Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
DJÓÐVHJINN
Föstudagur 5. júlí 1985 150. tölublað 50. árgangur
Kröflusalan
Ríkið borgi skaðann
1leyniplagginu umKröflusöluna sem liggurfyrir ríkisstjórninni eru ákvœði um að ríkið
greiði Landsvirkjun hugsanlegan kostnað aftjóni vegna náttúruhamfara.
Samninganefndin sem hefur
fjaliað um kaup Landsvirkj-
unar á Kröfluvirkjun hefur lagt
til að ríkissjóður yfirtaki 2,2 milj-
arða af 3,4 miljarða skuld
Kröflu. Landsvirkjun tekur síðan
að sér afganginn, um 1,2 miljarð
króna.
En það eru fleiri hliðar á þess-
um kaupum. í skýrslu samning-
anefndarinnar er ákvæði sem
kveður á um að ef tjón verði af
völdum náttúruhamfara eða
jarðumbrota   þá   beri   ríkið
skaðann en ekki hinn nýi eigandi.
Landsvirkjun. Þetta ákvæði gild-
ir um Kröflu og Bjarnarflag.
í 7. grein samningsins segir
m.a.: „Verðijarðhræringar,elds-
umbrot eða aðrar náttúruham-
farir á Kröflusvæðinu er valda
verulegu tjóni á Kröfluvirkjun
eðaeinstökum hlutum hennar,
skuldbindur ríkið sig til að greiða
Landsvirkjun allan kostnað sem
leiðir af tjóninu og þeirri röskun á
rekstri virkjunarinnar sem því er
samfara".
Samningurinn liggur nú fyrir
ríkisstjórninni og fleiri aðilum
sem þessi mál snerta og er sagður
vera trúnaðarmál í Morgunblað-
inu.
-pv
Útvarp Síríus
Dulbúnar
auglýsingar?
Styrktaraðilum boðið að kynna starfsemi sína
íHundadagastöðinni á Akureyri
Jú það er rétt, að við höfum
boðið fyrirtækjum og verslun-
um, sem styðja Utvarp Síríus, að
senda mann í viðtal í útvarpinu og
því er ekki að neita, að nafn við-
komandi fyrirtækis eða verslunar
myndi koma fram í slíku viðtali
og þetta yrði þá nokkurs konar
kynning á fyrirtækinu, sagði
Ólafur H. Torfason útvarpsstjóri
Útvarps Síríus á Akureyri, er
blaðið hafði samband við hann,
en útvarp þetta cr rekið í tengsl-
um við Hundadagahátíð þeirra
Akureyringadagana 5.-14. júlí.
Þjóðviljinn hefur fengið fregn-
ir af því, að hringt hafi verið á
auglýsingastofur í Reykjavík og
þar hafi verið falboðin „óbein"
auglýsing á verðinu 5-15 þúsund
krónur í Útvarpi Síríus, einmitt í
því formi sem Olafur lýsir hér að
ofan.
Auk þessara „kynninga" mun
Utvarp Síríus verða með ýmis-
konar dagskrá sem tengist dag-
skrá hátíðarinnar, það mun flytja
svæðisfréttir og leyfa mönnum að
rífast um bæjarmál.
Margir þaulreyndir starfsmenn
RÚVAK verða dagskrárgerðar-
menn hjá Síríusi.          -gg
Skaftamálið
Ovíst um viðbrögð
lögreglu
Lögreglustjóri: Getekkertsagtfyrren éghefkynnt
mér dóm Hœstaréttar
Við erum varla búnir að fá dóm
Hæstaréttar í hendur. Ég get
því ekkert um hann sagt fyrr en
ég hef kynnt mér forsendur dóms-
ins og ráðfært mig við
dómsmálaráðuneytið, sagði Sig-
urjón Sigurðsson lögreglustjóri
þegar Þjóðviljinn spurði hann
hvort dómur Hæstaréttar í
Skaftamálinu myndi hafa einhver
áhrif innan lögreglunnar.
Eins og fram hefur komið í
fréttum sýknaði Hæstiréttur tvo
af lögregluþjónum sem kærðir
voru  vegna  handtöku  Skafta
Jónssonar blaðamanns í Þjóð-
leikhúskjallaranum á sínum
tíma. Sá þriðji var dæmdur til að
greiða sekt til ríkissjóðs og skaða-
og miskabætur til Skafta. Engum
þeirra þremenninga var vikið úr
starfi meðan rannsókn málsins
stóð yfir eða það var til meðferð-
ar fyrir dómstólum. „Við rædd-
um við ráðuneytið um það hvern-
ig bregðast bæri við en það var
ekki talin ástæða til að víkja þeim
úr starfi. Þeir eru allir þrír í starfi
enn," sagði Sigurjón.
