Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Qupperneq 15
15
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001
DV
Arndís Halla Ásgeirsdóttir syngur ekki fyrir Þjóðverja þessa helgi heldur landa sína:
Drottning í heimsókn
„Efri hluti tónsviösins er hennar veiðisvœði,
áreynslulausir hátónar og silfurskœr hlátur
hennar helsta prýði, “ skrifaði tónlistarritstjóri
þýska stórblaðsins Tagesspiegel í sérstakri
grein um hana og bœtti við: „Efég fengi ein-
hverju ráðið í þessari borg myndu óperur á
borð við Don Pasquale og Turkó á Ítalíu vera
settar á verkefnaskrá í staó þunglyndislegu
verkefnanna sem þar eru nú, og húsveggirnir
þaktir plaköium þar sem á stœði: Arndís
Halla. Og yfir höfói hennar vœri prentað nýtt
kjöroró Komische Oper: Meira fjör. Meiri létt-
leika. “
Það fá ekki allir óperusöngvarar í Berlín
sérstakar greinar um sig í dagblöðum, hvað
þá að þar séu áhrifamiklir gagnrýnendur að
koma því á framfæri að virt óperuhús eigi að
breyta stefnu sinni og setja óperur á svið sér-
staklega valdar fyrir viðkomandi söngvara!
Núna um helgina fá íslenskir óperugestir að
njóta söngtöfra Arndísar Höllu Ásgeirsdóttur
því hún er gestasöngvari í hlutverki Nætur-
drottningarinnar i næstu tveimur sýningum á
Töfraílautu Mozarts hjá íslensku óperunni.
Ekki á haus
Hlutverkið syngur hún líka um þessar
mundir í óperuhúsinu í Neustrelitz skammt
frá Berlín, en uppsetningarnar eru afar ólík-
ar. „Allan tímann sem ég er að syngja þar er
ég á fullu,“ segir hún með miklum áherslum.
„Ég fæ ekkert að standa kyrr og breiða úr mér
heldur er ég að henda Pamínu frá mér og svo
kemur hún aftur á hnjánum og reynir að
faðma mig og ég tek við henni i bili en fleygi
henni svo frá mér aftur! Hilmir Snær fær tíu
punkta fyrir söngvaravæna sýningu sem ég
hlakka til að taka þátt í. Hann skilur það sem
fáir leikstjórar skilja - jafnvel þótt þeir komi
úr óperuheiminum - að söngvari getur ekki
staðið á haus meðan hann tjáir tilfinningar
sínar i söng!“
Arndísi Höllu er sérstaklega minnisstæð
uppsetning á Mozartóperu sem hún sá í sjón-
varpi, þar sem ein söngkonan var látin liggja
á maganum og horfa niður í gólf með útrétta
handleggi meðan hún söng aríuna sína. „Þá
slökkti ég,“ segir Arndís Haila og skellir upp
úr. „Ópera er fyrst og fremst söngverk þó að
hún sé líka leikverk og myndlistarverk, og
maður verður að geta sungið! Það gefur auga
leið að körfuboltamaður er ekki látinn leika
körfubolta með hendur bundnar fyrir aftan
bak! En margir virðast alls ekki átta sig á
þessu. Það sýnir vantraust á bæði söngvara og
verki ef söngvarinn þarf að gera einhverjar
kúnstir sem ekkert koma hlutverkinu við um
leið og hann syngur."
Stingandi tær kóloratúr
Hanna Dóra Sturludóttir syngur Pamínu á
móti Arndísi Höllu bæði í Neustrelitz og hér
heima um helgina, og þær hafa fengið góðar
umsagnir i blöðum ytra. „Sýningin þykir ekki
sérstaklega góð í heild sinni upp á leikstjórn
Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona
Hún syngur Næturdrottninguna í Töfraflautunni um helgina.
DV-MYND HILMAR ÞÖR
að gera,“ segir hún, „en við Hanna Dóra feng-
um góðar umsagnir í blöðum. Um Hönnu
Dóru var sagt að hún bæði léki og syngi afar
vel. Hún hefur sungið nokkur ár i húsinu og
er ákaflega vel látin. Um mig var sagt að ég
hefði ekki verið alveg nógu fjúkandi reið en
kóloratúrinn hefði verið stingandi tær, og í
annarri að kóloratúrinn hefði verið brilljant.
