Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarblašiš

						Helgar
15
blaðið
smellið og djúpt. „Það
hefur svo óendanlegar
víddir. 1 hvert skipti
sem farið er í gengnum
söguna eða leikritið
uppgötvar maður nýja
skirskotun og nýtt
sjónarhorn á tilver-
una." Sigrún segir að
sem leikstjóra hafi
henni fundist mjög
gaman að fást við per-
sónur verksins. „Það er
engin þeirra lík nokkru
öðru sem maður hefur
þekkt áður og ekki
hægt að fara ofan í ein-
hverjar hirslur til að
leita að viðkomandi
persónu. Þess í stað er
um frumsköpun að
ræða í hvert einasta skipti
vegna þess hversu sérstakar
persónumar eru. Fyrir leikara
er þetta það skemmtilegasta,
besta og mest þroskandi."
En á leikritið um Sölku
Völku eitthvert erindi til okkar
í dag? Sigrún segirþað vera
sérstaklega ánægjulegt að fá
tækifæri til að fást við þær
grundvallaspurningar sem
verkið fjallar um á sama tíma
og fólk heldur að það sé hægt
að pakka saman allri félags-
hyggju og hugsjónamennsku
ofan í poka, binda við hann
stein og sökkva honum i sjó-
inn. „Þegar farið er í gegnum
verkið kemur að sjálfsögðu í
ljós að efhi þess er síður en svo
úrelt."
Sigrún segir að það sé ekki
hægt annað en smitast af eld-
móði krakkanna. Það sé alveg
sama hversu góður leikstjóri
eigi i hlut; hann geti uldrci
neitt, einn og sér með svona
stóran hóp, ef viljinn til að gera
sitt besta og gott betur er ekki
fyrir hendi af hálfu leikhóps-
ins. Fyrir utan það hversu gef-
andi sé að starfa með leikhóp
sem þessum, þá sé samsömun
hans svo djúp og rík með
Sölku og Arnaldi og þeim
kringumstæðum sem verkið
fjallar um. Þessu til viðbótar
segir Sigrún að aldur hópsins -
mitt á milli þess að vera ung-
lingar og fullorðið fólk - sé
mjög góður til að takast á við
þetta verk.
Sigrún segir að auðvitað
verði hún sem leikstjóri að
taka tillit til þess að leikararnir
sé í þessu samhliða námi. Þau
mæti í skólann á hverjum
morgni og til æfinga á kvöldin.
En það sé mjög svipað því
sem gerist og gengur meðal
áhugamannaleikhópa. Fólkið
mætir meira og minna þreytt til
æftnga á kvöldin eftir erfiðan
vinnudag.
Hins vegar þýðir það ekki að
það sé slakað á kröfunum né
að hún sem leikstjóri vinni eitt-
hvað öðruvísi með leikhópi
Herranætur en einhverjum öðr-
um. „Kröfurnar eru alltaf eins
miklar og maður hefur hug-
myndaflug til að gera hverju
sinni".
Mælikvarðar myndlistarinnar
Listasafn Reykjavíkun
Claude Rutault
Jóhanna Kristín Yngvadóttir
Kjarvalsstöðum
22. febrúar -29. mars
Vart er hægt að hugsa sér ólíkari
sýningar en þær tvær, sem nú eru í
gangi á Kjarvalsstöðum: nýex-
pressjónisk olíumálverk Jóhönnu
Kristínar Yngvadóttur annars vegar
og formúluverk franska listamanns-
ins Claude Rutault, sem gerð eru
samkvæmt fyrirfram gefnum for-
skriftum og unnin af kaupanda/neyt-
anda eftir formlegum samningi við
listamanninn. Hér er um tvo gagn-
stæða póla í listínni að ræða, og
saman gefa sýningarnar tilefni til
þess að velta upp þeirri spurningu,
hverjir séu mælikvarðar listarinnar,
og hvort þessar tvær sýningar hafi
yfir höfuð nokkurn þann snertipunkt
er gefi tilefhi til að fjalla um þær út
frá einhverri sameiginlegri forsendu
eða mælikvarða.
Eitt er víst, að í verkum sínum
hefur Claude Rutault afskrifað flest
það sem myndir Jóhönnu ganga út
á: málverkið sem persónuiega og
frumlega tjáningu, málverkið sem
listmun og málverkið sem óum-
breytanleg verðmæti. Það eina sem
Rutault heldur dauðahaldi í er þessi
sérkennilegi siður manneskjunnar
að setja myndir á vegg. En hann vill
að kaupandinn máli myndina sjálf-
ur, og hún á helst að vera einlit og í
sama lit og veggurinn sem hún er
hengd á.
