Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 23
D/tGlj_RMÁL HEIMIR PÉTURSSON Ur kirkju í rokkið Fyrir um það bil tveimur árum síðan, veitti ég athygli hljómsveit fyrir alveg nýja tegund af heiðar- legu og afslöppuðu rokki. „Ra- intown“ hét fyrsta plata hljóm- sveitarinnar og hún setti Ricky Ross, söngvara og lagasmið Dec- on Blue, á sérstaka hillu í tónlist- ardeild heilans. Ricky Ross er 31 árs gamall, fyrrverandi forstöðumaður ung- lingaheimilis og barnakennari frá borginni Dundee. Hann var alinn upp af strangtrúuðum foreldrum í trúarsöfnuði sem kallast „The Christian Brethren church". Fjölskyldan fór daglega til kirkju og gerði sér glaðan dag með því að fara fjórum sinnum á sunnu- dögum. Ross fjarlægðist hins vegar fjölskylduna í trúrækni og tók upp á þeirri synd, ásamt systur sinni, að hlusta á rokktónlist. Fyrsta platan sem kom inn á heimilið á eftir plötum The Beat- les, var lítil plata með Hendrix sem hafði að geyma lagið „Elect- ric Ladyland“. Það lag hafði var- anleg áhrif á Ross, að eigin sögn. Sömuleiðis „Abbey Road“ plata bítlanna. Tónlistin sem Ross semur er sérkennileg blanda ofangreindr- ar tónlistar. Hann hóf feril sinn sem tónlistarmaður um eða upp úr 1980, með hljómsveit sem hét Woza, og þá sem hljómborðs- leikari. Þá þegar hafði hann sam- ið mörg laganna sem seinna fóru á „Raintown“. Woza var ekki langlíf og Ross þvældist um á eigin vegum og fékk samning hjá útgefanda. í samningnum fólst að Ross spilaði með hljómsveit. Árið 1984 setti hann saman grúppu sem tók stöðugt breyting- um, en endaði að lokum sem Decon Blue. Nafnið er ekki komið til vegna lags Steely Dan, „Decon Blues“. Heldur segist kappinn hafa feng- ið nafnið eins og þrumu í höfuð- ið, þegar hann gekk eitt kvöld niður Tottenham Court Road í London. Honum er hins vegar al- veg sama þó nafnið minni á Ste- ely Dan, segir þá grúppu engin áhrif hafa haft á sig sem tónlistar- mann. Jæja, hvað um það. Decon Blue hefur sent frá sér aðra breiðskífu sína, „When the World Knows Your Name“. Við fyrstu kynni fannst mér þessi plata lausari í reipunum en „Ra- intown". Takturinn er hressari, rokkaðri og umfjöllunarefni text- anna léttara. Og fyrst í stað hélt ég að Decon Blue hefði gefið út verri plötu en „Raintown". Síðan heyrði ég að svo var ekki, Decon Blue hafði gefið út aðra plötu en áður. Þannig á það líka að vera. „When the World Knows Your Name“ inniheldur lög sem ættu auðveldlega að geta orðið vinsæl hjá víðum hópi. Til að nefna ein- hver má telja fram: „Fergus Sings the Blues“, „Queen of the New Year“ og „Real Gone Kid“. Þetta eru allt góð lög og sérstök. Það sem einkennir Decon Blue fyrst og fremst er vandaður hljóð- færaleikur, framinn af einstak- lega samhentri hljómsveit. Ross verður einnig að teljast lagasmið- ur vel yfir meðallagi. Lög hans eru melódísk, með þægilegri dýpt. Það er auðvelt að dragast inn í þau. Decon Blue virkar mjög vel á tónleikum og gerir tónleikagesti glaða í andlitinu, þannig að hópurinn lítur út eins og jólakókauglýsing. Decon Blue, með Ross við stýrið, sitja á fremri bekkjum rokksins í dag og eiga væntanlega eftir að færa sig ákveðið fram sal- inn. Hljómsveitarmeðlimir aðrir en Ross eru: Grame Kelling á gít- ar, bassaleikarinn Ewan Vernal, sem spilaði á bassa með Ross í Woza, Jim Prine á hljómborð, Lorraine Maclntosh, lagsmær Ross, syngur með bónda sínum, og Dougie Vipond spilar á trommur. Góður gripur að grípa til, „When the World Knows Your Name“. -hmp Mæjorinn kominn í leitimar Tin Machine. Þar kom að því að mæjor Tómas kom í leitimar. Hann lendir á fónum Bowie áhangenda í „tinvél“. Einmitt þegar maður var endanlega orð- inn sannfærður um að David Bowie væri horfinn fyrir fullt og fast úr rokkheimum, sendir dýrið frá sér grip af gamla Bowie skól- anum. Þó ég sé í grundvallarat- riðum ósammála Bowie um >röðun laganna á plötunni, er samnefnd plata Tin Machine „Skemmtilegasta skemmtun sumarsins er framundan“ segir í opinberri tilkynningu Smekk- leysu s.m hf. í kvöld er nefnilega kvöldvaka í Casablanca þar sem tónlist og húslestur munu stytta fólki stundir fram eftir nóttu. Hljómsveitum og skáldum er lofað. Hljómsveitirnar verða Batmanaðdáendurnir Bless, hraðleiðardrengimir Bootlegs, Abba