Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 15
ii ■■■ iriii.
Helgin 16.-^Í7.'m’ai, 1981 ’&HSlmLjINN — SIÐA 15
i i > n' ■ i< >***+*+****•***»****■*****■■■»■ i i i ' ir'
Margur maöurinn heldur aö
þögnin sitji auöum höndum og sé
einfaldlega þögn og hlutlaus aö
auki, en auövitaö er hvorugu fyrir
aö fara. Þögin er sistarfandi:
þögnin er afkastamikill skapandi
penni og skrifar orö sin i loftiö, og
þar liggja þau i loftinu og viö
nemum þau á ferö okkar um
stræti og torg. Og þögnin er auö-
vitaö ekki hlutlaus: þögnin er i
fullu starfi hjá heldur vafasömum
öflum, tilaömynda fáfræöi, hjá-
trú, hleypidómum, o.s.frv.
Hómósexúal fólk hefur fengiö
aö kenna á störfum þagnarinnar
svo um munar, og er þaö ekki
undarlegt þegar haft er i huga
'hve hrædd viö erum aö ræöa I um
allt sem forboöiö er i mannlegum
samskiptum — og hómósexúal-
hneigö hefur svo sannarlega veriö
forboöin um langan aldur einsog
allir vita. En þrátt fyrir aö hómó-
sexúalhneigö hafi aldrei hlotiö
raunhæfa umræöu i samfélagi
okkar, er hún löngu afgreitt mál
meöal fólks, og allir viröast vita
hvaö þar er á seyöi. Nú er sá hátt-
ur aö afgreiöa óþægileg mál án
umræöu kannski ekki álitinn svo
slæmur, þegar vinsældir hans eru
haföar i huga — en hvaö um þaö
— sú aöferö hefur sina stóru van-
kanta og þörf er á breyttri máls-
meöferö.
Þegar gengiö er um blaösiöur
islenskra oröabóka kemur i ljós
aö islenskan á eitt og annaö i
pokahorninu handa hómósexúal-
fólki. Allt illgresi aö sjálfsögöu:
sumt ungt aö árum, annaö eldra
meö ræturnar i Islendingasögun-
um.Varla er ástæöa aO fara nánar
úti þessi orO en aO nefna nokkur
þeirra. Fyrst má nefna karlkona,
en taliö er aö I oröinu felist
aödróttun um hómósexúalhneigO
hjá konum, þá má nefna tvö vel-
þekkt orö. argur (argskapur) og
blauöur, og aO lokum tvö nýlegri
orö sem stundum heyrast, öfug-
uggi og hinsegin. 011 eru þessi orö
þannig innréttuö aö réttast er aö
fela þau þögninni til notkunar.
Þá erum viö komin aö kjarnan-
um, en hann er samsettur af
tveimur ágætum oröum: hommi
og lesbia. Um orðiö lesbia er þaö
aö segja, aö þaö hljómar vel, og á
aö auki fegurri og menningar-
legri uppruna en flest orö: laugar
sig I sól Miöjaröarhafsins og
skáldskap Sappho á eynni Lesbos.
Orðiö hommi er afturámóti upp-
runnið f bakgöröum og sóöalegum
portum, innanum öskutunnur og
feita rangeygöa villiketti og
skftuga stráka á rangri hillu, og
þar var þaö sennilega fyrst ritaö
(krotað), annaöhvort á ösku-
tunnulok eöa skitugan húsvegg.
Þögnin
,.orð, orð, orð
Þegar rædd eru málefni hómó-
sexúal fólks er ekki um auöugan
garö aö gresja viö orðaval — og
ekki er sá garður heldur ýkja fag--
ur: hann er i raun i mestu órækt,
fullur illgresis, og tungumálinu til
minnkunar.
Algengasta illgresiö er no. kyn-
villa og orö dregin af þvi, enda
ekki annað orö til i Islensku yfir
hómósexúalhneigð. 011 þessi
-villu orö eru byggö á mjög nei-
kvæöu gildismati og æskilegt væri
aö þau hyrfu úr daglegu máli. í
staö kynvillu mætti koma hómó-
sexúalhneigö meöan annaö orö
finnst ekki, en I staö kynvilltur,
kynvillt mætti koma hommi,
lesbia, en um þau orö mun ég
fjalla betur á eftir. (Eina raun-
hæfa merkingin sem ég kem auga
á til handa oröinu kynvilla, er
þegar menn villast á kyni, t.d.
sökum myrkurs eöa drykkju — en
hvorttveggja er mikið um myrk-
ur og drykkju hér á landi einsog
öllum er kunnugt).
Lýsingarorö eitt fékk nýja
merkingu fyrir ári eöa tveimur.
