Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 J>V Fréttir Sigursteinn Baldursson kom fyrstur íslendinga á slysstað eftir að rútan fór út í Lindaá: Rútan var sem sökkvandi skip - fólkið stóð í vatni á toppi bílsins - þeim síðustu bjargað á elleftu stundu DV-MYNDIR FANNEY í jökulfljótinu Feröafólkiö beiö tímunum saman á þaki rútunnar eftir björgun. Landveröir sem komu til bjargar misstu bát sinn og bættust í hópinn. Þeir stöþþuöu stálinu í hrakiö fólkiö meö því aö láta þaö syngja. „Ég vaknaði um hádegisbilið inni í skála þegar erlendur ferðamaður kom í mikiili geðshræringu og sagði að eitt- hvað væri að í ánni. Við vissum ekki hvað það var en lögðum af stað á fjór- um jeppum. Þegar við komum á stað- inn ætlaði ég ekki að trúa mínum eig- in augum. Ég vissi að eitthvað var að en ekkert þessu likt,“ sagði Sigursteinn Baldursson, ritstjðri Ferðir.is, sem varð fyrstur á vettvang á slysstað við Lindaá, austan Herðubreiðarlinda, eftir að er- lendur ferðamaður á reiðhjóli hafði fyrst komið í skála Ferðafélags íslands og tilkynnt um rútuslysið. Ferðamaður- inn hafði hjólað allt hvað af tók til að láta vita, um 7 kílómetra leið. Sigursteinn var í skálanum ásamt nokkrum landvörðum frá öðrum stöð- um á landinu sem höíðu verið að „halda jól“ eins og það var orðað í hópnum. Mér brá illa - landvörður hætt kominn „Mér brá illa þegar ég sá fólkið uppi á rútunni úti í ánni. Rútan, sem stóð á hjólunum, var komin utan í klöpp. Það var enginn vegur að komast að fólkinu frá landi,“ sagði Sigursteinn. Hann sagði að Kári Kristjánsson, landvörður í Hvannalindum, og Elísabet Kristjáns- dóttir, landvörður í Öskju og Herðu- breiðarlindum, hefðu tekið fram tveggja manna gúmmíbát og komist við illan leik út að rútunni. „Þegar þau nálguðust rútuna hvolfdi bátnum og Kári fór f ána með straumnum en rétt náði að komast upp á rútuna. Hann var hætt kominn," sagði Sigursteinn. „Síðan var þetta eins og að horfa á sökkvandi skip. Þeg- ar tíminn leið grófst æ meira undan rútunni. Þetta var farið að líta illa út. Við margreyndum að kasta böndum yflr til fólksins en það bar engan ár- angur. Öflugur bátur eða þyrla var eina leiðin til að bjarga þeim sem stóðu þama uppi á toppi rútunnar. Það var hræðilegt að sjá hvemig vatnið braut á efri hluta framenda bílsins. Áður en björgunarsveitimar komu á vettvang var fólkið allt orðið umluk- ið vatni," sagði Sigursteinn. Létu fólkiö syngja og klappa Sigm-steinn sagði að Kári og Elísa- bet hefðu greinilega látið þýsku ferðamennina klappa og syngja til að missa ekki kjarkinn. „Fólkið var búið að þjappa sér sam- an efst á rútutoppnum. Einn maður stóð aftan á, ofan á varahjólinu. Við vorum í geðshræringu að fýlgjast með þessu öllu úr landi. Þetta var eins og að hafa á tilfinningunni að vera stadd- ur nokkra metra frá fólki sem er í mik- illi lífshættu án þess að geta nokkuð gert,“ sagði Sigursteinn. Sigursteinn sagði að þegar björg- unarsveitarmenn hefðu komið á vett- vang hefðu menn haft mjög snör handtök, svo ekki sé meira sagt. Gúmmíbátur með mótor hefði verið tekinn fram og menn rennt sér mjög faglega að rútunni og tekið mið af straumnum. Hófu menn þá að sel- flytja ferðamennina í land. Sigur- steini taldist til að björgunarmenn hefðu farið fimm ferðir með fólkið áður en allir voru komnir á þurrt, flestir blautir og mjög kaldir. TF-LÍF, stærri þyrla Landhelgis- gæslunnar, kom á vettvang þegar búið var að bjarga öllum nema fimm í land. Var ákveðið að hún yrði í hangflugi yfir staðnum og biði átekta enda gekk björgunarstarf bjargvætta úr landi mjög vel fyrir sig. Sigur- steinn telur að innan við hálftími hafi liðið frá því að þeir fyrstu fóru í land þangað til allir voru hólpnir. „Þessir björgunarmenn eiga mikið hrós skilið enda mátti engu muna að rútan væri komin á kaf þegar þeir síðustu fóru í land,“ sagði Sigur- steinn Baldursson. „Þetta var mesti spennutryllir sem ég hef upplifað." -Ótt Björgun afstaðin Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang höföu björgunarsveitarmenn þegar náö fólkinu í land meö gúmm- bát. Þyrlan flutti þá sem voru mest hraktir til Húsavíkur en aörir voru fluttir meö bílum. Kona á níræðisaldri meðal farþeganna DV, HÚSAVlK: „Þetta er allt í lagi. Við erum heil á húfi,“ sagði einn Austurríkis- mannanna sem komið var með til Húsavíkur eftir miklar mannraunir þar sem rúta þeirra lenti á kafi á mótum Lindaár og Jökulsár á Fjöll- um skömmu fyrir hádegi i gær. Fólkið klifraði upp á þak rútunnar en