Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 9
MENNING
Annars
konar list
Kínverskar myndir að Kjarvalsstöðum
- lýkur nœstu helgi
Alltaf er það frískandi að fá
erlendar myndlistarsýningar
hingað til lands, ekki hvað síst
þegar þær eru komnar frá jafn
fjarlægum slóðum sem Kína. Það
er eins og að takast á hendur
ferðalag til annarrar álfu, að líta
inn í vestursal Kjarvalsstaða, þar
sem á níunda tug kínverskra mál-
verka prýða veggi. Svo ólík er list
Kínverja okkar eigin list, að allir
vestrænir mælikvarðar verða
gagnslausir þegar þeir eru bornir
upp að verkunum á Kjarvalsstöð-
um. Ef til vill stafar ókunnug-
leikinn af þeirri einföldu stað-
reynd að Kínverjar byggja á æva-
fornri hefð sem aldrei hefur rofn-
að, á meðan allar vestrænar hefð-
ir hafa verið þverbrotnar gegnum
tíðina.
Ef venjulegum Kínverja væri
sýnd evrópsk mynd frá miðöld-
um, önnur frá endurreisnartím-
anum og enn ein úr okkar eigin
samtíð, mundi hann eflaust slá
því föstu að myndirnar þrjár væru
afurðir gjörólíkra þjóðflokka,
sem ættu sáralítið sameiginlegt í
menningarlegum efnum. Hann
ætti bágt með að trúa því að ólík-
ar myndir gætu verið sprottnar af
list einnar og sömu þjóðar.
Sjálfur gæti hann bent á mynd-
ir frá Sung-tímabilinu, kringum
1000, Ming-tímabilinu um 1500
og úr Kína nútímans og við vær-
um ekki í vafa um að þær kæmu
frá listamönnum sama lands.
Listamennirnir 10 sem verk eiga
á sýningunni að Kjarvalsstöðum
eiga óhemjumargt sameiginlegt
með forfeðrum sínum. Þeir nota
svo að segja sama efnivið og
sömu tækni og eins og flestum er
fullkunnugt standa fáir Kínverj-
um á sporði þegar blek- og vatns-
litatækni er annars vegar.
KJARVALSSTAÐIR 15. - 22! lébíúir 1986
Sýningin Kínverskar myndir er
hingað komin að tilstuðlan
menntamálaráðuneytis og sendi-
ráðs kínverska alþýðulýðveldis-
ins. Hún mun þræða Norður-
löndin og gerir þess vegna ein-
ungis einnar viku stans hér á
landi. Hana ber upp á 15 ára af-
mæli stjórnmálasambands milli
íslands og Kína, en það samband
hefur ekki hvað síst verið menn-
ingarsamskiptum landanna til
góða.
Listamennirnir sem verk eiga á
sýningunni eru allir frá Shaanxi-
héraði í Norðvestur-Kína. Höf-
uðborg fylkisins, Xian, var um
tvö þúsund ára skeið höfuðborg
fimm keisaraætta, m.a. hinnar
frægu Tang-ættar. Hún var því
höfuðborg Kínaveldis frá 11. öld
f.k. til 10. aldar e.k. og alla tíð
mikið menningarsetur. Munu
listamennirnir 10 bera sterkan
keim af þeirri hefð sem þróaðist í
Xian.
En hvað ber að hafa í huga þeg-
ar kínversk myndlist er skoðuð?
Það væri rangt að einblína á hana
með of vestrænum augum. Ein-
hver hefur líkt kínverskri mynd-
list við mismunandi túlkun á
sama stefi. Kínverskir listamenn
eru m.ö.o. líkastir hljóðfæra-
leikurum sem leika sama
tónverkið. í fljótu bragði virðast
verk þeirra keimlík, en þjálfað
auga getur auðveldlega greint
blæbrigðamun milli túlkenda,
eða öllu heldur listamanna. Auk
þess er hefð fyrir því að geyma
listaverk upprúlluð og draga þau
einungis fram þegar vinir og
kunningjar koma í heimsókn.
Þetta er einna líkast því þegar við
drögum fram hljómplötu, eða
hljóðfæri, til að fremja músík við
ákveðin tækifæri. En gæta ber
þess að þetta er einungis frumlyk-
ill að skilningi okkar á þessari
merkilegu list.