endurholdgunarsinnamir Ham og tyrknesku kebab hatar- arnir Risaeðlan. Jón Gnarr, höf- undur drengjasagna, mun sjá um húslesturinn að þessu sinni og lesa upp úr væntanlegri skáld- sögu, Miðnætursólborgin, sem Smekkleysa ætlar að gefa út. Þetta er forvitnilegur kokteill tón- og orðsmiða. Hér em vafa- laust saman komnar þær þrjár ís- lenskar hljómsveitir sem vekja hvað mesta athygli; Ham, Bless og Risaeðlan. Bootlegs er síðan óskráð blað, enn sem komið er. Ef íslensk tímasetning verður ekki allsráðandi er töluvert lík- legt að gaman verði á þessari uppákomu. Jón Gnarr er óþekkt dæmi í mínum herbúðum og verður forvitnilegt að hlýða á lestur hans. fagnaðarerindi. Það lifnar yfir öskuhaugum kapítalismans við að hlusta á þessa plötu. Svo mað- ur bregði sér í búning blaða- manna á Þjóðviljanum fyrir nokkram áratugum. Eins og Galfleó sagði forðum, „hún snýst nú samt“, segi ég að til sé annað h'f en iðnvætt ferlíki kapitalismans. Það era ekki text- ar Bowie sem hlaða mig heilög- um marxisma, heldur takturinn. Undir þessum takti gæti Uppákoman í Casablanca er forleikurinn að ferð listamann- anna til Nýju Jórvíkur í næstu viku. En þar mun hópurinn spila á femum tónleikum. Tónleikam- ir era í tengslum við eina af helstu ráðstefnum tónlistariðnaðarins, New Music Seminar. En sam- kvæmt tilkynningu Smekkleysu er þessi ráðstefna haldin einu sinni á ári. Áætlað er að um 10.000 manns sæki ráðstefnuna í ár og að um 250 hljómsveitir og listamenn muni standa fyrir upp- ákomum í helstu klúbbum Nýju mannkynið þrammað í bylting- una. Þó Karl gamli Marx hefði vafalaust kosið fiðlu og dragspil og annan takt. Ykkur er sjálfsagt farið að gruna að ég kunni sæmilega við þessa plötu. Og þið hafið rétt fyrir ykkur. Að mínum dómi hætti þessi furðufugl að gera nokkuð af viti 1980, eftir að „Scary Monsters“ kom út. Það er góð plata, en þaðan í frá og þang- að til nú, var ekki hægt að segja Jórvíkur, vikuna f kring um ráð- stefnuhaldið. Meðal þeirra sem koma fram era New Order, Pil, Sykurmol- arnir frá Senegal, De La Soul, Ofra Haza, Stone Roses og fleiri og fleiri. Helstu málefni ráðstefn- unnar að þessu sinni, fyrir utan viðskipti eins og venjulega, era Evrópa árið 1992, Heimstónlist- in, rokk í Rússlandi, afró- amerísk menning, háskólaút- varpið í Bandaríkjunum, rap og svo framvegis. -hmp þessi orð um nokkra plötu skapara „Ziggy Stardust" og „Major Tom“. Sjálfur segir Bowie: „Fyrir mér er þessi plata eins og að taka upp þráðinn frá „Scary Monsters“. Hún er algert fráhvarf frá síðustu þremur plötum. Það má segja að að nú sé ég kominn á rétta stefnu aftur“. Gott þegar villtir rata heim. En þið vitið að hann er „poppfasisti" (sbr. dagblaðið Tímann), er það ekki? Bowie hefur stofnað hljóm- sveit og segist hættur að hugsa eins og sólóisti, í bili alla vega. Hann lofar að minnsta kosti tveimur öðrum plötum frá The Tin Machine. Áhöfnin á Rosan- um era bræðurnir Tony Sales á bassa og Hunt Sales á trommur. Þriðji maður á þilfari er gítarleik- arinn Reeves Gabrels, sérlegur vinur Sean Lennons og einka- kennari hans á gítar. Sales bræður hafa áður farið á vertíð með Bowie. Spiluðu fyrst með honum fyrir 12 áram, þegar þeir unnu með Iggy Pop að hljómplöt- unni „Lust for Life“. Ég sagðist ekki sammála Bow- ie um röð laganna. Mér finnst að hann hefði átt að byrja á „Work- ing Class Hero“ Lennons. Þó lagið sé ekki samið af Bowie, er það á vissan hátt lykillinn að plötunni. Meðferð hans á „Verkalýðshetjunni" er að- dáunarverð. Og strax í lagi þar á eftir, „Bus Stop“, stimplar gamli Bowie sig inn. Þaðan er platan ein allsherjarveisla, sem heldur síðan áfram í röklegu samhengi þegar lag númer eitt, „Heaven's in Here“, er sett á. Tin Machine minnir mig á Bowie á „Lodger", „Scary Monsters“ og á köflum er Bowie í svipuðum fíling og á „Heros“. Þrátt fyrir niðurlægingu und- anfarinna m'u ára, snýst hann nú samt. -hmp Bowie hefur oft haft hamskipti á sínum ferli. Efsta myndin er frá 1973, önnur er frá 1978, sú þriðja frá 1983 og síðasta myndin er frá 1987. Skemmtileg skemmtun framundan Hljómsveitin Bless er meðal þeirra sem ætla að veita bestu skemmtun sumarsins í Cacablanca í kvöld. Mynd: Þóm. Föstudagur 7. júli 1989 ^ÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.