Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Launamál
Misræminu haldið við
Haraldur Steinþórsson BSRB: 5% launamunur staðfestur.
Fjármálaráðherra vísarfrá beiðni samtakanna um
leiðréttingu eftir úrskurð Kjaradóms. BSRB varar við
auknum launamun í þjóðfélaginu
Við vorum að skrifa undir
samninga um samræmingu á
kjörum okkar manna og þeirra
hjá ASÍ og BHM þegar kjara-
dómur felldi úrskurð sinn um 5%
hækkun á launum BHM manna,
þannig að strax á ný er komin
ósamræming, sagði Haraldur
Steinþórsson framkvæmdastjóri
BSRB, en fjármálaráðherra hef-
ur hafnað kröfu samtakanna um
5% leiðréttingu launa í kjölfar
kjaradóms.
í svari fjármálaráðherra kemur
fram að hann muni „eftir föngum
leita leiða til þess að tryggja í
samvinnu við aðildarfélög BSRB
að ekki skapist óeðlilegt og óvið-
unandi misræmi í launamálum
starfsmanna við sömu störf eftir
því hvort þeir eru í BSRB eða
BHM“. Engu að síður er vísað til
þess að samningurinn við BSRB
gildi til áramóta og ráðherrann
hafni málaleitan BSRB.
Stjórn BSRB gerði eftirfarandi
samþykkt af því tilefni:
„I samningum BSRB og ríkis-
ins 27. júní sl. náðust fram tvö
meginatriði: 1) Launahækkun og
þar með í reynd kaupmáttar-
trygging út samningtímabilið
miðað við spá um verðlagsþróun
til næstu áramóta. 2) Samræming
launa við Iaun annarra m.a. með
því að samið var um sambæri-
legan launastiga og Kjaradómur
hafði úrskurðað til félagsmanna
BHM.
Stjórn BSRB telur að mjög
þýðingarmikið sé að sömu laun
séu greidd fyrir sambærileg störf
án tillits til þess í hvaða stéttarfé-
lagi opinberir starfsmenn eru.
Hjá ríki og sveitarfélögum verður
þetta samræmi í launakjörum
best tryggt með því að sami
launastigi gildi fyrir öll félög op-
inberra starfsmanna. Þegar Kjar-
adómur kvað upp nýjan úrskurð
12 .júlí sl. um 5% hækkun launa
ríkisstarfsmanna í BHM var aftur
orðin röskun á launakjörum op-
inberra starfsmanna. Enn á ný
eru opinberum starfsmönnum
greidd laun eftir tveimur mis-
munandi launastigum.
í viðræðum sem undanfarna
daga hafa farið fram milli fulltrúa
BSRB og fjármálaráðherra hafa
af hálfu BSRB verið settar fram
rökstuddar tillögur um að sú
röskun á samræmi sem Kjara-
dómur hefur úrskurðað verði lag-
færð með almennri hækkun launa
félagsmanna BSRB og að sama
launastiga verði haldið áfram
fyrir alla ríkisstarfsmenn.
Stjóm BSRB átelur þá
skammsýni fjármálaráðherra að
hafna tillögum bandalagsins um
samræmdan launastiga. T>á vill
stjórn BSRB vara við þeirri hættu
sem þjóðfélaginu og ekki síst
launafólki stafar af því misgengi
sem sífellt er að aukast í tekju-
skiptingu í þjóðfélaginu".
óg/lg
lceland Crucible, hinni fjölþættu kynningu á gróandanum í listaiífi hérlendis, sem hófst 13. júlí, lýkur næstkomandi
sunnudagskvöld á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Sýningargestir skipta nú þúsundum og hafa undirtektir þeirra verið mjög
góðar. Hér er um að ræða nýlundu í landkynningarstarfi, þar sem blómlegu lista- og menningarlífi eru gerð skil á þrennan
hátt: Með Ijósmyndum, kvikmynd og bók. Vert er að minna á, að kvikmyndin lceland Crucible, einn þáttur kynningarinn-
ar, eftir Emmy-verðlaunahafana Hal Calbom og Phil Davies, er sýnd þrisvar á dag á Kjarvalsstöðum, klukkan 15,18 og
20. Auk kvikmyndarinnar eru sem kunnugt er á sýningunni á fjórða hundrað Ijósmyndir af íslenskum listamönnum, eftir
hinn heimskunna Ijósmyndara, Vladimir Sichov og glæsileg myndabók um allar listgreinar nútímans á íslandi með texta
e'ftir Sigurð A. Magnússon, rithöfund og Ijósmyndum Sichovs. Sýningin á Kjarvalsstöðum er eins konar forsýning
kynningarefnisins, sem fara mun um þver og endilöng Bandaríkin og Kanada á næstunni,
auk Asíu- og Evrópulanda.
Myndbönd
mala lítið gull
Það sýnir í það minnsta skattskráin
Myndbandaleigur virðast ekki
vera sú gullnáma sem marg-
ur hefur haldið miðað við umfang
og fjölda slíkra leigusala. Það
segir í það minnsta kosti skatt-
skráin okkur en það vita það líka
flestir að hún segir ekki alitaf
sannleikann.
Maður sem er vel kunnur
myndbandamarkaðnum lýsti því
yfir í sjónvarpi nýlega að veltan í
þessum viðskiptum hafi verið um
1.4miljarðurásl. ári. Skattskráin
sýnir aftur á móti að veltan virðist
vera í minna lagi hjá sumum
myndbandaleigum þótt þær séu í
góðum húsakynnum og á „góð-
um stöðum".
