Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 13
Anna Kristín Kristjánsdóttirsem Kerl- ing tvö með eina sálina í höndunum. Hugleikur Látum áhugablæinn njóta sín Áhugaleikhúsið Hugleikur frumsýnir Sálirjónanna Áhugaleikfélagið Hugleikur frumsýndi í gær nýtt íslenskt ieikrit, Sálir Jónanna, á Galdra- loftinu, Hafnarstræti 9, og er þetta þriðja verkefni hópsins. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Hugleikur vakti athygli í vetur með Skugga-Björgu, sem var ný leikgerð af Skugga-Sveini Matt- híasar, og Þjóðviljinn spurði Ing- ibjörgu Hjartardóttur, einn þrig- gja höfunda, hvort hér væri á sama hátt ný leikgerð af Gullna hliðinu - en svo er ekki. Þær Ingi- björg, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir byggja þó á sömu þjóðsögunni og Davíð Stefánsson, sögunni um sálina hans Jóns rníns, en nú eru Jón- arnir orðnir fjórir, og fjórfjöld ferð með sálirnar til fyrirheitna landsins. Leikurinn gerist í ís- lenskri fortíð „en við og við detta þó dropar úr nútímanum niðrí Ieikinn" segir Ingibjörg: „Og þetta er harmleikur, það kemst ekki nema ein sál á réttan leiðar- enda“. Leikarar í Sálunum eru 16, og hópurinn sem stendur að Hugleik eru á öllum aldri, úr öllum stétt- um, reyndar óvenju mikið af eldra fólki miðað við önnur á- hugaleikhús, „þannig að við þurf- um ekki að leika uppfyrir okk- ur“. En hvernig gengur áhuga- mönnum í miðbæ Reykjavíkur þar sem atvinnumenn ráða ríkj- um í gamalgrónum leikhúsum og ýmsum hliðarhópum? - Við erum að gera tilraun, segir Ingibjörg, - við vitum að ef áhugaleikhús á að geta unnið sér sess innanum atvinnumennina verður það að vera öðruvísi, - vera áhugaleikhús þarsem áhuga- blærinn er látinn njóta sín, fersk- leikinn og leikgleðin, - og það verður að bjóða fram annað efni en atvinnuleikhúsin. Þetta er sér- staða okkar hér í bænum miðað við hópa á landsbyggðinni, okkur dettur ekki í hug að setja upp verk sem við vitum að atvinnu- leikhúsin geta gert miklu betur. - Þessi tilraun hefur hingað til gengið vel, - við sýndum Skugga- Björgu tíu sinnum í vetur, en við erum ekki síður að þessu okkar sjálfra vegna, til þess að hafa þennan vettvang: virkja leik- áhugann ekki bara sem njótend- ur heldur líka sem þátttakendur. -m MENNING / fótspor Monets Nína Gautadóttir á gangi Kjarvalsstaða Nína Gautadóttir sýnir um þessar mundir rúmlega 40 mál- verk á eystri gangi Kjarvalsstaða. Þetta er að ég held fyrsta mál- verkasýning Nínu hér á landi, en hún hefur oft sýnt vefnaðar- myndir og er þekkt fyrir volduga hnýtingu og grófgerða áferð í teppum sínum. Hvað það er sem fær Nínu til að söðla um og taka upp pensil og liti er mér ekki fullkunnugt, en vera má að dvöl hennar í Mið-Afríku, fyrst Niger og síðan Kamerún, eigi einhvern þátt í kúvending- unni. Víst er að teppi Nínu voru yfirleitt laus við litaspil, en mál- verk hennar nú eru dæmigerðar Iitasinfóníur í ljóðrænum abstraktstíl. Tengslin við vefmyndirnar eru samt sem áður áberandi. Nína vefur bókstaflega litinn á strigann og smyr þykkt blæbrigðaríkum litasamsetningum á flötinn af miklu öryggi og hrífandi krafti. Hver litur er lagður yfir annan og kroppar Nína gjarnan í yfirborð- ið til að draga fram undirtóna og enn flóknari litbrigði. Útkoman er stundum impressionísk, en stundum expressionísk, allt eftir því hver heildaráhrifin verða og litaval. Nína samsamar sigaðnáttúr- unni, enda heita flestar mynd- irnar í höfuðið á skepnum þeim sem ráða ríkjum. í sumum mynd- unum virðist fyrirmyndin