Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 28
 V I K I N G A Ltn«| Éfey ^ð.uinna^ □ Mppi ' * --v. 4 S '.jyrirkL lOfáai FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Dvalarsamn- ingum leik- skólabarna rift Dvalarsamningum sex þúsund reykvískra leikskólabarna verður rift ^eg foreldrum þeirra boðnir nýir samningar sem gera borgaryfirvöld- um fært að senda börnin heim fyrir- vararlaust vegna manneklu, að því er Kristín Blöndal, formaður Leikskóla- ráðs Reykjavíkur, sagði á fundi í gær- kvöld með foreldrum barna á leikskól- anum Jörfa. Kristín sagði nú unnið að neyðará- ætlun fyrir leikskólana og sagði m.a. tvær leiðir vera til skoðunar sem ekki væri hægt að greina frá að svo stöddu þar sem þær snertu aðra starfsmenn borgarinnar. Að sögn Kristínar hefur verið rætt i leikskólaráði að fá útlendinga til starfa í skólanum og einnig hefur ver- ið til umræðu að fá foreldra til að ,^skiptast á að vera með börnunum úti við. Einn fundarmanna spurði hvort til greina kæmi að breyta leikskólun- um í sjálfseignarstofnanir og sagði Kristín R-listann tilbúinn til við- ræðna um slíkt ef foreldrar óskuðu. Á fundinum í gærkvöld samþykkti foreldrafélagið að beina tilmælum til foreldra barna á öðrum leikskólum borgarinnar til að mæta ekki með börnin í skólann einn dag á næstunni heldur eyða deginum með þeim í Ráð- húsi Reykjavíkur. -GAR *Áhugi erlend- is á Lands- símanum „Það eru nokkur erlend fyrirtæki sem hafa komið þvi á framfæri að þau hefðu áhuga á að eignast hlut í Landssímanum," segir Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans. í kjölfar sam- runa norsku og sænsku símafyr- irtækjanna Tel- enor og Telia vakna nokkrar spurningar um stöðu Landssím- ans. Þórarinn V. Þórarinsson seg- ir að þetta sé al- geng þróun og engin ástæða til að ætla að Landssíminn verði ekki fyrir áhrifum af henni. Guðmundur Ólason í einkavæðingamefnd hefur lýst því yfir að hafinn sé undirbún- ingur að sölu Landssímans. Hafa þessi erlendu fyrirtæki ver- ið að tala um að eignast ráðandi hlut? “Nei, það hefur ekki komið fram með þeim hætti. Það er mjög mikið í þessum fjarskiptaheimi núna að fyrirtæki eru að kaupa kannski • Ct*{ú~20%.“ -hdm Þórarinn V. Þór- arinsson. Árni Þór Vigfússon, framkvæmdastjóri ísienska sjónvarpsfélagsins hf., Sigursteinn Másson fréttastjóri, Kristján Ra. Kristjánsson fjármálastjóri og Dóra Takefusa dagskrárgerðarkona giöð í bragði kvöldið fyrir fyrstu útsendingu nýs Skjás 1 sem hefur útsendingar í kvöld klukkan átta. _________________________________________ DV-mynd E.ÓI. Steingrímur J. Sigfússon um aö kjarnavopn hafi verið geymd á íslandi: Leynimakk og lygar „Á vissan hátt er ég sleginn yfir þessum fréttum þvi mér finnst þetta óhugnanlegt. En þá er að því að hyggja að þetta leynimakk og lygar hafa fylgt þessum vígbúnaði og er- lendri hersetu frá fyrstu tíð og munu sjálfsagt alltaf gera. Þar af leiðandi átti þetta kannski ekki að koma manni svo mjög á óvart,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG. Bandaríska stórblaðið Washington Post greinir frá því í dag að kjarn- orkuvopn hafi verið geymd í herstöð bandaríska varnarliðsins á Miðnes- heiði á árunum 1956-1959 án vitundar íslenskra sfjórnvalda. í frétt Was- hington Post er vitnað í grein í tíma- ritinu Bulletin for Atomic Sciences þar sem því er haldið fram að kjarn- orkuvopn hafi á þessum árum verið geymd í 48 löndum utan Bandaríkj- anna. í 15 þeirra hafi kjarnorkuvopn- in verið geymd án vitundar stjóm- valda í viðkomandi landi. „Áður hafði komið fram t.d. í Dan- mörku hvemig ekki bara Bandaríkja- menn heldur einnig ráðamenn dönsku þjóðarinnar lugu blygðunar- laust að henni áratugum saman. Það er nauðsynlegt að fara i gegnum þessi Steingrímur J. Sig- Björn Bjarnason. fússon. samskipti hér til þess að athuga hvort það sama hafi átt sér stað hér. Stjóm- völd ættu að krefjast allra gagna um þessi mál og hafna því að þar yrði bor- ið við einhverri leynd af hálfu Banda- ríkjamanna. Einnig þarf að fá á hreint hvernig staða þessara mála hefur ver- ið fram að líðandi stundu. Úr því að hægt var að svívirða svona okkar full- veldi og okkar meintu stefnu um að ekki væru hér kjamorkuvopn á þess- um tíma vakna þær spurningar hvort það hafi ekki verið gert áfram. Núver- andi utanríkisráðherra hefur lagst hart gegn því að kjarnorkufriðlýsa landið, talið það ekki samrýmast stefnu Nató,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon. Össur Skarp- Siv Friðleifsdóttir. héðinsson. „Fyrir mér era þetta nýjar upplýs- ingar," sagði Siv Friðleifsdóttir. „Þetta era fréttir sem hafa reglu- lega komið upp í gegnum tíðina og þetta efni er margrætt. En svo þegar málin hafa verið skoðuð hefur ekki allt reynst sem sýndist. Ég veit ekki í hvaða gögn er visað og get því ekki sagt hvað er nýtt í þessu máli. Það sat vinstristjóm á því tímabili sem vísað er til í frétt Washington Post og þá var mótuð sú stefna í kjamorkumálum sem íslendingar hafa fylgt. En það er sjálfsagt að kynna sér gögnin sem þessar fréttir byggja á,“ sagði Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. „Þetta em mjög alvarleg tíðindi. Staðsetning þessara vopna hér á landi á hátindi kalda stríðsins hefði getað gert ísland að skotmarki hefði stríð brotist út. Það hefur ítrekað verið spurt út í geymslu kjamavopna hér en alltaf borist neikvætt svar. Það þarf að fá skýringar á því,“ sagði Öss- ur Skarphéðinsson, Samfylkingunni. -JSS/hlh Þáttur tannlæknisins upplýstur Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu í morgun er Egill Guðjohnsen sem látinn var laus í gær úr 8 daga gæsluvarðhaldi í raun ekki talinn í teljandi hlutverki í fikniefnamálinu stóra - þó hann teljist á vissan hátt tengjast því. Þannig segir lögreglan hann hafa játað ákveðinn þátt sem snúi að meintu efnahagsbroti - ekki fikniefnabroti. Hlutur tannlæknisins er talinn al- gjörlega upplýstur. Veðrið á morgun: Víða bjart veður Á morgun verður austan og suðaustan 3-8 m/s en 10-15 með suðurströndinni. Dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum en víða bjart veður norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Veðrið í dag er á bls. 45. TerHSgamerkÍvBjnT bfother pt-i2qq_ fslenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.