Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 9
MENNING
Kvikmyndir
Fœtur og
forneskjulegir
menn
Páll Guðmundsson
sýnir höggmyndir
að Kjarvalsstöðum
Páll Guðmundsson heitir ung-
ur hæfileikamaður sem nú heldur
höggmyndasýningu að Kjarvals-
stöðum. Páll sýnir 23 höggmynd-
ir, allar úr grjóti, utan einssem er
úr leir. Páll stundaði myndlistar-
nám á árunum 1977-81 og hefur
haldið 6 sýningar auk þess sem
hann tók þátt í samsýningu ungra
myndlistarmanna, ÍCjarvalsstöð-
um, árið 1982.
Páll er frá Húsafelli og þaðan
er einnig grjótið sem hann notar.
í>að finnst í Bæjargilinu á staðn-
um og er sérstætt vegna litar síns
sem slær frá rauðu út í blátt. Páll
flytur grjótið úr gilinu og heim á
bæjarhlaðið þar sem hann heggur
það til. Grjótið er einstætt, finnst
hvergi utan Bæjargilsins og er
einkar vel fallið til höggmynda-
gerðar.
Páli tekst einnig að gæða það
sérstæðu lífi með því að fara bil
beggja; höggva í það en leyfa því
um leið að halda miklu af upp-
runalegri lögun. Þannig verða
verkin stórskorin og tröllsleg, því
eiginlega vaxa yrkisefnin út úr
steininum án þess að losna nokk-
urn tíma við sínar náttúrulegu
viðjar. Þetta eru nátttröllin í
þjóðsögunum á því augnabliki
sem þau eru að breytast í stein.
Hver mynd hefur sinn lit og eru
sumar gulrauðar en aðrar bleikar
og nær fjólubláar. Á sumum má
enn sjá þornaða mosaslikju og
rústrauða málmbletti. Allt eykur
þetta á upprunalegan blæ þessara
einlægu höggmynda og gefur
þeim forneskjulegan svip í ætt við
forsögulega list Kelta eða íbera.
Skyldleikinn við hálfsiðað úrlit
höggmynda hinna síðarnefndu er
stundum sláandi, þótt sá skyld-
leiki sé einungis hrein tilviljun.
Einnig minna ýmsar lágmyndirn-
ar, þar sem mótar fyrir fígúrum, á
elstu tilraunir mannkynsins á
þessu sviði.
Hvergi nær Páll betri tökum á
efniviðum en þegar hann leyfir
hugarfluginu að ráða ferðinni. Þá
sér hann eitthvað út úr grjótinu
og laðar það fram á fullkomlega
eðlilegan hátt. Mannsfótur eða
ljón, andlit eða sjálf listagyðjan
leynast í þessu merkilega Húsa-
fellsgrjóti til sanninda um það að
ekki er allt sem sýnist, síst af öllu í
íslenskri náttúru.
Ef einhver galli er á sýningu
Páls þá er það allur þessi fjöldi
portrettmynda sem dregur mátt
úr heildarvirkninni. Ein eða tvær
hefðu nægt, hinar eru til óþurftar
og beinlínis til skaða fyrir lista-
manninn. Þær gefa áhorfendum
tækifæri tilað horfa framhjá list
hans og taka til við eftirlætisiðju
íslenskra myndglápara fyrr og
síðar: að mæta út hvort listamað-
urinn „nái svipnum" á Lúlla eða
Láka úr sveitinni. Slíkt and-
leysispískur mátti hvarvetna
heyra á sýningunni og þó að það
sé dálítið spaugilegt og jafnvel al-
þýðlegt þá er misskilningur að
það sé þjóðlegt. Þessi staðfæring-
arárátta sumra íslendinga er
nefnilega ekki annað en angi af
sömu náttúruleysispestinni og
þjakaði enska yfirstétt á dögum
sir Joshua Reynolds. En hann
kvartaði yfir því að fá aldrei að
spreyta sig á öðru en heimskum
jörlum, spúsum þeirra og króg-
um, enda stæði ensk myndlist
langt að baki annarri evrópskri
samtímalist.
