Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FÖSTUDAGUR 17. MAl 2002
+
Skoðun
r>v
Tekurðu vítamín?
Erik Qvick tónlistarmaður:
Já, ég tek lýsi.
Linda Pálsdóttir nemi:
Já, ég tek lýsi, C-vítamín og
fjölvitamín.
Dögg Hjaltalín nemi:
Nei, ég fæ svo mikiö af vítamínum
úr fæöunni, ég boröa svo
hollan mat.
Guðlaug Pálsdóttir markaðsfulltrúi:
Jé, ég tek inn Futura, fyrir hár
og neglur.
Camille Marmie nemi:
Já, ég tek C-, D- og K-vítamfn.
Charlotte nemi:
Já, ég tek multi vítamín.
Gísli Martelnn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Dagur B. Eggertsson
„Gefa baráttunni mestan lit í borgarstjórnarkosningunum".
Pverpólitískar borgar
st j órnarkosningar
Friörik Jónsson
skrifar:
Manni sýnist að þeim sé oröið
verulega heitt í hamsi, forsvars-
mönnum stærstu fylkinganna sem
berjast um að ná meirihluta í borg-
arstjórninni í Reykjavík. Ekki er
svo sem algjör samstaða um þessar
tvær fylkingar því í heildina eru í
boði sex framboðslistar. Þótt hliðar-
framboðin fjögur vegi ekki þungt í
heildina þá er þarna um að ræða at-
kvæöi sem skila sér ekki til sjálf-
stæðismanna eða R-listans. Og það
sem meira er: Nú er greinilega um
að ræða þverpólitískar borgar-
stjórnarkosningar, það sér maður
og heyrir á mörgum sem segja að nú
kjósi þeir ekki sama lista og síðast -
og á það bæði við um lista sjálfstæð-
ismanna og R-listann.
Manni sýnist þó þessa dagana að
atkvæðin muni fremur renna til
sjálfstæðismanna, enda hefur slag-
síðan R-lista-megin aukist talsvert
við þann málflutning sem haldið
„Nú er greinilega um að ræda
þverpólitískar borgarstjórnar-
kosningar, það sér maður og
heyrir á mörgum sem segja að
nú kjósi þeir ekki sama lista
og síðast. - Og það á bœði við
um lista sjálfstæðismanna og
R-listann."
hefur verið á lofti af hálfu D-lista-
manna. Ég man t.d. eftir sjónvarps-
viðtölum fyrir stuttu þar sem nýr,
frambærilegur og einkar málefna-
legur frambjóðandi sjálfstæðis-
manna, Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, atti kappi við m.a. Stefán Jón
Hafstein á R-lista og endaði með því
að hann varð að lúta í lægra haldi.
Sl. sunnudag komu svo þeir Gisli
Marteinn Baldursson og Dagur B.
Eggertsson í Silfur Egils-þáttinn, og
þar bókstaflega brilleraði Gísli
Marteinn svo af bar með þvi að
hrekja framburð Dags um ótak-
markað peningafiæði í kosningabar-
áttu sjálfstæðismanna. Sagði Gísli
(sem líklega verður að telja rétt) að
þarna sé um að ræöa svokallaða
„maður-á-mann"-baráttu frekar en
nokkuð annað. Sú aðferð hefur líka
oft gagnast vel í kosningabaráttu
sem hér um ræðir - að ógleymdum
sannfærarandi málflutningi efsta
manns listans, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, Björns Bjarnasonar,
og öðrum frambjóðendum sem
leggja listanum lið með snörpum
innskotum í formi blaðagreina og
viðtala víðs vegar um borgina.
Án þess að ég ætli að spá nokkru
um úrslit kosninganna finnst mér
þrenningin Gísli Marteinn Baldurs-
son, Hanna Birna Kristjánsdóttir og
Dagur B. Eggertsson vera þau sem
gefa baráttunni í borgarstjórn-
arpólitíkinni mestan lit þessa dag-
ana. Og það mun áreiðanlega vega
þungt að umræðan og skoðanir
fólks eru þverpólitiskari nú en oft-
ast áður.
Stuðandi stöðumælavarsla
ibúi í Garoabæ
hringdi:
„Stöðumælaverðir eru í mínum
augum eins og álfar og aðrar huldar
vættir þessa lands. Þeir bókstaflega
spretta upp úr jörðinni þegar
minnst varir - eða kannski koma
þeir af himnum ofan til að geta
komið sektarmiða á bílana í mið-
borg Reykjavíkur. Það er engu lík-
ara en að þeir liggi í launsátri og
biði eftir að stöðumælirinn detti.
Um daginn átti ég örsnöggt erindi
inn á skrifstofu við Tjarnargötu.
