Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 15 Ef eitthvað er að konu þá hlýtur það að vera legið af því að legið er konan. kornunga kona lifir fyrir bamið. Hennar eigið líf? Hvar er það og skiptir það einhverju máli? Senni- lega ekki. Ungar stúlkur sem horfa á töfra- kassann fá þessi skilaboð beint í æð. Þú hefur blæðingar og það er stærsta vandamál llfs þíns. Þetta er svo mikið vandamál að konur sitja á rökstólum yfir þessu. Þú gætir fengið leghálskrabbamein. Krabbameinsfélagið er duglegt að hvetja konur að koma í skoðun. Þú getur reyndar fengið fullt af öðrum krabbameinum en þetta er kynbundið. Það er ekki nóg með að þú getir dáið úr því eins og hin- um, þú gætir orðið ófrjó og það er voðalegt. Og svo þegar þú ert búin að sinna skyldu þinni við samfé- lagið og framleiða eitt stykki þjóð- félagsþegn þá ertu að sjálfsögðu heimavinnandi og þú lifir og and- ar fyrir bamið þitt. Bamið er þér allt. Þú ert bara útungunarvél. Legið er konan Hluti fyrir heild (pars pro toto) er algeng aðferð til að nefna og skýra hluti. Legið er konan. Þetta gengur svo langt að í Bandaríkjun- um eru legnám miklu, miklu fleiri en nauðsyn ber til. Einfaldlega vegna þess að ef eitthvað er að konu þá hlýtur það að vera legið af því að legið er konan. Hofmann sagði um mynd Klimts af Danae að: „Kvenlíkaminn sem slíkur er bara aukahlutur æxlunarfær- anna.“ - Þetta gæti ekki verið bet- ur orðað. Ásta Svavarsdóttir Það er sjónvarp inni á hverju heimili og all- ir horfa á það. Hver sá, eða sú, sem segist ekki horfa á sjónvarp lýgur. Þetta er mjög einföld staðreynd. Þ.a.l. er sjónvarp mikill áhrifa- valdur í okkar menn- ingu og öllum hinum vestræna heimi. Þetta vita kaupahéðnar og þess vegna eru auglýs- ingar stór hluti sjón- varpsefnis. Hégóminn — fylgd- armaður kvenna Fyrir nokkrum áram var gerð stórkostleg uppgötvun i fram- leiðslu dömubinda, það vom sett á þau „vængir“. Flestall- ar konur gátu fyrir löngu sagt þessum mönnum að þetta vantaði en þeim datt það loksins í hug sjálfum og hafa ekki komist yfir það síðan. Blæðingar kvenna hafa alltaf verið feimnismál og margar kenningar fram um það settar. Á öldum áður máttu konur með tíðir ekki meðhöndla mat og eiginmað- urinn mátti ekki leggjast með þeim. Þær voru óhreinar. Gmndvallaratriði í dömubinda- auglýsingunum er að það má eng- inn vita að viðkomandi kona hafi á klæðum. Ber að fagna hinni öru jafnréttisþróun sem átt hefur sér stað síðastliðin þúsund ár. Er þó bæði rétt og skylt að taka fram að eitt fyrirtækið notar rauðleitan vökva í dæmi sínu og nefnir blóð. Svo koma ungar stúlkur og tala fiálglega um öryggið sem fylgir hinum og þessum bindum. Miðað við þær skeifilegu blæðing- ar sem þessar stúlk- ur virðast þjást af mæli ég eindregið með viðtali við lækni tafarlaust. En þess ber að geta að með tiikomu þess- ara öraggu binda geta þær verið í hvítum buxum all- an mánuðinn. Get- ur ung kona farið fram á meira? Það er sem sagt hégóminn sem er aðal- atriðið, en eins og ailir vita þá er hégóminn staðfastur fylgdarmað- ur kvenna. Bara útungunarvél Og þá komum við að bleiuaug- lýsingunum. Þar birtast okkur ungar mæður sem segja okkur af andvökunóttum og ógurlegum áhyggjum vegna bleiuútbrota barna þeirra. Það eru sennilega feður að þessum börnum en þeir era væntanlega úti á veiðum. Samkvæmt þess- um auglýsingum þá skipta íslensk- ir feður aldrei á bömum sínum. Og þegar móðir- in áhyggjufulla er að vagga út- grátnu bleiuút- brotabarni sínu í innskoti þá er vinnuþreyttur faðirinn sofandi á sínu græna. Nema að þessar auglýsingar séu svo raunsannar að þetta séu allt einstæðar mæður. Ég efast. Tók þó steininn úr nýlega þegar enn ein móðirinn birtist á skjánum með þeim orðum: „Andri Dagur er mér allt.