En upp á móti þessum galla
vegur margfalt náttúruleg ein-
lægni Páls sem virðist vera í
beinum tengslum við höfuð-
skepnur landsins, þjóðsagnahefð
þess og kynjadýr.
HBR
Tónlist
Sérstœðir tónleikar
„Ljóð vega menn“ árið 1980. Þar
er hverri reikistjörnu tileinkað
ljóð og einnig tunglinu. Hér eru
tunglljóðin tvö felld inn í ljóð
reikistjarnanna og flutt af kvart-
ett. Það segir sig sjálft að það væri
æskilegra að heyra svona verk
oftar en einu sinni þegar leggja á
dóm á það, en skemmtilegt var
það sannarlega við fyrstu heym
og er ég viss um að það vinnur á
við nánari kynningu.
Að síðustu var verk eftir Láms
Halldór Grímsson, sem mér er
sagt að sé við nám í Hollandi og
það samið við ljóð ameríska 19.
aldar skáldsins Walt Whitman en
ljóðið kallar hann „I sing the
Body Electric“. Þetta verk er
samið fyrir þrískiptan kór og
segulband „pantaði Háskólakór-
inn hjá Lámsi Halldóri
Grímssyni í gegnum Musica
Nova“ eins og stendur í efnisskrá.
Verkið verður endurflutt á tón-
leikum Musica Nova 27. mars
næstkomandi. Það er hugvitsam-
lega samið og er gaman að eiga
þess kost að heyra það aftur á
næstu tónleikum Musica Nova.
Háskólakórinn stóð sig mjög vel
á tónleikunum undir ágætri
stjórn hins unga og efnilega tón-
listarmanns Árna Harðarsonar.
R.S.
Háskólakórinn
Tónleikar í Félagsstofnun stúdenta 4.
mars 1985
Efnisskrá:
Pétur Pálsson: Lög úr Sóieyjarkvæði,
úts. Árni Harðarson
Jón Ásgeirsson: Á þessari rímlausu
skeggöld
Hilmar Þórðarson: Nocturnes handa
sólkerfínu
Lárus Halldór Grimsson:
I sing to the Body Electric
Stjórnandi: Ámi Harðarson
Það var gaman að heyra Há-
skólakórinn undir stjóm Árna
Harðarsonar syngja lög eftir ís-
lensk tónskáld, en tónleikarnir
sem undirritaður heyrði fóru
fram sunnudaginn 3. mars sl.
Efnisskráin var mjög áhugaverð
og það var auðheyrt að mikil
vinna hefir verið lögð í undirbún-
ing þessara sérstæðu tónleika.
Lög úr Sóleyjarkvæði Jóhann-
esar úr Kötlum eftir Pétur Páls-
son, útsett af stjórnanda, var ansi
áheyrilegt og var það vel sungið
af kórnum. Merkilegra þótti mér
samt „Á þessari rímlausu skegg-
öld“ eftir Jón Ásgeirsson,
reyndasta og þekktasta tónskáld
á þessari efnisskrá. Verkið var
samið að beiðni danska tón-
skáldafélagsins. Það var upphaf-
lega skrifað fyrir barnakór og
frumflutt af drengjakór danska
Jóhannes úr Kötlum úr ljóðabál-
knum „Óhljóð"
Það er sannarlega þess vert að
flytja þetta verk því það er aldei-
lis magnað og áhrifamikið og var
það vel flutt af kór og stjórnanda.
Frumflutningur á „Nocturnes
handa sólkerfinu“ eftir Hilmar
Þórðarson, en hann er að ljúka
námi við tónfræðideild Tónlistar-
skólans í Reykjavík, var næst á
dagskrá. Það er samið við 8 af 12
ljóðum úr ljóðabálki Sigurðar
Pálssonar sem kom út i bókinni
útvarpsins á norrænni
tónlistarhátíð árið 1974 í Kaup-
mannahöfn. Jón útsetti verkið
seinna fyrir blandaðan kór og
flutti Háskólakórinn það árið
1976. Mér skilst að þetta sé í 4.
skipti sem verkið er flutt af Hásk-
ólakómum. Ljóðið er einnig eftir
RÖGNVALDUR f
SIGURJÓNSSÖ
Umhverfislandið á 80 mínútum
Hringurinn
Stjóm: Friðrik Þór Friðriksson.
