Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 20
20 enmng MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 JLj’V Voldug mynd af miklu fjalli Hluti af verki Rögnu Róbertsdóttur á Kjarvalsstöðum. Á sumarsýningu Gerð- arsafns fyrir háifu öðru ári sýndi Ragna Róberts- dóttir afar sérstakar Heklumyndir gerðar úr vikri sem límdur var uppá ferhymda fleti á veggjum safnsins. Síðan þá höfum við Frónbúar lítið séð af verkum Rögnu en hún mun hafa staðið í miklu sýningahaldi erlendis á vegum Gallerís i8. Nú hef- ur hún hins vegar sett upp í miðrými Kjarvalsstaða Kötlumynd eina mikla sem líta má á sem beint framhald af sýningunni í Gerðarsafni þó einnig sé spennandi að spá í það sem er ólíkt með þessum tveimur sýningum. Hér lætur Ragna sér ekki nægja að kasta vikri upp á veggi eins og í Hekluverkinu forðum heldur hefur hún sömu- leiðis lagt hinn lárétta flöt undir sig. Hinn langi mið- veggur hússins er þakinn vikri en framan við hann til beggja handa eru inn- skotsveggir með glerbrot- um. Stéttin í hellulögðum garðinum milii austur- og vesturálma safnsins er svo þakin biksvörtum brunasandi austan af Mýrdals- sandi. Fmmmynd - landslagsmynd Þó e.t.v. sé fulldjúpt tekið í árinni að tala um gerólík vinnubrögð er hér um mun flókn- ari og að vissu leyti natúralískari innsetn- ingu að ræða en í Gerðarsafni. Segja má að Heklumyndirnar hafi einungis haft í sér fólgna hina hreinu frummynd eldfjallsins á meðan Kötlumyndin er hefðbundnari lands- lagsmynd þó að hún samanstandi af fer- hymdum flötum einsog hinar. Eitt af því sem einkennir verk Rögnu er hversu mark- visst þau „nota“ rýmið sem þau eru sett upp í. T.d. var útsýnin um glugga Gerðarsafns afar mikilvægur þáttur í Hekluverki hennar og í raun má ganga svo langt að segja að hún hafi breytt tvívíðri, lóðréttri veggmynd í skúlptúr, óendanlegan á alla kanta. Þó sýo Kötlumyndin sé auðvitað sérstak- lega samin inn í aðstæðurnar í miðrými Kjarvalsstaða er um gerólíka rýmishugsun að ræða. Öfugt við Heklu þar sem áhorfand- inn horfði út gluggann til að upplifa verkið ætti maður í raun að horfa inn á safnið utan frá til að sjá Kötlu. Krafan um „hjálp“ um- hverfisins við að framkalla myndina í huga áhorfandans sem var svo sterk í Hekluverk- Myndlist r Aslaug Thorlacius inu er ekki eins áherandi að þessu sinni. Hér notar Ragna bæði láréttan og lóðréttan flöt á lógískan hátt og því þarf verkið ekki svo mjög á viðbót að halda, það er nær því að vera sjálfstæður heimur, sjálfum sér nógur. Fyrir fótum okkar liggur hinn mikli, svarti sandur og handan hans rís eldfjallið, íklætt hvítum jökulhjúpi. Hvað þarf svo sem fleira? Vegna stærðar verksins þarf áhorfandinn að raða myndinni saman í huganum en það er kannski einn helsti styrkur Rögnu sem listamanns hve lítið hún lætur uppi, aðeins nákvæmlega nóg til að áhorfandinn klári myndina sjálfur. Þrátt fyrir umfangið er sama natni lögð í hvern einstakan fersenti- metra og áferð efnisins er jöfn en jafnframt lifandi. Þess vegna þolir verkið bæði nálægð og fjarlægð og er ekki síður áhrifaríkt sé um það hugsað, t.d. heima í stofu. Katla er spennandi viðfangsefni. Hún teng- ist frostavetrum og skelfingum og ég ímynda mér að það sé taugatrekkjandi að vera ná- granni hennar núna. Því þó hún sé ekki jafn „fræg“ og Hekla er hún á vissan hátt hrika- legri ógn þar sem