Nýtt dagblað - 06.05.1942, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 06.05.1942, Blaðsíða 4
’^r>L Or bopglnní Nœturlœknir: Halldór Stefánsson, Rán- nrgötu 12. Sími 2234. Nœiurlœknir er í Reykjavíkurarjóteki. Gullna hliSið verður sýnt í 60. sinn annað kvöld. Aðsóknin að sýningunum var lengi vel svo mikil, að menn stóðu í longum röðum og biðu eftir því að kom- ast að til þess að fá aðgöngumiða og urðu stundum frá að hverfa tómhentir eftir langa bið, því allt var uppselt. Nú er sala aðgöngumiða orðin jafnari, en þó fullt útlit fyrir að leiksýningarnar vcrði sóttar lcngi enn. Utvarpið í dag: 12.13—13.00 Hádegisútvarp. 13.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: ,,Frá yztu nesjum“ eft- ir Gils Guðmundsson (höf. les.). 20.55 Söngvar úr gamanleikjum með undirleik á gítar (Nína Sveinsdóttir). 21.10 Upplestur: Kvæði (Jón Sigurðsson kennari). 21.25 Hljómplötur: Islenzkir söngvarar. 2) .50 Fréttir. Dagskrárlok. ,,Ná er það svai*t maður!,, er nafn á nýrii í’evíu, sem höfð verð ur frumsýning á næstkomandi mánudag. Eru leikendur milli 15 og 20, þar á meðal Alfreð Andrés son, Gunnar Bjarnason, Jón Aðils, Lárus Ingólfsson, Alda Möller, Inga Laxness, Áróra Halldórsdótt ir, Emilía Jónasdóttir og Her- mann Guðmundsson. Brezkí fjármálarád* herrann Framhald af 1. síöu. Hið móðursjúka hjal aftur- haldsins (einkum „Framsókn- ar“) um hætturnar af kauphækk- un : ,,dýrtíðina, verðbólguna og hrunið“ — eru bábiljur, sem á að hræða fólkið með. Ekkert af þessu þarf að fara í kjölfar kaup- hækkunar, ef stjórnað er af viti. Tilgangur afturhaldsins er sá einn að hindra kjarabætur verka- lýðsins. Þessvegna hrópar það upp um skelfilegar afleiðingar kauphækkunar, til að fá átyllu til þrælalaga sinna og þjónustu við stríðsgróðamennina. íslerizka ,,Framsóknin“ er nú orðin afturhaldssamari en brezka íhaldið. Fasísfar míssfu yfír 150 flugválar í árásum á Malfa í apríl í loftorustum yfir Malta voru 53 þýzkar flugvélar skotnar nið- ur í apríl. Á sama tíma var 101 þýzk flugvél skotin niður af loft- varnalilinu á Malta. Landgönguárás á Coregidor Japanar haja byrjaÖ landgöngu qrás á Coregidor, eyvirhi Banda- ríhjamanna í Lúsonflóa á Filipps- Madagaskar Framhald af 1. síðu. Þriðja stærsta eyland jarðarinnar. Madagaskar er þriðja stærsta eyland jarðarinnar. Það er um 1600 km. á lengd, en um 600 km. þar sem það er breiðast. Stærðin er um 616 þús. ferkílómetrar (sex sinnum stærð íslands). Ibú- ar eru 3,8 milljónir, þar af að- eins 37 þúsundir Evrópumanna, (um 24 þúsund Frakkar). Frakk- ar hernámu landið fyrir 47 árum. Aðalútfl.utningsvörurnar eru rís, sem mjög mikið er ræktað af, baunir, kaffi, húðir, gimsteinar og gull. Nautgriparækt er rekin í stórum stíl, og eru milljónahjarð ir nautgripa á eynni. Auk gim- steina og gulls er unnið úr jörðu grafít, silfur, járn, kopar og sink. Þættir úr sögu Mada- gaskar eftir að Evrópu- menn koma þangað. Sagan um það, hvernig Frakkar lögðu Madagaskar undir sig, er elcki falleg, fremur en venja er til þegar um er, að ræða nýlendu öflun stór.veldanna, en í seinni tíð hefur stjórn nýlendunnar á ýms- an hátt verið frjálslyndari en ann ars staðar gerist. Evrópumenn koma fyrst við sögu eylands þessa, þegar portú- galski landkönnuðurinn Diego Diaz lenti þangað árið 1500, næstu aldirnar var Madagaskar uppáhadsland sjóræningja og æv- intýramanna. Einn slíkur, John riaintain, dvaldist þar frá 1720 —1725, lierjaði á landsmenn og tók sér konungsnafn yfir eynni. Um 1835 hófu trúboðar starf sitt á Madagaskar og varð tals- vert ágengt. Þegar á öldina leið hafði mestallur