Taka: Einar B. Arnbjörnsson og
Gunnlaugur Þ. Pálsson.
Tónlist: Lárus H. Grímsson.
Framieiðandi: Islenska
kvikmyndasamsteypan 1985.
Lengd: 80 mínútur.
Á laugardaginn var frumsýnd
íslenska kvikmyndin „Hringur-
inn“, en hún fjallar um hringveg-
inn, þá merkiiegu þjóðbraut sem
tengir alla byggða landshluta
þessa lands, að Vestfjörðunum
einum undanskildum. Höfundur
myndarinnar er Friðrik Þór Frið-
riksson kvikmyndagerðarmaður,
en áður hafa verið sýndar eftir
hann þrjár kvikmyndir, „Rokk í
Reykjavfk", Eldsmiðurinn" og
„Kúrekar norðursins".
Friðrik Þór fer hér ekki fremur
en endranær troðnar slóðir í kvik-
myndagerð. Sem heimildamynd-
ahöfundur kemur hann okkur
enn einu sinni á óvart. Hringur-
inn er nefnilega þannig tekinn að
áhorfendur þurfa ekki lengri tíma
en 80 mínútur til að spanna hann,
en einsog menn vita þarf töluvert
meira til ef aka á þessa sömu leið.
Fídusinn er fólginn í tölvuteng-
ingu kvikmyndavélarinnar við
hraðamæli bflsins, þannig að einn
rammi er tekinn á hverjum 12
metrum.
Útkoman verður sú að okkur
finnst við aka hringveginn á
jöfnum hraða, hraða hljóðsins
(um 1.250 km/klst.) og það er
ekki laust við að maginn taki
stundum kollsteypur þegar veg-
urinn er krókóttur eða ójafn.
Landið kemur æðandi móti
áhorfandanum, hvfldarlaust og
án miskunnar. Finni menn til
velgju eða svíma á verstu köflu-
num, er eina ráðið að snúa sér
undan eða loka augunum um
nokkra stund.
En til hvers er verið að gera
svona mynd, gæti einhver spurt.
Því er e.t.v. ekki auðvelt að
svara, en ekki er fráleitt að ætla
það að Friðrik Þór vilji með
myndinni gera okkur lengd
hringvegarins skiljanlega með
því að þjappa saman reynslunni
af akstri hans í viðráðanleg tíma-
mörk. Það er ekki auðvelt að
gera sér grein fyrir nær 1000
mflna vegarlengd. En sé henni
umbreytt í hentuga og höndlan-
lega tímalengd, tekst huganum
að nema hana og skynja á
áþreifanlegan hátt.
Sé þetta rétt til getið, þá er
Friðrik Þór að feta í fótspor Krist-
I jánsGuðmundssonarhugmynda-
listarmans, en hann gerði
mönnum m.a. áþreifanlega grein
fyrir ferli jarðar um sólu í bókinni
„Once around the Sun“. En einn-
ig er hægt að líta á þessa bráð-
snjöllu heimildakvikmynd frá
praktískara sjónarmiði. Hún gef-
ur mönnum nefnilega tækifæri til
að kynnast hringveginum án þess
að eyða í það of miklum tíma eða
kostnaði. Það getur haft sína
kosti, s.s. ef menn (túristar t.d.)
vilja fá smjörþefinn af hinum
ýmsu landshlutum með væntan-
legt ferðalag í huga.
En þess háttar landkynning
gæti brugðið til beggja vona, því
drottnin minn, svo margar sveitir
þessa lands eru gjörsneyddar allri
tilbreytingu ef aðeins er fylgt
þessum lengsta vegi landsins.
Reyndar afhjúpar myndin nokk-
uð rækilega rómantíkina um
sumarleyfi á hringferð um landið.
Bensínið þyrfti að vera töluvert
ódýrara en það er, svo maður
nennti í slíka ferð. En burtséð frá
því, þá óska ég aðstandendum til
hamingju með skemmtilega og
frumlega mynd, ekki síst tón-
skáldinu, því músíkin við hana er
frábær.
HBR
Miövikudagur 6. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9