vera ís- lensk náttúra, en í öðrum eru á- hrif Afríku sterkari. Þá er hinn impressioníski þáttur ótvíræður í fjölmörgum myndum sem gerðar eru í anda Monets, einkum vatnaliljumynda hans. Þessar myndir eru eins konar virðingar- vottur (hommage) og draga mjög dám af hinum risastóru vatna- liljusyrpum Monets í kjallara Appelsínugeymslunnar (l’Or- angerie) gegn Impressionista- safninu í París. Myndir Nínu skortir þó alla dýpt og íhygli sem einkenna svo mjög svanasöng Monets, enda eru þær ekki sprottnar milliliða- laust af athugun náttúrunnar. En þær eru skemmtilegar tilvitnanir, byggðar á fölskvalausri aðdáun á meistara blæbrigðanna og sem slíkar koma þær sýningargestum á sporið varðandi inntakið í sýn- ingunni. Það er nefnilega eilífð- arvandamál myndlistarinnar hvernig túlka beri stöðuga grósku sjálfrar náttúrunnar; framvind- una sem nemur hvergi staðar svo listamaðurinn fái tækifæri til að átta sig á henni. Nína virðist hafa áttað sig á kjarnanum í Monet og endimörk- um impressionismans. Hún skilur það sem máli skiptir varð- andi listamanninn; nefnilega það að Monet var alltaf að túlka hina hegelísku díalektík eins og hún birtist í náttúrunni. Fyrir vikið varð hann að fórna myndefninu, þrengja sjónarhorn sitt og blása út þá smáveröld sem hann beindi kröftum sínum að. Og Nína dregur sínar ályktanir af meistaranum og brúkar til að ná ásýnd hreyfiafls náttúrunnar. í bestu verkunum tekst henni vel til og maður finnur fyrir vatni og vindum sem næða um fjöll og dali. En stundum er eins og litirn- ir fari úr böndum og þá falla töfr- arnir. Þrátt fyrir það er heildin góð og hressileg og þar með hefur Nínu tekist enn einu sinni að koma okkur á óvart. Fíflafleytan Sjónvarpsmynd um Louisu Matthíasdóttur Ekki kunni ég að meta það fyrirtæki sem birtist mér á skján- um á miðvikudaginn undir heitinu „Kvöldstund með Louisu Matthíasdóttur". Ég er heldur ekki í vafa um að það voru fleiri sem létu sér fátt um finnast. Eða hvers vegna halda menn að lista- konan sjálf hafi setið hnarreist og tignarleg frammi fyrir sjónvarps- vélunum án þess að mæla orð af vörum? Ég lái henni ekki að hún skyldi kjósa þögnina fremur en ýta undir þau loddarabrögð sem höfð voru í frammi til að lyfta henni á stall, helst að láta hana fljúga upp til himna eins og heilaga Teresu forðum. Louisa virðist vera vönduð manneskja og sem lista- maður er hún varkár og hlédræg. Hún á því betra skilið en þennan dilettantaflokk sem gerði enda- lausar tilraunir til að bjaga og brengla sannleikann um list hennar. Sjálf veit hún bersýni- lega hvar hún stendur og þ.a.l. þarf hún enga munnræpu sem meðmæli með verkum sínum. Að vísu undanskil ég kollega minn Aðalstein Ingólfsson. Hann sagði fátt og ekkert áberandi heimskulegt, enda var ekki miklu púðri eytt í hann. Ef til vill hefur hann eícki þótt nógu Ieiðitamur. Eins fyrirgef ég Matthíasi Jo- hannessen þennan endalausa spuna sem tók lungann úr mynd- inni. Þótt allt hans bróderí segði manni hreint ekki neitt, sannaði það eitt að Matthías er drengur góður og frændrækinn. Hann vildi m.