Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2001, Blaðsíða 8
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Andinn Fjölskyldan ... eða samneyti við hana. Auðvit- að ósköp ófrumlegt en fram hjá henni verður ekki litið í þessu samhengi. Sér manni fyrir hinni eiginlegu andlegu næringu og er sú stoð sem allt hitt dótið hvílir á. (Sweet days of bach- elor are over.) Vinirnir ... ég á nokkra eins og einn sem sagði við dís sem vildi að þau væru bara vinir. „Eg á nóg af vinum.“ Fyrir löngu sat ég með öðrum vini á bar en báðum hafði um það leyti verið hent út af fyrri spúsum. Við vorum sammála um að alltaf mætti leita til vina sinna, þeir köstuðu manni ekki eins og skítugum nærbuxum, það er nokkuð til í þvt. Húmor ... sem Samuel Beckett segir einhvers staðar það eina sem hjálpar mönnum að lifa af. Þetta er í níhilismanum miðjum. Ómar Ragn- arsson var á svipuðum slóðum, þó hann hafi kannski ekki orðað þetta eins vel né verið í eins miklum sálarháska þegar hann söng „hláturinn lengir lífið“. Kærleikur ... úbbs, korní, en ég sagði það. Hugsanlega í mótsögn við húmor en merking þrífst á andstæðu sinni. Og þegar allt kemur til alls er þetta líklega forsenda athafna. Efnið Bíllinn ... Bronco, kominn til ára sinna og sýpur ótæpilega bensín en ég er svo melló að mér þykir vænt um garminn. Tölvan ... og þar með Netið. Allar hugsanleg- ar og óhugsanlegar upplýsingar er þar að finna og ekki síður afþreying á borð við counterstrike og skák. Sjónvarpið ... eða kannski öllu heldur fjarstýr- ingin sem ég handfjatla í gríð og erg sem leiðir hugann að sófanum... (er þetta svindl?). Að endingu ... hmmm, gsm-inn? gítarinn? eldavélin?... vá... ég er líklega materíalisti þegar allt kemur til alls... segjum bara bókasafnið þar sem m.a. má finna Svejk og Laxness. Þetta safn er reyndar nú um stundir að mestu f kössum en það stendur til bóta. Þeir sem einhvern tímann hafa lagt leið sína vestur eftir Hringbrautinni, kannski til að fara í JL-húsið eða Lýsi hf., hafa eflaust rekið Það er talið sannað mál að forða skuli ungum börnum frá óbeinum reykingum. Eins hef- ur unglingadrykkja verið for- dæmd af alþýðu manna. Enn hafa ekki komið fram vísinda- leg rök fyrir því að banna fólki með ung börn að flytja vestur á Seltjarnarnes. Tíminn einn mun leiða í ljós hvernig sú þró- un verður. IMOKIA augun i mann sem stendur í steypuk- lumpi upp að hnjám. Ástæðan er ekki sú að hann hafi verið upp á kant við ítalsk-amer- ísku mafíuna og verið steyptur niður í vaska- fat og hent út í vatn. Eg er ad frika ut! Til að komast vestur á Sel- tjarnarnes eru þrjár leiðir. Ein er meðfram sjónum norðan- megin (Sæbraut - Geirsgata — Mýrargata - Ananaust), önnur eftir Nesveginum og sú þriðja og jafnframt algengasta er eftir Hringbraut, fram hjá JL-húsinu og þaðan vestur í áttina að Gróttu. Norðan megin við Hringbrautina stendur stytta, bak við hana er gæsluvöllur og hús sem reist voru sem verka- mannabústaðir. Styttan er af Héðni Valdimarssyni, einum merkasta stjórnmálamanni og verkalýðsskörungi síðustu ald- ar. Astæðan fyrir því að hún stendur þarna er ekki að hann hafi alltaf leikið sér á þessum gæsluvelli heldur miklu frekar sú að hann var einn af forvígismönnum þess að verkamannabústaðir voru reistir í bænum. Héðinn var for- maður Dagsbrúnar, þingmaður fyrir Al- þýðuflokkinn, for- maður Sósíalista- flokksins - samein- ingarflokks alþýðu og framkvæmdastjóri BP (British Petroleum) á Islandi, Olíuverslunar Íslands. Móðir hans var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, dóttir hans Bríet Héð- insdóttir og frægasta barnabarnið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona. Greatest SMS hits Héðinn var framsýnn maður og það var skapari styttunnar einnig því þegar ekið er eftir Hringbrautinni verður ekki um villst: Héðinn er að skrifa SMS-skilaboð á GSM-inn sinn. En hvað er hann að skrifa? Um hvað skrifuðu karlar á þessum tíma? Líklegt er að mikið af SMS- skilaboðum Héðins hafi geng- ið út á veðurfar en einnig póli- tískt og atvinnupólitískt hark. NOKIA Hér á eftir fylgja nokkur eftir- minnileg SMS-skilaboð Héð- ins Valdimarssonar. ER LIKA BYRJAD AD RIGNA HJA THER? VERDUM AD TAKAST A VID MOTHERFUCKING AUDVALDIDI SE THIG A HRESSO. EG ER AD FRIKA UT! THESSI JON BALDVINSSON ER DALITID PIRRANDI. VERD AD MUNA AD KLJUFA ALT- HYDUFLOKKINN. VERST AD THURFA AD KOMA THESSU HELVITI FYRIR I 168 SLOGUM. GAETI SKRIFAD MIKLU MEIRA HAE AKI. BUINN AD REKA JB UR DAGSBRUN. KOMDU BARA VID A BP OG FADU THER GAEDABENSIN. Olíu fyrir verkalýðinn Ferill Héðins er ekki síst at- hyglisverður fyrir þá staðreynd að hann var framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Islands (BP) og Tóbaksverzlunar íslands og hefði hæglega getið verið sest- ur í helgan stein fyrir þrítugt. Meðfram starfi framkvæmda- stjóra Olíuverzlunarinnar var hann formaður Dagsbrúnar, öflugustu, samtaka launþega á íslandi. A sama tíma var hann þingmaður Reykvíkinga. Það hefur kostað rniklar fórnir og mikið SMS. NOKIA Kiama dwsi via sauruyar iiugsamr 011UHET.H K IIVi;itSI) \(LSIXS Mér líður vel. Sjálfsmynd mín hefur ekki verið sterkari síðan Mozart samdi til mín óðinn Eine Kleine Nachtmuzik. Það muna líka allir eftir Harry Klein. Tilveran brosir við mér þótt ég sé komin yfir síðasta söludag og mæti brátt dauða mfnum. Ekkert hár, bara endalaust deig í kringum þrönga rifu. Og í kaffinu: bara ég og munnurinn þinn. 8 7. september 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.