Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						16
DAGBLAÐIÐ — MÁNUDAGUR 5. JULÍ 1976
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Á föstudagskvótdið léku í
blíðskaparveðri KA og næstefsta
liðið í 1. deiid, Víkingur. Leikur
þessi var hinn árlegi minningar-
leikur um Jakob heitinn Jakobs-
son, fyrrum leikmann með ÍBA
og landsliðinu, sem lézt í bilslysi i
Þýzkalandi fyrir nokkrum árum.
Leikurinn hófst með því að leik-
menn liðanna skiptust á veifum
og merkjum. Að þvi búnu afhenti
fyrirliði KA-liðsins, Hörður
Hilmarsson, foreldrum Jakobs
heitins veglegan blómvönd, við
mikið klapp hinna mörgu áhorf-
enda.
KA-menn fengu frábæran
Hðsstyrk í þessum leik og var það
enginn annar en atvinnu-
maðurinn og landsliðsmaðurinn
Guðgeir Leifsson. Leikurinn var
vart orðinn nema einnar mín.
gamall er Víkirigar skoruðu fyrsta
mark leiksins eftir hrikaleg
varnarmistök KA-liðsins. Markið
geiði hinn duglegi tengiliður
Víkinga, Eiríkur Þorsteinsson, og
skallaði hann af öryggi í netið
eftir góða fyrirgjöf frá vinstri.
Bæði liðin sýndu góða knatt-
spyrnu  og   sóttu  á  víxl.
A 18. mín. tókst heima-
mönnum að jafna metin. Dæmt
var víti á Vfkinga fyrir hönd
innan vítateigs og skoraði Sig-
björn Gunnarsson örugglega úr
því. Á 20. mín. á Víkingur hörku-
sókn en ekkert verður úr. Á 32.
mín.      auka     heimamenn
muninn með góðu marki Gunnars
Blöndals. Stórfalleg sókn KA-
liðsins, þar sem Ólafur Haralds-
son sendi stungu inn fyrir vörn
Víkinga og þar kom Gunnar
aðvífandi og skoraði af öryggi.
KA sótti nú meira en Víkingar og
var öllu hættulegra við markið.
Þetta bar árangur á 43. mín., er
KA-mennskoruðu sitt þriðja mark
í leiknum og aftur var það
Gunnar Blöndal sem skoraði.
Hann fékk frábæra fyrirgjöf frá
Steinþóri og skoraði glæsilega.
Þannig var staðan í hálfleik.
Strax á 4. mín. síðari hálfleiks
auka   KA-strákarnir   enn   við
"Guðgeir Leifsson — góður á Akureyri.
Guðgeir var erf iður
sínurn gömhi félögum!
— þegar KA sigraði Yiking 4-2 í minningar-
leiknum um Jakob Jakobsson á Akureyri
forskot sitt en þeir skora sitt
f jórða mark og hver haldið þið að
hafi gert það mark? Jú, það var
enginn annar en Gunnar Blöndal.
Magnús Þorvaldss. ætlaði að gefa
til Diðriks í markinu en með
miklu harðfylgi komst Gunnar í
milli og renndi knettinum í net-
möskvana. Næstu mín. sótti KA
mun meira en Víkingur og lék oft
frábæra knattspyrnu, enda með
Guógeir í fararbroddi og á 21.
mín. björguðu Víkingar á línu
eftir þrumuskot Harðar.
Næstu mín. áttu KA-menn
nokkur færi sem þó nýttust ekki.
Á 35. mín. átti Sigb.jörn skot í
stöng, er hann komst einn inn
fyrir, — Víkingar sannarlega
heppnir þar.- Fimm mín. síðar átti
Kári Árnason þrumuskot yfir
eftir góða fyrirgjöf Steinþórs. A
síðustu mín. tókst Víkingi að
skora sitt annað mark og var það
Jóhannes Bárðarson sem það
gerði eftir að hafa leikið í gegnum
vörnina og skotið í netið úti við
stöng. Leiknum lauk því með
sanngjörnum sigri KA-manna, 4-
2.
Vikingar sigruðu
Skallagrim
Ölafsfjarðar-Víkingarnir lögðu
að velli sinn hættulegásta and-
stæðing í 3. deildinni í knatt-
spyrnu á laugardaginn á heima-
velli sinum.
Það var Guðmundur Gunnars-
son, sem innsiglaði sigur Olafsvík-
inga seint í seinni hálfleik með
eina marki leiksins.
Þar með hef ur Víkingur 10 stig
eftir fyrri umferðina, hefur lagt
alla sína keppinauta að velli og
skorað 27 mörk gegn 3. — R.M.
Þessi leikur var mjög
skemmtilegur fyrir áhorfendur
þar sem bæði liðin Iéku góða
knattspyrnu. KA áttí meira í
leiknum og átti fleiri tækifæri,
þrátt fyrir að Víkingar berðust
v.eí.
