Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984 um helgina Tvœr ólíkar sýningar opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag: „Þetta er óhemju tímafrekt“ - listamaðurinn við eina mynd sína á Kjarvalsstððum, blýantsteikningu á málaðri plötu. Til hliðar er önnur stór teikning á lérefti. Ljósm.-eik. Hringur Jóhannesson: Sýnir 140 myndir á tveimur stöðum Hringur Jóhannesson list- málari opnar í dag tvær sýn- ingar á verkum sínum: Kl. 14 í vestursal Kjarvalsstaða og kl. 15 í Asmundarsal, við Freyjugötu. A þessari tvískiptu sýningu Hrings eru ríflega 140 myndir, olíumál- verk, teikningar, litkrít og olíu- pastelmyndir. Þetta er 20. sýning Hrings en hann sýndi fyrst í Boga- salnum 1962. Á Kjarvalsstöðum eru einkum myndir málaðar á vinnustofu. Þar kennir ýmissa grasa og er stór hluti myndanna málaður norður í Aðaldal, en þar hefur listamað- urinn haft vinnustofu á sumrin sl. 10 ár, að Haga, þar sem hann er fæddur. Á Kjarvalsstöðum er einnige.k. „afleggjari“ af sýning- unni með léttum skissum gerðum á Kanaríeyjum, en í Ásmundars- al eru eingöngu olíupastelmynd- ir, náttúrustemmningar sem unn- ar eru á staðnum. Þessi sýning Hrings er sú lang- stærsta sem hann hefur haldið og mun fjölbreyttari en fyrri sýning- ar hans. Árið 1982 hlaut hann 12 mánaða starfslaun og felldi þá niður kennsluna sem hann hefur stundað frá 1962. „Starfslaunin gerðu það að verkum að ég var frjálsari og vann meira“, sagði Hringur, „en þau dugðu ekki til neinna 12 mánaða, heldur aðeins fjögurra. En það er betra að sýna þetta allt í einu en að halda tvær sýningar eða fleiri,“ sagði hann, en síðasta einkasýning hans var í Norræna húsinu 1980. Síðan þá hefur Hringur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og er- lendis og einnig haldið smærri sýningar á verkum sínum úti á landi. Hringur lauk myndlistarnámi 1952 en hélt fyrstu sýninguna 10 árum síðar. „Abstraktið var að skella yfir“, sagði hann, „ég gerði heiðarlega tilraun og hætti svo al- veg í ein 8-9 ár. Þá voru komnir nýir straumar og ég fór að vinna meira fígúratíft og stíliserað. Síð- an þá hef ég rnálað." Negatífan af einni mynd úr myndröð Jóns Óskars. Jón Óskar: Myndir af mönnunum Ungur myndlistamaður, nýút- skrifaður úr School of Visual Arts í New York opnar kl. 15 í dag sína fyrstu einkasýningu á Kjarvals- stöðum. Hann heitir Jón Óskar og sýnir þar 40 verk unnin á síð- ustu tveimur árum. Á sýningunni eru ljósmyndir og málverk. Margar myndanna eru unnar á Ijósnæman pappír með blandaðri tækni en einnig er á sýningunni hluti af stærri Ijósmyndaröð af mönnum máluðum akryllitum. „Ég nota gömul íslensk og keltnesk tákn til að draga fram þjóðrembuna", segir Jón Óskar, en risastórar myndir af karl- mönnum eru áberandi á sýning- unni. „Þetta eru menn sem standa fastir fyrir einhverja hug- sjón, -eitthvað sem þú sérð ekki. Þeir eru ummyndaðir og verða allir eins, - nánast dauðir.“ ýmislegt MÍR-salurinn Sovéska kvikmyndin „Vindarnir siö“ (meö ensku tali) verður sýnd f MIR- salnum, Lindargötu 48, sunnudaginn 26. febrúar kl. 16.00. Þessi mynd er frá árinu 1962 og merkileg aö þvl leyti, aö hún er ein af fyrstu kvikmyndum hins fræga leikstjóra Stanislavs Rostotskí, sem komið hefur hingað til lands og þekktastur er fyrir myndina „Og hér rlkir kyrrð í dögun". Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós Sunnudaginn 26. febrúar kl. 17.00 hefj- ast sýningar að nýju í Kvikmyndaklúbbn- um Norðurljós f Norræna húsinu. Fyrsta myndin sem sýnd verður er sænska kvikmyndin „Lángt borta och Nára'' en hún var gerð árið 1976. Leik- stjóri er Marianne Ahrne og hefur hún einnig samið handrit ásamt Bertrand Hurault. I aðalhlutverkum eru Lilga Ko- vanko og Robert Farrant. Myndin gerist á geðsjúkrahúsi og segir frá ungri stúlku, sem starfar við sjúkrahúsið. Verður hún ástfangin af sjúklingi, sem talar ekki vegna sálrænna truflana. Lýst er ást þeirra og því sam- bandi sem næst, þar sem málið er ekki eina tækið til tjáskipta. Alls verða sýndar 6 kvikmyndir til vors og verða sýningarnar I Norræna húsinu kl. 17 á sunnudögum. Meðal myndanna má nefna kanadísku heimildarmyndina „Not a Love Story" gerð af Bonnie Sherr Klein og fjallar um klámiðnaðinn í Bandaríkjunum. Myndin var sýnd á Kvik- myndahátiðinni 1982 og vakti mikla at- hygli. Aðgangskort að öilum sýningunum kosta kr. 100 og að einstakri sýningu kr. 20. Kortin eru til sölu í Norræna húsinu. Rithöfundafundur Skemmtifundur verður haldinn hjá Fé- lagi íslenskra rithöfunda sunnudaginn 26. febrúar kl. 14.00 að Skálafelli, Hótel Esju. Þessir höfundar lesa úr verkum sínum: Ásgeir Hvítaskáld, Gunnar Dal, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Indriði Ind- riðason, Indriði G. Þorsteinsson, Óskar Aðalsteinn og Pjetur Hafstein Lárusson. Bókmenntir i kennslu Félag skólasafnvarða og Samtök móö- urmálskennara efna til fundar í Kennslu- miðstöðinni, Laugavegi 166, n.k. þriðju- dag kl. 20.30 um efnið Bókmenntir I kennslu. Silja Aðalsteinsdóttir mun flytja erindi um hvert stefni i fslenskum barna- og unglingabókmenntum og Þuríður Jó- hannsdóttir mun fjalla um þýðingar á barna og unglingabókmenntum. Fund- arstýra verður Rósa Þorbjarnardóttir, endurmenntunarstýra Kennaraháskóla Islands. Ási f Bæ i Norræna I tilefni 70 ára afmælis Ása f Bæ mánu- daginn 27. febrúar efna Vísnavinir og aðrir vinir og vandamenn skáldsins til kvöldvöku í Norræna húsinu það sama kvöld. Hefst kvöldvakan kl. 20.30 og verða þar flutt lög og Ijóð eftir Ása í Bæ og lesið verður upp úr verkum hans. Af- mælisbarnið mætir að sjálfsögðu með gftarinn undir hendinni og sömuleiðis bækur. Auk hans koma fram Halldór Kristinsson, Haukur Mortens, Ólafur Gaukur og Svanhildur, Árni Johnsen, Gfsli Helgason, Grettir Björnsson, Arn- þór Helgason, Andrés Sigurvinsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Páll Steingrímsson og fleiri. leiklist Studentaleikhusiö: Jakob og meistarinn I sfðasta sinn. Stúdentaleikhúsið mun reka smiðs- höggið á starfsemi sína i vetur I Tjarnar- bæ, en eftir helgina mun það flytja starf- semina yfir í Félagsstofnun stúdenta. Leikritið „Jakob og meistarlnn" verður sýnt f allra siðasta sinn á miðnæt- ursýningu á mánudagskvöld kl. 20.30. Leikrit þetta samdi Milan Kundera og er þetta gleðileikur, aö sögn Stúdenta- leikhússins. Stúdentaleikhúsið hvetur velunnara sína til að fjölmenna í Tjarnarbæ, en að- sókn hefur verið með lakara móti. Það skal tekið fram, að ekki verða lleiri sýn- ingar á leikritinu. Barnaleikhúsið Tinna frumsýnir leikritið Nátttröllið eftir Ragn- heiði Jónsdóttur sunnudaginn 26. febrú- arkl. 15 íTjarnarbíói. MiðasalaeríTjarn- arbíói á sunnudag frá kl. 13.00. Miða- pantanir og nánari upplýsingar má fá í síma 13757. Ókeypis aðgangur er fyrir fullorðna en vægt gjald fyrir börn. Leikflokkurinn á Hvammstanga mun frumsýna leikrit Davíðs Stefáns- sonar Gullna hliðið á 20 ára dánardæg- ri skáldsins þann 1. mars næstkomandi. Síðan er fyrirhugað að fara með leikritið í nágrannabyggðirnar og verða sýningar sem hér segir: Hofsósi 3. mars, Miðgarði 4. mars, Hvammstanga 7. mars, Skaga- strönd 10. mars, Blönduósi 11. mars, Búöardal 17. mars, Varmalandi 18. mars og á Hvammstanga 23. mars og 25. mars. Þjóðleikhúsið: Sveyk i sfðari heimsstyrjöldinnl eftir Bertolt Brecht verður sýnt á sunnudags- kvöld og er það 7. sýning. Bessi Bjarna- son leikur Sveyk, en með