Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002
Fréttir
j_y%T
Kólumbískur hershöfðingi nefnir íslenska stúlku sem liðsmann IRA:
Bendluð við
hryðjuverkamenn
- lögfræðingur vinnur að lausn málsins í samstarfi við utanríkisráðuneytið
„Það sem skiptir mestu máli er að
leiðrétta þennan misskilning. Við
erum rétt að byrja á því, með góðri aö-
stoð utanríkisþjónustunnar," segir
Árni Páll Árnason lögfræðingur um
einstakt mál Margrétar Óskar Stein-
dórsdóttur. Hrefha Halldórsdóttir, móð-
ir Margrétar, réð Árna Pál til að
tryggja hagsmuni dóttur sinnar eftir að
kólumbískur hershöfðingi bendlaöi
hana við írska lýðveldisherinn, IRA, í
vitnisburði fyrir bandarískri þing-
nefiid i síðustu viku.
Handtekin í Kólumbíu
Tildrög málsins eru þau að Margrét
Ósk, sem er tuttugu og fimm ára, var
handtekin í Kólumbíu í september síð-
astliðnum, en hún var þar á ferðalagi
með dönskum unnusta sínum. Stjórn-
arherinn handtók hana eftir að hún
hafði farið um yfírráðasvæði hinna ill-
skeyttu FARC-hryðjuverkasamtaka í
suðurhluta landsins. Kólumbískum yf-
irvöldum þótti grunsamlegt að hún
skyldi hafa sloppið heil á húfi af svæði
hryðjuverkamannanna og drógu af því
þá ályktun að hún hlyti að vera í slag-
togi við þá. Henni var hins vegar sleppt
eftir yfirheyrslur.
Margrét sagði
frá því í Morgun-
blaðinu sl. laugar-
dag hvernig hún
slapp naumlega
undan liðsmönn-
um FARC með að-
stoð þorpsbúa,
sem földu hana í
híbýlum sínum.
Margrét er á
mikilli heimsreisu
og núna stödd í
Sydney í Ástralíu.
DV falaðist eftir
viðtali við hana
en Hrefha móðir
hennar taldi ekki
ráðlegt fyrir hana
að ræða við fjöl-
miðla eins og mál-
um væri háttað.
Ástæðan er sú að
nafh hennar kom
óvænt   upp   á
Bandaríkjaþingi í síðustu viku í tengsl-
um við rannsókn þingnefhdar fulltrúa-
deildar þingsins á meintum tengslum
írska lýðveldishersins við hryðjuverka-
samtök í Kólumbíu.
IRAogFARC
Þingnefhdin bandaríska sendi ný-
verið frá sér skýrslu þar sem fullyrt er
að formleg tengsl hafi verið milli FARC
í Kólumbíu og IRA a.m.k. frá árinu
1998. Helsta sönnun þess er sögð hand-
taka þriggja Ira í Kólumbíu í ágúst í
fyrra, um svipað leyti og Margrét Ósk
var þar á ferð. Tveir mannanna eru
þekktir liðsmenn IRA og sá þriðji hef-
ur tengsl við Sinn Fein, stjórnmálaarm
IRA. Þremenningarnir hafa verið
ákærðir í Kólumbíu fyrir að aðstoða
FARC. Aðstoðin er sögð hafa falist í
leiðbeiningum um meðferð sprengiefha
og vopnaframleiðslu.
Ásakanirnar gegn IRA eru alvarleg-
ar, ekki sist vegna þess að með friðar-
samkomulaginu á Norður-írlandi
skuldbatt Irski lýðveldisherinn sig til
að láta vopn sin af hendi og hætta
vopnaðri baráttu. Fréttir af aðstoð liðs-
manna IRA við erlend hryðjuverka-
samtök hafa varpað skugga á friðarferl-
ið - og það í aðdraganda þingkosninga
á Norður-írlandi. Málið er því við-
kvæmt fyrir samskipti Bandaríkjanna
og Norður-írlands - og möguleikar
Sinn Fein í komandi kosningum eru
taldir hafa orðið að engu.
Haft er eftir háttsettum lögreglu-
mönnum á Norður-írlandi að þeir telji
að IRA hafi þegið hundruð milljóna
króna í greiðslur fyrir aðstoðina við
FARC og að starfsemin í Kólumbíu hafi
verið liður í fjármógnun kosningabar-
áttu Sinn Fein.
Meginniðurstaða skýrslunnar er
hins vegar að brýnt sé fyrir
Bandarikjaþing að leyfa Kólumbíu-
stjórn að nýta hernaðaraðstoð frá
Bandaríkjamönnum til að berjast gegn
hryðjuverkamönnum. Sem stendur er
stuðningur Bandaríkjanna bundinn
við baráttu gegn fikniefnaframleiðslu
og -sölu.
Tapias hershöföingi
í framhaldi af skýrslunni um tengsl
IRA og FARC efhdi þingnefhdin til op-
inberra vitnaleiðslna í síðustu viku.