Guðgeir Leifsson, gestur
leiksins gladdi áhorfendur með
góðum leik, þótt hann færi út af
er um það bil 15 mín. voru eftir af
leiktímanum. Beztu menn
Víkinga voru þeir Stefán
Halldórsson og Diðrik Ólafsson.
KA-liðið var mjög jafnt og stóðu
allir fyrir sínu. Vert er þó að
minnast á ungan leikmann sem
kom inn á fljótlega. Hann heitir
Ölafur Haraldsson og stóð sig með
stakri prýði. Fyllti hann skarð
Magnúsar Vestmanns vel, en
Magnús varð fyrir því óhappi að
togna illa snemma i leiknum.
Dómari var Sævar Frímannsson
og iínuverðir þeir Magnús
Jónatansson og Þóroddur
Hjaltalín. Áhorfendur voru 1016.
-StA.
Barátta FH setti
IA út af laginu
— otr jafntefli varð á Akranesi 1-1 í 1. deíld
Akranes missti dýrmætt stig í
baráttunni á toppnum í 1. deild
fslandsmótsins á laugardag þegar
FH kom i heimsókn og Hafn-
firðingarnir höfðu með sér annað
stigið — verðskuldað — jafntefli
varð, 1-1.
Já, Akranes hefur mikið misst
flugið frá síðasta keppnistímabili
þegar liðið bar ægishjálm yfir
önnur íslenzk knattspyrnulið.
Munar þar mest um fjarveru
fyrirliðans frá í fyrra — Jóns
Alfreðssonar. En sú skýring er
alls ekki einhlít. — Nógu mikill
baráttuhugur er ekki í liðinu og
eins er hættulegasti leikmaður
liðsins, Karl Þórðarson, sveltur
langtímum saman. Þá hann fékk
knöttinn á laugardag skapaðist
hætta og alltaf hafa áhorfendur
jafn gaman af að horfa á þennan
knáa leikmann skilja eftir tvo til
þrjá leikmenn á rassinum eins og
gerðist á laugardag. Það gladdi
augu Skagamanna.
En snúum okkur að leiknumi —
Skagamenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti og fyrstu tiu
mínúturnar lá stanzlaust á FHing-
um. Maður hafði það á tilfinning-
unni að Akranes mundi kafsigla
FH, rétt eins og í fyrra þegar lA
vann stórsigur, 7-0.
Eftir aðeins 15 mínútna leik
var staðan 1-0 fyrir Akranes. Guð-
jón Þórðarson tók aukaspyrnu og
sendi knöttinn vel inn í teig
FHinga — þar náði Sigþór Ömars-
son knettinum og sendi hann
rétta boðleið í markið.
Adam var þó ekki lengi í Para-
dís, aðeins fjórum mínútum síðar
höfðu FHingar jafnað — Viðar
Halldórsson sendi knöttinn fram
á bezta mann FH, Ölaf Danivals-
son, og hann gaf vel fyrir á Loga.
Ólafsson, sem skoraði af stuttu
færi — 1-1.
Við markið hresstust FHingar
— börðust vel og gáfu aldrei
þumlung eftir. Enda og voru þeir
meira með knöttinn án þess þó að
geta skapað sér veruleg tækifæri.
Um það er engum blöðum að
fletta að sóknin er helzti höfuð-
verkur FHinga, enda hefur liðið
ekki skorað mörg mörk í 1. deild-
inni í sumar.
Það sama var uppi á teningnum
í siðari hálfleik. Hafnfirðingar
börðust vel. Hins vegar var
sóknarleikur Skagamanna alltaf
skarpari og þeir sköpuðu sér
fleiri tækifæri.
En inn vildi knötturinn ekki og
liðin deildu með sér stigum. Sann-
gjörn úrslit en ekki að sama skapi
góð fyrir Skagamenn. lA hefur
nú tapað sex stigum í baráttunni
um íslandsmeistaratitilinn.
Það má ljóst vera að Skaga-
menn verða að taka sig verulega á
ef titilinn á að hafna á Akranesi
Bezti maður liðsins á laugardag,
sem svo oft áður, Karl Þórðarson,
er alls ekki nýttur nógu vel.
Hann er sveltur langtimum sam-
an úti á kanti — þá sjaldan hann
fær knöttinn yljar hann áhorf-
endum með leikni sinni.
Jóhannes Guðjónsson komst einn-
ig vel frá leiknum og hann hefur
styrkt vörnina verulega eftir að
hann kom inn í liðið aftur.
FHingar hlutu sitt sjötta stig á
íslandsmótinu í ár — það geta
þeir fyrst og fremst þakkað góðri
baráttu. Sennilega léku FHingar
sinn bezta leik í ár og liðið er
greinilega i sókn. Bezti maður FH
var Ólafur Danivalsson en einnig
komst Janus Guðlaugsson vel frá
leiknum, ákaflega sterkur varnar-
maður.
Leikinn dæmdi Þorvarður
Björnsson — alls ekki nógu sann-
færandi. Iðulega var þannig að sá
er braut hagnaðist á brotinu.