“ Þvílíkt dásemdarlíf. Þessi Kjallarinn Ásta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur „Miðað vrð þær skelfilegu blæö- ingar sem þessar stúlkur virðast þjást af mæli ég eindregið með viðtali við lækni tafarlaust. En þess ber að geta að með tilkomu þessara öruggu binda geta þær verið í hvítum buxum allan mán- uðinn. - Getur ung kona farið fram á meira?“ Því blæðir, það fæðir Vinstrihreyfingin-grænt framboð Margir vinstrimenn bera þá von í brjósti að nú sé barátta fyrir hefðbundnum vinstri sjónarmið- um að komast í góðan farveg. Kannski fóram við að bjóða mark- aðshyggjuöflunum og hentistefn- unni byrginn. Vonandi sé 20 ára undanhaldi vinstri manna lokið, en öflug sókn þeirra framundan. Með Vinstri hreyfingunni-grænu framboði sé að renna í einn far- veg, annars vegcir fiölþætt grasrót- arbarátta fyrir vinstri sjónarmið- um og hins vegar sumir þeir þing- menn sem helst hafa stutt þessi sjónarmið. Mörkin milli vinstri og hægri virðast reyndar oft óskýr enda fiöldi auglýsingapólitíkusa sem fiska á báðum miðum eftir því sem hentar þeim best hverju sinni. Hver eru vinstri sjónarmiðin? Vinstri sjónarmiðin eru sjónar- mið jafnréttisins og hins mann- - tímamót eskjulega. Við viljum ábyrgjast velferð hvert annars. Við berjumst fyrir því að laun og kjör séu nógu góð svo af þeim sé lifandi eðlilegu lífi. Þetta á við um vinnandi fólk, konur sem karla, en ekki síður um gamalt fólk, öryrkja og nemendur. Jafnrétti til bóknáms, iðnnáms og listnáms án tillits til efnahags. Vinstri menn vilja efla heilbrigðis- þjónustuna og krefiast þess að efnahagur ráði ekki hverjir njóti hennar. Vinstrimenn vilja jafnrétti til þjóðfélagslegra áhrifa. Þeir vilja efla lýðræði gagnvart vald- höfum, lýðræði gagnvart yfirráð- um annarra yfir okkur. Þeir vilja brottfór hersins, úrsögn úr hem- aðarbandalaginu NATO og era á móti innlimun þjóðarinnar í Evrópusamband- ið. Vinstri menn eru friðarsinnar, vilja afvopnun hér sem erlendis og eru á móti vopnaðri og efnahags- legri kúgun. Vinstrimenn vilja sameign og samnýtingu á auðlindum landsins. Þeir vilja byggðastefnu sem felur í sér jafnrétti til búsetu. Vinstri menn vilja bæta umhverfi manns- ins og stuðla að náttúruvernd og í samræmi við slíkar þarfir í lengd og bráð að efla hérlendis nýtingu í pólitík? sjávarafurða og land- búnaðar fremur en að byggja á stóriðju. Að olnboga sig áfram Markaðshyggju- menn telja að fram- farir verði mestar ef hinum ríku er gert sem auðveldast að efla rekstur sinn og auð. Alltaf muni eitt- hvað hrjóta til hinna i leiðinni. Markaðs- hyggjan byggir á augnabliksgróða og er skammsýn. Að hennar mati er alveg voðalegt hvað mikið fer í samfélagsþjón- ustu, vegna hinna sjúku, gömlu og til menntamála. Þeim finnst þó allt í lagi að eitt- hvað eyðist í þetta ef hinir ríku fá sæmilega prósentu af peningnum sem í þetta fer og geta þannig eflt rekstur fyrirtækja sinna. Þetta kalla þeir einkavæðingu. Þeir telja að mikill peningur fáist í rekstur- inn með því að selja landið undir her og alþjóðlega auðmagnsrisa, enda fá þeir mestallan hagnaðinn af því. En hvar stendur fólkið? - Því er ekki að leyna að margt venjulegt fólk tekur undir ýmis sjónarmið markaðshyggjunnar, gegn eigin hagsmunum. Mikil vinna og flóð villandi upplýsinga fiölmiðlanna gerir okkur erfitt að fóta okkur á eigin stefnu. Henti- stefhumenn, sem ráða fyrir flokkum, sem menn töldu áður að mætti treysta, sveifl- ast eins og gosar út frá augnabliks