Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helqarblaö !DV 59i „íslendingar eiga bestu mótorhiólaslóða i heimi “ risastórt hús í eftir- dragi sem verið var að flytja þama á fjöll sem veiðikofa og var ekki laust við að maöur væri hálfhissa á að sjá hús á ferðinni þarna lengst inni á hálendinu. Áfram var haldið og nú inn að Langasjó og þaðan var tekin lítil lykkja á upphaflega leið, leið sem lá eft- ir giljum í kringum fjall er nefnist Hellnafjall, flott leið með frábæra útsýni en dálítið vatnasull SVO að flestir voru Glaðlegir félagar; Torfi gullsmiður, Heimir Barða (Blindhæð og beyjjja) og blautir í fæturna. Jón mjólkurfræðingur. Það var búið að rigna mikið í vikunni fyrir ferðina svo nokkuð var í ánum, en hér er Kári Jónsson að fara yfir eina þeirra. Á hverju ári síðastliðin sjö ár hefur stjórnandi JHM Sport, Jón Hafsteinn Magnússon, efnt til helgarferðar fyrir viðskiptarvini sína en JHM Sport er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyr- ir torfærumótorhjólamenn og selur einnig tor- færuhjólin TM. Allar hafa ferðirnar verið gerðar út frá hálendismiðstöðinni við Hrauneyjafoss fyrir utan eina ferð sem var farin í Kerlingar- fjöh. Vel skipulögð ferð DV brá sér með í þessa ferð sem var helgina 6. til 8. september. Þegar DV mætti inn að Hraun- eyjafossi klukkan átta að morgni laugardags voru menn að vakna og gera klárt fyrir ferð dagsins. Um klukkan níu var haldinn fundur með þátttakendum og leið dagsins lýst og áréttað var sérstaklega um að þeir væru staddir í við- kvæmri náttúru og þar af leiðandi væri allur ut- anvegaakstur til mikils skaða fyrir mótorhjóla- sportið. Áætlað var að fara inn á nyrðri Fjalla- baksleið og aka eftir slóða sem liggur meðfram Tungnaá upp i Botnlangalón en þaðan átti svo að fara inn að Langasjó. Frá Langasjó átti að aka niður Skælinga og inn á veginn rétt austan við afleggjarann að Eldgjá og þaðan til baka niður að Hrauneyjafossi þar sem stórsteik beið lúinna ferðalanga. Um klukkan tíu var lagt af stað og þar sem torfærumótorhjól taka ekki mikið bens- ín ákvað Jón Hafsteinn að koma á sendibíl inn að Kirkjufelli þar sem er skáli er nefnist Höllin. Þegar þangað var komið var hópurinn búinn að aka um 50 kílómetra og voru bensíntankar fyllt- ir og tóku sumir með sér aukabirgðir í bakpoka. Þá var ekið í halarófu leið til norðurs í átt að Botnlangalóni og gekk allt vel að undanskildu því að einn ferðalanganna festi hjólið í botni vegna pess að það komst sandur í blöndunginn hjá honum við Grænalón en þegar búiö var að hreinsa sandinn í burtu var haldið áfram. Hús á hálendisferðalagi Þegar var komið inn að Botnlangalóni var stoppað og heilsað upp á óðalsbændur þá er þar hafa veiðihús í þessari vin í eyðimörk hálendis- ins en þar er búið að rækta upp smáblett af grasi og sýnir það manni að ailt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Einnig var tækifærið notað til að fá sér næringu eftir langan akstur. Frá Botnlanga- lóni var ekið til austurs eftir slóða sem liggur inn að Langasjó. