Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						H& lCfG t~t> td C*)    M*3"\T     LAUOARDAGUR  18.  MAÍ2002
.+
í samstarfi
við sögupersónur
Þegar Morgunblaðið birti lista ufir bóksölu
íaprílmánuði kom íljós að íþremur furstu
sætunum ufir mest seldu skáldverkin voru
spennusögur Arnalds Indriðasonar. Mýrin,
Dauðarósir og Grafarþögn. Sannarlega
glæsilegur árangur hjá höfundi sem óhætt
er að fullurða að hafi sannað sig sem besti
íslenski spennusagnahöfundurinn.
BÆKUR ARNALDS KOMA SENN á erlendan mark-
aö. Mýrin, sem tilnefhd er til Glerlykilsins, norrænu
glæpasagnaverðlaunanna, hefur veriö seld til Dan-
merkur og Frnnlands, og Synir duftsins, Mýrin og
Grafarþögn til Þýskalands. Bækur Arnalds hafa vak-
iö áhuga kvikmyndagerðarmanna. Baltasar Kormák-
ur vinnur að kvikmynd eftir Mýrinni og Snorri Þór-
isson er að undirbúa kvikmynd eftir annarri bók
Arnalds, Napóleonsskjölunum. Sjálfur er Arnaldur að
skrifa kvikmyndahandrit ásamt Óskari Jónassyni en
hann vill ekki gefa uppi efni þess en segir það vera
með spennuívafi.
Á skömmum tíma urðu mikil umskipti í lífi Arn-
alds sem í tvo áratugi vann fyrir sér sem blaðamaður
og kvikmyndagagnrýnandi á Morgunblaðinu. Fyrir
sex árum hóf hann að skrifa í frístundum og árið 1997
kom út fyrsta bók hans, Synir duftsins. Vendipunkt-
urinn varð með fjórðu spennusögu hans, Mýrinni,
sem fékk mikið lof gagnrýnenda og varð metsölubók.
Arnaldur lét af blaðamennsku og sneri sér af fullum
þunga að skriftum. Um siðustu jól sendi hann frá sér
Grafarþögn sem er ekki slðri bók en Mýrin. Arnald-
ur er nú að vinna að nýrri bók sem verður fimmta
bók hans um lógreglumennina Erlend og Sigurð Óla.
Eins og hver annar rithöfundur
Arnaldur segir allan mun á því að skrifa í frístund-
um og að hafa ritstörf sem aðalstarf. „Þegar ég var í
öðru starfi var ég alltaf að stelast til að skrifa og
fannst ég aldrei hafa nógan tíma. Þetta hafði auðvit-
að áhrif. Ég upplifi skriftirnar miklu sterkar og er
miklu sáttari við þær þegar ég er laus við samvisku-
bitið sem fylgdi hugsuninni um að maður þyrfti að
vera að gera eitthvað annað."
- Nú hafa margir haft á orði að þér hafi farið fram
með hverri bók. Heldurðu að ein skýringin sé sú að
þú fórst að gefa þér meiri tíma?
„Það getur meira en verið, en önnur skýring er sú
að ég hef þjálfast. Ég hef verið að skrifa skáldsögur í
sex ár og finn að skriftirnar eru að verða mér léttari.
Fæðingarhríðirnar eru ekki eins miklar og ekki eins
mikill fljótfærnisbragur á skriftunum. Jafnframt
kynnist ég persónunum betur. Ég er núna að vinna
fimmtu bókina um Erlend og Sigurð Óla og þeirra
nánustu. Þessar persónur eru orðnar mér nokkuð
kunnar. Ég hef orðið mjög gaman af að velta því fyr-
ir mér hvaða stefnu þær taka og hvaða vægi þær hafa
í hverri sógu. Sérstaklega á þetta við um Erlend og
samskipti hans við dóttur hans sem eru nokkuð
veigamikill þáttur í þessum sögum. Eftir því sem ég
læri meira inn á persónurnar og kynnist þeim betur
verður auðveldara að skilja þær og vinna með þeim.
Þannig er þetta eiginlega orðið hálfgert samstarf milli
lögreglumannanna og min."
-  Ekkert hræddur um að losna aldrei við þessar
persónur, hreinlega festast í sögum af þeim?