hagsmun- um sínum og ragla menn bara í ríminu. Tímamót í baráttu vinstri manna? Vinstrihreyfing- in-grænt framboð gæti táknað tímamót í baráttu fyrir sjónar- miðum vinstri manna. En til þess að svo verði þurfa vinstri menn að taka virkan þátt í uppbyggingu hreyfingarinnar og starfi. Hún þarf að verða okkar umræðuvettvangur, hún þarf að breiða út vinstri sjónarmið í kappi við markaðshyggjuöflin, hún þarf að móta baráttuleiðir. Hún þarf að temja sér lýðræðisleg vinnubrögð og opna umræðu, sams konar vinnubrögð og hún ætlar að koma á í þjóðfélaginu öllu. Hún má aldrei leyfa belgingslegum frama- gosum að koma í stað hreyfingar- innar. Þetta gerðist í Alþýðu- flokknum, í Alþýðubandalaginu og nú í „samfylkingu þeirra". Við erum á tímamótum. - Vonandi tekst okkur með Vinstri hreyfing- unni-grænu framboði að skapa góðan vinstri flokk. Ragnar Stefánsson „Vinstrihreyfingin-grænt framboð gæti táknað tímamót í baráttu fyr- ir sjónarmiðum vinstri manna. En til þess að svo verði þurfa vinstri menn að taka virkan þátt í upp- byggingu hreyfingarinnar og starfí. Hún þarf að verða okkar umræðuvettvangur... “ Kjallarinn Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur Með og á móti Var leikaðferð kvenna- landsliðsins í handbolta gegn Rússum rétt? Theodór Guöfinns- son, landsliðs- þjálfari kvenna. Varnarleikur- inn gekk vel „Ég var búinn að skoða marga leiki rússneska liðsins af mynd- böndum og hef auk þess séð það spila sjálfur nokkrum sinn- um. Út frá því lagði ég upp leikaðferðirnar fyrir þessa tvo leiki um síð- ustu helgi. Vamarleik- ur okkar gekk að mörgu leyti vel upp, og það er staðreynd að þegar frá eru dregin hraðaupphlaupin fengum við á okkur færri mörk en Rúss- arnir úr uppstilltri vörn. Það voru hraðaupphlaup Rússa sem skildu á milli liðanna. Ég ákvað að spila „aggressíva" 6/0 vörn þar sem mikið væri keyrt út á móti rússnesku skyttunum til að stöðva þær, og síðan bakkað aft- ur. Aðalmálið var að forðast sem mest að okkar stúlkur lentu í stöðunni einn gegn einum og það tókst bærilega. Sðknarleikúr okkar miðaðist mest við að opna rússnesku vömina á köntunum. Vandræðin sem við lentum í voru fyrst og fremst vegna þess að leikmenn okkar voru of bráðir að skjóta á markið, og við fengum á okkur hraðaupphlaup.“ Kominn einu skrefi of langt „Landsliðs- þjálfarinn er eldhugi og bjartsýnismað- ur með mjög mikinn metn- að og grunn- hugmyndir hans era góð- ar. Hins vegar tel ég að hann hafi verið kominn einu skrefi of langt, leikirnir hafi verið lagðir upp með það að íslenska liðið ætti í fullu tré við það rússneska og því verið gerðar óraunhæfar væntingar til þess. Þegar í ljós kom að munurinn á liðunum var meiri en búist var yið voru síðan íslensku stúlkumar fljótar að lenda í slæmum stöðum í leiknum. Vamarleikurinn gekk þokka- lega en hins vegar lentu rúss- nesku stúlkuraar aldrei í telj- andi vandræðum gegn honum. Það hefði verið betra að spila 5/1 vöm, koma betur á móti þeim og reyna að þvinga fram mistök og fá þannig hraðaupphlaup. Það var eini ravmhæfi kosturinn til að standa betur í þeim. í sóknarleikinn vantaði fyrst og fremst að línumaðurinn að- stoðaði miðjumanninn við að komast fram hjá fremsta varnar- manni Rússanna og skapa þannig góð færi. í stað þess var allt of mikið um þversendingar yfir völlinn milli íslensku bak- varðanna, þær rússnesku voru fljótar að nýta sér það og fengu mikið af ódýrum hraðaupphlaup- um. -VS Ragnar Hermanns- son, þjálfari kvennaliös Vals. Kjalbrahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við gremum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.