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Sandvatni mættum viö traktor með Skemmtilegir slóðar Þegar komið var inn á afleggjarann sem lá til suðurs frá Langasjó var hann ekinn niður að Blautalóni en þar er beygt inn á leiðina sem liggur niður Skælinga. Leiðin niður Skælinga er hreint frábær fyrir hjólamenn og aðra náttúruunnendur og er vart hægt að lýsa því á prenti nema kannski með setningunni „bara gaman, gaman" sem hjóla- menn nota oft um skemmtilega slóða sem þeir aka. Þegar komið var niður á veginn sem nefndur er Nyrðra Fjallabak beið Jón Hafsteinn þar eftir ferðaiöngum með bensínbirgðirnar og eftir áfyll- ingu hjóla var stefnan tekin aftur til vesturs í átt að Hrauneyjafossi með baðviðkomu í Landmanna- laugum. Við Hrauneyjafoss beið eftir okkur lamba- lærissteik og var tekið hraustlega á steikinni enda búið að aka 215 km um daginn. Einn hjólamaður- inn var með tölvumæli á hjólinu og samkvæmt honum var vegalengdin ekin á tæpum 5 klukku- tímum og meðalhraði var því rétt yfir 40 km á klukkustund. Eftir svona túr þar sem eknir eru bara skemmtilegir slóðar verður manni á aö spyrja sig, „Til hvers að aka utan vega þegar við íslend- ingar eigum bestu slóða í heimi?“ -Hjörtur Stoppað var við fallcgan og nýuppgerðan fjallakofa á Skælingalcið rétt vestan við Skaftá. MMC L200 fær gullverðlaun What Van? Á árlegri verðlaunahátíð What Van? á dögunum hlaut Mitsubis- hi L200 gullverölaun í flokki pall- bíla. Þetta er í sjöunda sinn á tíu árum sem L200 vinnur þessi verðlaun. L200-bíllinn sigraði hér nýjan Nissan Double Cab, sem hlaut þó sérstaka viðurkenningu. L200 fékk andlitslyftingu fyrir ekki svo löngu síðan. Útlitsbreyt- ingar voru á framstuðara, grilli og stefnuljósum að framan og aft- an, en mesta breytingin varð undir vélarhlífinni. Allir aldrifs- bílarnir eru nú með 2,5 lítra 4ra strokka dísilvél með beinni inn- sprautun og millikæli, sem gefur 113 hestöfl við 4.000 snúninga PALLBILAMARKAÐURINN A ISLANDI JAN.-AG. 2002 Sæti: Gerð: Seldir bOar: Hlutdeild: 1. Mitsubishi L200 34 31% 2. Nissan DC/KC 30 28% 3. Tovota Hilux 26 24% 4. Mazda B2500 12 11% 5. Isuzu Crew Cab 5 5% 6. Ford Ranqer 1 1% Alls 108 100% borið saman við 98 hestöfl á sem nú er með álagstillingu á sama hraða í eldri gerðinni. blástursstút. L200 er ekki afl- Aflaukningin kemur frá túrbínu, mesti pallbíllinn á markaðinum, en aldrifseiginleikarnir njóta sín sérlega vel i akstri við erfiðar að- stæður að mati blaðamanna What Van? Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningar- og blaða- fulltrúa Heklu, er von á nýrri sendingu af bílnum. „Undanfam- ar sex vikur höfum við ekki átt Mitsubishi L200 bíla til af- greiðslu. í lok mánaðarins og byrjun október eru hins vegar að koma bílar og hefur hluti þeirra bíla þegar verið seldur. Okkur hefur gengið vel að selja bílinn það sem af er ári og teljum við okkur hafa um 30% hlutdeild í þessum markaði það sem af er á þessu ári,“ sagði Jón Trausti. Suzuki Baleno GLX 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 11/98, ek. 52 pús. Verð kr. 990 þus. Baleno Wagon 4x4 Skr. 8/99, ek. 75 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk. Skr. 10/98, ek. 21 þús. Verð kr. 790 þus. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00 ek. 45 þús. Verð kr. 1390 þús. Ford Focus High-series, bsk. Skr. 11/99, ek. 36 þús. Verð kr. 1220 þús. Poio Comfortline, 5 d., bsk. Skr. 7/01, ek. 40 þús. Verð kr. 1050 þús. Alfa Romeo, 5 d., bsk. Skr. 11/98, ek. 34 þús. Verð kr. 890 þus. Isuzu Trooper 3,0. disil, bsk. Skr. 4/99, ek. 64 þús. Verð kr. 2490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17,simi 568-5100 MMC Lancer GLX, bsk. Skr. 6/01, ek. 35 þús. Verð kr. 1130 þús.VW :Z_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.