Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 9
Guðjón Bjarnason opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á morgun.
Metamorfis
Metamorfis heitir sýning sem Guðjón Bjarnason opnar á málverk-
um og skúlptúrum unnum í tré og striga í austursal og austurforsal
Kjarvalsstaða ámorgun kl. 16-18. Við opnunina leika Slagverkshópur-
inn Snerta og Infernó 5 tilbrigði við verkin auk þess sem Jón Aðal-
steinn Þorgilsson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí-
anóleikari flytja rómantísk verk.
Guðjón lauk meistaragráðu í myndlist og skúlptúr við School of
Visual Art í New York 1987 og meistaragráðu í arkitektúr frá Columb-
ia Háskóla síðastliðið vor. Þetta er önnur einkasýning hans og sú fyrsta
hér á landi, en hann býr og starfar í New York borg.
LG
Sinfónían fertug
Sellókonsert Jóns Leifs og Sinfónía eftir Mahler flutt á hátíðartón-
leikum í kvöld
Sinfóníuhljómsveit íslands er
fertug um þessar mundir og held-
ur af því tilefni hátíðartónleika í
Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir
hefjast kl. 19:30 og býður afmæl-
isbarnið öllum áskrifendum að
hlýða á þá endurgjaldslaust. Á
efnisskránni eru tvö verk: Selló-
konsert eftir Jón Leifs og Sinfónía
nr. 2 eftir Gustav Mahler. Ein-
leikari í Sellókonsertinum verður
Erling Blöndal Bengtsson og í
Sinfóníu Mahlers syngja þær
Signý Sæmundsdóttir og
Rannveig Fríða Bragadóttir
ásamt kór íslensku óperunnar.
Stjórnandi verður Petri Sakari og
kórstjóri er Peter Locke.
Sinfónían var stofnuð snemma
árs árið 1950 með tilstyrk Ríkis-
útvarpsins, sem lagði til „salon“
hljómsveit sína og fjárstuðning til
þess að unnt væri að ráða erlenda
hljóðfæraleikara þar sem ís-
lenska vantaði. Rekstur Sinfóní-
unnar var lengi vel nátengdur
Ríkisútvarpinu og hefur það tví-
vegis rekið hljómsveitina um ára-
bil en með lögum frá Alþingi árið
1982 var Sinfónían gerð að sjálf-
stæðri stofnun, sem rekin er af
ríkissjóði, Ríkisútvarpinu, borg-
arsjóði Reykjavíkur og bæjar-
sjóði Seltjarnarness.
Á afmælistónleikunum flytur
Sinfónían sitt fjölmennasta verk-
efni fram til þessa, en það er Sin-
fónía Mahlers. Rúmlega hundrað
hljóðfæraleikarar taka þátt í
flutningi Sinfóníunnar auk 70
manna kórs og tveggja einsöngv-
ara þeirra Signýjar Sæmunds-
dóttur, sem síðast söng með Sin-
fóníunni á Vínartónleikum í jan-
úar og Rannveigar Fríðu Braga-
dóttur, sem nú syngur í fyrsta
sinn með hljómsveitinni.
Rannveig Fríða og Signý lærðu
Erling Blöndal Bengtsson leikur
Sellókonsert Jóns Leifs með Sin-
fóníunni á afmælistónleikunum í
kvöld.
Petri Sakari stjórnandi
báðar söng í Vínarborg og hefur
Rannveig starfað þar síðan og er
nú fastráðin við Vínaróperuna.
Dans-íslenski sellóleikarinn
Erling Blöndal Bengtsson er fs-
lendingum að góðu kunnur.
Hann er fæddur í Kaupmanna-
höfn 1932, hefur starfað við
hljóðfæraleik og kennslu víða um
lönd og er nú meðal virtustu og
Signý Sæmundsdóttir
Rannveig Fríða Bragadóttir
eftirsóttustu einleikara á Norður-
löndum. Erling Blöndal Bengts-
son lék síðast á tónleikum með
Sinfóníuhljómsveit íslands í nóv-
ember 1988. Þetta er í annað sinn
sem hann flytur Sellókonsert
Jóns Leifs með Sinfóníunni en
hann frumflutti hann á tónleikum
hljómsveitarinnar árið 1983.
LG
Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 9