Mér skilst að aðstandendur sýn-
ingar Rutaults á Kjarvalsstöðum
hafi sjálfir ráðið litum verkanna sem
þar eru, en auk þess að taka mið af
hvítum veggjum salarins eru þau
rauð, græn, blá og svört. Litir sem
taka mið af fjölbreytilegu litavali á
húsþökum borgarinnar. Með sýn-
ingunni fylgja síðan fjölritaðir text-
ar, sem í rauninni eru forsenda þess
að áhorfandinn skilji hvað um er að
ræða. Eða ættu að minnsta kosti að
vera það. Því hér er um formúluverk
að ræða, sem unnin eru samkvæmt
ákveðinni forskrift og út frá ákveð-
inni reglu, sem er hluti af verkinu.
Verkið eitt og sér, án vitundar um
og án skilnings á þeim sérstaka sátt-
mála á milli neytanda og lista-
manns, sem liggur verkinu til
grundvallar, er í raun merkingarlít-
ið.
Það verður að segjast eins og er,
að sá íslenski texti, sem með sýn-
ingunni fylgir, er svo illa úr garði
gerður að hugmyndin að baki sýn-
ingarinnar hlýtur því miður að fara
fyrir ofan garð og neðan hjá flest-
um. Þýðing á grein eftir Guy Tort-
osa, sem nefnist á frummálinu
„Indifference de la peinture" og
þýðandinn kallar „Afskiptaleysi
málverksins", er svo full af málleys-
um, málvillum og þýðingarvillum,
að það er einfaldlega ekki verjandi
að opinber stofhun láti slíkt frá sér
fara á prenti. Þýðandinn virðist ekki
hafa skilið þann texta sem hann var
að þýða eða ekki kunnað málið, sem
hann var að þýða á. Og reyndar
hefði verið eðlilegra að frumsemja
texta á islensku af þessu tilefhi, þar
sem skýringa er augsýnilega þörf.
Sama gildir í raun um sérstakan
texta sem lýsir formúlum að ein-
stökum verkum á sýningunni. Hann
getur varla talist á skiljanlegri ís-
lensku, en þar kann að vera að við
Iistamanninn sjálfan sé að sakast að
einhverju leyti: að honum sé ein-
faldlega ekki tamt að tjá sig á rituðu
máli. En að þessum alvarlegu ágöll-
um slepptum, þá eru þær hugmyndir
sem hér liggja að baki alls áhuga
verðar.
Ástæðan er fyrst og fremst sú, að
hér er með nýjum hætti verið að
tengja myndlistina við það félags-
lega samhengi sem hún hefur dottið
úr fyrir löngu: kreppa myndlistar-
innar á síðari helmingi 20. aldarinn-
ar, sem lýsir sér í samfélagslegri
einangrun hennar, stafar ekki síst af
því að hún hefur ekki lengur hlut-
verki að gegna í framleiðsluferlinu í
þjóðfélaginu og hún hefur heldur
ekki lengur trúarlegan/hugmynda-
fræðilegan/pól- itiskan boðskap að
bera. Þess vegna hefur myndlistin
snúist um sjálfa sig fyrst og fremst
og gengið vasklega til verks í því að
tortíma sjálfri sér í öllum hugsanleg-
um myndum.
Viðfangsefhi Rutaults er öðrum
þræði fólgið í því að skapa nýjan
grundvöll að samfélagslegum
tengslum listarinnar og skapa form-
úlu fyrir nýju samskiptaformi eftir
að búið er að hreinsa listina af öllu
hugsanlegu hugmyndafræðilegu eða
persónulegu innihaldi. Listamaður-
inn gerir samning við neytandann
Ólafur
Gíslason
um að vinna verkið samkvæmt
ákveðinni reglu (grundvallarreglan
er sú að verkið sé einlitt og hafi
sama lit og veggurinn sem það
hangir á). Samningurinn er jafh-
framt greiðslusamningur, og getur
verð verið breytilegt eftir vinnsluað-
ferð og tíma og í sumum tilfellum
eiga verkin sér fýrirframgefinn tíma,
eða tíma sem tengist gerð kaup—
samnings eða andláti listamannsins.