Hova-þjóðflokk- ’-rinn og aðrir kynþættir, sem bjuggu um miðbik landsins, látið skírast, og 1895 var talið að á eynni væru 450 þúsund kristnir mótmælendur og 150 þúsund róm versk-kaþólskir. En meginþorrl landsmanna hélt við trú á stokka og steina. Hova-fólkið er Malaja- kyns, orðlagt fyrir hreystilega sjósókn og upphaíVga komið fró Austur-Indíum yfir Indlandshaf til Madagaskar, þar sem það varð brátt valdamesti þjóðflokkurinn. Á tímabilinu 1800—1883 var merkasti þjóðhöfðingi Madagask- ar konungur að nafni Rodama, en að honum látnum réðu ríkjum Dómur fyrir ölvun við akstur. í fyrradag var maður nokkur dæmdur í 10 daga varðhald og sviftur ökuleyfi í 3 mánuði fyrir það að vera ölvaður við akstur. drottningar tvær hvor eftir aðra. Ranavalona I. og Ranavalona II. Á stjórnarárum þeirra lögðu Frakkar undir sig smáeyjarnar Bourbon og Mauritius og hófu hvað eftir annað landnám á Mada gaskar, en voru jafnharðan hrakt ir burt af landsbúum. Árið 1883 kom Ranavalona III. tii valda. Hún var gift, en for- sætisráðherrann Rainilaiáivony, er verið hafði eiginmaður fyrri drottn ingarinnar lét slíta hjónabandinu og giftist sjálfur nýju drottn- ingunni. Hann lét hana hvergi koma nærri stjórnmálum, og ríkti einvaldur, en sæmilega vinsæll, i nafni drottningarinnar. En sjálf- stjórn landsins lauk í stjórnartíð hans. 1885 tóku Frakkar Diego Suarez, hafnarbæ á norðurodda landsins, og reyndu í fyrsta sinn að ná öllu landinu sem „vemdar- svæði”. Bretar viðurkenndu kröfu Frakka til eyjarinnar og 1894 á- kvað franska stjórnin að láta vopnin skera úr, sendu úrslita- kosti og héldu því fram að inn- lendir kynþáttahöfðingjar hefðu látið af hendi við Frakka hluta af norðvesturströndinni. Stjórnin neitaði að ganga að úrslitakost- unum og 1895 sendu Frakkar her heiman frá Frakklandi til að brjóta niður mótspyrnu Madagask arbúa, Eftir nokkurra mánaða hernað tók franski herinn höfuðborgina, Antananarivo, og 1. október 1895 var friðarsamningur undirritaður, þar sem drottningin viðurkenndi „vernd” frönsku stjórnarinnar. Frakkar færðu sig brátt upp á skaftið. Þegar á næsta ári, 1896, var því lýst yfir, að Madagaskar og nálægar eyjar væru franskar nýlendur. Ranavalona III. dó í Algier 1917 í útlegð. Ráðgefandi þing Mestar þær framkvæmdir, sem gerðar hafa verið á Madagaskar á seinni árum, eiga frumkvæði hjá franska landstjóranum Hubert Garbit. Hann var landstjóri þar í heimsstyrjöldinni fyrri og tók aftur við 1920. Hann gerði áætl- ' anir um lagningu jámbrauta og vega, byggingu hafnarmannvirkjaj vita, vat'nsveitu á ræktarland og framræslu mýra, og það sem meira var, sá um að áætlanimar komust í framkvæmd. Hann lét sér einnig annt um menningarmál íbúanna. Stofnsett hefur verið ráðgefandi þing og hafa allir fullorðnir eyjar skeggjar kosningarrétt og kjör- gengi. Landsstjórnin ráðfærir sig við þing þetta um öll innri mál landsins. Fjölmargir landsbúar eiga sæti í lægri embættum við landstjórn og herstjóm. Skóla- skylda er lögleidd, frá 8 til 14 ára aldurs. . Lelkféla$ Reykjavíkur. „Gullna hliðlð“ 60. sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. / 145 MANNSKAÐAVEÐRiÐ eftir PHYLLIS BOTTOME ekki til. Heldurðu að það sé einkamál, hvort menn drýgja morð eða ekki ? Nei, ég á ekki við það, Freyja — ég á við — ég ætla að aka þér heim. Ég held, að sá staður sé ekki til framar, mælti Freyja hörkulega, en þegar hún sá hina takmarkalausu meðaumkun, sem skein út úr augum Emils, sá hún, að hún var engin uppgerð, heldur miklu sannari tilfinning, en reiði hennar við Emil. Hún sneri því við og gekk þegjandi með honum að skemmunni, þar