Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 207.-208. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						14 StÐA -r ÞJÓÐVILJINN  Helgin 11.-12. september 1982
myndlist
Halldór B
Runólfsson
Allt frá því að Albert Thorvald-
sen varð heimsfrægur mynd-
höggvari á fyrri hluta 19. aldar,
hafa Danir og islendingar deilt
um það hvor þjóðin ætti meira i
þessu skilgetna afkvæmi beggja.
Þjóðhollir mörlandar gera mikið
úr föður listamannsins. Gottskálk
Þorvaldssyni sem kominn var af
Guðbrandi biskupi I kvenlegg.
Þeir hafa margt til sins máls,
þegar tekið er tillit til þess að
Gottskálk var myndhöggvari eða
myndskeri. Hann hafði ungur
siglt til Hafnar og lagt stund á
nám i þeirri iðn, gifst danskri
konu og sest að i borginni við
sundin, til frambúðar. Albert
mun ungur hafa hjálpað fööur
sinum við myndskurðinn, og þar
litu hæfileikarnir fyrst dagsins
Ijós. Þvi höfða islendingar til
crfða annars vegar og hins vegar
til iðju föðurins, þegar rætt er um
eignarettinn    á    listamanninum.
Á hinn bóginn benda Danir á
fæðingarborg Thorvaldsens,
Kaupmannahöfn, þar sem hann
lærði höggmyndalist við Konung-
legu akademiuna. Móðir hans var
jósk og hann steig aldrei fæti á
ættjörð feðra sinna. Hann talaði
ekki orð i islensku og öll menntun
og mótun var dönsk. I augum
Dana fer þvi litið fyrir íslend-
ingnum i Albert Thorvaldsen.
Ef sýningunni á Kjarvals-
stöðum er ætlað að boða endalok
þessa þjóðerniskryls gerir hún
það fyrst og iremst meö þvi að
sanna hve láránlegur hann er.
Hvort Thorvaldsen var danskur
eða islenskur skiptir minnslu
máli, þvi þaö er ekkert þjóölegt
við list hans. El undanskiiin eru
skrifar
Brjóstmynd af Napoleon Bonaparle tekin úr umbiiðuniim.
THORVALDSEN
Dansk-íslenskur Rómverji
fáein portrett, teiknuö eða mótuö
af islenskum eöa dönskum mönn-
um og hægt aö rekja tii föð-
urhúsanna, er ekkert i ævistarfi
Thorvaldsens sem minnir á upp-
runann.
Thorvaldsen var skilgetið af-
kvæmi hinnar klassisku Rómar.
Þótt hann kæmi frá Kaupmanna-
höfn, var hann Rómverji eins og
Trajanus keisari var Rómverji
þrátt fyrir spænskan uppruna. t
Iheil 40 ár, eða lungann úr starfs-
ævi sinni, bjó hann i þeirri borg og
nærðist á fornmenningu hennar.
Raunar er það stór spurning
hvort Thorvaldsen hefði nokkru
sinni snúið aftur til Kaupmanna-
hafnar á gamalsaldri, hefði hann
ekki eygt þar von um veglega höll
utan um verk sin.
Ahrifa hins ný-klassiska skóla
var þegar farið að gæta i Aka-
demiunni i Kaupmannahöfn,
þegar Thorvaldsen hóf þar nám.
Verðlaunastykki hans eru öll i
þeim anda. Þessi stefna var
kannski jafnóþjóðleg i högg-
myndalist og hún var þjóðleg i
tónlist og bókmenntum. Hún var
mikið til sprottin af þeim endur-
vakta áhuga á grfsk-rómverskum
fornminjum sem þýski fornleifa-
fræðingurinn og fagurkerinn Jo-
hann Joachim Winckelmann
glæddi um alla álfuna. Hann setti
klassikina til höfuðs barokki og
rókókólist upplýsingaraldarinnar
og krafðist skilyrðislausrar
tryggðar listamanna við hinn
forna kanón.
Það er ekki auðvelt að rekja
þróun Thorvaldsens innan hins
ný-klassiska skóla. Á sýningunni
má sjá hve fljótt hann náði valdi á
miðli sinum, hversu örugglega
hann nálgaðist viðfangsefni sitt
meðan hann er ennþá nemandi i
Akademiunni. Hins vegar er
þróunin hæg og bitandi. Still
Thorvaldsens býður ekki upp á
neinar stökkbreytingar, en
kannski er þroski hans fólginn i
sifellt næmari tilfinningu fyrir
einföldum og látlausum úrlausn-
um. Hann rissar með blýanti eða
bleki uppkast á hvaða pappir sem
fyrir honum veröur. Þessar stúd-
iur bera vott um óvenjumikla
teiknihæfileika og frjálslega hug-
myndasköpun. Satt best að segja,
þá komu þessar teikningar mér
einna mest á óvart af öllu þvi sem
ég sá á sýningunni.
