Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 20
MENNING
Bjartur
í Bergmans-
mynd?
IngmarBergman
gerði
kvikmyndahand-
riteftirSjálfstœðu
fólki Halldórs
Laxness
Eins og sést á myndinni hér
aðofan hittust tveirandans
jöfrar hér í síðustu viku og fór
vel á með þeim. Meðal annars
kom upp úr dúrnum að Ing-
mar Bergman gerði eitt sinn
kvikmyndahandrit uppúr
skáldsögu Halldórs Laxness
um Bjart í Sumarhúsum -
Sjálfstæðufólki. Þvímiður
hefur Bergman sagt að hann
Halldór Laxness og Ingmar Bergman ræöast við á Bessastöðum um daginn.
sé hættur að kvikmynda og
sennilega fáum við ekki að
njóta samspils þessara
tveggja meistara. Að minnsta
kosti ekki í leikstjórn Ingmars
Bergman.
Þetta kemur fram meðal ann-
ars í viðtali við Hrafn Gunnlaugs-
son í laugardagsblaðinu, þar sem
Hrafn er spurður útí nýliðna
Listahátíð og þá gagnrýni sem
fram hefur komið varðandi hana.
Hrafn segir hana hafa tekist vel
frá listrænu sjónarmiði og að allar
líkur bendi til þess að hún geri
það einnig fjárhagslega. Hann
viðurkennir að ýmis mistök í
framkvæmd hafi átt sér stað og
um klúbb Listahátíðar segir
Lúðrar
Lúðrablástur
á Austurvelli
Stórtónleikar í
Laugardalshöll í
dag
Landsmót lúðrasveita hófst í
gær með miklum blæstri um
alla Reykjavíkurborg, þarsem
mótið er haldið að þessu
sinni. Þettaer 12. landsmót
lúðrasveita, en það fyrsta var
einmitt haldið í Reykjavík árið
1955.
Lúðrasveitirnar byrjuðu að
láta til sín taka síðdegis í gær,
léku þá meðal annars saman á
Austurvelli, og í gærkvöldi var
mótið sett í Langholtskirkju. Þar
lék lúðrasveit mynduð úr öllum
lúðrasveitum S.Í.L.
í dag kl. 14.00 verða haldnir
tónleikar í Laugardalshöll. Þar
munu sveitirnar leika hver um
sig, en einnig munu þær leika
saman sem Lúðrasveit íslands.
Það eru Lúðrasveit verkalýðs-
ins og og Lúðrasveitin Svanur
sem bjóða til þessa móts.
—gg
hann: „Saga þessa klúbbs er mikil
harmsaga“ og kennir um „þver-
girðingshætti í dómsmálaráðu-
neytinu“ og því „ótrúlega stein-
aldarkerfi“ sem það þjóni.
Aðspurður um þá gagnrýni að
þessi Listahátíð hafi lagt meira
uppúr umgjörð en innihaldi segir
Hrafn: „Eg lít nú á þetta sem
nöldur. Er ekkert innihald í verk-
um Pablo Picassos, Ingmars
Bergman eða píanóleik Claudio
Arraus? Sumt fólk heldur að for-
sendan fyrir því að vera „meðvit-
uð þjóðfélagsvera" sé að setja sig
aldrei úr færi að nöldra.“
Sjá bls. 7
EUX-LÍFGARVÉUNAVH)
Vélsmiðja
Laufbrekku 2, 200 Kóp. S-641745.
Falleg hús eiga skilið það besta
Það skal vanda sem lengi skal standa
Smíðum handrið á svalir og stiga. Einnig færibönd, rækjudælur, fisk-
þvottakör, hillurekka og borð á hjólum úr ryðfríu stáli og einnig margt fl.
Það er opið hjá okkur mánud.-föstudags frá 8-12 og 13-17.