„Ég hef ekki ennþá séð ástæðu til að velta því fyr-
ir mér. Ég vona að ég eigi eftir að skrifa nokkrar
bækur í viðbót um þá félaga. Ef ég viki frá þeim yrði
það í annars konar spennusögu. Ekki þar fyrir, ég get
vel hugsað mér að skrifa einhvern tima annað en
spennusögur en þessa stundina kemur ekki annað til
greina."
- Þetta eru spennusögur og morðsögur en lausnin
hjá þér er oft ekkert sérstaklega óvænt.
„Glæpurinn er rauða línan sem heldur lesandanum
við efnið en innan hans er ég að fjalla um íslenskt
samfélag og örlög fólks. Það er gaman að koma á
óvart en ég vil ekki taka óvænta lausn fram yfir það
að búa til efnismikla og safarika sögu um mannleg ör-
lög. Þannig er ég eins og hver annar rithöfundur."
- Hefurðu við samningu bókanna um Erlend og Sig-
urð Óla lagst í miklar rannsóknir á lögreglustörfum?
„Ég hef aldrei lagt áherslu á hin eiginlegu lögreglu-
„Ég er núna að vinna fimmtu bókina um Erlend og Sigurð Óla og þeirra nánustu. Þessar persónur eru orðnar
mér nokkuð kunnar. Ég hef orðið mjög gaman af að velta því fyrir mér hvaða stefnu þær taka og hvaða vægi
þær hafa í hverri sögu. Sérstaklega á þetta við um Erlend og samskipti hans við dóttur hans, sem eru nokkuð
veigamikill þáttur í þessum sögum. Eftir því sem ég læri meira inn á persónurnar og kynnist þeim betur verð-
ur auðveldara að skilja þær og vinna með þeim. Þannig er þetta eiginlega orðið hálfgert samstarf milli lög-
reglumannanna og mín."    DV-mynd Hari
störf. Þetta eru sögur um karaktera. Ef mig vantar
tæknilegar upplýsingar hringi ég í ákveðinn mann
sem ég þekki. Svo er ég með nokkra yfirlesara sem ég
treysti mjög vel. Góður yfirlestur skiptir öllu máli og
yfirlesarar eru þeir öryggisventlar sem ég hef. En ég
hef oft sagt að maður þarf ekki mikið af staðreyndum
til að búa til heilmikinn skáldskap."
Ekki fylgjandi takmörkum
- Þú skrifaðir eina bók, Napóleonsskjölin, sem sker
sig nokkuð frá hinum bókunum vegna þess að þar
víkurðu frá þér öllu raunsæi. Hún er ansi skemmti-
leg en alveg eins og amerísk bíómynd.
„Pabbi minn hvatti mig mjög til að skrifa þá bók og
það var fyrir hans hvatningu sem hún var gerð. Hann
vildi eitthvað annað en þessar skandinavísku, félags-
legu vandamálasögur og vildi fá ameríska hasarsögu.
í löggusögunum þarf mikið raunsæi, sérstaklega af
því að þær gerast á íslandi. Þær þurfa að vera á sál-
fræðilegu plani meira en á líkamlegu hasarplani. í
Napóleonsskjölunum er allur annar gangur, byssu-
hasar og mjög hröð og ævintýraleg atburðarás. Ég
þurfti að hugsa á allt öðrum nótum þar en í löggusög-
unum sem veita manni harðan aga. í Napóleonsskjöl-
unum hafði ég frelsi til að leyfa mér allt og þess
vegna fannst mér gaman að skrifa Napóleonsskjölin.
Hins vegar held ég að löggusögurnar eigi betur við
okkur íslendinga af því þær falla inn í okkar raun-
veruleika. Það má ekki ofbjóða lesendum og það
hamlar manni nokkuð. En í sjálfu sér er ég ekki fylgj-
andi takmörkum i íslenskum spennusögum. Og ég vil
ekki að bækur séu flokkaðar sem drasl af því þær eru
af einhverri sérstakri tegund bókmennta. Ég vil hafa
alla flóruna. Menn eiga að glíma við það sem þeim
dettur í hug og ég vil ekki hafa nein takmörK á ævin-
týramennskunni. Aðalatriðið er að menn vinni vel."
- Þú starfaðir lengi sem kvikmyndagagnrýnandi og
það má sjá greinileg kvikmyndaáhrif í myndum þín-
um.
„Ég hef lært mikið af kvikmyndum. í kvikmyndum
er allt klippt og skorið og í bókum mínum vil ég sníða
af allan óþarfa. Annað sem ég hef lært af blómyndum
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80