Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
töluu-i  tikni  og  visinda
Hitaþolin ensím víða notuð:
Mikilvæg í gena
rannsóknum
- einnig mikið notuð í iðnaði
21
Jakob Kristjánsson, forstjóri Prokaria, segir aö viss gerö hitaþolinna ensíma
sé í raun forsenda nútíma eríöafræöirannsókna þar sem þau eru notuö til að
búa til eftiriíkingar af DNA-þráöum.
Fyrirtækið
Prokaria   ehf.
hefur   nú   í
nokkur ár unn-
ið að rannsókn-
um á hitaþoln-
um örverum og
meðfram því stundað rannsóknir
á ensímum sem í þeim eru. Að
sögn Jakobs Kristjánssonar, for-
stjóra Pokaria, snýst starfsemin
að mestu leyti um að þróa tækni
til greiningar á genum baktería
sem finnast á háhitasvæðum.
„Við erum með nokkur verk-
efni meðfram því þar sem við
erum að rannsaka ákveðin ensím
úr þessum bakteríum sem nýtast
geta til lyfjagerðar og erfðfræði-
rannsókna."
Rannsóknir Prokaria beinast
aðallega að þróun nýrrar tækni
til að greina erfðaefni hitaþol-
inna örvera. Þetta leiðir af sér
hægt er að segja til um verkun
ensíma örveranna. Þegar þessi
tækni verður fullkomnuð verður
hægt að greina erfðaefni allra
bakteria.
Upplýsingum um hverja bakt-
eríugerð verður síðan safnað á
tölvuform. Prokaria framleiðir
svo sýnishorn sem verða send
væntanlegum viðskiptavinum til
prófunar við raunverulegar að-
stæður.
Jakob lýsír því þannig
að DNAspfrallinn, sem
gerður er úr tvelm
þráðum tengdum
saman á DNA-efni, sé
hltaður upp / rúmar 90
gráður þar sem þræð-
írnir losna f sundur og
síðan kældur niður f 70
gráður þar sem ensfm-
ín taka tíl við að fjðh
falda DNA-þrmðina.
Hundruö milljóna dollar á
ári
Að sögn Jakobs eru viss hitaþol-
in ensím, DNA-fjölföldunarensím,
forsenda þeirra erfðavísindarann-
sókna sem fram fara í heiminum í
dag. „Til þess að geta rannsakað
erfðaefni þarf að fjölfalda einn
DNA-spíral mörgum sinnum. Þetta
er gert með sérstökum ensímum."
Jakob lýsir því þannig að DNA-
spírallinn, sem gerður er úr tveim
Þvottaefni er mefial þeirra ifinafiarvara sem hitaþolin ensím eru nýtt í þar sem þau brjóta nifiur óhreinindi.
þráðum tengdum saman á DNA-
efni, sé hitaður upp í rúmar 90
gráður þar sem þræðirnir losna í
sundur og síðan kælt niður í 70
gráður þar sem ensímin taka til við
að fjölfalda DNA-þræðina. Þetta er
gert um þrjátíu sinnum þannig að
margföldunin er 2 í veldinu þrjátíu
sem endar í milljónum til milljarða
DNA-þráða eða nógu miklu þannig
að hægt sé að vinna með þá.
Verðmæti ensíma til fjölföldunar
erfðaefnis er mjög mikið og segir
Jakob að árlega sé söluvirði þeirra
nokkur hundruð milljóna dollara
þannig að sóknarfæri sé vænlegt á
þann markað.
Notaö í kjúklingafóöur
Jakob segir að hitaþolin ensím
séu einnig notuð viða í iðnaði. „í
fyrsta lag eru hitaþolin ensím þó
nokkuð notuð i þvottaefni nú til
dags og hafa reyndar verið í nokk-
ur ár. Einnig er farið að nota þau
við gerð dýrafóður, s.s. kjúklinga-
fóður. Með því að bæta ensímum
við er melting fóðursins gerð auð-
veldari fyrir dýrin auk þess sem
það eykur upptöku nauðsynlegra
næringarefna eins og t.d. járns. Það
er líka venja nú til dags að hita fóð-
ur, bæði að sótthreinsa það og líka
til þess að gera það að kögglum
eins og allt dýrafóður er orðið.
Þetta gerir notkun hitaþolinna ens-
Ima æskilega."
í lyfjagerð eru einnig notuð hita-
þolin ensím. Jakob segir að það
sama gildi við lyfjagerð og gerð
dýrafóðurs, þ.e. að lyfjablandan er
hituð upp i ákveðið hitastig til þess
að sótthreinsa hana.