-ÞH
Ragnar kastar kúlunni einbeittur á svip. Mynd E.ÓI.
Listahátíð kvenna
100 konur sendu inn verk
Guðrún Erla Geirsdóttir: „Kraftmikil verk ogfjölbreytt".
Verk30 kvenna valin úr á sýningu á Kjarvalsstöðum íhaust.
Undirtektirnar voru yndislegar
og það er stórkostlegt að sjá
hvað verk þessara kvenna eru
kraftmikil og fjölbreytt", sagði
Guðrún Erla Geirsdóttir mynd-
listarmaður í gær, en þá sat 5
manna dómnefnd á Kjarvalsstöð-
um og lauk við að velja verk á
sýningu þar í haust.
Sýningin sem hefsL21. sept-
erhber er þáttur í Listahátíð
kvenna og liður í aðgerðum '85
nefndarinnar vegna loka kvenna-
áratugarins. Auglýst var eftir
myndverkum frá konum fyrr í vor
og sendu um 100 konur inn verk
sín, málverk, grafík, skúlptúr,
textíl, vídeó og raunar allt sem
nöfnum tjáir að nefna. í dóm-
nefndinni sitja 2 listfræðingar og
3 myndlistarkonur og sagði Erla
að valið væri mjög vandasamt en
tæplega 30 konur hefðu þegar
verið valdar úr. Þær sýndu allar
mjög persónuleg verk og ættu
það þar að auki sameiginlegt að
vera fremur ungar. „Þær hafa
komið út úr skólanum 1975 og
síðar," sagði Erla, „en þá var ein-
mitt í upphafi Kvennaáratugar
haldin sýning á myndverkum
kvenna í Norræna húsinu. Það er
greinilegt að mikil gróska hefur
verið í myndsköpun íslenskra
kvenna þessi 10 ár," sagði hún.
Þess má geta að fleiri sýningar
á myndlist kvenna eru í bígerð
með haustinu, m.a. nýlist, al-
þýðulist og sýning á verkum
frumkvöðlanna í íslenskri mynd-
list.
-ÁI
Keila
Fom-
IIK
spiluðu
keilu
Þjóðviljinn kíkti
inn í Keiluhöllina
ogvirtifyrirsér
kúlukastarana.
Þessi íþrótt er sennilega vinsæl-
ust vestur í Ameríkunni, en
þetta er ekkert sér amerískt fyrir-
bæri eða bóla. Keiluspil hefur
verið stundað frá örófi alda og
segja gamlar sagnir frá Forn-Eg-
yptum í keilu," sagði Friðgeir
Jónsson yfirmaður tækjadeildar í
Keiluhöllinni þegar Þjóðviljinn
kíkti þar við.
„Það er mikil aðsókn í keilu-
spilið, og er hún mest á kvöldin
og um helgar. Erlendis eru
keppnir á milli fyrirtækja í keilu-
spili og væri gaman að koma slíku
á hér. Keiluspilið er mjög einfalt
og hefur reynslan sýnt að fólk nær
tökum á kúlunni eftir einn til tvo
leiki. Starfsmennirnir hér eru til
að leiðbeina gestum. Undanfarið
höfum við verið í viðræðum við
Æskulýðsráð um að þeir taki þátt
í námskeiðahaldi með okkur,
fyrir unglinga.
Það hlýtur að vera grundvöllur
fyrir inniíþróttir hér á landi, því
það viðrar ekki nema nokkra
mánuði á ári fyrir útiíþróttirnar.
Við stefnum að því að opna
veitingahús og stækka keilusalinn
um 6 brautir í lok ársins," sagði
Friðgeir að lokum.
Ég hitti Ragnar Sigurbjörns-
son, 14 ára Reykvíking, og sagði
hann að það væri æðislega gaman
að kasta kúlunni. „Þetta er alls
ekkert erfitt, og maður kemst
upp á lag með kúluna eftir nokk-
ur köst, þú sérð að þetta er bara
annað skiptið sem ég kem hing-
að. Mér finst keilan alls ekki dýr,
leikurinn kostar 100 krónur og
svo þarf maður að leigja skó á 25
krónur. Ég er svona 1V2 tíma með
hvern leik," sagði Ragnar Sigur-
björnsson og hljóp eftir keilu-
brautinni einbeittur á svip með
ki'iluí hendi.
^sp
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16