HBR
Dansað við ókunnuga
í trylltum dans/
Dance with a Stranger
Leikstjóri: Mike Newell
Leikarar: Miranda Richardson,
Rupert Evert
Bretland 1985
Tónabíó
Ruth Ellis var síðasta konan
sem tekin var af lífi á Bretlands-
eyjum en hún var hengd í Holl-
oway kvennafangelsinu 1955. Al-
menningur hafði litla samúð með
konu sem skotið hafði elskhuga
sinn til bana og það tók kviðdóm-
endur ekki nema þrjá klukku-
tíma að komast að niðurstöðu og
úrskurða hana seka um morð að
yfirlögðu ráði.
Ellis-málið komst aftur til um-
ræðu árið 1983 eða ’84 þegar
frumsýnt var í Lundúnum leikrit-
ið „Dansað við ókunnuga“.
Leikritið fjallar um Rut og at-
burðina sem leiddu til morðsins.
Rut var á sínum tíma skoðuð sem
hin „dæmigerða Lundúnamella"
ANNA THEÓDÓRA k
RÖGNVALDSDÓTTIR
eins og dómarinn í máli hennar
komst eitt sinn að orði, en nú er
nokkuð ljóst að Rut var dæmd af
hefndarlosta fremur en réttlæti
og að glæpur hennar var ástríð-
umorð sem átti sér langa og
átakanlega forsögu. Leikritið
fékk góða dóma og þótti taka á
málunum af raunsæi og nær-
gætni. Á síðasta ári var síðan gerð
kvikmynd sú sem hér er til um-
ræðu og er hún byggð á leikritinu.
Myndin hefst þegar Rut er orð-
in fráskilin tveggja barna móðir
og vinnur í fremur óhrjálegum
næturkúbbi við að taka á móti
gestum og dansa við þá. Þar
kynnist hún hinum síblanka Da-
vid Blakely sem er auðnuleysingi
af hástéttarættum, nokkrum
árum yngri en hún. Samband
þeirra varir í 2-3 ár, með nokkr-
um hléum, en lýkur með því að
hún skýtur hann til bana fyrir
utan krá eina að næturlagi.
í heild sinni er kvikmyndin
ástríðulaust verk og mjög mann-
erískt. Miranda Robinson hins-
vegar, skapar sterka og velmót-
aða persónu sem Rut Ellis - án
hennar væri myndin einn alls-
herjar náladoði. Rupert Everett
farnast ekki eins vel í hlutverki
sínu sem David Blakely, enda
hefur hann enga útgeislun á tjald-
inu. Eitt einkenni á þessari mynd
er að atriðin eru öll fremur stutt
(en það er stílbragð sem hefur
kannski virkað betur á sviði) og
tækifærin til að gera David Blak-
ely nægilega góð skil of fá og smá.
Davíð er flókinn og mótsagnak-
enndur persónuleikari, flóknari
og mótsagnakenndari en hin ver-
aldarvana Rut, og sagan stendur
og fellur - í þessu tilfelli fellur -
með honum.
Kvikmyndataka og lýsing eru
fallega af hendi leyst, svo fallega
að það eitt er nægileg ástæða til
þess að fara að sjá myndina.
Sinfónían
Carmina
Burana
Fimmtudaginn 20. febrúar kl.
20.30 í Háskólabíói stjórnar
Klauspeter Seibel flutningi á Sin-
fóníu nr. 1 eftir Beethoven og
Carmina Burana eftir Carl Orff.
Klauspeter Seibel hefur verið tíð-
ur gestur Sinfóníuhljómsveitar-
innar, m.a. er minnisstæður
flutningur á óperunni „Hol-
lendingurinn fljúgandi", sem
hann stjórnaði sl. vetur. Ein-
söngvarar í Carmina Burana eru
Sigríður Gröndal, sópran, en hún
var fulltrúi Islands á Singer of the
World samkeppninni i Cardiff
1983 og stundar nú framhalds-
nám í Hollandi, Júlíus Vífíll Ing-
varsson, tenór, og Kristinn Sig-
mundsson, bariton, sem báðir
eru landskunnir fyrir söng sinn,
bæði á óperusviði og sjálfstæðum
tónleikum. Kórhlutverkið er flutt
af Kór Islensku óperunnar, sem
vakti mikla hrifningu í flutningi á
Requim eftir Verdi fyrr í vetur.
Kórstjóri er sá sami og þá, Peter
Locke frá Bretlandi. Einnig tekur
þátt í flutningnum barnakór ís-
lensku óperunnar.
