Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348.
Hplgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Þriðjudagur 30. desember 1986 296. tölublað 51. árgangur
SPJALDHAGI
allar upplýsingar
á einum staö
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
wmmðfp
Skipbrotsmönnum af Suðurlandi var vel fagnað af ættingjum og vinum við komuna til landsins á laugardaginn. Mynd E.ÓI.
Suðurlandsslysið
Orsakir ókunnar
Fimm skipverjar komust lífs af.  Sex létust. Sjópróffarafram 5. janúar
|j að er ákaflega erfítt að gera
w sér grein fyrir því hvers vegna
skipið sökk, en það er hugsanlegt
að sjór hafi komist í framskipið,
sagði Guðjón Ármann Einarsson
rekstrarstjóri Nesskips, sem átti
flutningaskipið Suðurland, í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
Sex skipverja á Suðurlandinu
létust þegar skipið sökk í hafinu
milli Islands og Noregs á jóla-
dagsnótt, en fimm komust lífs af.
Engin vissa hefur fengist fyrir
orsökum slyssins. Ýmsar getgát-
ur hafa komið fram, en sjópróf
fara fram mánudaginn 5. janúar
næst komandi.
Suðurland fékk á sig brotsjó í
vonskuveðri, þar sem það var á
leið til Murmansk í Sovétríkjun-
um með saltsíld. Mikil slagsíða
komst á skipið og að stuttum tíma
liðnum sökk það. Skipverjar
tóku þá eftir að skipið lá mjög
djúpt að framan og styrkir það þá
skoðun manna að sjór hafi kom-
ist í framskipið.
Átta skipverjar komust í björg-
unarbáta, en þrír þeirra létust í
bátunum. Hinir fimm höfðust við
í björgunarbát á elleftu klukku-
stund við erfiðar aðstæður, þar til
þyrla frá danska varðskipinu
Vædderen kom þeim til bjargar.
Mennirnir sem létust voru Haf-
steinn  Böðvarsson  matsveinn,
Hlöðver Einarsson yfirvélstjóri,
Sigurður Ölvir Bragason háseti,
Sigurður Sigurjónsson skipstjóri,
Sigurður L. Þorgeirsson 2. stýri-
maður og Svanur Rögnvaldsson
bátsmaður.
Þeir sem komust af voru Jón
Snæbjörnsson 1. stýrimaður,
Halldór Gunnarsson 1. vélstjóri,
Kristinn Harðarson háseti, Júlíus
Guðnason háseti og Anton Sig-
þórsson viðgerðarmaður í vél.gg
Syneta
Allir
skipverjar
létust
Ekki vitað hvað olli
slysinu
Sjópróf sem haldin voru á Eski-
firði í gær vegna sjóslyssins
við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarð-
ar á jóladag urðu í fáu til þess að
útskýra orsakir slyssins.
Enska tankskipið Syneta
strandaði og sökk við Skrúð
skömmu fyrir miðnætti á jóladag
með þeim afleiðingum að allir
skipverjar, sem voru tólf að tölu,
létust. Björgunarsvfeitir voru
kallaðar út og voru komnar á
staðinn skömmu eftir miðnætti.
Fyrsta líkið fannst á þriðja tíman-
um um nóttina, en síðan hvert af
öðru, utan lík þriggja manna.
Syneta var á leið til Eskifjarðar
til að sækja lýsi. Skipið var 1,260
tonn að stærð, enskt, en skráð í
Gíbraltar.
í sjóprófum kom fram að þegar
skipverjar sendu fyrst út
neyðarkall, töldu þeir sig strand-
aða við Seley. Auk þess sem skip-
verjar voru illa klæddir, munu
björgunarvesti hafa verið þannig
á þeim að þeir höfðu höfuðið í
kafi. Einn skipverja var með lífs-
marki þegar hann fannst, en
maðurinn var meðvitundarlaus
og reyndust lífgunartilraunir ár-
angurslausar.
-gg
Sveitarfélögin
Aforma hækkun útsvars
Sveitarstjórnarmenn taka áskorunforseta ASÍum lœkkun útsvars illa.
Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Garðabœr stefna að hœkkun
Eg mæli ekki með því að
sveitarféiög lækki útsvarsp-
rósentur sínar. Sveitarfélög víða
út um landið eiga í miklum fjár-
hagskröggum og þrjú þeirra hafa
farið fram á aðstoð ríkisvaldsins
vegna þessara erfíðleika, sagði
Björn Friðfinnsson formaður
Samtaka sveitarfélaga í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Asmundur Stefánsson forseti
ASÍ hefur lýst þeirri skoðun sinni
að sveitarfélög eigi að lækka út-
svarsprósentu í kjölfar minni
verðbólgu, en sveitarstjórnar-
menn hafa tekið þeirri hugmynd
ílla. Raunar stefna a.m.k. þrjú
sveitarfélög, Garðabær, Hafnar-
fjörður og Seltjarnarnes, að því
að hækka þetta hlutfall, en önnur
virðast ætla að halda í horfinu.
í Garðabæ var útsvarið á þessu
ári 9,8%, en áformað er að
hækka það í 10,2%. Miklar líkur
eru til þess að Hafnarfjarðarbær
hækki útsvar sitt úr 9,9% í
10,2%. Á Seltjarnarnesi er ráð-
gert að útsvarið hækki úr 9,6% í
10%.
í Reykjavfk, Kópavogi, á Ak-
Snoiri Hjartarson látinn
Snorri Hjartarson, skáld, er
látinn. Hann lést á Borgarspít-
alanum laugardaginn 27. des-
ember, áttræður að aldri.
Snorri Hjartarson fæddist 22.
apríl 1906 að Hvanneyri í Borgar-
firði. Hann fór til Kaupmanna-
hafnar árið 1930 í listnám og það-
an til Osló ári seinna. Fyrsta
skáldverk Snorra var skáldsagan
Höit flyver ravnen, sem hann
skrifaði á norsku og kom út í Osíó
árið 1934. Vakti sú skáldsaga
töluverða athygli í Noregi á sín-
um tíma, en hefur ekki verið gef-
in út í íslenskri þýðingu.
Snorri Hjartarson er þekktast-
ur fyrir Ijóðabækur sínar og hafa
þær skipað honum á bekk með
bestu ljóðskáldum íslenskrar
tungu. Ljóðabækurhanserufjór-
ar að tölu, Kvæði, sem kom út
árið 1944 og var endurútgefin
1960, aukin og bætt. Á Gnita-
heiði 1952, Lauf og stjörnur 1966
og Hauströkkrið yfir mér 1979.
Snorri Hjartarson hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1981 fyrir ljóðabókina
Hauströkkrið yfir mér.
Snorri var bókavörður á Borg-
arbókasafninu frá 1939-1943 en
þá varð hann yfirbókavörður og
gegndi því starfi til 1966. Hann
var í stjórn Rithöfundafélags ís-
lands 1945-1950. Hann var forseti
Bandalags íslenskra listamanna
1957-1959.
Snorri sótti yrkisefni sitt í nátt-
úru íslands, sögu og þjóðlíf. Ein-
læg og lágvær rödd hans, þar sem
engu orði er ofaukið, mun lifa
með þjóðinni. Snorri var svarinn
andstæðingur hernámsins og tals-
maður þeirra sem minna máttu
sfn í þjóðfélaginu. Hann greip
ekki til stóru orðanna en þess
þyngra vógu orð hans.
-Sáf
ureyri, á Akranesi, ísafirði og
Neskaupsstað eru líkur á að út-
svarsprósentan haldist óbreytt,
en hún er á þessum stöðum frá
10,2% uppí 10,4%.
Sveitarstjórnarmenn segja
engin rök fyrir lækkun útsvars.
Þeir benda á máli sínu til stuðn-
ings lækkun ýmissa annarra
tekjustofna, m.a. verulegan
niðurskurð á framlagi ríkisins til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þá
er bent á mjög erfiða fjárhags -
stöðu ýmissa sveitarfélaga.
„Aðalatriði þess sem ég hef
sagt er það að sé miðað við
óbreytta útsvarsprósentu aukast
útsvarstekjur sveitarfélaga um
35% á milli áranna 1986 og 1987,
en á meðan er áætlað að tekjur
almennings hækki um 20%. Ut-
svarið hækkar þannig að raun-
virði, sem þýðir að skattheimta
eykst, verði útsvarsprósentan
ekki lækkuð.
Það er hægt að nota það aukna
svigrúm sem skapast hefur vegna
lækkunar verðbólgu til þess að
bæta upp tap liðinna ára, en það
er einnig hægt að nota það til þess
að létta byrðar á almenningi,"
sagði Ásmundur Stefánsson um
þetta.                   -gg
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16