Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 15
MIÐVTKUDAGUR 24. MARS 1999 15 Nýir valkostir fýrir neytendur Hver er staðan á íslandi? íslendingar hafa ávallt verið sannfærðir um gæði eigin fram- leiðsluvara, hvort sem um er að ræða á landi eða úr sjó. Ekki dreg- ur undirritaður úr því. En við þurf- um að sýna fram á að svo sé, til þess þarf að koma á vottun bæði fyrir vistræna og lífræna vöru framleidda á landi og einnig að koma á vottunarkerfi fyrir lífvæn- ar vörm- úr hafinu. Við íslendingar eigum að sýna frumkvæði á þess- um vettvangi. Nokkrir frumkvöðlar hafa látið til sín taka í landbúnaði á þessu sviði og er áhugi stöðugt að aukast bæði á grænmeti, mjólkurafurðum og kjöti. Vonandi er þess skammt að bíða að eldisfiskur verði viður- kenndur sem lífræn vara og mun- um við þá standa feti framar en aðrir, sérstaklega hvað varðar „Vonandi er þess skammt að bíða að eldisfiskur verði viðurkenndur sem lífræn vara og munum við þá standa feti framar en aðrir....“ Lífrænt fram- leidd matvara á miklum og vaxandi vinsældum að fagna hjá neytend- um í Norður- og Vestur-Evrópu. Líf- rænt ræktað græn- meti, mjólkurafurð- ir og kjöt er orðin vara sem neytend- ur leita eftir vegna hollustu, hreinleika og gæða. Neytendur sækja eftir slíkri vöru, vottaðri af viðurkenndum aðil- um, og eru reiðu- búnir að greiða marktækt hærra verð vegna gæð- anna. Norðurlanda- þjóðimar hafa sett sér markmið um aukná fram- leiðslu á grundvelli sjálfbæmi og þessar vörur skipa æ ríkari sess í gæðaverslunum sem njóta virðing- ar sem slíkar. verðlag. Sjávarútvegur- inn þarf að bregðast við og koma á eigin vottun- arkerfi sem getur orðið fyrirmynd fyrir aðra. Við verðum að fá viður- kenningu á því að við stundum veiðar úr haf- inu á sjálfbæran máta og að meðferð okkar á sjávarafla og matvælum úr sjó sé sem best verð- ur á kosið. Ég tel að koma eigi á vottunarkerfi eftir okk- ar aðferð, það mun ekki líða á löngu áður en ein- hverjir aðilar reyna að gefa okkur fyrirskipun um hvemig við eigum að haga okkur ef við tökum ekki frumkvæðið hið fyrsta. Mín skoðun er að við verðum að breyta rétt í þessum málum sem öðrum. Því Kjallarinn Gísli S. Einarsson í þingflokki Samfylkingarinnar skora ég á forsvarsmenn í sjávar- útvegi að grípa til aðgerða - þeir vita þest hvemig á að ná árangri og eiga að vera framkvöðlar. Nú er lag! Þessi orð era frá þeim tíma er sjósókn var stunduð á opnum bát- um á íslandi. Nú eigum við að að nýta okkur lagið sem er til að lenda þessum málum sem hafa verið í bígerð. Undiritaður, ásamt með fleiri þingmönnum á Alþingi, hefur flutt tillögu varðandi þessi mál á þremur liðnum þingum. Landbúnaðamefnd afgreiddi þessa tillögu efnislega mjög vel nú við þinglok, og við flutningsmenn væntum góðrar meðferðar málsins éif hálfu ríkisstjómarinnar. Það er til staðar þekk- ing, lög og reglur sem fullkomnað geta framkvæmd þessarar tillögu um sjálbærni í íslenskri mat- vælaframleiðslu. Með því er unnt að skapa störf og ekki síst virð- ingu sem okkar holla og góða matvara stendur undir, ef tæki- færið er notað til að vera fremstir þjóða. Glsli S. Einarsson „Ég tel að koma eigi á vottunar- kerfí eftir okkar aöferð, það mun ekki líða á löngu áður en ein■ hverjir aðilar reyna að gefa okkur fyrirskipun um hvernig við eigum að haga okkur ef við tökum ekki frumkvæðið