Siðan hefur lo. þetta átt I miklum
félagslegum erfiðleikum: margir
foröast aö nota þaö af ótta viö
misskilning og orðiö er einmana.
Hér á ég viö lo. hýr, en einhver
orönlöingur gaf þvi merkinguna
hómósexúal (hommi, lesbia).»
Astæöan fyrir þvl aö hýr varö fyr-
ir valinu er sú aö orðið er bein
þýöing á enska orðinu gay, en þaö
þýöir einnig hómósexúal. Mikill
munur er þó á þessum oröum.
Enska oröiö gay á sér langa for-
sögu meö merkinguna lead a gay
life, sem þýöa má sem gjá-
lifi/léttúöugt llf, en útfrá þeirri
merkingu og fyrir áhrif frá glaö-
værum hómósexúal persónuleik-
um öölaöist oröiö merkinguna
hómósexúal. (Hommaiönaöurinn
hugsaöi sig ekki tvisvar um þegar
velja þurfti orö yfir allan brans-
ann: auövitaö varö gay fyrir val-
inu og nú trónar það einsog ljósa
skilti, meö sina björtu fyrirheita-
miklu ásjónu efst á piramidan-
um: ofaná öllum discotekunum,
börunum, bióunum, sánunum,
ströndunum, blööunum, film-
unum, bókunum o.s.frv.).
tslenska oröiö hýr á sér afturá-
móti ekki grundvöll i neinu þvi
sem viðkemur hósmósexúalfólki,
og erfitt er aö sjá hvernig þaö á aö
valda merkingunni hómósexúal.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
hýr I merkingunni hommi er
ekkert annaö en flótti undan nei-
kvæöum viöhorfum til gömlu orö-
anna, en flótti hefur aldrei komið
mönnum neitt áleiöis, og bar-
dagaaðferðin tvö skref afturábak
og eitt skref áfram skilar slnum
mönnum alltaf aö lokum uppaö
vegg... og allir vita hvaö þar fer
fram
er
sístarfandi
Oröið hommi hefur veriö skamm-
aryröi framá þennan dag og er
þaö aö einhverju leyti ennþá, en
meö tiö og tima og almennri notk-
un á vistlegri stööum en áöur var
getið, mun oröiö þvo af sér
óþverrann og öðlast jákvæöari
merkingu. Þá stendur orðiö
hommi sér á parti I Islenskri
tungu aö því leyti aö þaö er síö-
asta „virka” oröið I málinu. Virk
orö I Islensku er aö finna krotuö á
veggi I húsasundum og á strætis-
vagnabiðskýli og á bök öftustu
sætanna I strætisvögnunum.
Fyrir nokkrum árum voru klúr-
yröi algengust, en meö langvar-
andi notkun misstu þau allan
slagkraft. Þá var fariö á stúfana I
leit aö nýjum oröum, og þaö nýj-
asta er hommi. Um daginn sá ég
krotaö á bakiö á sæti I einum
vagninum: hommadjöflar Siggi
+ Jói. Og á sætinu viö hliöina
stóö: sá sem situr 1 þessu sæti er
hommi. I sætinu sat grunlaus og
brosmildur ungur maöur og skóf
undan nöglunum I mestu makind-
um.
Semsagt: siöasta oröiö I
islensku meö merkingu.
...kristni, kirkja
Perhaps the greatest prever-
sion of all is to use the Bible as
a sócial weapon that harms,
hurts, and dehumanizes.
Gerald A. LaRue,
U.S.C. School of Religion.
Segja má aö kristin kirkja og
vinstrihreyfingin eigi margt
sameiginlegt. Hjá báöum aöilum
er um aö ræöa kjarna sem sam-
settur er af fjölmennum ráöandi
hóp, sbr. þjóökirkjuna og Alþýöu-
bandalagiö, og slöan eru I kring-
um kjarnana tiltölulega fámennir
hópar sem eru I andstööu t.d.
Ffladelfla, Mormónar, Vottar Je-
hóva, Moonistar — marx-
leninistar, trotskiistar, stalinistar
o.s.frv.
Hiö sérstæöa varpar ljósi á hiö
almenna. Þvi getur stundum ver-
iö vænlegt til skilnings á kristinni
kirkju aö gefa sértrúarsöfnuðun-
um gaum. Sértrúarsöfnuöurnir
eru auövitaö misvel til þessa
fallnir. Og söfnuöirnir eru marg-
vislegir: sumir hrein undantekn-
ing, aörir ekki annaö en öfgafull
— stækkuö — mynd af stefnum
innan þjóökirkjunnar, og svo allt
þar á milli.
