Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 8
Listahátíð þJÓÐVILJINN Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastióri: Hallur Pall Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helaarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófsson Útlit: Þróstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: « 68 13 33 Auglýsingadeild: « 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfreisis Síðumula 37,108 Reykjavík Tímamót Sambandsins Það er ekki ofmælt hjá stjóm Sambands íslenskra samvinnufélaga í ályktun þeirri sem hún samþykkti síð- degis í gær, að samvinnuhreyfingin á íslandi standi nú á tímamótum. Og þótt athyglin hafi beinst að miklum fjár- hagsvanda fyrirtækisins, má ekki einvörðungu líta á þær aðgerðir og breytingar sem nú er stefnt að, sem nauð- vöm gegn tímabundnum vanda. Þessi tímamót hefðu runnið upp, hvort sem dýr lán hefðu þrúgað fyrirtækið og rekstrarvandi hrjáð verslunardeildina eða ekki. í einróma tillögu stjómar Sambandsins til aðalfundar- ins í næstu viku er honum falið að leita allra leiða til að treysta starfsgrundvöll fýrirtækisins. Stjómin tekur nú heilshugar undir þær hugmyndir sem fýrrverandi stjóm- arformaðurSambandsins, Valur Amþórsson, bankastjóri Landsbankans, hefurfýrir löngu talað um, ásamt öðrum, en fýrir nokkuð daufum eyrum. Nú kemur á daginn að mat hans var rétt, þróunin hefur staðfest nauðsyn breyt- inga á þennan veg. Stjómarmenn Sambandsins vilja að Samband ís- lenskra samvinnufélaga „fáist ekki við rekstur”, en hafi hlutverk stefnumótunar, samræmingarog eignastjómun- ar”. Fyrirtækið mundi engu að síður verða stærsta eign- arhaldsfélag landsins og sinna mikilvægu hlutverki. En eftir að deildum fyrirtækisins hefur verið breytt í hlutafé- lög eftir starfsgreinum og sumar þeirra jafnvel seldar, er augljóst að grundvallarbreytingar eru nú í augsýn, sem hafa áhrif í öllu þjóðfélagi okkar. Þetta er engin andlitslyft- ing, heldur endurfæðing. Það er fagnaðarefni, að stjóm Sambandsins skuli einnig í ályktun sinni koma til móts við réttmæta gagnrýni á uppbyggingu hreyfingarinnar og valdkerfi. Eina af þremur meginrótunum að Ijáitiagsvanda fýrirtækisins telur hún vera „þunglamalegt stjómskipulag og mismun- andi hagsmuni eigenda”. Og í lokakafla tímamótaálykt- unar sinnar segja stjómarmenn um Sambandið: „Breyta skal samþykktum þess þannig að.... m.a. reglur um kjör á aðalfund verði aðlagaðar nýjum aðstæðum og sljóm þess gerð skilvirkari.” Samvinnurekstrarformið býr nú við allt önnur ytri skil- yrði en áðurtíðkaðist. Þróunin hefur leitt í Ijós, að hlutafé- lagaformið hentar betur í því viðskiptaumhverfi, við þau skattalög og reglur sem þjóðfélagið hefur samið sér og tileinkað á síðustu árum og áratugum. Með þessu er engan veginn verið að hverfa frá samvinnuhugsjóninni. Samvinnu- og félagshyggjumenn fallast ekki frekar en nú á óheft frelsi Ijármagnsins, játast ekki undir lögmál frjálshyggjunnar. Hins vegar er lýðum Ijóst, að sam- keppni í viðskiptum og þjónustu í nútímaþjóðfélagi tekur mið af örum þjóðfélagsbreytingum. Vilji samvinnuhreyf- ingin áfram beita sér fyrir þeim hugsjónum sem hún hef- ur að leiðarijósi, þarf hún að laga baráttuaðferðir sínar að aðstæðum, eins og aðrir. Um langt