Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Síða 13
13 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 I>V Nestisbox Karólínu „Iðnhönnuður leitast við að finna lausnir (stórar og smáar) eða spyrja spurninga sem mega verða til þess að gera hið efnislega í umhverfi okkar síður framandlegt eða fjandsamlegt mannlegu eðli. Útkoman eða lausnin verður svo vonandi að nýjum eða endurbættum hlut eða vöru. Það er stórkostlegt að geta þannig tekið þátt í að skapa framtíðina og hafa tœkifœri til að gera hana vœnni fyrir sálir og umhverfi. í dag er tenging vísinda og menning- ar eitt mikilvægasta starf hönnuða. “ Karólína Einarsdóttir - drög ad texta fyrir sýningarskrá Ein þeirra hönnuða sem eiga verk á sýningunni Mót á Kjarvalsstöðum er Karólína Einarsdóttir iðnhönnuð- ur. Hún er nýlega komin frá Helsinki, þar sem hún lauk MA-námi í iðnhönnun og vakti athygli að- standenda sýningarinnar fyrir loka- verkefnið sitt, Urban Picnic, sem er nestisbox fyrir nútímamanninn. Kar- ólína segist mjög spennt að sjá verk hinna hönnuðanna því hún hefur lengi verið á þeirri skoðun að ekki sé nauðsynlegt að skipta hönnun í svo marga flokka. „Maður þarf ekki að skilgreina sig svona mikið,“ segir hún. „Þó að ég sé iðnhönnuður fæst ég við fleiri teg- undir hönnunar - ég þarf ekki að verða ellidauð í iðnhönnunargeiran- um. Allir hafa gott af þvi að breyta til og það er gaman að vinna með fólki í öðrum hönnun- argeirum, enda er mikið fengist við sömu hug- myndir og sömu áhrif.“ Hér heima er Karólína mennt- uð úr Myndlista- og handíðaskól- anum og segist hafa farið þar í keramik vegna notagildis þess, fremur en ætlun- in hafi verið að gerast listamað- ur, því alla tíð hafi hún frekar haft áhuga á hönnun en list. „Ég hugsa mikið um það hvernig er hentugt að hafa hlut- ina með tilliti til flutninga og annars sem getur komið upp á í lífi nútímafólks. Þannig hugsa ég líka þegar ég fer í búðir og þarf að kaupa mér eitthvað og hvort hluturinn bjóði upp á fleiri en eina tegund notkunar. DV-MYND TEITUR Karólína Einarsdóttir iönhönnuöur „Þó að ég sé iðnhönnuður fæst ég við fleiri tegundir hönnunar. Ég þarf ekki aö verða ellidauð í iðnhönnunargeiranum. Allir hafa gott af því að breyta til. “ (urban picnic) Urban Picnic Nestisbox fyrir nútímamanninn. Daisy Lampar sem auðvelt er að fiytja. :0 X Á laugardaginn veröur opnuð stór hönn- unarsýning á vegum FORM ÍSLAND í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Sýningin ber yfirskriftina Mót - íslensk hönnun/hönnun á íslandi og að sögn þeirra sem nálœgt henni koma er Mót sýn- ing sem er ekki að þykjast vera yfirlitssýn- ing. Hún er heldur ekki söguleg sýning, heldur eru hér nokkurs konar stiklur í tíma og sögu, enda er íslensk hönnunarsaga fremur skammt á veg komin. Þarna er sýnd öll breiddin í því sem kalla má hönnun og ekki raðað eftir tímabilum, heldur blandaó saman á nýstárlegan hátt með þaó aó markmiói aö vekja áhuga á því sem hefur verið gert og enn fremur varpa Ijósi á hvað mögulegt er að gera. Byggt er á þremur meginhugmyndum: Hönnuðinum sem einstaklingi, iönaðarframleiðandanum og sögulegum arfi íslenskrar hönnunar. Vinnur með létt efni En hvernig fékkstu hugmynd- ina aö nestisboxinu? „Mér hefur verið það hugleik- ið hvernig matarvenjur fólks hafa breyst á síðari árum. Fólk er meira á faraldsfæti - líka á daginn - og það býr eitt, er í námi, eða bisness og hefur hvorki félagsskap þegar snætt er né nauðsynleg áhöld til þess að matast. í nestisboxinu eru þrír hlutir úr keramiki sem má nota á ýmsa vegu: kúla, sem er í rauninni tvær skálar, stór bolli sem einnig er hægt að nota fyrir morgunkom og djúpur diskur. Líka er gert ráð fyrir því að ferðalangurinn geti sett per- sónulegan blæ á boxið og bætt í það nokkrum hlutum að eigin vali.