Eftir aö hafa I gegnum árin rætt
viö fólk Ur ýmsum sértrúarsöfn-
uðum svo og þjóökirkjunni um
trúarleg efni svona einsog gengur
og gerist, verö ég aö játa aö þaö
koma á mig vomur þegar mér
verður hugsaö til þess I hvaða átt
kristin trú stefnir. Niöurstaöa
þessarra samtala er samkvæmt
mlnum skilningi eftirfarandi: Aö
mörg ykkar eru rög viö aö
spyrja). Svariö er: þaö er einmitt
það sem ég hef verið aö gera. Sú
furðulega siðferöilega afstaöa
sem kristnir söfnuöir hafa gert aö
grundvelli slnum og sem ég hef
reifað hér aö ofan er m.a. ein af
orsökunum (og þaö ekki veigallt-
il) fyrir þvi hvernig kirkjan og
margt kristiö fólk kemur
fram við hómósexúalfólk. Þó
Böðvar Björnsson
skrifar um
homosexúalisma
vera kristinn I dag er aö drekka
ekki, reykja ekki, snerta ekki viö
eiturlyfjum, stunda ekki kynllf
nema innan þröngs ramma innan
hjónabands, stunda ekki diskótek
(kirkjur djöfulsins), horfa ekki á
kvikmyndir sem innihalda ofbeldi
og/eöa kynllf, blóta ekki, hlýöa
yfirboöurum slnum skilyröis-
laust, fara reglulega meö bænir
(aö þvi er viröist athafnarinnar
vegna), o.s.frv. Margt af þessu er
ósköp jákvætt á slna vlsu. En
einsog lesendur sjá er hér um aö
ræöa aö vissar sérvitringslegar
(margar hverjar) siðareglur hafa
veriö geröar aö megininntaki
kristinnar trúar — eöa meö öör-
um oröum og sterkari: trúnni hef-
ur einfaldlega veriö snúiö uppi
siöareglur og á eftir þaö litiö
skylt viö trú, aö maður skyldi
ætla. Einsog öllum er kunnugt er
sú villa aö snúa boðoröunum uppl
siöareglur ekkert sérstaklega ný
af nálinni og ekki hættulaus með
öllu, en aö boðorðin láti I minni
pokann fyrir sérvitrings- og sér-
gæðislegum siöaboðskap og alls-
kyns vitleysu, og I ofanálag aö
siöareglur þessar séu settar á
oddinn i boöskap kristninnar það
er langtum alvarlegra, og þó slikt
sé kannski ekkert nýrra af nálinni
ber ólikt meira á sllku nú en fyrr.
Var meiningin aö ræöa kirkj-
una og hómósexúalfólk I þessum
hluta greinarinnar? (Ég spyr fyr-
ir ykkur vegna þess aö ég veit hve
óþarfi sé aö lita alla leið vestur
um haf til að styðja orð min,
skulum við skyggnast augna-
blik til Bandarikjanna, vegna
þess hve allt er þar stórt i
sniðum og þarafleiðandi
greinilegt, og skoða eitt dæmi:
Mikill uppgangur og allskyns
kristinna trúarsöfnuöa hefur átf
sér staö um þver og endilöng
Bandarikin siðustu ár. Nú eru
þessir trúflokkar búnir aö koma
sér vel fyrir og eru byrjaöir um-
bótastarf sitt á bandarlsku þjóö-
félagi. Og I hverju eru svo um-
bætur þessar fólgnar? Jú, auövit-
aö er öllum kröftum eytt I aö berj-
ast gegn kaffidrykkju, kynllfi,
diskótekum, o.s.frv.,og til viöbót-
ar er lesið yfir lýönum meö
synd, helviti og refsingar sem
lykilorö, þartil allur mann-
legur breyskleiki er orðinn aö
aðgöngumiöa aö helviti i augum
lýðsins — eöa með öðrum orð-
um og réttari: þartil mannleg
breytni einsog hún gengur
fyrir sig i þessum heimi er
oröin ljót og glæpsamleg og refsi-
verö — og þá er llka kominn góöur
grundvöllur fyrir sanna lifsfjand
samlega kristna llfsskoöun meö
öllum slnum boöum og bönnum
og slnu sérstæöa ofbeldi. Þarf
nokkurn þá aö undra aö þessir
söfnuöir hafi sérstakan áhuga á
hómósexúalfólki, einsog raunin
er á, og berjist gegn þvi af öllu
aflbt.d. reyni aö fá þaö rekiö úr
opinberri þjónustu o.s.frv. vegna
þess, aö hómósexúalhneigö merkir
einungis kynlif i augum þessa
fólks og er aö auki stór
synd samkvæmt bókinni.
