Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. desember 1981. Grænhöfðaeyjar eru eyjaklasi undan vestur- strönd Afríku, um 300 km. frá Dakar, höfuðborg Senegal. 10 höfuðeyjar mynda klasann auk margra minni eldfjalla- eyja. Að þrem eyjum undanteknum eru eyjarnar fjalllendar eldfjallaeyjar, þar sem gróður er tak- markaður vegna stöðugra þurrka. Rfkjandi gróður eru pálmar og kókós- pálmar. Meðalhitastig er frá 20-7* C árið um kring. Hæsta fjall eyjanna, Eld- toppurinn, er 2.613 m. hátt virkt eldfjall. ibúar eyj- anna eru taldir 310.000, og eru um 70% þeirra kyn- blendingar. Höfuöborgin er Praia á' Santiago-eyju, aörar borgir eru Mindele og San Felipe. Þaö var portúgalski sæfarinn Diego Gomez sem fann Græn- höföaeyjar áriö 1456. Söguritarar nýlenduveldisins töldu eyjarnar hafa veriö óbyggöar á þeim tima, en fornminjar benda til þess aö blökkumenn hafi búsett sig þar löngu fyrr. Eftir landafundinn fluttust Portúgalar til eyjanna I talsvert ríkum mæli, og fluttu þeir til sin þræla til aö vinna á plantekrum á eynni, aöallega frá Gufneu. Á 500 árum hefur kyn- blöndun oröiö þaö mikil á milli kynþátta, aö 70% eyjarskeggja er nú kynblendingar. Þegar þræla- verslun Portúgala á milli Afrfku og Suöur-Ameríku stóö sem hæst uröu eyjarnar aö eins konar lager eöa miöstöö fyrir þrælaviö- skiptin. Portúgalar hófu kaffi- og maisrækt á eyjunum þegar á 18. öld. Kaffiframleiöslan stóöst þó ekki samkeppnina frá Brasiliu, og var þá fariö aö rækta sykur- reyr og kókóspálma. Viö afnám þrælahaldsins i lok 19. aldar uröu ibúar eyjanna landbúnaöar- verkamenn, sem uröu aö greiða skatt fyrir aö rækta landiö sem þeir áttu ekki. Fimm alda nýlendustjórn Fimm alda nýlenduveldi Portúgala á eyjunum haföi aö öðru leyti ekki miklar breytingar I för meö sér. Landbúnaöurinn var aldrei færöur i nútimahorf og ekki var gerð markverö tilraun til iönvæöingar. Hins vegar lét gróöur eyjanna mjög á sjá vegna skipulagslausrar ofnýtingar, og þessar grænu hitabeltiseyjar breyttust smátt og smátt I eyði- mörk. Offjölgun íbúanna leiddi einnig til stórfelldra brottflutn- Höfnin á San Vincente-eyju á Capo Verde. Sjávarútvegur gegnir vaxandi hlutverki I þróun atvinnulifs á Capo Verde. Hér sjáum viö þarlenda fiski- menn dytta aö bátum sinum. inga frá eyjunum, og áriö 1975 bjuggu 40.000 Capo Verde-búar i Portúgal, þar sem þeir unnu lág- launastörf. Aðrir fluttust til Sao Tome og Principe, Angola, Guinea Bissau eöa Bandarikj- anna. Þeir, sem ekki komust i burtu,máttu liða marga hungurs- neyö, t.d. árin 1901, 1903, 1921, 1942, 1948, 1952, og 1959, Og er taliö aö 210.000 Capo Verdebúar hafi dáið I slikum hungurfaröldrum. Sögulegt mikilvægi Grænhöföa- eyja markast fyrst og fremst af legu þeirra á mikilvægri siglinga- ieið suöurmeö vesturströnd Afriku til Indlandshafs og Miö- austurlanda. Taiiö er aö um 90% af oliuunni frá Miöausturlöndum sé flutt um þessa siglingaleiö til Bandarikjanna og Vesturevrópu. Portúgalar höföu flotastöð á eyj- unum og fóru fram á þaö er eyjarnar hlutu sjálfstæöi, aö NATO fengi aö taka flotahöfnina I sina notkun. Þeirri umleitan var algjörlega hafnaö. Þjóðfrelsis- baráttan Þjóöfrelsisbaráttan á eyjunum hófst fyrst aö ráði meö stofnun PAIGC, „Sjálfstæöisflokks Guineu Bissau og Capo