-l.B.V. kl. 14.00 Laugard. 22. apr. l.A.-Val- ur kl. 14.00 Laugard. 29.apr. Valur- IB.V. kl. 14.00 Laugard. 6. mai I.B.V.- I.A. kl. 14.00 Litli Bikarinn Niðurröðun leikja i Litlu bikarkeppninni i april er þessi: LAUGARDAGUR 1. april: Haukar-FH 3:1 Keflavik-Breiðablik 1:0 LAUGARDAGUR 8. april: Akranes-Keflavik Breiðablik-Haukar LAUGARDAGUR 15. april Keflavik-FH LAUGARDAGUR 22. april FH-Breiðablik HauVar-Keflavik LAUGARDAGUR 29. aprU: Breiðablik-Akranes. Allir ieikirnir hef jast kl. 14.00. Landsflokkaglíman 1978: Ingvi öruggur sigurvegari 30. Landsflokkaglima tslands var háð um helgina. Þáttur utanbæjarmanna setti mikinn svip á mótið og urðu þeir mjög sigursælir eins og sjá má á meðfylgj- andi úrslitum: Drengjaflokkur: 1. Ólafur H. Ólafsson KR 7v 2. Gústaf Ómarsson UIA 6,5v 3. Geir Gunnlaugsson Vikv. 5,5v Sveinaflokkur: Þar þurftu þeir Hjörtur Þráinsson og Brynjar Stefánsson að glima hreina úrslitaglimu, og lauk henni með sigri Hjartar og sigraði hann þar með i flokknum. Unglingaflokkur: 1. Auðunn Gunnarsson UIA 2. Helgi Bjarnason KR 3. Asgeir Viglundsson KR Karlaflokkur (Yfirþunga- vigt): 1. Ingvi Þ. IngvasonHSÞ 2v 2. Guðmundur Ólafsson A lv 3. Ingvar Engilbertsson Vikv. 0v M illivigt: 1. Guðmundur Freyr Hall dórsson Á 3,5 v. 2. Eyþór Pétursson 3v. 3. Ömar Úlfarsson KR 2.0v. Léttasti flokkur: 1. Þóroddur Helgason 01A 2v 2. Jón Magnússon KR lv 3. Halldór Konráðsson Vik- verja Ov SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.