Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 6
„Martin Berkofsky spilar ungverska rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt...“ ... heitir málverkasýning Guðmundar Björgvinssonar sem nú stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða. Hugurinn staldrar við þessa sérkennilegu yfirskrift meðan listamaðurinn stormar inn í salinn á nýjum vaðstígvélum, regnkápan flaksast og úfið hárið líka. Hann glottir gegnum skeggið. Einhver kallaði hann „Jesús á hjólinu”. Ég held ég viti ástœðuna. Kaos og kosmos - Veit Berkofsky af þessu? „Nei, hann hefur ekkert frétt af þessu.“ - Hvaö á þetta að þýða? Ertu að mála músík? „Ég varð fyrir sterkum áhrifum á tónleikum hjá Martin Berkof- sky sem hann hélt 18. febrúar 1985. Hugurinn fór í ferðalag og þessi sýning mín er tilraun til þess að endurspegla það. Tónlistin er kveikjan að því sem þessi sýning snýst um. - Eða ég get sagt að málverkin séu formbreyting á þessari upplifun. Þarna er um að ræða mynd- ræna úrvinnslu af þessari reynslu minni - að hlusta á Berkofsky spila rapsódíu eftir Liszt. Reynslan er liðin en eftir standa myndirnar. Fyrir neðan þær hanga nóturnar að rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt: myndræn skjalfesting tónlistarinnar. En al- veg eins og nóturnar gefa ófull- komna endurspeglun af sjálfu tónverkinu þá eru myndirnar að- eins veikur endurómur af þeirri lífsreynslu sem þær eru sprottnar af. Ég hef undanfarið verið uppt- ekinn af þeim öflum sem skapa og tortíma og ég held að það sjá- ist augijóslega af sýningunni minni. Þarna koma við sögu ýmis tákn: svartur litur, myrkur, hell- ir, brunnur - allt eru þetta hugtök sem tengjast óskapnaði, glund- roða og óvissu. Svarti liturinn einn og sér er í mínum huga ekki eingöngu ígildi tómsins, einfald- lega vegna þess að hann hefur fólgna í sér alla Iiti - henn getur orðið að hverju sem er, umbreyst fyrirvaralaust í blátt eða gult. Á sama hátt er hægt að líta með vel- þóknun á kaosið því það hefur fólgna í sér möguleikana til að geta umbreyst í hvað sem er. í þríröðinni af Franz Liszt er áhorf- andinn á leið inn í myrkviði hug- ans þar sem allt getur gerst. Eftir því sem nær dregur verða allar viðmiðanir afstæðari, öll hlutföll og form skekkjast og við tekur einhver afstrakt furðuveröld. í mínum huga er kaosið ekki bara óreiða, það felst í því lykillinn að jafnvæginu - líkt og í genunum leynist lykillinn að heilli mannveru. Kosmosið er enda- laus viðleitni til að ná jafnvægi sem kannski næst aldrei. Þessi sýning er ferðalag frá kaosi til kosmosar - og í þessu ferðalagi er fólgin áhætta: Við getum aldrei verið viss um hvert förinni er heitið.“ - Þetta hljómar nú allt svolítið háfleygt. „Nú? Það var ekki meiningin." Og Guðmundur kímir gegnum skeggið. - Þú nefnir svarthol. Ertu í aðra röndina að endurspegia svartholið í sjálfum þér? rýnendur vissu naumast hvaðan hann blés. Þarna eru mörg fræg- ustu verk listasögunnar tekin og sett í nýtt samhengi, snúið út úr þeim og þau skrumskæld að geð- þótta listamannsins. Mörgum fannst að þarna hefði verið farið fram á ystu nöf (og jafnvel fram af) og skiptust dómar eftir því í tvö horn.