Evrópusambandiö styrkir
rannsóknir
Rannsóknir á hitaþolnum ensímum
hófust fyrir um 30 árum en verulegar
rannsóknir hófust ekki nema fyrir um
15 árum. Sú staðreynd að þessi ensím
eru orðin jafnmikilvæg iðnaði og raun
ber vitni gerir þau vinsæl til rann-
sókna og er mikið í gangi á þeim vett-
vangi. Meðal annars er Evrópusam-
bandið búið að vera með margs konar
rannsóknarverkefni á hitaþolnum ör-
verum seinustu tíu ár og hefur
Prokaria meðal annars tekið þátt einu
slíku.
Jakob segir að sóknarfærin séu
mörg með hitaþolin ensím og margt
spennandi að gerast á því sviði.
Rannsóknir á kannabis í lækningaskyni:
Þarf ekki lengur að reykja það
- aðferð þróuð til að framleiða aðrar inntökuaðferðir
Hópur vísinda-
manna við Aber-
deen-háskólann í
Skotlandi til-
kynnti í síðustu
viku að þeim
hefði tekist að
þróa aðferð til að framleiða kannabis
í lyfjaformi öðru en inntöku meö
reykingum sem væri jafnvel hægt að
koma á markað á Bretlandseyjum eft-
ir u.þ.b. 5-10 ár, ef ekki fyrr.
Meirihluti lækna í Bretlandi hefur
hingað til sett sig upp á móti lögleið-
ingu kannabis sem lyfs vegna þess að
þægilegasta aðferðin við inntöku
þess hefur hingað til verið með reyk-
ingum sem, eins og flestir vita, er
krabbameinsvaldandi og þ.a.l. ekki
til þess fallið að flokkast sem lyf. Nið-
Bill Clinton greiþ inn í þegar fbúar
Kalifornfu samþykktu afi lögleifia
maríjúana til notkunar í lækninga-
skyni.
urstöður rannsókna hópsins hafa
hins vegar leitt í Ijós aðferðir þar
sem hægt er að gefa kannabis á úða-
formi eða með sprautu. Prófessor
Roger Pertwee, sem stundað hefur
rannsóknir á kostum kannabis í
lækningaskyni í um 30 ár og stjórn-
aði rannsókninni, segir það nauðsyn-
legt að leyfa kannabis í lækninga-
skyni þar sem fólk noti það nú þegar
gegn sjúkdómum sem hrjá það. Þar á
meðal telur hann að þúsundir sjúk-
linga sem þjást af MS- sjúkdómnum
fái kannabis í gegnum „svarta mark-
aðinn". Roger segir: „Ég er sammála
stjórnvöldum um það að safna þarf
meiri upplýsingum um efnið. Hins
vegar eru margir að nota kannabis
til að létta á króniskum verkjum sem
það þjáist af en þurfa að kaupa það á
„götunni". Ég vil frekar að fólkið noti
efnið í umsjá læknis."
Reykingaparturinn er aðeins hluti
af þvi sem vísindamenn reyna að
losna við. Önnur óæskileg áhrif er
víman sem fylgir neyslu kannabis og
flestir sem reykja það sækjast eftir.
Roger og samstarfsmenn hans vinna
nú að því að losna við þann part líka.
Ekki er langt síðan kannabis var
bannað í lækningaskyni í Bretlandi,
eða 1971.
Umræða um að leyfa kannabis í
lækningaskyni hefur farið vaxandi
undanfarin ár og margir læknar og
sérfræðingar hafa lagt blessun sína
yfir notkun þess í því skyni. Ströng
löggjöf og fordómar gagnvart vímu-
efninu hefur hins vegar komið í veg
fyrir aö það hafi tekist. Þekktasta
dæmið þetta er líklega þegar íbúar
Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum
samþykktu í atkvæðagreiðslu að
leyfa kannabis í lækningaskyni en
bandaríska alríkissrjórnin með Bill
„ég-andaði-ekki-að-mér" Clinton í
broddi fylkingar.
Meírihlutí lækna f Bret-
landl hefur hingað til
sett síg upp á móti Iðg-
leiðingu kannahis sem
lyfs vegna þess að
þmgíiegasta aðferðín
víð inntðku þess hefur
híngað til verið með
reykingum sem, eíns
00 flestir vita, er
krabbameinsvaldandí...
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24