Þetta er í þriðja skiptið sem
verk Carl Orffs, Carmina Bu-
rana, er flutt hér á landi. Það var
dr. Robert A. Ottósson sem
frumflutti verkið með Söngsveit-
inni Fílharmoníu í Þjóðleikhús-
inu árið 1960, og síðan var það
flutt undir stjórn Karsten Ander-
sen árið 1975.
Sannur séntilmaður
Philip Jcnkins
Píanótónleikar
Verk eftir Bach-Busoni, Liszt, Haf-
liða Hallgrímsson, Schuman.
Norræna húsinu, 14. febrúar (endur-
teknir í Hafnarfjarðarkirkju 15. og í
Hlégarði 16.).
Undanfarið hafa verið miklir
píanódagar í Reykjavík og ná-
grenni. Halldór okkar Haralds-
son reið á vaðið í janúar með
heljarmikið virtúósprógramm
hjá Tónlistarfélaginu. Síðan kom
Nancy Weems, bæði á vegum
Sinfóníunnar og Tónlistarfélags-
ins og gerði feikna lukku og ekki
má gleyma fjórhentu Schubert-
perlunum, sem hjónin Anna
Málfríður og Martin Berkofsky
hafa verið að leika annað slagið í
Norræna húsinu. Og svo var sj álf-
ur Berkofsky með einleikstón-
leika um daginn í Garðabænum,
svo allt ætlaði um koll að keyra.
Nú síðast, á föstudaginn var,
kom Philip Jenkins frá London,
til að leika skondið prógramm í
Norræna húsinu, og hann mun
reyndar hafa endurtekið það fyrir
Hafnfirðinga og Mosfellinga dag-
ana á eftir.
Þetta hófst með einskonar
„fantasíuvaríasjónum" um fiðlu
Chacconnuna Bachs, eftir italó-
þýska Liszterfingjann Ferruccio
Busoni. Jenkins hafði greinilega
gaman af að spila þær, og ég held
að flestir viðstaddir hafi sam-
glaðst honum, því hann hefur
bæði vald og vilja í svonalagað.
En mikið finnst mér nú samt
gamla lagið, fyrir sólófiðluna, fal-
legra. En svona ævintýri eru
alltaf áhugaverð og sniðug. Á því
er enginn vafi.
Svo kom Liszt. Fyrst nokkur
ljúflýrísk stykki - La Lugubre
Gondole II og Vier Kleine Klavi-
erstúcke, sem ég fann ekki í púðr-
ið, þrátt fyrir að þau séu geðsleg-
asta salonmúsík. Einhvernveginn
var leikur Jenkins líka einum of
varfærinn, yfirvegunin augljósari
en manni finnst tilheyra músík af
þessu tagi - (og reyndar flestri
músík, ef út í það er farið). En
þarna voru þó allar nótur á sínum
stað, kurteisar og klárar. Síðan
kom Mefistovalsinn nr. 1. Þessi
eini og sanni (eða hvað?). Þar bar
ekki á öðru en að Jenkins sé pían-
isti í stórum stíl. Tæknin er örugg,
og skynsamleg uppbygging í
besta lagi. En það vantaði vissu-
lega í þetta „djöfulskapinn,“ sem
nafnið bendir svo eindregið til að
eigi að fylgja með í kaupunum.
Það var fróðlegt að heyra aftur
sömu Schumannsónötuna (g
moll, op. 22) og Berkofsky lék
um daginn. Jenkins hélt sér fylli-
lega innan þeirra klassísku „tak-
markana," sem Schumann hefur
kannski þó verið að reyna að
brjóta af sér í þessu verki (og öðr-
um). En þetta var ákaflega stíl-
hrein spilamennska, laus við öfg-
ar og byltingarstemmningu...
afar áheyrileg og elskuleg.
Ekki var nú meiningin að
gleyma íslenska verkinu á pró-
gramminu sem skotið var á milli:
„fjórum íslenskum þjóðlögum,“
eftir Hafliða Hallgrímsson, ný-
bakaðan verðlaunahafa Norður-
landaráðs. Þetta eru einskonar
„hugleiðingar" um íslensk
kvæðalög, og minna á nokkra
ágæta þjóðlega kompónista úr
miðevrópu milli stríða... Ekki
bara Bartók og Kodály þá ung-
versku, heldur ekki síður grikkj-
an Skalkottas, og er þar ekíci
leiðum að líkjast. Og Jenkins lék
þetta einsog sannur sjentilmað-
ur, með talsverðri „íróníu“ undir
borðinu. En nú væri gaman að
heyra eitthvað annað en píanó á
næstunni. LÞ
Mlðvlkudagur 19. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9