“ - A hvaða róli ertu núna? „Ég hef enga þörf fyrir að festa mig í einhverjum ákveðnum stíl. Ég geri það sem heillar mig mest í hvert sinn. Oft er talað af mikilli virðingu um listamenn sem hafa markað sér ákveðinn persónu- legan stíl - og ég samgleðst þeim sem finna sig á einhverju tiltölu- lega þröngu sviði og eru ánægðir þar. Á hinn bóginn vona ég að þetta komi seint fyrir mig. Ég held nefnilega að of oft verði listamenn þrælar þessa persónu- lega stíls sem er nánast troðið upp á þá. Þetta getur gerst þannig að listamaðurinn fái hól og aðdáun gagnrýnenda og annarra, sem hann tekur mark á, fyrir einhvern tiltekinn stfl. Tilhneigingin verð- ur síðan sú að gera svipaða hluti, að keyra sömu brautina enda- laust. Ég hef málað háraunsæislegar myndir og algerlega óhlutbund- nar myndir, ég sé enga þversögn í því. í þessari sýningu er ég meðal annars að benda í samhengið í ýmsum liststílum, til dæmis reyni ég að draga það fram að aukin nálægð leiðir til afstraktsjónar. Annars á það ekki að skipta neinu máli hvaða leið listamenn kjósa. Hitt finnst mér skipta miklu máli að þeir séu sjálfum sér samkvæmir og hafi nautn af sköpuninni. Þeir eru hvort sem er hlutar af stærri heild, eins konar hryggjarliðir í ógnarlöngum ormi.“ U.S.A. - Hvaða menntun hefurðu hlotið í myndlist? „Eftir menntaskólann fór ég til Bandaríkjanna, til Kalíforníu. Þar var ég í háskóla 1974—1976. Þessi skóli var skilgetið afkvæmi ’68 umrótsins, hann var stofnað- ur 1969 og sótti allt sitt til menn- ingarstrauma þessara ára. Hann hét Johnston College og var hluti af University of Redlands. Mér skilst að það sé núna búið að leggja hann niður. Þarna kenndi m.a. Frakki sem hafði verið fangelsaður í stúd- entaóeirðunum í París og hafði frá ýmsu að segja. Þarna var frelsið dýrkað og sjálfstæð hugs- un sett í öndvegi. Það voru gerðar tilraunir með þessa heilögu kú sem nefnd er iýðræði: Stúdentar höfðu t.d. jafnan atkvæðisrétt í stjórn skólans á við kennara. Hugsjónir voru gerðar að veru- leika og afleiðingarnar eftir því, „Vissulega. En svarti liturinn er ekki endilega neikvæður, hann þarf ekki að tengjast þunglyndi eða drunga. OU listsköpun sprettur úr einhvers konar svart- holi. Sköpun myndar og sköpun heims er fyrir mér mjög sambæri- legt ferli, þarna er um að ræða mýtu sem er kunnug öllum mönnum á öllum tímum. Þetta er ekkert sem ég er að finna upp (- því miður!) heldur eitthvað sem ég hef sterka tilfinningu fyrir.“ Myndbreytingar Það er liðinn meira en áratugur síðan Guðmundur hélt sína fyrstu einkasýningu, þá nýkominn úr námi frá Bandaríkjunum. Á þessum tíma hafði hann þá þegar markað sér persónulegan stfl með mjúkum og draumkenndum mjúkum og draumkenndum krít- hvítum og raunsæislegum. Skömmu eftir 1980 söðlaði Guð- mundur um og sýndi myndir byggðar á blandaðir tækni. Þetta eru fremur litlar myndir í öllum regnbogans litum með áherslu á rautt ogsvart. Mótívin eru hálflíf- ræn: einstakir líkamshlutar í tor- kennilegu landslagi. Mjúkar lín- ur hafa hér horfið fyrir ögrandi krafti, beinum strikum og öfga- kenndri birtu. Árið 1983 hélt Guðmundur síðan sýningu í ey- stri sal Kjarvalsstaða og nefndi hana „Rennt í gegnum Iistasögu- na“. Aftur hafði hann haft ham- skipti, nú var málverkið í önd- vegi. Þarna var rótgrónum við- horfum ógnað og gikkfastir gagn- Guðmundur að vinna við Þórslíkneski við höggmyndadeild Redlandsháskóla. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 10. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.