Verkin eru þannig hugsuð líka í
tíma, sem tímanleg og um leið
breytanleg ferli. Og þótt vinnsluað-
ferðimar séu yfirleitt afar einfaldar,
þá er listsköpunin hér tengd hand-
verkinu og framleiðsaluferlinu á
heiðarlegan hátt: það er neytandinn
¦ i;mvj:<J:I ¦
tKRAFTUR OG TÆKNI
IeHísI        Tll SJÓS OG LMiDS
LISTER PETTER díselvélarnar eru hannaöar og framleiddar til að mæta
mismunandi kröfum um kraft og tæknilega uppbyggingu.    Þú getur treyst á að
LISTER PETTER skilar hlutverki sínu hvort sem er til sjós eða lands.
Taktu ekki áhættu
- veldu LISTER PETTER.
VELASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
sem vinnur verkið. Af öllu þessu má
ljóst vera að Rutault er hér að gera
tvennt í senn: að hreinsa listina af
öllu hugmyndafræðilegu, persónu-
legu, frumlegu eða trúarlegu inni-
haldi, og gefa henni nýtt innihald,
sem fyrst og fremst er fólgið í sam-
skiptaformi listamannsins og neyt-
andans. Um leið er hann að gera
virðingarverða tilraun til þess að
rjúfa þá algjöru einangrun sem hef-
ur verið hlutskipti starfs listamanns-
ins á síðari hluta 20. aldarinnar sem
aldrei fyrr. Listsköpunin hefur tekið
á sig viðurkennt form útboðs og
verksamnings eins og hver annar
bisness í samfélaginu og neytandinn
er virkur þátttakandi í framleiðslu-
ferlinu.
Jóhanna Kristín Yngvadóttir
hafði ekki tíma til þess að velta of
mikið fyrir sér hugmyndafræðileg-
um forsendum listsköpunar á síðari
hluta tuttugustu aldarinnar. Hún átti
stutta ævi og henni lá mikið á hjarta
og hún notaði þekktar og viður-
kenndar aðferðir til þess að koma
því á framfæri sem bjó innra með
henni. Engu að síður náði hún
undraverðum árangri á stuttri ævi.
Verkin á sýningunni á Kjarvalsstöð-
um eru að visu nokkuð misjöíh, en
sum þeirra eru vafalítið með því
besta sem hér hefúr verið gert í ný-
expressjónísku málverki og eiga
veglegan sess í íslenskri listasögu.
Eins og til dæmis sjálfsmyndin í
tveim persónum sem er í eigu Lista-
safhs ASÍ. Það er dæmalaust áhrifa-
mikil mynd, sem greypir sig inn í
áhorfandann.
En hvað eiga Jóhanna Kristín og
Rutault sameiginlegt? Er til einhver
sá mælikvarði sem hægt er að meta
verk þeirra beggja á?
Þetta er erfið spurning og knýj-
andi.
í fljótu bragði væri freistandi að
segja að þau ættu ekkert sameigin-
legt og að ekki væri hægt að dæma
verk þeirra á neinum sameiginleg-
um mælikvarða. En það væri of
auðveld afgreiðsla á spurningunni.
Spurningin varðar líka þann al-
menna mælikvarða sem við leggjum
á myndlist yfirleitt. Það væri í sjálfu
sér ærið rannsóknarefni og rúmast
ekki í litilli blaðagrein. En þótt Jó-
hanna Kristín og Rutault séu ólík
eins og Díonísíos og Apolló, þá eiga
þau það engu að síður sameiginlegt
að hafa gengið heiðarlega til verks.
Og i því er vissulega fólgin nokk-
ur áskorun til okkar hinna.
Kjarvalsstofa í París
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa sem ætl-
uð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkur-
borg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands
lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsað-
stöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem
nefnist Cité Internationale des Arts, og var samning-
urinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg
Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu
og gerir hún tillögu um úhlutun dvalartíma þar til
stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endan-
lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2
mánuðir en lengst er heimilí að veita listamanni afnot
Kjarvalsstofu í 1 ár.
Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld er
ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og
miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar
sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn
leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til
þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts
varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, og jafn-
framt skuldbinda þeir sig til þess, að dvöl lokinni, að
senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf
sín, ef óskað er.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjar-
valsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla
um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst
1992 til 31. júlí 1993. Skal stíla umsóknir til sjtórnar-
nefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til
stjómarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna
að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi um-
sóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um
afnot af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endumýja, eigi þær að koma
til greina við þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 30. mars n.k.
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24