Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 15
Listahátíð kvenna Helstu dagskráratriði Um næstu helgi hefst Listahátið kvenna. Fjöldi atriða á dagskrá Dagana 20. september til 20. október verður haldin Lista- hátíð kvenna hér í Reykjvík og Hafnarfirði. Listahátíðin er eins og ýmislegt annað á þessu herr- ans ári tileinkuð lokum kvenna- áratugarins og haldin að tilhlutan ’85 nefndarinnar svonefndu. Hér á eftir er getið helstu dagskráratr- iða hátíðarinnar: Sýningar N.k. föstudag verður hátíðin opnuð í Ásmundarsal með sýn- ingu á arkitektúr íslenskra kvenna og þar verður einnig lit- skyggnusýning sem rekur sögu kvenna í finnskum arkitektúr. Laugardaginn 21. september hefst á Kjarvalsstöðum yfir- litssýningin „Hér og nú“ þar sem 28 konur sýna myndverk sín í öllu húsinu. Sama dag opnar Ásrún Kristjánsdóttir myndlistarsýn- ingu í Galleríi Langbrók og á sunnudag verður opnuð sýning á bókum og bókaskreytingum í Gerðubergi. Laugardaginn 28. september verður opnuð ljósmyndasýning í Nýlistasafninu og sama dag hefst í Listasafni alþýðu sýning á myndverkum þeirra Grímu og Sigurlaugar Jónasdóttur sem nefnist „Úr hugarheimi." Inga Straumland opnar ljósmyndasýn- ingu í Skálkaskjóli 2 og Sigríður Guðjónsdóttir og Rúna Þorkels- dóttir opna sýningu á Café Gesti. Sunnudaginn 29. september verður opnuð textílsýning í Hafn- arborgum í Hafnarfirði og nefnist hún „móðir-formóðir“. Laugar- daginn 5. október verður opnuð í Norræna húsinu sýning á póstkortum sem Carin Hartmann hefur tekið saman og nefnist hún „Konur séðar af karlmönnum, karlmenn séðir af karlmönnum.“ Tónleikar N.k. sunnudag 22. september verða á Kjarvalsstöðum flutt verk eftir þær Karólínu Eiríks- dóttur og Mist Þorkelsdóttur og 29. september heldur Anna Mál- fríður Sigurðardóttir píanótón- leika á sama stað. 6. október verða flutt á Kjarvalsstöðum verk eftir Jórunni Viðar og 9. október verða háskólatónleikar í Norræna húsinu þar sem Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari leika. 14. október verða svo blandaðir kammertón- leikar í Norræna húsinu á vegum tónleikanefndar Háskólans og á lokadegi listahátíðar 20. október verða tónleikar í Gerðubergi þar sem flutt verður blönduð dagskrá úr ofangreindum verkum auk þess sem konur úr íslenska dans- flokknum flytja ballett. Bókmenntir Um næstu helgi verða Reykja- víkursögur Ástu Sigurðardóttur frumsýndar að Vesturgötu 3, í leikgerð Helgu Bachmann. Þá. verður einnig frumflutt dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðar- dóttur í Gerðubergi. Er hún framlag Leikfélags Reykjavíkur til listahátíðarinnar og Bríet Héð- insdóttir annast leikstjórn og leikgerð. Auk þessa verða fluttar einar sex ljóðadagskrár á hátíð- inni á Kjarvalsstöðum og í Gerð- ubergi. Kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíð hefst í Stjörn- ubíói 12. október og stendur fram til 20. sama mánaðar. Gestur hát- íðarinnar Verður Margrét von Trotte og verða nokkrar myndir hennar sýndar, en dagskrá hátíð- arinnar er ekki frágengin ennþá. Svo er reyndar með fleiri atriði á Listahátíð kvenna, svo vel kann að vera að í upptalninguna hér að ofan vanti ýmis atriði. Er beðist velvirðingar á því. -ÁI Atvinna Slæmt útlit í frétt frá félagsmálaráðuneyt- inu segir að skráðir atvinnuleysis- dagar hafi á yfirstandandi ár ver- ið fæstir í ágúst. Á landinu öllu voru skráðir 12.600 atvinnulays- isdagar í ágúst. Það jafngildir því að 580 manns hafí verið skráðir atvinnulausir allan mánuðinn sem svarar 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum í mánuðinum. í sama mánuði í fyrra voru skráðir 18 þúsund atvinnuleysis- dagar. Norðurland eystra var eina svæðið á landinu þar sem fjölgaði skráðum atvinnuleysis- dögum frá fyrra mánuði. Fjöl- gunin var um rúmlega 1500. Mesta fjölgunin var á Olafsfirði. Þar hefur átt sér stað mikiH sam- dráttur í fiskvinnslu. Víða um land gætir nú nokkurs uggs um atvinnuhorfur í haust og vetur vegna óvissu um framhald veiða, þar sem leyfilegum afla er víða náð. -SA HERDA Borðlampi m. sveigjanlegum armi Pera fylgir. Litir: Hvítt, svart, grátt Gólflampi í sama stíl (ekki á mynd) Kr. 2.600r 3.900r KVINT Ljós og dökk fura, Ifka hvítt. HERDA Kúluborð Litir: Grátt, blátt, svárt, hvítt. hvítt, Ijósblátt, bleikt, mosagrænt. 475? 6SDr 499r Lýsing er mikilvægt atriði í þægilegu andrúmslofti heimil- anna. Ekki síst þegar skammdegið er fram- undan. Þá skiptir miklu að vanda valið, og auð- vitað vera hagsýnn. Við höfum nú tekið upp mikið úrval af fallegum Ijósum á mjög góðu verði. JÚNÓ klemmulampi m. kastperu, rofa og snúru. HAGSTÆÐ TILBOÐ: 2 stk. perur 40w og 60w í pk. kr. 44 5 m. rafm.snúra frá kr. 69,- 2 stk. rafm.klær i pk. kr. 39.- LUMA plöntuljós 60w kr. 105,- Hangandi loftljós m. skermi. Hægt er að hækka og lækka. Litir: Svart, blátt og rautt. Verð kr. /MIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.