ö.o. ekki liggja á liði sínu til að gera veg uppáhaldsfrænku sinnar sem mestan. Hins vegar ollu Ameríkukan- arnir mér verulegum vonbrigð- um. En hér sannast e.t.v. það sem mér hefur oft verið sagt; að svo langt gangi Bandaríkjamenn í kurteisi sinni að stundum leggi þeir gáfnafar sitt að veði fyrir 10. maí ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 hana. A.m.k. var ekki mikið að græða á orðsnilli Hiltons Kram- ers, þótt hann reyndi mikið til að staðsetja Louisu einhvers staðar hinum listræna Ólympstindi. Steininn tók úr þegar á skján- um birtist maður sem ég man ekki hvað hét, en virtist vera for- stjóri einhverrar stofnunar sem ég kann ekki að nefna. í æði minnti hann sterklega á hinu frægu teikningu Picassos af vit- firringnum og í orði á mann sem hefur misst alla stjórn á tungunni. Saga hans um það hvernig hann hafði alltaf langað til að standa í sporum Geirþrúðar Stein („Oh, gee, if only I’d been in Paris in the ol’ days“), hefði getað verið hjartnæm ef hún hefði verið smekklegri. En bæði erað Louisa er ekki Picasso og hitt að þótt aumingjans maðurinn hefði látið framkvæma á sér kynskipti og hnúðla sér í tímavél aftur til Par- ísar aldamótanna, hefði hann aldrei getað uppgötvað nokkurn skapaðan hlut. Það sem á eftir fór var slíkur vaðall að við lá að mann flökraði. Fyrir manninum virtist ekkert í sýningarsölum New York-borgar fimmeyringsvirði, utan Louisa og maður hennar Leland Bell. Við hliðina á þeim var Wilhelm de Kooning, einn mikilhæfasti lista- Lovísa Matthíasdóttir. maður eftirstríðsáranna, einskis nýt tískubóla. Hafi farið um Lou- isu, þennan fyrrverandi nemanda meistara Hoffmanns, kollega de Koonings, þá hlýtur það að hafa verið að loknu þessu endemis- bulli. Enda herpti listakonan saman varirnar og pírði augun í þögulli reisn sinni. Samt var sem maður gæti lesið hugsanir henn- ar: „Á hvers lags fíflafleytu er ég eiginlega lent?“ HBR Enn af II Trovatore og mannvali f óperunni Atvikin vildu svo vera láta, að hólfvolgur óperuvinur úr nokkr- um fjarska slæddist fyrir hönd blaðsins inn á sýningu á II Trovat- ore, sem hefur unnið sér hið besta lof eins og blaðalesendur vita. Beint tilefni var það, að sl. mið- vikudagskvöld voru þær söng- konur báðar fjarri sviði, sem ver- ið hafa aðaltúlkendur tveggja mikilla kvenhlutverka, þeirra Leonóru sem elskar mikið og síg- aunakonunnar Azucenu, sem bæði elskar og hatar. Það skal tekið fram, að undir- ritaður hefur ekki heyrt þær Ólöf Kolbrúnu Harðardóttur og Sig- ríði Ellu Magnúsdóttur fara með þessi hlutverk tvö. Hann þarf því ekki að velkjast í samanburðar- vanda. Elísabet F Eiríksdóttir gerði margt einkar fallega í hlutverki Leónóru, en skorti þó framan af öryggi, á þeirri sýningu sem hér er um getið að minnsta kosti, eitthvað vantaði stundum á styrk og fylgni, ekki síst þegar staðið er í ýmsum stórræðum á sviðinu. En í seinni hlutanum hafði Elísabet mjög sótt í sig veðrið og fór með góðan sigur í túlkun sinni á von og angist og ást Leónóru í þeim fræga fjórða þætti, sem mér hefur jafnan fundist einhver besta málsvörn fyrir óperulist og gott að vitna til hvenær sem illgjarnir menn hafa upp sitt svartagalls- raus. Hrönn Hafliðadóttir söng hlut- verk sígaunakonunnar og er þar skemmst frá að segja að hún féll afar vel að tilætlunarsemi um „músíkdrama". Hún var í söng og leik einstaklega vel virk, jafnvíg á þá ógn og skelfingu sem frá segir í upprifjuninni í „Þeir leiddu hana í fjötrum" og angurværa ljóð- rænu í dauðans návist í lokaat- riðinu: „Við munum snúa aftur til fjallanna okkar...“ Þetta áttu ekki að vera annað en nokkrir fátæklegir leikmanns- þankar. Og má sú niðurstaða fylgja, að frammistaða þeirra Hrannar og Elísabetar sé prýði- leg og ánægjuleg staðfesting á furðu styrkri stöðu óperunnar hér og nú, á því að það er veruleg breidd í þeim liðskosti sem hún ræður yfir. -ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.