Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Félagsmálaráðherra Póstmanna- annir 450 símskeyti Menntamálaráðherra hótar kennurum í símskeytum. Engin kennsla á mánudag- inn Stuöningur við Tarkofskí-hjónin. íslenskar mæður skrifa undir tilmæli til Gorbatsjofs um að lofa syni hjónanna að komast úr landi. í gær var fréttamannafundur til að kynna undirskriftasöfnunina. Larisa Tarkofskí heldur hér utan um Brynju Benediktsdóttur leik- konu, en hjá henni hefur Larisa gist síðan eiginmaður hennar fór aftur utan. Við hlið þeirra stendur Hallveig Thorlacíus sem túlkaði fyrir fréttamenn í gær, en að baki þeim sér í Kristínu Ólafsdóttur, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Vilborgu Harðardóttur. (Ljósm. — eik—). Flokksbróðir Alexanders Stefánssonar úr kjördœminu fékk stöðuna. Jafnréttisráð: Heyrt afþessu en ekki tekið fyrir ennþá. i Alexander Stefánsson félags- málaráðherra og ráðherra jafnréttismála skipaði nýlega dyggan stuðningsmann sinn úr heimakjördæminu í stöðu skrif- stofustjóra félagsmálaráðuneytis- ins. Meðal umsækjenda um starf- ið var kona sem unnið hefur 7 ár í ráðuneytinu og er nú deildar- stjóri þar. Pað er Húnbogi Þorsteinsson fráfarandi sveitarstjóri í Borgar- nesi sem um sl. mánaðamót tók við stöðu skrifstofustjóra. Hann sagði upp stöðu sinni hjá Borg- arneshrepp um sl. áramót en mun starfa enn að hluta sem sveitar- stjóri fram til 1. maí nk. Meðal umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra var Hólmfríður Snæbjörnsdóttir deildarstjóri í ráðuneytinu, en þar hefur hún unnið sl. 7 ár. Þykir mörgum að ráðherra jafnréttismála hafi gengið freklega framhjá henni við ráðningu í embættið með því að ráða flokksbróður sinn úr heimakjördæmi. Minnast menn í því sambandi er Alexander réði í upphafi ráðherraferils síns fyrrum kosningastjóra sinn úr Ól- afsvík sem einkabflstjóra en hunsaði bflstjóra embættisins. Elín Flygenring framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs sagði í gær að hún hefði frétt af ráðningu skrif- stofustjóra félagsmálaráðuneyt- isins. Málið hefði enn ekki verið tekið fyrir í ráðinu en það væri viðbúið að svo yrði. „Venjan er sú að ráðið tekur ekki mál til um- fjöllunar nema þau komi form- lega til þess,“ sagði framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs. - Ig- o ^Íafnvœ& Hrap á landsbyggðinni Kjartan Ólafsson: Innlánsfé landsbyggðarinnar í Landsbankanum hrapaði úr 37.5% niður í 14.1% á síðustu 2 árum. Hlutur höfuðborgarsvæðisins jókst úr 62.5% í 85.9%! Sýnir glöggt hvað hefur verið að gerast í tíð ríkisstjórnarinnar Menntamálaráðherra heldur áfram hótunum sínum við kenn- ara. Nú hefur Ragnhildur sent kennurum eftirfarandi hótun í 450 símskeytum: „Mennntamálaráðuneytið hef- ur í dag sent eftirfarandi skeyti til þeirra framhaldsskólakennara sem gengu úr störfum sínum hinn 1. mars s.l. með ólögmætum hætti og hafa verið fjarverandi síðan án lögmætra forfalla. Hér með er skorað á yður að hefja skyldustörf yðar eigi síðar en n.k. mánudag 25. mars, að . öðrum kosti verður ekki hjá því komist að veita yður lausn frá störfum þá þegar vegna ólöglegra fjarvista undanfarnar þrjár vik- ur.“ Sjá bls. 3 Hlutur landsbyggðarinnar í innlánsfé hjá Landsbankan- um hefur rýrnað geigvænlega frá því núverandi ríkisstjórn tók við. I viðtali við Kjartan Olafsson í Sunnudagsblaðinu, kemur fram að á árinu 1982 voru 62.5% af heildarinnlánum hjá Landsbank- anum í Reykjavík, en 37.5% utan höfuðborgarinnar. Á árunum 1983 og 1984 fór hlutur lands- byggðarinnar niður í 14.1% en hlutur höfuðborgarinnar upp í 85.9%! Heildarinnistæður í Lands- bankanum voru 7574 miljónir í árslok 1982 en hækkuðu að raun- virði um 1665 miljónir króna á árunum 1983 og 1984, og komust því upp í 9239 miljónir í árslok 1984. Landsbyggðin hélt ekki sín- um hlut sem var um 37.5% held- ur fór hlutur hennar í innlánsaukningunni stór- minnkandi, niður í 14.1% en hlutur höfuðborgarinnar jókst úr 62.5% í 85.9%! Kjartan Ólafsson bendir á að ef litið væri á bankakerfið í heild yrði hlutur landsbyggðarinnar trúlega enn óhagstæðari. í því (sambandi nefnir hann að Versl- unarbankinn hafi verið með mestu innlánsaukningu allra bankanna á sl. ári og það fé sé nánst allt af höfuðborgarsvæð- inu. -óg Sjá Sunnudagsblað bls 6 - 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.