“ Boxið er úr áli og krossviði, með gúmmíteygju utan um, en Karólína segist vinna með létt efni af einfaldri ástæðu. „Margt ungt fólk hefur ekki fasta búsetu lengur, það er sí og æ að flytja, og þá er hentugra að eiga létta og meðfærilega hluti.“ Þannig er líka lampinn Daisy sem Karólína sýnir á Kjarvals- stöðum. Hann er úr örþunnum krossviði og áli og það er hægt að skrúfa Fylgihlutir og framleiðsluvörur Sýningin er afar víðtœk og sýnir hönnun í öllum geirum þjóðlífsins, s.s. stóla, lýsingu, boröbúnaó, skartgripi, textil, tískufatnað, fylgi- hluti, framleiösluvörur, byggingarlist, innan- hússhönnun, tölvuleiki, margmiólun, teikning- ar, tímarit, umbúóir, fyrirtœkjaímyndir og iön- aóarvörur. Félögin sem standa aó FORM ÍSLAND eru: Félag húsgagna- og innanhússarkítekta, Félag íslenskra teiknara, Leirlistafélagiö, Félag ís- lenskra gullsmiöa, Textílfélagió, Félag ís- lenskra landslagsarkítekta, Félag iónhönnuóa og Arkitektafélag íslands, auk ófélagsbundinna hönnuóa. Þetta er í fyrsta sinn sem allir þessir ólíku hönnuöir leiöa saman hesta sína og því er þetta tímamótasýning á íslandi. Michael Young og Katrín Pétursdóttir völdu verkin meö hliö- sjón af ábendingum sérfrœóinga á hverju sviði. -þhs hann í sund- ur. „Þegar ég flutti frá Finnlandi þótti mér mikill kost- ur hve auð- velt var að flytja hann og þá má segja að til- ganginum með hönn- uninni sé náð,“ segir Karólína og hlær. -þhs Brautryðjandi í byrjun aldar Þórarinn B. Þorláksson: Áning. Andrúmsloft upphafinnar kyrrðar og andblær djúphygli einkenna verk hans. Einkennilegt er til þess að hugsa að aðeins skuli vera hundrað ár - ein öld - síðan fyrsti íslenski myndlistar- maðurinn hélt opinbera sýningu á verkum sínum hér á landi. Fyrirbær- ið „einkasýning“ var reyndar ekki gamalt annars staðar í heiminum, menn tóku ekki upp á því að sýna verk sín opinberlega fyrr en á 19. öld, en markverð myndlist var samt mun sýnilegri 1 grannlöndunum en hér heima. Frumherjinn sem steig hið afdrifa- ríka skref með verkin sín út úr vinnustofunni var Þórarinn B. Þor- láksson og í það minnsta finnst okk- ur nú að hann hafi verið kjörinn til þess að leiða landa sína inn i nýjan myndlistarveruleika, svo undurfagr- ar og blíðar sem kunnustu myndir hans eru. Á næstu vikum gefst okkur tæki- færi til að meta hann á ný á viðamikilli yfirlits- sýningu sem verður opnuð í Listasafni fslands á laugardaginn. Listasafnið á gott úrval verka eft- ir Þórarin, 34 verk, en meðal þeirra er fyrsta ís- lenska málverkið sem safnið eignaðist, „Áning", sem listamaðurinn gaf því árið 1911. Auk þeirra hefur verið safnað fjölda verka hans og mun alls gefa að líta 160 myndir listamannsins á þessari sýningu. Rómantískur natúralismi Þórarinn Benedikt Þorláksson fæddist 1867 að Undirfelli í Vatnsdal, þar sem faðir hans var prestur. Þórarinn stundaöi listnám í Kaup- mannahöfn um aldamótin 1900 og kynntist þar hinum rómantíska natúralisma sem hann hélt tryggð við í listsköpun sinni alla tíð. Hann varð fyrstur íslenskra listmálara til að gera náttúru landsins að myndefni sínu og lagði þar með hornsteininn að þeirri sterku lands- lagshefð sem finna má í íslenskri listasögu á 20. öldinni. Túlkun hans á náttúrunni má lýsa sem róman- tískri, enda er bakhjarl listar hans einkum í norrænni síð-rómantískri list og íslenskri rómantískri ljóða- gerð 19. aldar. Andrúmsloft upphaf- innar kyrrðar og andblær djúphygli eru sterk höfundareinkenni verka hans og skilja hann frá öðrum ís- lenskum listamönnum í byrjun ald- arinnar. Með áhrifamikilli túlkun sinni á islenskri náttúru hefur hann skerpt sýn okkar og slegið sérstakan streng í menningarlegri sjálfsmynd okkar. Hann lést árið 1924 í sumarbústað sínum, Birki- hlíð í Laugardal. Listasafn íslands vill með sýning- unni á verkum Þórarins minnast þessara merku tímamóta og leggja um leið áherslu á mikilvægt hlutverk hans sem brautryðjanda í íslenskri listasögu. í tengslum við sýninguna kemur út vönduð bók þar sem Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur gerir ferli listamannsins skil. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga og stendur til 26. nóvember. Sýningin er á dagskrá Reykjavíkur menning- arborgar. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Stjörnur slokkna Sýningin Stjörnur á morgunhimni eftir Alexander Galin hefur notið mik- illa vinsælda bæði i Iðnó og á Akureyri en þarf nú að víkja vegna anna. Sögusvið leikritsins er Moskva við setningu Ólympíuleikanna árið 1980. Fylgst er með ógæfufólki sem ekki er velkomið á hátíðahöldin og húkir í köldum kumbalda þegar ólympíueldur- inn fer hjá. Meðal leikenda er Sigrún Edda Björnsdóttir sem var tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir leik sinn. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðar- son. Allra síðustu sýningar verksins verða annað kvöld og sunnudagskvöld- ið í Iðnó. Hugvísindaþing Hugvisindaþing hefst i Haskóla íslands á morgun kl. 13 með málstefnu Sagnfræðingafélags íslands: Póstmódern- ismi - hvað nú? Frummælendur eru Geir Svansson, Sigrún Sigurðardóttir, Ingólfur Á. Jóhannesson og Kristján Kristjánsson. Kl. 16 heldur Solvi Sogner Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar um Hjónabönd í Noregi eftir siðaskipti og kl. 20 flytur Sigrún Svavarsdóttir heimspekingur fyrirlestur í boði Hugvís- indastofnunar: Að breyta skynsamlega, réttlætanlega og vel. Öll atriðin eru i há- tíðasal í aðalbyggingu. Á laugardaginn hefst þingið kl. 9.30 árdegis og stendur fram undir kvöldmat. Fimm málstofur verða starfræktar, hver með 4-6 frummælendum, auk þess sem sex sjálfstæðir fyrirlestrar verða haldnir í Odda frá kl. 10. Málstofurnar bera yfir- skriftina „Einstaklingurinn fyrr og síð- ar“ (í hátíðasal kl. 9.30-13), „Menning og samfélag kaldastríðsáranna (í stofu 201 Odda kl. 9.30-13), Á milli mála (í hátíða- sal kl. 14-17.30), „Að kunna gott að meta: Hlutlæg verðmæti" (í stofu 201 Árna- garði kl. 14-17.30) og „Fórnin" (í stofu 201 Odda kl. 14-17.30). Nánari upplýsingar eru á http://www.hi.is/stofn/hugvis. Börn á öllum aldri óskast Á laugardaginn býður cafe9.net í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi til tölvunámskeiðs / tölvuverkstæðis fyrir börn á aldrinum 6 til 107 ára þar sem þeim verður kennt að vinna með sér- hannaðan hugbúnað Haraldar Karlsson- ar sem gengur undir heitinu IVCP. Nám- skeiðið stendur yfir frá kl. 12-16 og er ætlað 20 börnum. Daginn eftir kl. 14-16 sýna Haraldur og börnin afrakstur vinnu sinnar í Hafnarhúsinu. Skráning er i síma 552-6131. Börn yngri en 10 ára komi í fylgd með full- orðnum. Heimsbók- menntakvöld Heimsbókmenntakvöld hið síðara verður á Súfistanum í kvöld kl. 20. Þá les Bjarni Jónsson úr þýðingu sinni á Blikktrommunni eftir Gúnter Grass og Aðalsteinn Davíðsson les úr bókinni Sjö bræður eftir Aleksis Kivi. Einnig les Þórarinn Eldjárn úr Ofurnæfur eft- ir Erlend Loe og Friðrik Rafnsson les úr bókinni Fáfræðin eftir Milan Kund- era. Frændi Rameaus Annað kvöld kl. 20 flytur Friðrik Rafnsson fyrirlestur um eitt þekktasta verk 18. aldar í Frakklandi, Frænda Rameaus, í Alliance Frangaise, Aust- urstræti 3. Bókin er eftir Denis Dider- ot (1713-1784) og kom út í flokki Lær- dómsrita hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi s.l. vor í þýðingu Frið- riks. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hugsanir eru mínar gleðikonur" og þar verður leitast við að skýra hvers vegna þessi höfundur og hugsuður virðist njóta sífellt meiri hylli. Auk þess verður reynt að tengja Diderot og Frænda Rameaus við íslenska sagna- hefð og hinn sígilda áhuga íslendinga á sögum af einkennilegum mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.