Það var ekki yfirleitt skrifað mikið um hvern
og einn og sumir voru teknir í neflð, svo við
þóttumst heppnar!"
Töfraflautan verður á fjölunum í
Neustrelitz út þetta leikár og Arndís Halla er
líka að syngja minni hlutverk í Komische
Oper i Berlín. Hún er annars að leita fyrir sér,
langar mikið til að sjá meira af heiminum en
Berlín og nærsveitir.
„Ég hefði ofsalega gaman af að vinna meira
heima,“ segir hún og kallar svo ofan í upp-
tökutæki blaðamannsins: „Ef fólk vantar mig
þá er síminn ..." Síðan þurrkar hún hláturtár-
in úr augunum og bætir við: „Ég hef það fínt
á þessu leikári og ágætt á því næsta en ég er
ekki búin að ákveða hvað verður svo. Ég ætla
bara að sjá - hvað mér býðst og hvað ég vil.
Sjá hvað setur."
Tonlist_______________________________________________________________________________
Sinfónían á Dalvík
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, undir
stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, efndi
til tónleika í Akureyrarkirkju 20. október og
síðan í Dalvíkurkirkju 21. október, þar sem
leikin var sama efnisskrá og
flutt hafði verið í Akureyrar-
kirkju. Undirritaður sótti tón-
leikana á Dalvík.
Ekki er lengra síðan en 23.
september að Sinfóniuhljóm-
sveit Norðurlands efndi til
tónleika í Glerárkirkju, og er
gott til þess að vita, að dríf-
andi er í starfí hennar. Hún er
ómetanlegur hlekkur í menn-
ingarlífi norðan heiða. Tilvera
hennar gefur tónlistarunnend-
um tækifæri til þess að njóta
sinfónískrar tónlistar á tón-
leikum, en ekki siður veitir
hún norðlensku tónlistarfólki
tækifæri til þess iðka list sína.
Hér er ekki síst höfðað til þess
mjög svo hæfa fólks, sem
kennir við tónlistarskóla í
Norðlendingafjórðungi, en
líka koma gjarnan við sögu
langt komnir nemendur skólanna.
Einn af mikilvægari þáttunum í starfsemi
hfjómsveitarinnar er að fara í tónleikaferðir.
Slíkar ferðir staða á milli eru dýrar og fyrir-
hafnarsamar. Væntanlega
hefur það ráðið miklu um efn-
isval og fjöfda hfjóðfæraleik-
ara á tónleikunum 20. og 21.
október þegar hljómsveitin
var einungis skipuð fjórtán
hljóðfæraleikurum. Það sýndi
sig hins vegar, í það minnsta
á tónleikunum í Dafvíkur-
kirkju, að það er ekki fjöld-
inn, sem skiptir sköpum um
gæðin eða þá ánægju, sem
hafa má af tónleikum. Sinfón-
íuhljómsveitin stóð sig með
prýði undir stjórn Guðmund-
ar Óla. Tæplega nokkra feyru
var að finna á leik hennar; ör-
fáa sára tóna, einkum í málm-
blásurum, og fáeina staði,
sem hefðu mátt vera nokkru
ákveðnari, einkum í fyrsta
verkinu, „Dans ritual del fu-
ego“ eftir Manuel De Falla.
Önnur verk á tónleikunum voru „Pavane
pour une infante definite" eftir Maurice Ra-
vel, þar sem náðist ljúf angurværð,
„Concertino da Camera“ eftir Jacque Ibert,
þar sem Guido Báumer lék einleikshlutverkið
á saxófón og gerði mikið vel; tónninn fagur og
allur flutningur öruggur. Hljómsveitin skilaði
sínum hluta vel og studdi að leik sólóistans.
Þá var flutt hið stórsmellna verk Atla Heimis
Sveinssonar, „íslenskt rapp V“, þar sem tón-
skáldið hefur sleppt sér lausu og skapað veru-
lega fjörlega og kátlega tónlistarlega óreiðu,
sem lýtur þó öllum þeim lögmálum, sem við
eiga.
Lokaverk tónleikanna var „Music for the
Theatre" eftir Aaron Copland; stórgott verk
með djassísku ívafi, sem hljómsveitin náði dá-
vel að koma til skila. Þetta verk vekur löngun
í fleiri verk bandarískra tónskálda. Vonandi
fá tónleikagestir meira að heyra úr þeim
mennngarheimi er fram líða stundir.