hið fyrsta. “ Greddan og getuleysið Eins og við vitum, þá hafa karl- menn ótamið villidýr um miðja vegu framan á sér. Þetta villidýr gargar á sitt og engar refjar. Eigin- konur hafa ekki fullan skilning á þessum þörfum karla og þess vegna þurfa þeir iðulega að leita til annarra kvenna sem vita betur. (Á Englandi til forna höfðu fínar konur ekki kynhvöt, aðeins lág- stéttarkonur.) Það er auðvitað vegna kynkulda íslenskra kvenna að „erótískir“ skemmtistaðir spretta hér upp eins og gorkúlur. Vesalings karlamir fá ekki það sem þeir þurfa heima hjá sér. Kerlan er útslitin og óspennandi eftir bameignir og strit allan dag- inn í sinu láglaunakvennastarfi og hefur ekki réttu áhrifm á karlinn svo... En bíðum nú við! Ef karlar era ótamin villidýr með óhefta kyn- hvöt, af hverju þarf þá svona mik- ið að æsa þá upp? Eru það karlarn- ir sem eiga við vanda að etja? Frekar að glápa en gera? Em þess- ir staðir úti um allt af því að hið íslenska karldýr er algjörlega að missa getuna? Hvað er að? Reyndar er offjölgun getulausra karla ekki bundin við Island eitt, eins og vinsældir Viagra sanna. En hvað er að? Við búum í tví- hyggjuheimi þar sem kynin skil- greina sig út frá hvort öðm, karl- inum í hag. (Stór-lítil, ger- andi-þolandi.) En konur em farnar að brjót- ast út úr þessari skilgreiningu. Þær láta til sín taka á hinum op- inbera vettvangi og standa sig bara vel, em ein- staklingar en ekki hluti- af hinu ómögulega safnheiti; konur. Til skamms tíma leit út fyrir að konur fengju að njóta sannmælis. Þ.e. að þær gætu fengið að vera þær sjálfar en þyrftu ekki að leika einhver hlutverk. Hlutverkaskip- an kvenna er í grófum dráttum tvöfold: Meyjan og mellan, stúlkan sem er sofið hjá og hin sem giftist. Kynhvöt kvenna var ekki viður- kennd til langs tíma og er jafnvel ekki enn. Væntanlega vegna þess að ef kona hefur kynhvöt þá þarf að fúllnægja henni og í flestum tilvikum er það karlmaður sem sér rnn það. Ergo: Kona getur gert kröfu til karlmanns. Og það er glæpurinn. Karlmenn virðast ekki geta stað- ið undir kröfum kvenna. Hin „kvenlega fegurð“ Konur eiga að vera fallegar og skilnings- ríkar, þær eiga að sinna þörfum karla. Þær eiga að vera „konur" svo að þeir geti verið „karlar". En nú heimta þær eitthvað í staðinn. Æ,æ! Hvað á til bragðs að taka? Jú, bendum þessum ljótu rauð- sokkum á sinn rétta stað. Þið emð bara að derra ykkur af því að eng- inn almennilegur maður vill ykk- ur. Svo þá em fluttar til landsins sílikon-pumpaðar dúkkur, sumar hverjar með ýmis önnur efni með- ferðis, til þess að flagga hinni „kvenlegu fegurð". Hin kvenlega fegurð er, sem endranær, eins ónáttúruleg og frekast er unnt. Tölvubætt á ljós- myndum, skurðstofubætt í raun- veruleikanum. Fyrir nú utan unglings- piltaútlitið sem er heill kapítuli út af fyrir sig og verður ekki nánar út i farið hér. Þetta er mjög einfalt. Það em gerð- ar óraunhæfar kröf- ur til kvenna sem þær geta aldrei stað- ið undir, hversu mikið sem þær reyna. Þess vegna hafa þær hvorki tíma né sjálfsöryggi til að ógna stöðu karlsins. Þetta er hugmyndafræðin á bak þessa staði, Tveir myrtir og einn stórslasaður og hvað þeir nú heita allir. Og hún virkar. íslenskar stúlkur era farn- ar að keppa í „erótiskum“ döns- um. Verður að viðurkennast að sú keppni er í alla staði heiðarlegri en Ungfrú ísland keppnin, sem