bílstjóranum og tveim farþegum tókst að synda í land. Landverðir komu fólkinu til aðstoðar klukku- tíma síðar og þremur tímum eftir að rútan festist í ánni komu björgunar- sveitir á vettvang. Tólf austurrískir ferðamenn, einn leiðsögumaður, bílstjóri rútunnar og tveir landverðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Húsavík til eftirlits í gær, ýmist með þyrlu Landhelgis- gæslunnar TF-LÍF eða með bílum. „Þetta var töluvert mikil björgun, en aðalatriðið er að allir sluppu heil- DV-MYND BENDER Mannbjörg varð Þeir voru kátir í bragöi björgunarmennirnir viö komuna til Húsavíkur, enda tókst þeim aö bjarga 13 manns ofan af þaki rútu sem sat föst í Lindaá, sem ergífurlega vatnsmikil þessa dagana. unarsveitinni Þingey á Húsavík, er hann var að bera teppi og annað sem notað var við að bjarga fólkinu úr Jökulsá á Fjöllum út í björgunarsveit- arbílinn. „Þetta tókst vel, það björguðust all- ir,“ sögðu hressir björgunarsveita- menn þegar komið var með hrakta, kalda og blauta ferðamennina á sjúkahúsið á Húsavík í gærkvöldi. „Þetta hefur haft töluverð áhrif á sumt af fólkinu," sagði læknir á sjúkrahúsinu á Húsavík í samtali við DV í gær. Ein 84 ára gömul kona, ald- ursforsetinn í hópnum, gisti á sjúkra- húsinu á Húsavík í nótt en var út- skrifuð í morgun. Hitt fólkið gisti á hóteli á Húsavík í nótt og var fatnað- ur þess hreinsaður og þurrkaður í nótt. Fólkið mun samkvæmt heimild- um DV ákveða í dag hvort það ætlar ir og við vorum að koma með átta sveitarbflnum," sagði Friðrik Jóns- að halda áfram ferðinni. hingað til Húsavíkur á björgunar- son, björgunarsveitarmaður úr björg- -G.Bender/SMK Arangurstengt launakerfi Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, segir margt benda til þess að samningar um ár- angurstengda launa- stefnu verði algeng- ari í samfélagi fram- tíðarinnar. Sum fyr- irtæki og þá ekki síst ýmiss konar peningastofnanir hafa undanfarið leyft starfsfólki sínu að njóta góðrar afkomu. íslandsbanki- FBA tók nú síðast tekið upp árang- urstengt launakerfi. Dagur greindi frá Höföingleg gjöf Læknafélag íslands afhenti í gær Nesstofusafni að gjöf fasteignina Bygggarða 7, Seltjarnarnesi, auk 12,6 milljóna króna. Hugmyndin er að Bygggarðar 7 verði notaðir fyrir starfsemi og varðveislu muna Nes- stofusafns og að fjármunum skuli varið til endurbóta á fasteigninni í samræmi við áætlað framtíðar- skipulag lækningaminjasafnsins Nesstofusafns. Svipað fyigi og í kosningunum Heldur hefur dreg- ið úr stuðningi við ríkisstjómina milli júní og júli ef marka má niðurstöður nýj- ustu könnunar Gallups á fylgi stjóm- málaflokkanna sem framkvæmd var í sfð- asta mánuði. í henni kemur ffarn að 60% aðspurðra styðja ríkisstjómina en 65% þegar spurt var í júní. Samanlagt fylgi stjómarflokkanna var 59% í al- þingiskosningunum í maí á síðasta ári. Mbl greindi frá. Húsbréf að hækka í verði? Fjáfestingarbanki atvinnulífsins hefúr gefið út spá um þróun og horfur á skuldabréfamarkaði. Þar kemur m.a. fram að talið er að það dragi úr útgáfú húsbréfa á næstunni. FBA byggir þessa spá á áætlun Orkuspá-nefndar um fjölgun íbúða á landinu á næstu árum um að íbúðummuni að meðaltali fjölga um 1.400 á ári næstu fimm árin og að íslenskt efiihagslif sé á toppi í hagsveiflunni nú. Þetta tvennt geri það að verkum að vænlegt þyki að fjárfesta í húsbréfúm. RÚV greindi frá. Viðgerð hefsf í dag Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ak- ureyri munu hefjast handa við að laga veginn sem fór f sundur norðan við Herðubreiðarlindir í gærdag, en hann fór í sundur á kafla eftir að Jökulsá á Fjöllum flæddi yfir hann. Mbl. is greindi frá Síminn lækkar gjaldskrá GSM Verð á algengustu símtalsflokkum í GSM- kerfi Símans lækkar um 6% á mánudaginn. í fréttatilkynningu frá Símanum kemur fram að lækkunin sé í tilefiii af 6 ára afmæli Símans GSM í dag. Barnabætur skerðist ekki Gert er ráð fyrir því í frumvarpi til fjárlaga næsta árs að bamabætur skerðist ekki vegna eigna. Geir H.Haarde fjár- málaráðherra segist beita sér fyrir þessari breytingu. Grétar Þorsteinsson, forseti ASl, er ekki tilbúinn að slá því föstu að ASÍ styðji afnám eignatengingarinnar eins og fiármálaráðherrann vill að gert verði á næsta þingi. RÚV greindi frá. Ekki kennaraskortur Ráðningar í kennarastöður á Norð- urlandi virðast ganga mun betur í ár en oftast áður. Hlutfall réttindakenn- ara í Skagafirði eykst um 10% á milli ára. RÚVAK greindi frá. -vs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.