Hitt vekur einnig athygli við
skyndiskoðun í skattskránni að
greinilega er um áætlaðan skatt
að ræða á þær myndbandaleigur
sem samkvæmt þessu yfirliti bera
hæstu skattana. Það er nær örugg
þumalfingursregla að um álagða
skatta er að næða þegar gjöldin
standa á heilum hundruðum.
Samkvæmt þessu virðast skatta-
yfirvöld í það minnsta trúa því, að
velta og umfang þessara fyrir-
tækja sé meiri heldur en kemur
fram hjá þeim sem telja fram til
skatts. Það væri ráð fyrir skatta-
yfirvöld að kanna þessi mál nán-
ar.
-lg
Tekjusk. Eignarsk.
Video-son h/f Krummahólar 4 0 0
Videosambandið h/f Laugavegur 27 382.500 9.000
Videóheimurlnn h/f Freyjugötu 32 86.103 2.461
Videoland h/f Undargötu 12 63.750 1.501
Video Arbær h/f Hraunbæ 102b 0 0
Vldeo-Björninn tVf Spóahólum 12 0 0
Video-innkaup h/f Bergþórugata 21 510.000 12.000
Videokjallarinn s/f óðinsgötu 5 127.500 3.000
Video-meistarinn h/f Seljabraut 54 382.500 9.000
Videoleigan Bandið Reykjavíkurv. 1, Hf. Hjartabaninn s/f Hafnarg., Keflav. 2.784 0
0 0
Út8V. Aðst.gj. Önnur gj. Samtals
0 1.400 29 1.429
0 65.000 1.365 457.865
0 42.410 891 131.865
0 8.120 171 73.542
0 12.290 258 12.548
0 7.190 151 7.341
0 65.000 5.392 592.393
0 8.120 171 138.791
0 19.500 410 411.410
275 18.250 17.087 38.396
0 43.580 43.178 86.758
Föstudagur 26. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA
Skák
Maigeir 14.
A síðustu umferð millisvæða-
mótsins í Biel í gær gerði Margeir
jafntefli við svíann Andcrson og
endar fjórtándi af átján með 7
vinninga. Sovétmaðurinn Vag-
anjan vann Partosa og tryggði sér
þarmeð efsta sætið, 12’/2 vinning.
Seirawan var í öðru sæti með
llVi, Sókóloff í þriðja með 11. í
4.-6. sæti eru jafnir Torre, Van
der Wiel og Short og þurfa þeir
að tefla sín á milli um fjórða sætið
sem veitir rétt til þátttöku í áskor-
endaeinvígunum.
Anderson, Ljubojevié og Pol-
ugajevskí fengu 9Vi v., Rodrigu-
es og Sax 8, Quinteros og Jansa
7Vi, Margeir 7, Gutman 6V2, Li 6,
Partos 4, Martin 3’/2.
í gær var frídagur á Norður-
landamótinu í Gjörik.
-m
Lánleysi
Hvaleyri
biður um
aðstoð
Bankarnir ekki
áfjáðir í að lána
Hvaleyri h/f.
Bœjaryfirvöld í
Hafnarfirði beita
þrýstingi á banka og
stjórnarráð.
Bæjaryflrvöld í Hafnarflrði
þrýsta nú mjög á bankastofnanir í
bænum, yflrvöld bankamáSa í
landinu um að Hvaleyri h/f sem
tók yfir rekstur BÚH verði veitt
lánafyrirgreiðsla vegna fyrirhug-;
aðra endurbóta á nýkeyptu flsk-
iðjuveri og togurum fyrirtækisins
og að Hvaleyri fái afurðalán út á
framleiðslu sína.
Útvegsbankinn sem BÚH
skipti við hefur ekki enn sem
komið er viljað taka Hvaleyri h/f í
viðskipti og fyrirtækið hvergi haft
aðgang að afurðalánum.
Forsvarsmenn Hvaleyrar h/f
sendu bæjarstjórn Hafnarfjarðar
bréf í lok sl. viku þar sem farið var
fram á stuðning við fjárútvegun
til fyrirtækisins. Strax næsta mán-
udag sendu bæjaryfirvöld bréf til
allra bankastofnana í bænum þar
sem óskað var eftir lánafyrir-
greiðslu til fyrirtækisins, slíkt
væri mikið hagsmunamál fyrir
bæinn. Jafnframt höfðu forsvars-
menn bæjarins tal af viðskipta-
ráðherra og seðlabankastjóra og
óskuðu eftir þrýstingi á bankayf-
irvöld og í gærmorgun fór bæjar-
fulltrúi Framsóknarmanna og
annar frá Sjálfstæðismönnum á
fund forsætisráðherra í sömu er-
indagjörðum.
Hefur það vakið athygli jafnt
bæjarbúa sem bankayfirvalda í
Hafnarfirði hversu skjót og ein-
örð viðbrögð bæjaryfirvalda eru í
þessu máli og minnast menn þá
forgöngu sömu aðila varðandi
rekstur BÚH og fleiri fyrirtækja
sem áður voru í eigu bæjarins.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans hafa stjórnendur Útvegs-
bankans ekki viljað sjá um af-
urðalán Hvaleyrar h/f fyrr en þeir
hafa kynnt sér betur fjárhags-
stöðu og rekstraráætlanir fyrir-
tækisins.
-Ig