Þrjú vitni voru kölluð fyrir: Asa
Hutchinson, framkvæmdastjóri banda-
riska fikniefhaeftirlitsins, DEA; Mark
Wong, deildarstjóri í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu, einn af aðalumsjón-
armönnum baráttunnar gegn hryðju-
verkum; og Fernando Tapias, yfirhers-
höfðingi Kólumbíu.
Þeir Hutchinson og Wong sögðu fátt
um tengsl IRA við FARC-hryðjuverka-
Femando Taplas yflrhershöföingi
„... og Margrét Ósk Steindórsdóttir. ... Af þeim
upplýsingum að dæma sem við höfum aflað eru þetta allt
liösmenn IRA." Tapias sést hér bera vitni meö túlk sér viö
hliö. Hægt er aö nálgast upptöku af vitnisburðinum á
Netinu með því aö slá inn slóöina:
www.house.gov/international_relations/fullhear.htm
samtökin. I máli þeirra kom hins veg-
ar fram að FARC eru stærstu hryðju-
verkasamtök í heiminum, með sextán
þúsund liðsmenn, og jafhframt líklega
þau ríkustu, enda sjá þau um fram-
leiðslu og sölu á um það bil 90% af öllu
kókaíni sem kemur til Bandaríkjanna
og 70% af öllu heróíni.
FARC ræna árlega hundruð manna
og myrða fjölmarga, m.a. erlenda rikis-
borgara. Fleiri mannrán verða í
Kólumbíuá hverju ári en samtals i öll-
um öðrum löndum! Meira en helming-
ur hryðjuverkaárása á Bandaríkin á
erlendri grund verður í Kólumbíu og
þrettán Bandaríkjamenn hafa verið
myrtir þar undanfarinn áratug. Mark
Wong sagði ljóst að ef bandarísk stjórn-
völd fengju sannanir fyrir viðvarandi
stuðningi IRA við FARC myndi það
„vekja grundvallarspurningar um ut-
anrikisstefiiu okkar".
Tapias hershöfðingi greindi þing-
nefhdinni frá tengslum hinna þriggja
handteknu íra við írska lýðveldisher-
inn, sem eru óumdeild. Hann sagði frá
vitnum sem fullyrtu að allt að fimmtán
liðsmenn IRA hefðu þjálfað liðsmenn
FARC undanfarin ár og greindi frá því
hvernig hryðjuverk FARC hefðu breyst
og orðið sífellt likari þeim sem IRA var
þekktur fyrir.
Tapias tók fram að þótt vitni hefðu
fullyrt að allt að fimmtán liðsmenn IRA
hefðu starfað i landinu hefðu stjórn-
völd ekki öruggar upplýsingar um
nema sjö þeirra. „Þrír voru handteknir
og hafa verið ákærðir, tveir sluppu úr
Margrét Osk Steindórsdóttir
Bíður þess í Sydney að vera hreinsuð af ásökunum um tengsl við IRA og
aðstoð viö hryðjuverkasamtökin FARC í Kólumbíu.
UPTURED!AEf«aEaSOFTHE
"ÍBSSHREPUBLICÁNAS
THAT mtl LEfT iN f SKSOM 8Y L
'¦•'; :;.~  -•                        .    ''.....
.«¥•> SEíX CPÍÍHLE [»*«
Hryojuverkamenn?
Nafn Margrétar a skyggnu úr
samantekt Tapiasar hershófðingja,
sem virðist viss um tengslin við IRA.
Oiaf ur Teitur
Guðnason
blaðamaður
landi áður en okkur tókst að hafa hend-
ur í hári þeirra og tveimur urðum við
að sleppa vegna skorts á sönnunar-
gögnum," sagði hershöfðinginn. Hann
nefndi síðan Margréti Ósk Steindórs-
dóttur sem annan þessara tveggja síð-
astnefhdu.
Formaður þingnefhdarinnar spurði
hvort hér værí örugglega um liðsmenn
LRA að ræða. Hershöfðinginn svaraöi:
„Af þeim upplýsingum að dæma sem
við höfum aflaö eru þetta allt liðsmenn
LRA."
Staoa Margrétar
Magrét hefur sjálf sagt að líklega
hafi kólumbíska lögreglan ruglast á
„Iceland" og „Ireland" við
yfirheyrslurnar; henni komi ekki i hug
önnur skýring fyrir því að vera nefhd
til sögunnar.
Þótt ljóst sé að það er alvarlegt fyrir
Margréti Ósk að hershöfðinginn skyldi
nefha hana sem liðsmann IRA, grunað-
an um aðstoð við FARC, fást ekki ná-
kvæmar upplýsingar um afleiðingar
þess fyrir hana.
„Það borgar sig að segja sem minnst
um það," segir Árni Páll Árnason, lög-
maður móður hennar. „En hún hefur
ekki gerst sek um refsiverðan verknað
neins staðar. Orðrómur um annað er
rangur og hann þarf að leiðrétta."
Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu, hefur komið að
málinu fyrir hönd ráðuneytisins. „Það
er ómögulegt að segja hve alvarlegt
þetta er," segir Pétur. „Við erum að
kanna þetta betur og leita leiða til að
koma þessu til betri vegar." Pétur seg-
ist engar upplýsingar hafa um að ferða-
frelsi Margrétar Óskar hafi verið tak-
markað. „Það er engin ástæða tO að
ætla það," segir hann.
Hrefha Halldórsdöttir segist vera í
símasambandi við dóttur sina kvölds
og morgna. „Auðvitað hef ég áhyggjur
af henni, enda ástæða til. Hún er sjálf
svolítið stressuð, það er eðlilegt, en
ræðismaðurinn úti hefur reynst henni
vel," segir Hrefha.
Búist er við því að niðurstaða fáist í
mál Margrétar Óskar á næstu dögum.
En það er ekki víst að málinu sé þar
með lokið.
Eins og fyrr segir mætti skýrsla
nefhdarinnar og vitnaleiðslurnar í kjöl-
farið harðri andstöðu nokkurra nefnd-
armanna, demðkrata úr norðaustur-
ríkjum Bandaríkjanna sem eru hlið-
hollir málstað lýðveldissinna á Norður-
írlandi. Þeir gagnrýndu harkalega
málatilbúnaðinn allan; þeir spurðu þre-
menningana í vitnastúkunni itrekað
um hvort einhverjar sannanir væru
fyrir því að yfirstjórn IRA hefði sent
Irana til Kólumbíu eða vitað af för
þeirra. Þremenningarnir sögðu svo
ekki vera. Fastlega má gera ráð fyrir
því að upplýsingar um að hershöfðing-
inn hafi nefht saklausan íslenskan
ferðamann til sögunnar sem einn af sjö
IRA-mönnum sem öruggar upplýsingar
væru um verði vatn á myllu þessara
efasemdamanna - það gæti jafhvel
kastað rýrð á allan vitnisburð
hershöfðingjans.
¦¦___ sjíiyarÍiJJ
REYKJAVIK  AKUREYRI
Sólartagíkvöld       21.58     21.43
Sólarupprás á morgun  04.50     04.36
Siödogisflóö          21.41     16.48
Árdegisflóö á morgun  12.15     02.12
Veöriö í kvoíd
'te®,
4te®-
¦fefe
t>A 'h:
*<2Ö
'cSh	
^	1
*°é)	
Þykknar upp
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt
og víða bjart veður fram á kvöld en
vaxandi suðaustanátt og þykknar
upp í kvöld og nótt. Hiti verður á
bilinu 3-10 stig.
Véðriðái
3é
ujj£!Mí

*fc
Skýjaö en þurrt
Suðaustan 10-15 m/s og rigning
sunnanlands á morgun en skýjað
og þurrt að kalla norðan til. Hiti
víða 3 til 10 stig, hlýjast syðst.
Veorib n	Ei^Íil ibjj£j		
Sunnudagur	Mánudagur		Þríðjudagur
Hiti 2°	€3 Hití 3°		Hiti 3*
«17° Vindur: 5-8 ">A	m 8'		Víndur: 8-13 "v*
	Vindur: 8-13 "V'		
SA-áttogvíöa rigníng. Skýjao ogþurrt noroan tJI.	SA-átt og rignlng eoasúld um landalK.		Suölægátt o_ vtetusamten fremur milt veöur.
_t ¦   ¦	\é		1
...			
Vindhraði			
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stinningsgola
Kaldl
Stinningskaldi
Allhvasst
Hvassviorí
Stormur
Rok
Ofsaveður
Fárviöri
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3,4-5,4
5,5-7,9
8,0-10,7
10,8-13,8
13,9-17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24,5-28,4
28,5-32,6
>= 32,7
AKUREYRI
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÓFÐI
BERGEN
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
ÓSLÓ
STOKKHÓLMUR
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR
ALGARVE
AMSTERDAM
BARCELONA
BERU'N
CHICAGO
DUBLIN
HAUFAX
FRANKFURT
HAMBORG
JAN MAYEN
LONDON
LÚXEMBORG
MALLORCA
MONTREAL
NARSSARSSUAQ
NEW YORK
ORLANDO
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG
alskýjað
skýjaö
léttskýjaö
skýjaö
alskýjaö
léttskýjaö
skýjað
léttskýjað
léttskýjaö
súld
léttskýjaö
þokumóða
skýjað
rigning
skýjað
léttskýjað
skýjaö
súld
skýjað
hálfskýjað
léttskýiað
súld
rigning
rigning
skafrenningur
heiöskírt
skýjaö
rigning
skýjað
skýjaö
heiöskírt
léttskýjaö
skýjaö
léttskýjað
heiðskírt
-2
-2
-4
-2
3
0
-3
-1
-1
7
14
9
5
9
3
5
11
7
3
4
9
10
-2
7
7
13
5
3
14
24
8
19
16
2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32