Haukur Ágústsson
Sinfóníuhljómsveit Noröurlands í Dalvíkurkirkju
21.10. Einleikari: Guido Báumer, saxófónleikari.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.
Guðmundur Óll Gunnarsson
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
er ómetanlegur hlekkur í menn-
ingarlífi norðan heiða.
___________Menning
Umsjón: Sitja Aðaisteinsdóttir
w J .........
. r
Bók og tónleikar
Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er
ekki aðeins með stóra yfirlitssýningu á verkum
sínum á Kjarvalsstöðum, það var líka að koma út
um hann stór og glæsileg bók með myndum af
fjölmörgum verka hans og ítarlegri ritgerð um
list hans eftir Ólaf Gíslason listfræðing.
Kristján er meðal frumkvöðla nútímalistar hér
á landi og hafa verk hans iðulega vakið hörð við-
brögð, umtal og deilur - og má þar minna á
„Vörðubrotið" á Skólavörðuholti sem gert var úr
heilhveitibrauðum og fjarlægt af lögreglunni af
heilbrigðisástæðum. Á seinni árum nýtur list
hans vaxandi virðingar eins og ofannefnd dæmi
sanna.
Á sunnudaginn kemur kl. 16 verða tónleikar á
Kjarvalsstöðum tif heiðurs Kristjáni þar sem
Tómas R. Einarsson og Berlínarkvartett hans
leika. Verða þetta einu tónleikar kvartettsins
áður en hann heldur til Berlínar á hina virtu
djasshátíð þar.
Bókin um Kristján er gefin út af Máli og menn-
ingu. Sýning Kristjáns stendur til 11.11. og er opin
afla daga kl. 10-17 og til kl. 19 á miðvikudögum.
Síðustu forvöð
Nú eru síðustu forvöð að
sjá sýningu annars Kristjáns,
nefnilega Davíðssonar, í
i8gallerí við Klapparstíg, en
henni lýkur á laugardaginn.
Kristján Davíðsson er „the
grand old man“ í íslenskri
myndlist. Hann nam við
Bames Foundation í Merion
og Pennsylvaniuháskólann og fyrsta einkasýning
hans var í International Student House i Fíladelf-
íu árið 1946. Síðan hefur hann sýnt víða um heim.
Málverk hans hafa alla tíð verið óhlutbundin en
hafa þó þróast á löngum ferli. t dag era einkenn-
andi fyrir verk hans finlegir pensildrættir sem
flæða yfir strigann og má segja að verkin séu oft
á mörkum málverks og teikningar.
i8galleri er opið þriðjudaga til laugardaga frá
13 til 17.
Frumspeki
Hið íslenska bókmenntafé-
lag hefúr gefið út Hugleiðing-
ar um framspeki eftir
franska 17. aldar heimspek-
inginn René Descartes i þýð-
ingu Þorsteins Gylfasonar
sem einnig ritar inngang og
skýringar. Þetta er eitt af höf-
uðritum vestrænnar heim-
speki og í því færir höfundur sönnur á tilvera
Guðs og greinarmun sálar og líkama. Röksemdir
hans um þessar tvær af stærstu gátum manns-
andans voru á sínum tíma afar nýstárlegar og
mættu sterkri andstöðu. í inngangi sínum útlist-
ar þýðandinn og gagnrýnir rökfærslur Descartes
og setur textann í samhengi við hræringar í and-
legu lífi á meginlandi Evrópu og á íslandi á 17.
öld.
Ritið er gefið út í röð Lærdómsrita Bókmennta-
félagsins sem nú eru orðin 48 talsins.
Dekurkvöld
í kvöld kl. 20 verður dekur-
kvöld á Súfistanum, bókakaffi,
Laugavegi 18, þar sem dekur-
og heilsubækur Máls og
menningar, Forlagsins og Al-
menna bókafélagsins verða
kynntar. Einnig verður leikið
af nýjum slökunardiski sem
Ómi gefur út með tónlist eftir
Einar Ágúst Víðisson og slök-
unartexta Guðjóns Bergmanns.
Bækumar sem kynntar verða eru Jóga fyrir
byrjendur eftir Guðjón Bergmann, Láttu þér líða
vel eftir Jane Alexander, Hefðbundnar og nátt-
úrulegar lækningar úr bókaflokknum Handhægu
heUsubækumar og Karlmannahandbókin eftir
Barböra Enander.
Hugieíöingar um
frumspeki
©