Viti menn, þegar út var komið sá ég
í afturendann á hróðugum stöðu-
mælaverði, sem var nýbúinn að
skrifa mig upp, nákvæmlega þegar
rann út af mælinum. Jæja, það var
ekkert við þessu að gera. Daginn eft-
„Ég vil að félagsmálaráðu-
neytið fjalli um stöðuverði
og valdsvið þeirra. Hnjúka-
listinn á Blönduósi fékk ell-
efu mínútumar felldar nið-
ur eins og kunnugt er. Ég
vil að ökumenn fái smáveg-
is ráðrúm til að verjast
stöðumælavörðunum."
ir er ég á Skólavörðustíg, man eftir
sektarmiðanum, og fer inn í Spari-
sjóðinn til að borga sektina. Þar var
einhver bið - en þegar ég kem út er
stóðumælavörður mættur og búinn
að setja sektarmiða á bilinn. Ég
varð satt að segja bálillur. Það er
sárt að eyða peningunum i þessa
vitleysu.
Mér sýnist að stöðumælavarsla sé
nánast að ganga af gömlu miðborg-
inni dauðri. Svo rosaleg er þessi
varsla að stöðumælaverðirnir eru
mættir á stundinni þegar rauða
spjaldið kemur upp á mælinum.
Liðlegheit eru ekki framarlega í
orðabókinni hjá þessu fólki, aldrei
er hægt að semja um eitt eða neitt
við það.
Ég vil að félagsmálaráðuneytið
fjalli um stöðuverði og valdsvið
þeirra. Hnjúkalistinn á Blönduósi
fékk ellefu mínúturnar felldar niður
eins og kunnugt er. Ég vil að öku-
menn fái smávegis ráðrúm til að
verjast stöðumælavörðunum.
Hugleiðing um norskan bónda
Garra bárust nýverið þær fréttir úr norskum
blööum í gegnum málgagn samtaka íslenskra
bænda, að Evrópusambandið sé með í smíðum
reglugerð sem bannar að bændum að aka drátt-
arvél lengur en í 7 klukkustundir á dag. Norskir
bændur eru sagðir uggandi um sinn hag, enda
ekki unnið samkvæmt stimpilklukku við árstíða-
bundin verk sem vinna þarf á skömmum tíma;
plægingu, sáningu, áburðardreifmgu og slátt og
hirðingu.
Þau verða m.ö.o. þung sporin sem norski
bóndinn gengur af akrinum frá ókláruðu verki,
þegar sjöunda klukkustundin rennur sitt skeið á
enda. Spurning er hvort reglugerð Evrópusam-
bandsins geri ráð fyrir að honum verði leyft að
aka í bæinn til að lyfta sér upp.
Góðu áformin
Ekki þarf að efast um góðan vilja embættis-
mannsins sem átti hugmyndina að nýju regl-
unni. Kannski var hann með hugann við slysin
sem verða við vinnuvélar til sveita. „Þeim verö-
ur að fækka," hefur hann líklega hugsað meö
sér.
Stjórnmálamenn - og embættismenn - eru
uppfullir af góðum vilja. Þeir eru svo ofsalega
góðhjartaðir og vel meinandi að bannlistinn
lengist og lengist. „Leiðin til ánauðar er vörðuð
góðum áformum," sagði austurríski hagfræðing-
urinn og nóbelsverðlaunahafinn F.A. Hayek.
Reglurnar
Reglur kalla á fleiri reglur. Hljótum við til
dæmis ekki að leyfa þeim norska að taka fjórar
tveggja tíma tarnir í dráttarvélinni með góðum
hléum á milli? Hvað ef hann sest ekki upp i vél-
ina fyrr en um kvöldið? Kemst hann fram hjá
reglunni með því að færa fimm klukkustundir til
bókar á mánudagskvöldi og þrjár til viðbótar að-
faranótt þriöjudags? Breytist kvótinn ef um næt-
urvinnu er að ræða eða í hlutfalli við hvíld
bóndans næstu nótt á undan? Gilda sömu mörk
um einföld verk og flókin?
Fleiri reglur kalla á hert eftirlit. Garra er ekki
kunnugt um hvernig löggæslumálum er háttað í
norskum sveitum. í þeirri sveit sem hann þekkir
eru lögreglumenn sjaldséðir. Til þess að fylgja
eftir góðum áformum embættismannsins í Brus-
sel þyrfti því sennilega að beita öðrum ráðum.
Ánauðin
Hugmyndin að pappalöggum á að vísu rætur
sínar i sveitum og kallast þar fuglahræður.
Bændahræður myndu hins vegar ekki duga á þá
allra vinnuglöðustu.