hún mókir í felum undir ishellunni og hefur í hótunum. Katla lætur bíða eftir sér en áhugasamir ættu að drífa sig á sýningu Rögnu því henni lýkur 19. desember. Saga fyrir samtímann Einn af samtímamönnum Gúnters Grass í evrópskri skáldsagnagerð, Guðbergur Bergs- son, hefur haldið því fram að til að listaverk lifi þurfi að byggja inn í það marga tíma. Þannig höfðar það ekki bara til þess tíma sem það er skrifað á en heldur áfram að vera samtimalegt. íslensk þýðing Bjarna Jónsson- ar á Blikktrommu Grass virðist af mörgum ástæðum tímabær lesning einmitt þessa dag- ana. Líklega eru byggðir inn í hana margir -------------------------- Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson tímar því hún talar til samtíma okkar, ekki síður en til þess tima sem hún var skrifuð á fyrir um 40 árum. Og Blikktromman talar ekki bara til okk- ar nú vegna þess að höfundur hennar hefur seint og um siðir fundið náð fyrir augum Nóbelsverðlaunanefndarinnar. Á tíu ára af- mæli falls Berlínarmúrsins er Blikktromm- an tímabær, hún lýsir uppgangi og falli Þriðja ríkisins frá óvenjulegu sjónarhomi, Óskar, aðalsöguhetja hennar, lifir á jaðri þýska ríkisins og stríðsrekstur þess snertir hann og fólkið i kringum hann. Á tímum þegar landamæri Evrópu eru aftur orðin fljótandi og íbúar álfunnar ofurseldir stríðs- herrum verða örlög ibúa Danzig í seinna Gúnter Grass. stríði sterkari þáttur í sögunni. Óskar hefur, eins og lesendur fyrsta bindisins muna, ákveðið að hætta að stækka við þriggja ára ald- ur og standa utan við heim hinna fullorðnu. Frelsið sem felst í barnslegu yfirbragði hans fær í þessu öðru bindi á sig aðra vídd en bara sjónarhornið og frásagnaraðférðina. Hann er ekki bundinn neinu í heimaborg sinni og hefur engar skyldur við umhverfl. Hann getur þess vegna horfið og ferðast um hina stríðshrjáðu Evrópu eins og hvern ann- an ævintýraheim meðan fjölskylda hans er líkt og flestir aðrir ofurseld duttlungum stríðsveldanna sem senda menn út í opinn dauðann, ræna þá heimilum sínum og jafn- vel þjóðerni ef svo ber undir. Ástæða er til að minna á að Blikktromm- an er ein skáldsaga, þótt nauðsynlegt hafi reynst að gefa hana út í þremur bindum á ís- lensku. Það getur nefnilega verið svolítið erfitt að koma inn í miðja sögu í upphafi þessa bindis, það tekur tíma að finna aftur heim sögunnar og venjast hinni sérstæðu rödd Óskars. Þess vegna ættu lesendur að hafa fyrsta bindið við höndina við lestur þessa bindis, og auðvitað að bíða spenntir eftir því þriðja. Eins og undirritaður sagði í dómi um fyrsta bindið í fyrra er Blikktromman ein af mögnuðustu skáldsögum aldarinnar - það hefur ekkert breyst síðan. Gúnter Grass Blikktromman Þýðandi Bjarni Jónsson Vaka Helgafell 1999 Himneskt siðferði í dag kl. 12.30 heldur finnski myndlistarmað- urinn Ola Kolehmainen fyrirlestur við Listahá- skóla íslands í Laugarnesi, stofu 024. Hann vinnur með innsetningar og mun fjalla um þær ■ og sýna litskyggnur. Ola Kolehmainen opnar sýningu í Galleri i8 á fimmtudaginn kemur. Hann er fæddur í Helsinki árið 1964 og lauk mastersnámi frá ljósmyndadeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki. Hann hefur hlotið fjölmargar viður- kenningar fyrir verk sín. Verkum sínum lýsir listamaðurinn á eftirfarandi hátt: „Ég kanna þær hliðar siðferðis okkar sem eru hvorki ógn- vekjandi né