Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Blaðsíða 9
É FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 1!» helgina Kjukkan tifar í Árbæjarsafni - afmæiissýning Úrsmiðafélags Islands Á sunnudaginn kl. 14 verður opnuð sýningin Klukkan tifar í húsinu Þingholtsstræti 9 í Ár- hæjarsafni í tilefni 70 ára afmælis Úrsmiðafé- lags íslands. „Gamla handverkið verður í hávegum haft á þessari sýningu. Þarna verða til sýnis gamlir munir sem okk- ur er mikið I mun að varðveita. Elstu mun- irnir eru líklega frá þvi um 1800, t.d. er þarna Borgundarhólms- klukka sem Jesper Jach smíðaði en hann var uppi 1808-1891. Einnig eru margir munir frá því um síð- ustu aldamót og má nefna Bakkaúrin svokölluðu, vasaúr sem seld voru í Eyrar- bakkaverslun á sínum tíma og voru fyrstu vasaúrin sem voru það ódýr að þau gátu orðið almenningseign. Á sýn- ingunni eru þrjár gerð- ir af þeim úrum sem sýna vel þróunina í úr- smíði á þessum tíma. Fyrstu úrin voru þannig að það varð að opna þau og trekkja með lykli og vísana þurfti að færa með fingrunum. Nægilegt var að nota neglurnar til að færa vísana á þeirri gerð sem á eftir Klukka sú sem Magnús gaf borginni og vildi aö stæöi í Ráöhúsi Reykjavíkur. DV-myndir Hilmar Þór. kom en síðan komu til sögunnar úr sem voru trekkt á þann máta sem við þekkj- um í dag,“ segir Axel Eiríksson, úrsmiður og formaður sýning- arnefndar Úrsmiðafé- lagsins. „Verkstæði hins kunna úrsmiðs Magn- úsar Benjamínssonar verður til sýnis en hann smíðaði nokkr- ar klukkur og vasaúr. Á sýningunni er m.a. að finna klukku sem hann gaf Reykjavík- urbæ á sínum tíma en hún stóð lengi vel í Eimskipafélagshús- inu. í gjafabréfi Magnúsar kom fram að hann hafði hugsað sér að í framtíðinni myndi klukkan standa í Ráðhúsi Reykjavíkur og við erum að vonast til að okkur takist nú að vekja áhuga borgar- stjórnar á þessari klukku og að henni verði fundinn góður staður í Ráðhúsinu." Erum komin í hring „Tækninni hefur auðvitað fleygt fram í úrsmíðinni eins og öðru en hún er mjög Axel Eiríksson, úrsmiöur og formaöur sýningarnefndar Ursmiöafélagsins, lifandi iðngrein í dag. Það má segja að við séum komin í hring þvi þó rafdrifin úr séu ráðandi þá hafa gömlu sjálfvinduúrin öðl- ast vinsældir á ný. Ungt fólk í dag er mjög hrifið af gömlum úmm og algengt er að það komi með fermingarúr foreldra sinna og hiðji um að láta laga þau. Sama má segja um gömlu hillu- klukkurnar sem voru vinsæl brúðargjöf fyrir 40 árum eða svo en hafa ekki fengist í langan tíma. Nú eru þær mjög vinsælar og algengt að við fáum þær inn til lagfæringar," segir Axel Ei- ríksson. Dagskrá sýningarinnar hefst í Lækjargötu 4 (í Árbæjarsafni) á sunnudaginn en þar verður spil- uð harmoníkutónlist og flutt ávörp. Síðan verður gengið að Þingholtsstræti 9 þar sem gest- um er boðið að skoða sýninguna og fylgjast með úrsmiðum að störfum. Einfaldleikinn er orðinn mikilvægur þáttur t verkum írisar Elfu. íris Elfa í Gerðarsafni íris Elfa Friðriksdóttir opnar sýn- ingu í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, á morgun kl. 15. Sýningin er í beinu framhaldi af síðustu einkasýningu hennar. Eins og þá notar hún nú þau efni sem hver hugmynd krefst. Hún vinnur verk sín í steypu auk þess sem hún notar blúndur, perlur og flísar í verk sin. Myndverk írisar Elfu hafa róast með árunum og einfaldleikinn orðinn mikilvægur þáttur í þeim. Með því gerir hún meiri kröfur til hugmyndarinnar að baki hvers myndverks og að þau geti staðið sjálfstætt og óstudd án þess fegurð- arskrums sem einkennir nútímann. íris Elfa hlaut myndlistarmennt- un sína í Myndlista-og handiöaskóla íslands 1980-84 en sótti framhalds- nám til Maastricht í Hollandi 1984-86. Hún hefur áður haldið fjór- ar einkasýningar auk fjölda sam- sýninga, t.d. í Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Sýningin er opin daglega kl. 12-18 en henni lýkur 6. júlí. Ljósmyndasýning Vilmundar Vilmúndur Kristjánsson sýnir nú ljósmyndir í Gallerí Myndási að Skólavörðustíg 41 en sýningin stendur til 20. júní. Á sýningunni eru ljósmyndir teknar með heimasmíöuðum myndavélum og er eingöngu notað títuprjónsgat í stað linsu. Lýsingar- tími verður því mjög langur og áhrifin draumkennd. Hér er um að ræða skarpar myndir, unnar af þekkingu og fyrirsjá. Myndavélamar sem notaðar vom við tökumar eru á sýningunni ásamt öllum upplýsingum um pin- hole-tækina sem Vilmundi hefur tekist að komast yfir. Vilmundur hefur unnið með þessa tækni í um áratug og er sýningin afrakstur þess. Hann hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum en þetta er fyrsta einkasýning hans. Enginn aðgangseyrir er á sýning- una en hún er opin á venjulegum verslunartíma. IEIKHUS Þjóðleikhúsið Listaverkið fostudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Fiðlarinn á þakinu föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 íslenska Óperan Evita laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 mánudag kl. 20.00 Loftkastalinn Á sama tima að ári laugardag, kl. 23.30. Hermóður og Háðvör Að eilífu laugardag, kl. 20.00. Grétar Laufdal, sem rekur diskótekiö Rocky, er ætíö á faraldsfæti meö allar sínar græjur og góöa tónlist í farteskinu. Þessi helgi veröur engin undan- tekning hjá Grétari því aö annaö kvöld ætlar hann aö halda uppi stuöinu á dansleik í Festi í Grindavík. 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.