Væri ekki nær fyrir þessa trú-
flokka aö snúa sér aö brýnni
verkefnum og heilbrigðari
og vera ekki aö vasast i mál-
um_ sem liggja utan starf-
sviös þeirra sem trúflokka og
koma þeim ekki viö? En einsog
svo margt kristiö fólk, telur þetta
fólk þaö siöferöilega skyldu slna
sem kristinna manna aö vinna aö
sllkum hreingerningum á þjóö-
félaginu svo hin borgaralega
kristna glansmynd — guösrlki á
jörö/ ameriski draumurinn —
geti oröiö aö veruleika.
Hver er svo afstaöa þjóökirkj-
unnar hér á landi til hómósexúal-
fólks? Jú, hún er nokkuö mann-
leg, þ.e. þjóökirkjan hefur ekki
tekið neina afstööu I þessu máli;
aö ööru leyti en hún er neikvæð.
Um afstööu sértrúarsafnaöanna
hér á landi ætti aö vera óþarfi aö
tala. Afstööu kaþólsku kirkjunnar
ætti einnig aö vera óþarfi aö
kynna eftir ferö flökku-páfans
Jóhannesar Páls annars til
Bandarikjanna á siöasta ári, þar-
sem hann hamraöi á þvi i ann-
arri hverri setningu aö hómó-
sexúalhneigb væri synd og
fleira i þeim dúr. Manninum er
kannski vorkunn vegna þess
að hann var mikinn hluta
tlma sins innanum banda-
riska biskupa og presta og
þvi injög liklegt aö einungis
fimmti hver maöur sem hann
ræddi við hafi veriö heterosexúal.
Kaþólsku kirkjuna hefur alltaf
mátt þekkja á tvöfeldninni og má
enn, svo vægt sé til oröa tekið
miðað viö sögu stofnunarinnar,
og þaö kemur manni ekkert á
óvart þó yfirmaður þeirrar stofn-
unar leggi á sig langt feröalag til
aö dæla sektarkennd i sauði sina
og kenna þeim að fyrirverða sig
fyrir það besta sem I þeim býr og
er þeim heilagast.
Viöa erlendis eru I dag starf-
ræktir kristnir söfnuöir fyrir
homma og lesbiur. Oftast standa
þessir söfnuðir fyrir utan hina op-
inberu kirkju, enda ekki taliö
rými fyrir hómðsexúalfólk,
hvorki I safnaðarstarfinu né
himnariki. Stöku opinberar kirkj-
ur hleypa þó hómósexúalfólki
inná sig, en þykir þó betra aö hafa
sérstaka hommatfma og homma-
messur, svo hómófólkiö óhreinki
ekki söfnuöinn meö nærveru
sinni.
Þaö hefur færst mikiö i vöxt
undanfarin ár aö prestar hafi
opinberað hómósexúalhneigö
sina. Þaö kostar þá hempuna.
Biskup viðkomandi prests hefur
venjulega sagt: Þér er guö-
velkomið aö starfa áfram þrátt
fyrir hómósexúalhneigö þina, en
opinberiröu þig, veröuröu aö
fara. Margir prestar hafa valið
leiö sannleikans og misst hemp-
una. Komnir á götuna hafa marg-
ir prestanna strax hafist handa og
stofnaö söfnuö fyrir homma og
lesbiur: ætlun þeirra er aö lauma
þessu fólki bakdyramegin eða
gegnum klikuskap inni himna-
riki, en samkvæmt tilskipun aö
ofan skal þessu fólki haldiö frá
hinum háa staö. Enga homma i
himnariki takk.
Kristin kirkja, hverju nafni
sem hún nefnist, hefur alltaf verið
óvinur hómósexúalfólks númer
eitt og á mesta sök á hver staöa
þess hefur verið siöustu aldir og
fram á okkar daga. Meö tilvitn-
anir i bibliuna á lofti, hefur kirkj-
an hundelt og ófrægt hómósexú-
alfólk einsog þar væri sjálfur
djöfullinn á ferö, og drepiö þaö
eöa limlest eöa beitt andlegum
pyntingum, allt eftir hvaö hæföi
hverjum tlma.
Skritiö, en sá sem gagnrýnir
kirkjuna verður oftast sjálfkrafa
„venjulegur nútlma asni”. Kirkj-
an er nefnilega á himnum, og sá
maöur sem hrópar mót himni er
asni — og einnig stoðar þaö lltt —
og þvl slður aö hrækja á himin-
inn: þú færö hrákann strax aftur I
andlitiö. Þögnin og sinnuleysiö er
máttugasta „gagnrýnin” einsog
svo oft áöur.
Ætli ég hafi þetta þvi lengra, en
leyfi hinu ósagöa, ef þaö hefur
eitthvaö brýnt fram aö færa, aö
gefa sig fram aö eigin vilja og
skrifa sig sjálft I eftirfarandi
linur........................