Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 13
Helgi Þorgils Friðjónsson: Gærdagurinn og morgundagurinn, blýantur 1985.
brjóta ýmis viðurkennd lögmál til
að nálgast þennan kjarna. Við
getum átt það til að fórna
heildinni fyrir eitthvert ákveðið
lítilræði sem okkur finnst skipta
máli. Þannig geta verk okkar
virst ijót, eða jafnvel klunnaleg
við fyrstu sýn. En hfíi þau yfir
þeim ákveðnu eiginleikum sem
við leitum að og finnum í ákveð-
inni línu, lit eða formi, teljum við
það skipta meira máli en einhver
fögur heildaráhrif".
„En e.t.v. er það slíkur kjarni
sem gefur listaverkinu gildi og
jafnvel enn sterkari heildará-
hrif“, bætir Helgi við og undir-
strikar orð sín með tvíræðu brosi.
Brœður okkar
frá Sviss
- Pelta minnir mig á það sem
Christos Joachimides segir um
þýska og þýskœttaða list. Hann
heldur því fram að Þjóðverjarnir
leiti að einhverjum duldum kjarna
í listinni, fremur en augljósri og
ákveðinni fegurð.
„Það má segja að norrænt mál-
verk, germanskt, eða hvað sem
við viljum kalla það, sé einmitt
þessum eiginleikum gætt. Það er
ekki eins fínt og elegant eins og
ítalskt, eða franskt málverk.
Stundum virkar það jafnvel
klossað og barnalegt, líkt og lista-
mennirnir ráði ekki alls kostar
við tæknileg vandamál. En það
má segja að það sé að sama skapi
dýpra og tilfinningaríkara og
þ.a.l. sannara en margt afþvísem
suðrænir málarar gera.“
- En fremur en þýskt málverk,
þá hafið þið stúderað svissneska
list og hafið myndað sambönd við
marga svissneska málara. Hefur
svissneskt málverk haft áhrif á
ykkur?
„Já, það er hægt að segja að við
höfum allir fundið andlega
bræður í ákveðnum svissneskum
listamönnum," segir Helgi. „Það
er einhvern veginn þannig að
okkur finnst töluverður skyld-
leiki milli svissneskra og íslenskra
listamanna. Enda er það svo að
þegar maður gengur um götur
Ziirich-borgar finnst manni sem
maður geti verið staddur á miðj-
um Laugaveginum. Þessa tilfinn-
ingu finnur maður hvorki í París,
Amsterdam né Berlín“.
- Er það kannski smáþjóða-
skyldleikinn?
„Það má vera. Alla vega er tími
til kominn að sýna hvað í smá-
þjóðunum býr. ísland og Sviss
hafa upp á ýmislegt að bjóða sem
er spennandi og frábrugðið því
sem gerist í list annarra þjóða.
Að vísu verður það ekki dregið
fram með einangrunarstefnu, en
það má heldur ekki gleypa við
öllu sem stórþjóðirnar hafa fram
að færa. Við íslendingar verðum
að sýna sjálfstæði í list okkar urn
leið og við sækjum þekkingu til
annarra landa".
Stílbrigði
og efniviður
- Hvað getið þið sagt mér um
stíleinkenni í verkum ykkar?
„Ég er nú víst sá í hópnum sem
ekki hef neinn áberandi stíl,“
segir Kristinn. „Ég hef heldur
ekki leitað eftir ákveðnum stíl-
einkennum, eða ákveðnum vinn-
ubrögðum. Stundum vinn ég
myndir mínar í einum rykk. Þá
vinn ég um tuttugu myndir sarnan
og nota stundum sömu litina í
þeim öllum. Þetta eru nokkurs
konar seríur eða syrpur. En svo
get ég verið með mynd í takinu í
lengri tíma, allt eftir atvikum“.
- Þú notar einnig forgengileg
efni á stundum, húsamálningu og
annað þess háttar.
„Já, ég tel hollt að myndlistar-
menn fáist við alls konar efni, fín
og jafnt sem forgengileg. Annars
get ég sagt þér að það lak inn hjá
mér, þannig að tvö málverk
gegnblotnuðu. Það sem unnið
var með dýrum litum, olíulitum,
eyðilagðist gjörsamlega. Hitt
verkið sem gert var með húsa-
málningu vatnslakki, hratt ein-
faldlega vatninu af sér og var jafn
gott sem áður“.
- Hvað með ykkur hina?
„Ég held að allir geti þekkt
myndirnar mínar, frá hvaða tíma-
bili sem er“, segir Helgi. „Ég býst
við að það megi kalla það ákveð-
inn stíl, þótt hann komi ósjálfrátt
án þess ég reyni að leita hann
uppi. Ég nota viðurkennda liti og
striga, en tek undir það sem
Kiddi segir að öll efni eru gjald-
geng og mesta firra að velja
myndir eftir því með hvaða efn-
um þær eru gerðar. Það hlýtur að
skipta mestu máli hvert innihald-
ið er, ekki umgjörðin".
„Ég held að það skipti nokkru
máli að menn prófi allt,“ bætir
Daði við. „Ef menn eru einungis í
ódýrum og lélegum efnum geta
þeir orðið kærulausir um eigin
verk. Ef þeir nota dýr efni, verða
þeir hins vegar hræddir og tauga-
veiklaðir og þora ekki að tjá sig
frjálslega. Það þarf að rata hinn
gullna meðalveg í þessu sem
öðru. Með því að prófa allt, finna
menn hvað hentar þeim best. En
hvað mín verk áhrærir, þá hef ég
mjög sterk stíleinkenni eins og
sjá má. En ég tek undir með
Helga, að sá stíll hefur fremur
sprottið fram ósjálfrátt. A.m.k.
hef ég ekki reynt að hafa meðvit-
uð áhrif á minn eigin tjáningar-
máta“.
Að loknu þessu spjalli kveð ég
þremenningana, sem galvaskir
halda áfram að hengja upp mynd-
ir sínar.
Sunnudagur 6. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Þegar
kaupið
E
V/SA
er
lágt
Opið daglega frá kl. 10-18
á föstudögum frá kl. 10-19,
á laugardögum frá kl. 10-16,
á sunnudögum frá kl. 14-18.
Þá hljóta menn að horfa í hverja krónu
og reyna að fá sem mest fyrir aurana.
Allir þurfa að klæðast fötum.
Hjá Ómari og félögum kostaði al-
klæðnaður á sjónvarpsfólkið 14 og 20
þúsund.
Hjá okkur kosta t.d. gallabuxur 990.-
kr.
Þú færð peysu frá 450,- kr. og annað
eftir því. Gallinn kostar því mun
minna.
Það tekst engum vel upp með sparnaðinn,
nema hann beri saman verð og gæði.
íslensk framleiðsia og milliliðalaus innflutningur
beint frá verksmiðjum.
FATALAGEBINN
Smiðjuvegi 4,
C-götuhorni Skemmuvegs.
Si'mi 79494.
VORUM AÐ FÁ
svefnpoka og bakpoka í miklu úrvali
Svefnpokar frá
kr. 1.480 til
kr. 3.985
-15° til +
Verð kr.
2.400