sem bíllinn var geymdur. Þau hafa einhver ráð með að komast á járnbrautarstöðina, sagði Emil. Freyja, við eigum heimili og þangað verðum við að fara tafarlaust. Enn veit það enginn. Ég átti að segja þér það, þegar þau væru lögð af stað —-Pabbi hefur verið tekinn og settur í fangabúðir. XXXIII. Hið síðasta, sem Freyja sá af Mabergshöllinni, þegar Emil ók með ofsahraða niður brekkuna, var stór fáni á veggnum, hakakross á hvítum grunni, og nafn Olafs, gert af blómsveig- um yfir járnhliðinu. Ólafur, Ólafur, Ólafur. Nafn hans var allsstaðar, en þó hvergi eins djúpt grópað og í hjarta Freyju. Henni varð ekki á að renna huganum að Fritz von Ma- berg. Að undanförnu hafði hún vanið sig á að hugsa sér hann öðruvísi en hann var og virða hann vegna eiginleika, sem hún hafði ekki kynnzt áður í fari hans. Nú hafði hún komizt að því hvernig hún hafði verið blekkt. Og þessi nýja mynd hennar af Fritz var ekki lengi að mást út. Hún átti ekki eins auðvelt með að afmá mynd Ólafs úr hugskoti sínu. Hún varð að reyna að losna við hans mynd einnig, jafnvel þó að traust og öryggi æskuáranna hyrfi henni um leið. Veit hann þetta ? spurði hún Emil, þegar þau komu ofan í dalinn og langur og beinn þjóðvegurinn opnaðist þeim. Hún gat ekki fengið sig til þess að nefna nafnið, en Emil vissi við hvern hún átti. Enginn veit það ennþá, svaraði hann hratt. Ég varð að lofa pabba því, að segja hvorki Mabergsfólkinu né Olafi frá þessu. Gamli maðurinn var hræddur um að þau mundu reyna að hjálpa sér, en hann vildi ekki spilla hveitibrauðsdögun- um fyrir ungu brúðhjónunum. Væri ekki réttara, að þú tækir blómsveiginn af höfðinu. Við skulum ekki vekja meiri eft- irtekt á okkur, en við þurfum. Það gerir minna til með kjól- inn. Ég vil ekkert fremur, sagði Freyja hryssingslega og þreif sveiginn af höfði sér og tætti kornblómin í sundur og fleygði þeim í götuna. Nú geturðu sagt mér allt af létta, Emil. Nú get ég hlustað. Reiðin ætlar ekki lengur að ýfirbuga mig. Það stoðar ekkert að vera reiður, sagði Emil þungbúinn. Menn verða að sætta sig við orðinn hlut. Pabbi hefði verið látinn í friði, ef hann hefði getað látið vera að aðstoða vini sína. Eg hef oft reynt að útlista það, bæði fyrir pabba og mömmu, að þau geti ekki átt neitt einkalíf. Þetta er það eina, sem ég hef farið fram á af þeim. A meðan þau hlýða hinum nýju fyrirmælum og lifa í anda þeirra, skiptir enginn sér af því, hvað þau hafast að. Jafnvel þegar það var á döfinni, að mamma yfirgæfi pabba, hefði verið hægt að bjarga því við, á viðunandi hátt, ef þau hefðu viljað hlusta á mig. Þetta er nokkuð ruddalegt, svona í fljótu bragði, en það er til mesti sægur af fullorðnum hjónum, sem yrðu fegin að losna hvort annað. Mamma þurfti ekki annað að gera en láta sem hún féllist á þetta, taka sér frí ogfara utan um nokkurra mánaða skeið og koma svo aftur heim, án þess að láta of mikið á því bera. Ef einhver hefði tekið málið upp að nýju, hefði hún getað sagt, að þau hefðu ekki efni á því að eiga tvö heimili, eða þá, að hún væri veik og pabbi þyrfti að ann- ast hana. Margt hefði getað breyzt til batnaðar á nokkrum mánuðum. Þessi bylting er án blóðsúthellinga, það er að segja, menn eru ekki drepnir, ef þeir sýna algera hlýðni. Mér finnst það mjög sanngjarnt og miklu mannúðlegra en verið hefur í öðrum byltingum. En þeir sem endilega vilja berja höfðinu við steininn, hljóta að brjóta það. Pabbi þurfti að- eins að hafa það í huga að umgangast enga grunsamlega náunga og aðhafast ekkert, sem vakið gæti grunsemdir. 0 eyjum.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.