Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. — MANUDAGUK 9. ÁGUST 1976
PRINSINN SKEMMTISER
KONUNGLEGA Á ÍSLANDI
— f ór heim í gœr að lokinni vikudvöl við veiðar
Þá er dvöl Karls Bretaprins á
Islandi lokið, en eins og
kunnugt er hefur hann dvalið
við veiðar í Hofsá í Vopnafirði
síðastliðna viku.
Prinsinn var afskaplega
ánægður með dvölina hér á
landi og þá ró og næði sem
hann fékk til veiða og skemmta
sér. En eins og allir vita eiga
slikar persónur oft erfitt með
að fara sinna ferða án þess að
múgur og margmenni elti þær á
röndum. Alls dvaldi Karl Breta-
prins hér í 7 daga og veiddi á
þeim tima yfir 40 laxa. Var
hann að vonum ánægður með
það þvi hann er mikill
Veiðimaður. Ætti nóg af
íslenzkum laxi að verða á
borðum í Buckinghamhöll
næslu dagana.
Flugvél úr þeirri deild
brezka flughersins, sem sér um
flutninga á ríkisstjórninni og
konungsfjölskyldunni, sótti
prinsinn í gærdag og yfirgaf
hann landið laust eftir kl. 3.
Áður hafði prinsinn og föru-
neyti hans. sem samanstóð af
lífverði og nokkrum aðals-
mönnum, þegið boð forsetans
að Bessastöðum og neytt
hádegisverðar hjá brezka
sendiherranum.
Að sögn talsmanns Karls
prins þá bað hann fyrir beztu
kveðjur til allra þeirra sem
höfðu gert honum dvölina hér
eftirminnilega og þakkaði for-
ráðamönnum Flugfélagsins
Vængja sérstaklega fyrir mjög
góða þjónustu.
Og hver veit nema að
prinsinn birtist hér aftur einn
góðan veðurdag til að renna
fyrir lax, ef marka má ánægju
hans yfir þeim tveimur
skiptum sem hann hefur dvalið
á íslandi við veiðar. JB
Þegarhún langa-
langamma gekk
upp að altarínu
— nýstárleg sýning í
Þjóðminjasafni,
Brúðkaup og brúðarskart
Brúðkaup og brdðarskart
heitir sýningin, sem sett hefur
verið upp 1 Þjóðminjasafninu
Er sýningin að stofni til deild
íslands á sýningu sem haldin
var á vegum Evrópuráðsins í
Amsterdam. Ytra hét sýningin
Ast og hjónaband, en ein-
hverra hluta vegna hefur
sýningin hlotið annað nafn á
íslandi.
Á sýningunni rná sjá ýnisa
skemmtilega hluti varðandi
brúðkaup, flestir eru þeir
fengnir að láni úr Þjóðminja-
safninu. Sýningin er opin íram
í september á sýningartimum
safnsins, þ.e. frá kl. 1.30 til 4
alla daga vikunnar.
Myndin sýnir brúðarskart
frá liðinni öld (DB-mynd Árni
Páll).
Sýning á einkasafni Gunnars heitins Sigurðssonar
— myndir f rá byrjunarárum margra þekktra listamanna
Sýning á málverkasafni
Gunnars heitins Sigurðssonar,
sem margir þekktu undir nafninu
Gunnar í Geysi, var opnuð á
laugardag að Kjarvalsstöðum.
Er hér um að ræða einkasafn
hans og er það fyrir tilstilli ekkju
hans, Guðrúnar Lilju Þorkels-
dóttur, sem unnt er að koma
þessum myndum fyrir al-
menningssjónir. Safnið er um
margt sérstætt. Þar er að finna
myndir eftir marga þekkta
íslcnzka listamenn, sem voru
Gunnari persónulega kunnugir og
gáfu honum verk eftir sig af
margvlslegu tilefni. Meðal þeirra
sem eiga þarna verk eru Þorvald-
ur Kristjánsson, Nína Tryggva-
dóttir, Valtýr Pétursson,
Jóhannes Jóhannesson, Snorri
Arinbjarnar og Kristján Daviðs-
son, sem meðal annars málaði
mynd af Gunnari sjálfum.
Myndirnar eru margvíslegar.
allt frá tússlitamyndum og upp í
stór olíumálverk. Sumt er
auðsjáanlega einfalt riss. sem
Gunnar hefur komizt yfir og óneitanlega er gaman að sjá þetta eftir suma helztu listamenn okkar
haldið upp á.sér til gamans en nú, því þarna er um að ræða vcrk i dag. -JB.
Kjarvalsstaða við nokkur verkanna úr einkasafni Gunnars
Alfreð Guðmundsson forstöðu maður
í Gevsi (DB-myndBB).
Blaðað í skattskrá Haf narf jarðar og Kópavogs
Nafn Óttar Yngvason tckjuskattur
málflutningsm. Ingþór Haraldsson 333.835
framkvæmdastj. Þorvarður Árnason 125.815
framkvæmdastj. Einar Sigurðsson 364.983
fastcignasali Ragnar Arinbjarnar 570.983
læknir 1.064.550
Eyjólfur K. Sigurjónsson
cndurskoóandi Þorvarður Eiríksson 795.809
forstjóri Skúli Guðnason 25.462
endurskoðandi Kristján Albertsson 729.856
skipstjóri Kristján Flygering 217.927
verkfræöingur Arni Grétar Finnsson 1.295.234
málflutningsmaður Jón Finnsson 1.052.793
mólflutningsmaður Matthias Á.Mathicscn 578.497
fjármálaráóhcrra Axel Kristjánsson 781.871
framkvæmdastjóri 599.101
cignask. útsvar barnab. samtals
76.729 266.500 206.250 470.814
8.332 170.400 150.000 151.547
80.416 289.100 37.500 696.999
20.068 283.300 874.351
14.392 452.800 150.000 1.494.242
249.762 353.500 37.500 1.361.571
6.872 117.500 93.750 56.084
4.290 322.400 1.056.540
239.600 93.750 359.777
29.007 457.200 37.500 1.743.941
85.839 402.900 93.750 1.447.782
6.859 257.600 37.500 805.450
25.330 405.700 93.750 1.115.151
152.368 351.800 37.500 1.065.765
••
Margir menn í hærri stöðuin í
Búnaðarbanka íslands hafa sótt
um starf aðstoðarbankastjóra þar,
en umsóknarfrestur er nú úl-
runninn.
„Auglýsing um s’töðu uðstoðar-
bankastjóra var orðuð þannig,
að hún væri laus til uinsóknar
..eins og liigin heimila" sagði
Stefán Valgeirsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbánkans í
viðtali við Dagblaðið. ..Ákveðið
var að ráða einn aðstoðarbanka-
stjóra, en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um. hvort þeir verða
tveir,“ sagði Stefán Valgeirsson.
„Eg held, að allir offiserar
bankans hafi sótt um starfið,"
sagði maður kunnugur málum við,
fréttamann DB.
Líklegt er talið, að Svavar
Markússon deildarstjóri víxla-
deildar, komi til greina, sem og
Hannes Pálsson útibússtjóri
Búnaðarbankans. Þá er og engan
veginn útilokað að báðir verði
ráðnir. -BS.