Verde” áriö 1956. Þeirri baráttu lauk sem kunnugt er meö þvi aö Portúgalar neyddust til þess aö viðurkenna PAIGC sem hinn eina rétta full- trúa Gulneu Bissau og Capo Verde, er siöan myndaöi fyrstu bráöabirgðastjórnina i ársbyrjun 1975. Lýöveldiö Capo Verde var siöan stofnaö hálfu ári seinna, hinn 5. júli 1975. Fyrsta verk stjórnarinnar var þjóönýting lands, og bændur voru hvattir til að skipuleggja sig i samvinnufélög. Nú eru um 40.000 hektarar af 400.000 i ræktun á eyj- unum, og er þar ræktaður mais, bananar og grænmeti. Kvikfén- aður er fyrst og fremst naut- gripir, geitur og svin, en einnig nokkuö af sauöfé. Helsta vanda- mál landbúnaöarins er vatns- skorturinn. Á siöari árum hefur veriö lögö aukin áhersla á sjávar- útveg og áform eru um skipa- smiöar og annan iönaö. Skortur sá, sem eyjarnar tóku i arf af nýlendustefnunni lýsir sér best i miklu ólæsi meöal fólksins, og aö árið 1976 voru aöeins 26 læknar á eyjunum og 4 sjúkrahús meö samanlagt 430 sjúkrarúmum. Flestir eyjarskeggja eru ka- þólskrar trúar, en einnig þrlfast heföbundin afrisk trúarbrögð. Ibúar tala portúgölsku. Á eyj- unum er aöeins einn stjórnmála- flokkur, og formaöur flokksins, Aristides Pereira, er einnig forseti lýöveldisins. Aðstoðin við Cabo Verde Það var að beiðni og frumkvæði stjórnvalda á Grænhöf ðaeyjum að íslendingar hófu þar þróunaraðstoð með samn- ingi, sem var undirritaður hinn 20. mars 1980. Aðstoðin hefur til þessa falist í þvi, að sent var til eyianna 200 tonna stálskip, IR/S Bjartur ásamt veiðarfærum og fiskleitar- tækjum. Með skipinu fóru þrír íslenskir ráðgjafar, þeir Magni Kristjánsson verkefnisstjóri, Halldór Lárusson skipstjóri og Árni Halldórsson vélstjóri, «n síðar bættist Egill Bjarna- son rafvirki í hópinn. Upphaflega var athyglinni beint aö hugsanlegri nótaveiöi á brynstirtlu, en hún reyndist ekki finnanleg I veiöanlegum maeli eins og ætlað heföi ekki veriö finnanleg I veiöanlegum mæli eins og ætlaö haföi veriö. Sföan voru geröar tilraunir meö togveiöar og þótt aflamagn hafi hingaö til reynst litiö miöaö viö Islenskar aöstæöur hafa þær þótt gefa allgóöa raun. Er þaö von eyjarskeggja aö geta selt ferskan fisk til Suöur-Evrópu I framtíö- inni. Auk veiöitilrauna hafa Islensku ráögjafarnir á R/S Bjarti fram- kvæmt fyrstu skipulegu heildar- könnunina á fiskimiöunum viö Capo Verde, og hafa þannig m.a. fundist áöur óþekkt túnfiskmiö, auk smásardlnu og smámakrils á grunnsævi, sem veiöa má til beitu. Þá hefur innlendum fiski- mönnum veriö veitt leiösögn I siglingum, notkun veiöarfæra, veiöarfæraviögeröum o.fl. Hinn nýi samningur, sem undirritaöur var s.l. föstudag felur I sér framhald þessarar tækniaöstoöar til næstu.4 ára. Smföaö veröur hér innánlands nýtt 150 lesta fjölveiöftkip, sem hentar betur til þessarar start- semi en R/S Bjartur, sem nú er á heimleiö. Aö ööru leyti er samn- ingurinn rammasamningur, sem nánar veröur fyllt út I eftir þörfum og aöstæöum. Þá kom fram á blaöamannafundi meö da Luz og fulltrúum utanríkisráöu- neytisins, aö Capo Verde-búar hafa fariö fram á aöstoö Islend- inga viö nýtingu jarövarma á eyj- unum, en Capo Verde-eyjar eru eldfjallaeýjar meö virkum eld- fjöllum, Ekkert mun ákveöiö um sllkt ennþá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.