Eitt heilsteyptasta urtakið af
verkum Thorvaldsens á Kjar-
valsstöðum eru lágmyndirnar.
Þar kemur einna skýrast fram
leikni hans i uppbyggingu hóp-
atriða, tilfinning fyrir klassisku
línuspili og formgerð. Ailt er það
látlaust og laust við ofhlæði. Hann
mun hafa forðast alla ofpússun,
þvi oft á tiðum sjást meitilför á
marmaranum og hvergi  missir
gifsið efniskennd sina.
1 þessari hógværð er kannski að
finna tengsl Thorvaldsen við
dansk-islenska menningu. Þau
eru ógreinileg, en beri menn
saman verk hans og italska
myndhöggvarans Antonio
Canova sem var mestur áhrifa-
valdur innan hins ný-klassiska
skóla, sjá þeir strax hvor þeirra
er fæddur norðan Alpa. 1 öllum
verkum Canova er viss rikulegur
munaður sem hvergi gætir i
myndum Thorvaldsens. Þegar
hinn siðarnefndi snýr sér um-
búðalaust að grisk-rómverskri
höggmyndalist, verður Canova að
Nýr myndlistargagn-
rýnandi Þjóðviljans
Ráðinn hefur veriö til Þjóðviljans nýr myndlistar-
gagnrýnandi. Það er Halldór Björn Runólfsson list-
f ræðingur. Hann lauk MA-próf i f rá háskólanum í Tou-
louse i Frakklandi árið 1979 og hefur siðan m.a. verið
myndlistargagnrýnandi Helgarpóstsinsog þáttarins Á
vettvangi i útvarpinu. Auk myndlistarþátta mun Hall-
dór einnig annast pistla um klassíska tónlist og jass í
Þjóðviljanum.
nálgast hana eftir leiðum endur-
reisnarinnar, leiðum sem enginn
ítali gat krækt fram hjá. Þetta
varð til þess að Thorvaldsen varð
dáðari meðal mótmælenda ger-
manskra landa, meðan Canova
átti miklu fylgi að fagna meðal
samlanda sinna og frönskumæl-
andi manna.
Ef vikið er aftur að sýningunni
á Kjarvalsstöðum, má sjá að vel
hefur tekist til við uppsetningu og
umgjörð. Danski arkitektinn
Soren Sass hefur reynt að draga
Amor og Psykke, yrkisefni sem
Thorvaldsen var hugleikið.
upp mynd af samtið og umhverfi
listamannsins, með þvi að færa
muni og listaverk inn i nokkurs
konar heldrimannastofur i ný-
klassiskum anda. Hver stofa eða
stúka spannar visst skeið i ferli
Thorvaldsens. Sýningarnefnd og
hönnuðir hafa ratað réttan veg
milli listar og lifs þessa ágæta
myndhöggvara. Þannig er forð-
ast að hrúga upp Iistaverkum i
samhengisleysi, heldur eru færri
verk sýnd og þeim fylgt úr hlaði
með góðum og gagnmeikum upp-
lýsingum, bæði um inntak verks-
ins og staðsetningu þess i ævi-
starfi Thorvaldsens. Þá er
brugðið upp aldarfarslýsingu
með hjálp málverka og annarra
heimilda úr samtið mynd-
höggvarans, að ógleymdum þeim
munum og skjölum sem tengja
hann við Island. Þá er litskyggnu-
sýning við hliðina á sýningar-
salnum og er henni fylgt ur hlaði
af Kristjáni Eldjárn, sem lýsir
verkum Thorvaldsens.
Ef einhvers er að sakna væri
það einna helst betri og skýrari
upplýsinga um starfsaðferðir og
tækni listamannsins, ásamt
gagnrýnni úttekt á stöðu hans i
sögu höggmyndanna. Albert
Thorvaldsen lifði umbrotatið i
söguEvrópu, frönsku byltinguna,
uppgang Napoleons og fall, án
þess að þess sjáist merki i verk-
um hans. Fremur mætti ætla að
hann hefði lifað i einhverri
óminnislognmollu, fjarri öllum
erjum þessa heims. En kannski
var það aðalinntak ný-klassisku
stefnunnar, að mönnum skyldi
færa þá akkerisfestu i listum sem
þeir nutu ekki i lifinu sjálfu.
Eitt er vist og það getur hver
maður séð á Kjarvalsstöðum, að
staða Thorvaldsens innan þess-
arar stefnu sem kannski má kalla
fyrsta anga borgaralegrar listar,
er sterk. Fáir munu hafa staðið
honum snúning á heimavelli
hans, hinni fornu list Miðjarðar-
hafsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32