K.P.
Þórsterkarií
rokinu á Self ossi
Þór á Akureyri hlauí tvö þýð-
ingarmikil stig í 2. deiidinni á
Selfossi á laugardag — sigraði
með 4—2 eftir að Selfyssingar
höfðu skorað tvö fyrstu mörk
leiksins. En þeim tókst svo ekki
að fylgja því eftir.
Heimamenn léku gegn sterkum
vindi í fyrri hálfleiknum og staðn-
an var orðin 2—0 fyrir þá eftir 19
mínútur. Fyrra markið kom eftir
að Sumarliði Guðbjartsson lék í
gegnum vörn Þórs og gaf síðan á
Fimm mörk Armenn-
ingo á Árskógsströnd
Akureyri, 4. juli 1976.
Árskögsvöllur, 2. deild.
Revnir —.Ármann 0-5.
Knattspyrnan sem Reynir og
Armann sýndu í leik liðanna á
laugardaginn var vægast sagt
ömurleg, en þó voru Armenning-
ar örlítið betur spilandi. Þetta var
einn sá lélegasti leikur sem
undirritaður hefur séð. Liðin
gerðu lítið annað en að kýla út i
loftið og var alveg hending ef spil
sást til liðanna.
Leiknum lauk með sigri
Armanns sem gerði fimm mörk
gegn engu lélegra Reynismanna.
Fyrsta markið kom ekki fyrr en á
16. mín. og var það Arnlaugur
Helgason sem það gerði eftir að
hann fékk hbltann einn og óvald-
aður inni í vítatoig Reynis. B;eði
liðin höfðu þá átt nokkur hættu-
leg færi en einber klaufaskapur
kom í veg fyrir að mörk yrðu
skoruð.
Sama þófið hélt áfram fram að
leikhléi og var staðan o-l í hléi. Á
6. mín. siðari hálfl. átti Þráinn
Ásmundsson dauðafæri en ekkert
varð úr. A 7. mín. skoruðu
Armenningar sitt annað mark.
Hornspyrna var tekin og kom
boltinn vel fyrir markið þar sem
Ingi Stefánsson kom aðvifandi og
skallaði laglega í markið. Á 14.
min. juku sunnanmenri enn við
forskot sitt með marki Inga
Stefánssonar eftir hrikaleg
varnarmistök hjá Reyni. Fjórða
markið kom svo á 39. mín. og var
það s.jálfsmark vinstri bakvarðar
Reyni.s. A 42. mín. kom svo síðasta
markið og var Þráinn Ásmunds-
son þar að verki eftir að varnar-
menn Reynis höfðu bjargað á
línu. Leikmenn Reynis áttu ekki
skot að marki andstæðinga sinna í
síðari hálfleik og voru allir í vörn.
Engum er hægt að hrósa í liði
Reynis og mætti ímynda sér að
um byrjendur væri að ræða.
Eirlkúr í markinu var óvenjulega
slakur aó þessu sinni.
Lið Armanns var nokkuð jafnt'
en getur áreiðanlega mun meira
en það hefur sýnt hér í leikjum
sínum í sumar.
Dómari var Arnar Einarsson og
linuverðir þeir Kjartan Tómasson
og Jóhann Kaii Sigurðsson.
Ahorfendur voru mjög fáir enda
veður kalt.
StA.
Tryggva Gunnarsson, sem
skoraði. Þá var stundarfjórðung-
ur af leik. Fjórum mín. síðar gaf
Tryggvi fyrir mark Þórs og
Sumarliði skallaði fallega i mark
— óverjandi fyrir Samúel mark-
vörð Þórs.
Þór tókst að minnka muninn í
2—1 á 22. mín. Magnús Jónatans-
son átti fast skot að marki Selfoss
af löngu færi. Örn Grétarsson
markvörður varði, en hélt ekki
knettinum, sem fór í markið.
Eftir markið sótti Þór og fékk
tækifæri, sem ekki nýttust og Örn
varði mark Selfoss vel. Staðan í
leikhléi var því 2—1 fyrir Selfoss.
Eftir hléið komu Akureyringar
tvíefldir til leiks. Á 52. mín. tókst
Sigurði Lárussyni að jafna og á
58. mín. komst Jón Lárusson einn
innfyrir vörn Selfoss. Þá var ekki
að sökum að spyrja. Knötturinn lá
í markinu. A 68. mín. skoraði
Magnús Jónatansson fjórða mark
Þórs með skalla.
Þór var vel að þessum sigri
kominn. Leikmenn liðsins voru
betri aðilinn í leiknum, en það var
eins og Selfyssinga vantaði neist-
ann — þrátt fyrir hina góðu byrj-
un. Akureyringar léku hins vegar
fast og ákveðið. I liði þeirra voru
..gömlu" kempurnar, Magnús
Jónatansson og Gunnar Austfjörð
beztir — en hjá Selfossi Sumar-
liði, Guðjón Arngrímsson og Örn
markvörður.
—BG.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28