Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						VIÐTAUÐ
Þessi maður á ekki að vera í leiguíbúð út í bæ enda þótt hún sé
undir gæslu. Hann átti að vera undir stöðugri gæslu áður en
hann framdi morðið en það brást. Fjölskyldan hans réð ekk-
ert við hann áður. Það hefur sýnt sig að hann er hættulegur
og við teljum að hann ætti fremur að vera á Kleppi þar til réttargeð-
deild tekur til starfa, segir Linda Hafsteinsdóttir, systir Hafdísar
Hafsteinsdóttur sem myrt var þann 14. febrúar siðastliðinn. Ætt-
ingjar hinnar myrtu hafa nú í huga að óska eftir opinberri rannsókn
á því hvernig þessi hörmulegi atburður gat átt sér stað og mótmæla
meðferð heilbrigðisráðherra á málinu.
hann. Af einhverjum ástæðum var
starfsfólkið ekki nálægt og virðist
hafa verið að taka til einhvers stað-
ar í húsinu. Þetta er allt óljóst og
við höftim ekki fengið skýr svör
um þetta heldur.
Hún fór til hans með nýjar
plötur til þess að stytta honum
stundirnar. Hann gaf lögreglunni
þá ástæðu fyrir morðinu að hún
kom til hans á fimmtudegi en ekki
þriðjudegi og hann hefði reiðst
henni fyrir það.
Morðið var framið á hryllileg-
an hátt og greinilega af sjúkum
manni. Okkur hefur ekki verið sagt
hvar hann náði í morðvopnið né
hvert það var en það sem við vitum
„Við höfum algjörlega verið
sniðgengin. Samúðin er öll með
morðingjanum sem hefur verið
sleppt úr haldi en fjölskylda þol-
andans virðist réttlaus," segir
Linda.
Fjölskyldan hugleiddi í vor að
óska eftir opinberri rannsókn að
ráði Rannsóknarlögreglunnar þar
sem margir endar voru lausir í
málinu eftir að maðurinn var úr-
skurðaður ósakhæfur. Lögfræðing-
ur ráðlagði þeim þó að bíða og sjá
til. Auk þess dundi annað áfall á
fjölskyldunni þegar faðirinn lést úr
hjartasjúkdómi mánuði eftir morð-
ið. Nú hafa aðstandendurnir hins
vegar fengið nóg eftir að morðing-
inn var leystur úr haldi og sendur í
íbúð út í bæ og hafður undir eftir-
liti fjölskyldu sinnar á meðan eng-
in önnur úrræði virðast til í kerf-
inu.
„Þegar maðurinn var úrskurð-
aður ósakhæfur var málinu lokað
mjög fljótlega," segir Linda. „Það
hefur enginn talað við okkur, rétt
eins og við værum ekki til, nema
sá sem stjórnaði rannsókn lögregl-
unnar. Fjölmiðlar hafa blásið upp
mikla samúð með þessum manni
og sagt hann þroskaheftan. Það er
ekki rétt og það höfðum við ekki
heyrt áður þau ár sem við höfum
haft kynni af honum i gegnum
systur mína. Maðurinn er miklu
fremur geðveikur og þroski hans
hefur aldrei verið ákvarðaður af
sérfræðingum.
Það er ekki heldur rétt að á
milli þeirra Hafdísar hafi verið ást-
arsamband. Þau voru búin að vera
vinir í tólf ár og voru í skóla sam-
an um tíma. Við erum líka ósátt
við að hún sé afgreidd sem vangef-
in og réttlaus einstaklingur. Hafdís
systir var heft í þroska vegna hæg-
fara vöðvarýrnunarsjúkdóms sem
jafnframt hafði áhrif á hreyfigetu
hennar.