Sennilega væri því best að setja upp eftirlits-
«"*»**«   *     *' ^	3r "	-«•   -   •* * 8	1
		- ¦;' WM	
			
Jfl		mm\'^-''-M a    V^E!	RS "
Jii 9 P		.	*'-¦
myndavélar í dráttarvélum. Eða setja einhvers
konar búnað í þær sem slekkur á vélinni ef sami
maður ekur henni lengur en i sjö klukkustundir.
Slikum búnaði þyrfti að fylgja annar búnaður,
sem greinir norska bóndann frá syni hans.
Fingrafaralesari eða eitthvað slíkt.
Án eftirlits af þessu tagi er reglan marklaus.
Og hið góða starf embættismannsins unnið fyrir
gýg. Góðu áformin verða að ná fram að ganga.
Það er öllum fyrir bestu. Norski bóndinn mun
örugglega skilja það þegar
hann verður eldri.               C^KCf't,
Þyrla lendir við Landspítalann
í Fossvogl
Flugvöllur ekki í myndinni.
Án flugvalla
Þyrluflugmaður skrifar:
Talsvert er rætt í yfirstandandi
kosningabaráttu um staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar og ýmislegt
tínt til sem þykir styðja ýmist veru
hans eða brotthvarf. Þar er m.a. talað
um sjúkraQug og fullyrt aö fiugvöllur-
inn verði að vera í nágrenni sjúkra-
húss. Þetta er af og frá. I dag eru flest
sjúkraflug sem slíku nafni má nefha,
framkvæmd með þyrlum. Aðeins
sjúklingar sem ekki þarmast bráðrar
umönnunar eru fluttir með áætlunar-
flugi eða flugi sem pantað er sérstak-
lega. Sem betur fer eru þyrlur æ
meira nýttar til sjúkraflugs þegar
mikið liggur við og þær lenda svo til
við dyr sjúkrahúsanna. Sjúkraflug
sem slíkt er því ekki endOega tengt
nálægð flugvallar, þótt það skaði ekki
að þannig hagi til.
Frábært útspil
forsætisráðherra
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Nýleg skoðanakönnun sem forsæt-
isráðherra lét gera sýnir að ef fólk er
upplýst um kosti og galla Evrópuað-
ildar eru það 70-80% sem hafna aðild.
Furðulegt er að Gallup skuli alls ekki
tala um eða vilja ræða kosti og galla
aðildar að bandalaginu, þvi þá kemur
vilji fólks best í ljós þegar spurt er. Ég
er líka gáttaður á þvi að Samfylkingin
skuli hallast að aðild. Dæmi um „mik-
il" áhrif smáþjóða var að danski full-
trúinn í sjávarútvegsnefnd vildi
minnka veiðar í Norðursjó. Daninn
var rekinn úr nefndinni að kröfu
Spánar og ekki var hlustað á mómæli
dönsku stjórnarinnar.
Fleiri sendiráð óþörf
Björn Magnússon skrifar:
Það er furðu-
legt að það skuli
oftast vera ein-
hverjir í opin-
bera geiranum
sem koma með
tillögur um
meiri eyðslu,
viðameiri opin-
berar fram-
kvæmdir og útþenslu á bákninu. Nú
síðast kom lektor einn i stjórnmála-
fræði við Háskólann með þá tillögu að
sendiráðum íslands í Evrópu yrði
fjölgað verulega. Þetta lagði hann til
íslandi tO handa i tOefni Evrópudags-
ins 9. maí sl. Og nefndi tO sögunnar
bæði PóUand og Ungverjaland. Einnig
Spán og Portúgal. EinkennUegt með
opinbera starfsmenn, þeir halda að
hægt sé að taka endalaust úr sameig-
inlegum sjóði okkar, bæði með beinni
eyðslu og óbeinni, þ.m.t. sjálftöku
sumra í launaauka, eins og nú er ofar-
lega i fréttum
Leiðarljós heimsins
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Að undanförnu hefur mikið verið
rætt um Evrópumálin. AðaUega um
hvernig staða íslands verði á næstu
árum og áratugum gagnvart Evrópu
og Ameríku. Það er greinUegt að Evr-
ópa og Ameríka (les: Bandaríki Norð-
ur-Ameríku) eru að fjarlægjast, jafnvel
slita sundur hin nánu tengsl sem hald-
ist hafa fram að þessu. Hvernig væri
að ísland gerðist eins konar mUliliður
eða tengUiður mUli heimsálfanna
tveggja, og þá með það' fyrir augum að
græða þau sár sem myndast hafa. ís-
land gæti svo sannarlega orðið leiðar-
ljós heimsins í þessum skilningi.
Dv Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
graiadv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíb 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
Sendiráðshúsiö
íósló
Ekki fleiri
sendiráö.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32