gengur strangt til tekið út á ná- kvæmlega sama hlutinn. Það að vaskleg framganga kvenna í þjóðfélaginu og faraldur kvenfyrirlitningarstaða sé á sama tíma er engin tilviljun. Það er ver- ið að berja konur til baka. Allir fá þessir staöir leyfi og öllum finnst þetta allt í lagi. Et tu, Ingibjörg Sólrún? Ásta Svavarsdóttir „Þaö að vaskleg framganga kvenna í þjóðfélaginu og faraldur kvenfyrirlitningarstaða sé á sama tíma er engin tilviljun. Það er ver- ið að berja konur til baka. Allir fá þessir staðir leyfí og öllum fínnst þetta allt í lagi. Et tu, Ingibjörg Sölrún?“ Kjallarinn Ásta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur Með og á móti Rýmkun á opnunartíma verslana ÁTVR Eins og hver önnur lögleg vara Þórlindur Kjartans- son hagfræöinemi. „Það er sjálfsagt mál að að- gangur að vöra á borð við áfengi sé svipaður og að öðmm lögleg- um vöram sem seldar em hér á landi. Enda held ég að flestir séu sam- mála um að opnunartími og sá háttur sem hafður hefur verið á áfengissölu sé beinlínis nið- mlægjandi fyr- ir viðskipta- vinina. Útlendingar hafa stund- um bent á það að á meðan hægt er að ganga um alþingishúsið og aðrar stofnanir landsins, geti menn ekki um frjálst höfuð strokið um leið og þeir stíga fæti inn í ÁTVR. Þar sé öryggisgæsl- an slík að engu likara sé en að menn séu allt í einu staddir í gullforðabúri landsins. Ný reglugerð um rýmkun opn- unartímans er náttúrlega ekkert annað en eðlileg þróun. Þetta er ekkert frábragðið þeirri þróun sem hefur átt sér stað í öðmm verslunum hérlendis. Það hlýtur að vera langeðlilegast að áfengi sé undir sama hatti og önnur lög- leg vara og þar með seld í þeim verslunum sem hafa áhuga á að bjóða sínum viðskiptavinum upp á hana.“ Annað meira áhyggjuefni „I fyrsta lagi þá er það jákvætt að ákvörðunarvald skuli þarna fært til sveitarstjóma. Þeim er heimilt að binda veitingu leyfis til rekstrar áfengisútsölu skilyrðum; m.a. um af- greiðslutíma. Það er hins vegar áhyggju- efni að þegar viðfangsefiii, sem fela í sér ákveðna eftir- litsskyldu eins og hér um ræð- ir, eru færð frá ríki til sveitarfélaga, að þá fylgir enginn tekjustofn með til að framfylgja eftirlitsskyldunni. Þá er og áhyggjuefhi fyrir þá sem starfa aö forvarnarmálum, miklu frekar en þessi reglugerð ein og sér, að ungt fullfrískt fólk, sem kannski hefur aldrei lent í vanda tengdum áfengi og fikni- efnum, skuli gera það að helsta baráttumáli sinu að auka að- gengi að áfengi. Ég leyfi mér að fullyrða að þessar kröfur em ekki það sem ungt fólk þarf helst á að halda að séu uppfylltar í nútímaþjóðfé- lagi. Það hefur sýnt sig að aukið aðgengi að áfengi hefur leitt til aukinnar neyslu; það er hættan við rýmkun á reglum um opnun- artima vínbúða. Við verðum að skoða þessi mál út frá heilbrigðissjónarmiðum og því hvað kemur næst þegar bolt- inn er byrjaður að rúlla. Ungir sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á afnám einkaleyfis ÁTVR til smásölu áfengis og fjár- málaráðherra, nýkjörinn vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir þeirra sjónarmið. Ef þetta er það sem koma skal verð- ur erfitt að framfylgja núverandi stefnu ríkisstjórnarinnar í áfeng- is- og fikniefnamálum." -aþ Kolfínna Jóhannos- dóttir, starfandi formaöur Áfengis- og vímuvarnaráös.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.