önnur helstu hlutverk fara Þóra Friðriksdóttir, Baldvin Halldórsson, Sigurður Sigurjónsson, Gunnar Eyjólfsson, Gfsli Rúnar Jónsson og Pálmi Gestsson. Amma þó barnaleikritið eftir Olgu Guð- rúnu Árnadóttur verður sýnt í annað sinn í dag, laugardaginn 25. febrúar, kl. 15 og í þriðja sinn á sunnudag kl. 15.00. Bráð- hressilegt leikrit um ævintýralega fjöl- skyldu í Reykjavík og óvenjulega ömmu, sem aldrei deyr ráðalaus, þótt engir pen- ingar séu til f kotinu fyrir mat og húsa- leigu. Skvaldur eftir Michael Fraym verður sýnt tvisvar á laugardagskvöldið. Fyrri sýningin hefst kl. 20.00 og hin sfðari kl. 23.30. Þetta er eldfjörugur gamanleikur þar sem allt getur gerst hversu ótrúlegt sem það er. fslenska óperan sýnlr í kvöld kl. 20 tvær óperur eftlr Men- otti: Sfmann og Miðllfnn og er það sfð- asta sýning. Sfmlnn er stutt, smellin gamanópera, hugsanlega ádeila á nýj- ungagirni manna og það hvernig maður- inn getur látið stjórnast af tækninni. Mlðlllinn er hins vegar andstæða Sfmans , alvarlegur sorgarleikur er fjall- ar um fólk sem flæklst fast f sinni eigin sviksemi. Á sunnudagskvöld kl. 20 verður sýn- ing á La Traviata eftir Verdi og fer nú hver að verða síðastur að sjá þessa vin- sælu óperu, þvf sýningum fer nú óðum fækkandi. Tröllalelklr Leikbrúðuland sýnir Tröllaleiki f lönó á sunnudaginn kl. 15.00. Um sfðustu helgi féll sýningin niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna. myndlist Llstmunahúslð Sýningu Þorvaldar Skúlasonar í Listmunahúsinu lýkur á sunnudaginn. Nýllstasafnlð Sfðastliðinn föstudag var opnuð I Nýlist- asafninu, Vatnsstíg 3b, sýning á verkum f eigu safnsins. Verður sýningin opin til 4. mars. Nýlistasafnið hefur starfað f 6 ár og hefur safnast hjá þvf mikill fjöldi verka og gagna. Aðallega verða sýnd stór mál- verk og skúlptúrar. Mörg verkanna eru frá „Súm“-tímabilinu og sjást þar verk, sem aldrei hafa verið sýnd áður eða ekki sést lengi á sýningum hér á landi. Sýningin er opin daglega frá kl. 16-20 virka daga, en frá kl. 16 til 22 um helgar. tónlist Spænsk gftartónllst Sfmon H. Ivarsson heldur gftartónleika f Grindavíkurkirkju sunnudaginn 26. fe- brúar kl. 17.15. Á efnisskránni, sem er tvfþætt, eru spænsk klassísk verk, og flamencótónlist. Með þessari efnisskrá vill Símon sýna fram á hina fjölmörgu möguleika gftarsins og hefur hann valið til þess tónlist frá „föðurlandi" gftarsins, Spáni. Símon (varsson mun vera eini Is- lendingurinn, sem leikur flamencótónlist og hefur hann sótt námskeið hjá prof. Andreas Batista í Madrid á Spáni, en klassískan gítarleik stundaði Símon við Tónskóla Sigursveins og sfðan við Tón- listarháskólann í Vinarborg. Tónleikar þessir eru haldnir f sam- vinnu við Tónskóla Grindavfkur. "Uazzklúbbur Reykjavikur önnur djamm-sessjón Jazzklúbbs Reykjavfkur verður í Kvosinni, í húsi Nýja Bíós sunnudaginn 26. febrúar og hefst kl. 15.00. Þar koma fram tvær hljóm- sveitir skipaðar nemendum í Jassdeild Tónlistarskóla FfH. Einnig kemur fram söngsextettinn TONEKA ásamt undir- leikurum. Síðast en ekki síst skal telja sveiflusveit undir stjórn Guðmundar R. Einarssonar með trommur sfnar. Aðgang að sessjóninni fær hver sá eða sú sem orðin er eða vill gerast félagi f JR, en félagsgjald er krónur 200. Bel Canto-kórinn f Garðabæ syngur undir stjórn frú Guð- finnu Dóru Olafsdóttur í Frfkirkjunni I Reykjavfk sunnudaginn 26. febrúar. Hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Organ- leikari er Gústaf Jóhannesson. Á efn- isskránni er gömul músfk og ný, m.a. madrígalar frá ýmsum löndum, íslensk tónlist og negrasálmar. Ágóða verður varið til styrktar orgel- sjóði Frfkirkjunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.