Við erum ekki sátt við að þessi
maður fái að ganga laus því hann
er hættulegur umhverfi sínu. Við
höfum frétt að það hafi verið leigð
íbúð undir hann og með henni sé
fylgst. Þegar hann framdi morðið
var hann vistaður um óákveðinn
tíma í sambýli fyrir vangefna í
Njörvasundi vegna þess að ekki
fannst samastaður fyrir hann. Við
höfum haft kynni af honum í gegn-
um árin og hann kemur mjög vel
fram og er kurteis en hann hefur
mikið skap. Það þurfti oft að stilla
hann, sagði systir mín, en hann bar
það ekki með sér að vera þroska-
heftur.
Hann átti að vera undir fullri
gæslu og með fylgdarmann í
Njörvasundi þar sein hann var
óstabíll og átti það oft til að
strjúka. Sá fylgdarmaður hafði
hætt störfum nokkur áður en morð-
ið var framið og enginn var ráðinn
i staðinn."
Rétt er að geta þess að Þjóð-
viljinn hafði samband við Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og fékk
þessar upplýsingar staðfestar þar.
Linda segir að fjölskyldan hafi
ekki fengið nein svör um hvernig á
því stóð að eftirlit með manninum
var ekki sem skyldi.
„Síðar kom það í ljós að þegar
systir mín fór til mannsins í
Njörvasundi í þá heimsókn, sem
varð hennar síðasta, þá sá hana
enginn koma," segir hún. „Þarna á
að vera starfsfólk sem fylgist með
þeim sem koma og fara og með
þeim skilyrðum fékk hún leyfi hjá
móður   okkar   til   að   heimsækja
Hafdís Hafsteinsdóttir var 25 ára þegar hún féll fyrir morðingjahendi þann
14. febrúar stðastliðinn. Myndin var tekin um ári áður en hinn hörmulegi
atburður átti sér stað.
er að lögreglan taldi mörg stungus-
ár á likama hennar.
Maðurinn faldi líkið undir rúmi
í einn og hálfan sólarhring og gekk
mjög vel frá öllu saman. Mamma
talaði meira að segja við hann í
millitíðinni og þá sagði hann henni
að Hafdís hefði komið í heimsókn
en hefði stoppað stutt og ætlað í
heimsókn til vina sinna. Hann tal-
aði eins og ekkert hefði í skorist en
starfsfólk á heimilinu sagði hann
þó hafa hagað sér eitthvað ein-
kennilega um kvöldið.
Við skiljum ekki hvers vegna
þessi maður fær meðhöndlun sem
aðrir fá ekki. Margur annar er lát-
inn dúsa í fangelsi fyrir minni brot
og við teljum að hann hefði átt að
vera þar þangað til réttur staður er
fundinn. Það væri að minnsta kosti
betra að hann væri þar eða á
Kleppi heldur en hjá fjölskyldu
sinni sem treysti sér ekki til að sjá
um hann áður.
í timaritsgrein sem birtist ný-
lega er honum vorkennt mikið,
systir mín afskrifuð sem þroska-
heft og látið eins og þetta hafi bara
gerst óvart. Þetta erum við ekki
sátt við. Verknaðurinn var hræði-
legur og maður getur ekki gleymt
slíku.
Það hafa margir mikla samúð
með honum og það er áreiðanlega
rétt að fangelsismál hér eru í
ólestri. En okkur finnst heilbrigðis-
ráðherra ekki vera maður til að
leyfa manninum að fara heim án
þess að ráðfæra sig við sérfræð-
inga.
Ráðherra talaði um í blöðum
að maðurinn væri að veslast upp í
fangelsi en auðvitað yrði heilbrigð
manneskja ekki síður eftir sig eftir
að hafa framið slíkan verknað á
vini sínum. Ég skil ekki hvernig
hefur verið tekið á þessu máli. For-
eldrar hans tala um að hann hafi
verið afskaplega óheppinn með sitt
lif áður en hann framdi morðið, en
það er svo margur annar sem hefur
átti við erfiðleika að etja. Það
mætti spyrja hvar ætti að draga lín-
una. Af hverju sendum við bara
ekki alla heim og gefum þeim ann-
an séns?"
-vd.
Síða7
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16