skeið hefur td. verið Ijóst, að sú sérstaða flestra íslenskra samvinnufélaga, í samanburði við eriend, að vera í senn ffamleiðenda- og neytendasamvinnufélög, leggur visst helsi á starfsemi þeirra. Jafnaðarmenn hvar í fýlkingu sem þeir standa munu fylgjast gaumgæfilega með fregnum af umræðum á að- alfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í næstu viku. Þótt ýmsir hafi spáð Sambandinu hrakförum und- anfarið og talað galgopalega um að við því blasi fátt ann- að en „fara á hausinn”, kann svo að vera, að í öllu feriinu við endurskipulagningu þess skýrist ýmsir þættir í um- ræðunni um streymi fjármagns og opinber afskipti í þeim málum, svo dæmi séu tekin. Lýðræðislegri ákvarðana- taka og valddreifing innan Sambandsins mun einnig geta haft áhrif á þjóðfélagsumræðuna og verið að ein- hverju leyti mótandi um framvinduna í stjómmálum. íslensk höggmyndalist íslensk höggmyndalist 1900- 1950 er heiti sýningar sem opnuð verður á morgun á Kjar- valsstöðum. í tilefni Listahátíðar er efnt til þessarar sýningar á verkum þekktra islenskra myndhöggvara. Lögð er áhersla á að kynna list- strauma í höggmyndalistinni á fyrri hluta aldarinnar fyrir daga módemismans. A sýningunni gefur að líta verk eftir þau Ásmund Sveinsson, Einar Jónsson, Guðmund Einars- son, Gunnfríði Jónsdóttur, Magn- ús Á. Ámason, Martein Guð- mundsson, Nínu Sæmundsson, Ríkarð Jónsson og Sigurjón Olafs- son. Flesta þessa listamenn þekkja Islendingar, en á sýningunni á Kjarvalsstöðum gefst kostur á að bera þá saman og sjá tengsl þeirra hvers við annan og við listasöguna á fyrri hluta aldar- innar. Vitað er um nokkra einstak- linga sem lögðu stund á listnám á 19. öld, en það var ekki fyrr en með Einari Jónssyni að hægt er að tala um upphaf höggmyndalistar á ís- landi. Einar Jónsson hafði mikil áhrif á þá myndhöggvara sem á eftir honum komu m.a. á Ríkharð Jónsson og Guðmund ffá Miðdal. Verk Einars þekkja flestir Is- lendingar, hann naut frá upphafi virðingar landsmanna. Ríkið lét reisa Listasafn Einars Jónssonar, og það var formlega opnað árið 1923, fyrst listasafha á Islandi. Nína Sæmundsson er fyrsta íslenska konan sem leggur stund á höggmyndalist. Hún vakti fljótt athygli erlendis og var árið 1926 boðið að sýna verk sín í Art Cent- er í New York. Eftir það fluttist hún vestur um haf, þar sem hún starfaði til ársins 1955 þegar hún snéri aftur heim. Á fjórða áratugnum má segja að íslenskir myndhöggarar skipt- ist í tvö hom. Annars vegar Einar Jónsson, Ríkharður Jónsson, Guðmundur frá Miðdal og Magn- ús Á. Ámason, en verk þeirra vom bæði táknræn og dulúðug. Hins vegar Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Olafsson sem mddu brautina í átt til módemismans. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur til 8. júlí og er opin dag- lega ffá kl. 11-18. BE Þessi ástriðufulli koss Ríkarðs Jóns- sonar er meðal verka á högg- myndasýningunni á Kjarvalsstöðum. Helgarveðrið Horfur á laugardag: Hæg, breytileg átt. Víða bjart veður, en þó hætt við síðdegisskúrum á S- og SA- landi. Hiti 10 til 17 stig að deginum. Horfur á hvítasunnudag: Hægviðri og skýjað með köflum. Hætt við skúrum víða um land. Áffam fremur hlýtt [ veðri. 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.