hryllilegar heldur himneskar og friðsælar. Ég þróa hugmynd og nota til þess myndmál sem hlutgerist í ljósmyndum af rými, ýmist utan dyra eða innan, sem verður á vegi mínum á ferðalögum. Síðan bæti ég við skyld- um þáttum í sinni einfóldustu og hreinustu mynd. Gullnum vegg, svörtu plexigleri, bláu ljósi: þessir þættir endurspegla áhorfandann bæði bókstaflega og andlega. Innsetningin er í sjálfu sér ferðalag - lögun lands, vatna eða borga - sem gefur til kynna lendur handan lífs- | :: i Aðventutónleikar Við minnum á að Söngsveitin Fílhamiónía endurtekur vegna mikillar aðsóknar sína ár- legu aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld og miðvikudagskvöldið kl. 20.30. Flutt verða jóla- og hátíðarverk frá ýmsum tímum sem flest eru á nýútkomnum geisladiski Söngsveitarinnar, Heill þér himneska orð. Við hluta efnisskrárinnar nýtur kórinn fulltingis hljómsveitar sem skipuð er hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands og er konsert- meistari hennar Rut Ingólfsdóttir. Einsöngvari er Sigrún Hjáhntýsdóttir og stjórnandi Bern- harður Wilkinson. Miðasala er í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, hjá kórfélögum og við inngang- inn. Bók aldarinnar Út er komin sú bók sem kannski á eftir að skemmta landanum best í fjölskylduboðum mánaðarins: Bók aldarinnar sem segja má að raði allri öldinni upp í tíu bestu, tiu verstu, tíu stærstu, tíu smæstu, tíu mestu og tíu minnstu. Fréttamennirnir Gísli Marteinn Baldursson og Ólafur Teitur Guðnason hafa verið svo fundvísir á atriði til að „telja“ á þenn- an hátt að erfitt er að hugsa sér nokkuð sem við mætti bæta. Bókinni er skipt í fjóra hluta, Sögu og arfi, eru mikilvægustu atburð- irnir, stærstu fréttimar, sögulegustu árin, mestu sigrar og ósigrar stjórnmálamanna, mestu hneykslismálin, áfóllin, menningarslys- in, bestu bækur og leikrit og svo framvegis. í öðrum hluta, Landi, era hæstu fjöll, stærstu jöklar og stöðuvötn, mestu hafisár, hættuleg- ustu vegarkaflar og brýr og ótalmargt fleira. í Fólki eru taldar mestu hetjumar, áhrifamestu mennimir, fegurstu konurnar, mestu töffar- arnir (já, Rúnar Júl. er númer eitt!), orðheppn- ustu mennimir og umdeildustu og bestu lista- mennimir í öllum hugsanlegum flokkum og gréinum. Um það val á eftir að deila beisklega á mörgum heimilum . . . í lokahlutanum, Lífi, eru mannskæðustu sjóslysin, mesta mann- björgin, mestu vonbrigði þjóðarinnar, kyndug- ustu dómsmálin, mestu ódæðisverkin, fræg- ustu ritdeilurnar, umdeildustu stöðuveiting- arnar, óheppilegustu fyrirsagnirnar og undar- legustu mannamótin og er þá fátt eitt talið af þvi sem talið er. Menningarsíða DV tilnefnir Bók aldarinnar „besta umræðuefni" jólanna 1999. Nýja bókafélagið gefur bókina út. íslensk heiðurs- merki Birgir Thorlacius, fyrrver- andi formaður orðunefndar, hefur skrifað bókina íslensk heiðursmerki þar sem hann rekur sögu fálkaorðunnar og annarra íslenskra heiðursmerkja, svo og þeirra heiðursmerkja sem efnt var til á dögum konungdæmisins en voru sérstaklega ætluð ís- lendingum. Fjallað er um verðlaunaskjöld Kristjáns konungs X og ýmsa heiðurspeninga og afreksmerki. Einnig er kafli um heiðurs- merki almennt sem talin eru eiga uppruna sinn í skjaldarmerkjum frá tímum krossferðanna. Háskólaútgáfan gefur bókina út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.