Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. 9 Sú myrta stóð morðingjann að verki við þjófnað: NEITAÐIAÐ HYLMA YFIR MEÐ MORÐINGJANUM — var barin til dauða með kúbeini Skömmu fyrir hádegið í gær óskaði gæzluvarðhaldsfanginn Ásgeir Ingólfsson, Reynimel 84 í Reykjavík, eftir því að fá að tala einslega við þýzka rann- sóknarlögreglumanninn Karl Schiitz. Að því samtali loknu kom Ásgeir fyrir Harald Henrýsson sakadómara og gaf skýrslu. Þar kom fram að Ásgeir, sem úrskurðaður var í gæzluvarðhald á iaugardags- kvöldið vegna gruns um aðiid hans að morðinu á Lovísu Kristjánsdóttur á Miklubraut 26 á fimmtudaginn, var valdur að morðinu. t framhaldi af játn- ingu Ásgeirs fór hann með rannsóknarlögreglumönnum á sorphauga Reykjavíkurborgar og sýndi þeim staðinn þar sem hann taldi sig hafa losað sig við morðvopnið. Það hefur ekki fundizt enn. Jafnframt sýndi Ásgeir lögreglumönnunum verkstæði, þar sem hann sagðist hafa látið smiða útidyra- lykil að húsinu Miklubraut 26 fyrir jólin í fyrra, og eins efna- laug þar sem hann hafði látið hreinsa jakkann sem hann var í þegar morðið var framið. Ætlaði að stela frímerkjasafni Það var um kl. 10:30 á fimmtudagsmorguninn sem Ásgeir kom að húsinu Miklu- braut 26 og fór þar inn í þeim tilgangi að leita að — og hafa á brott með sér — frímerkjasafni sem hann vissi af þar í húsinu. Hann fann hluta safnsins mjög fljótlega og einnig ýmsa aðra muni, svo sem skartgripi, sem hann ákvað að hafa með sér. Eftir skamma stund í íbúð- inni heyrði Ásgeir að einhver kom inn. Hann var þá staddur á efri hæð hússins. Hann fór niður og hitti þar fyrir konu. Asgeir kynnti sig með nafni og konan einnig, sagðist heita Lovísa. Taldi hann liggja í augum uppi hver tilgangur veru hans í húsinu væri og viðurkenndi aö það væri til að stela enlaað hana að lofa sér að segja ekki til sín ef hann skilaði aftur þeim munum sem hann hafði í fórum sínum og lyklin- um að íbúðinni einnig. Lovísa heitin hugsaði sig um nokkra stund, að því er Ásgeir sagði við vfirheyrslurnar, en neitaði síðan. Hann ítrekaði ósk sína en hún neitaði honum þrisvar sinnum. Bjó hún sig siðan til að fara út úr húsinu. Sló hana mörg högg í höfuðið með kúbeini Ásgeir hafði komið með bláa íþróttatösku úr plasti með sér inn í íbúðina og voru í henni ýmsir munir tilheyrandi Mustang-ljifreið hans. sem var þar skammt frá, þar á meðal lítið kúbein. Þegar Ásgeiri varð ljóst að Lovísa hafði í hyggju að skýra frá gerðum hans í húsinu greip hann að eigin sögn mikil örvinglan, því ekki vildi hann að upp kæmist um ætlaðan þjófnað sinn. Þegar Lovísa beygði sig niður til að fara i skóna, sem hún hafði skilið eftir í ganginum, þreif hann kúbeinið og sló hana nokkrum sinnum í hnakkann. Hún féll þó ekki við heldur gekk inn í stof- una og að hringstiga sem liggur þar niður í kjallarann. Þar féll hún niður. Hann fór á eftir og Asgeir Ingólfsson, 42 ára, — örvinglaður eftir að Lovísa neitaði að hyima yfir þjófnað hans að Miklubraut 26. veitti henni þar nokkur höfuð- högg til viðbótar með kúbein- inu. Lovísa Kristjánsdóttir, konan sem lét lífið á svo ægilegan hátt. Útför hennar verður gerð í dag. Henti töskunni ó sorphaugana Þessu næst fór Ásgeir inn í eldhúsið og lét vatn renna á járnið til að skola af því blóð. Við yfirheyrslurnar skýrði Ásgeir frá því að hann hefði síðan dvalizt alllanga stund í húsinu og hugsað sitt ráð og þann verknað sem hann hafði framið. Þegar hann hélt frá húsinu varð hans fyrsta hugsun að losna við töskuna með morð- vopninu. Hann ók því á sorp- hauga borgarinnar, setti tösk- una í poka og skildi þar eftir. Eins og áður segir hefur taskan ekki fundizt enn. Frímerkin og aðrir þeir munir, sém Asgeir hafði á brott með sér úr íbúðinni, hafa fund- izt og eru í vörzlu lögreglunnar. —ÓV Rannsókn Miklubrautarmorðsins: Almenningi að þakka að eitthvað var við að styðjast í upphafi — sagði Gísli Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður ó fréttamannafundinum Miklabraut 26. Ásgeir Ingólfsson var hand- tekinn á heimili sínu síðdegis á föstudaginn og færður til yfir- heyrslu vegna morðsins á Lovísu Kristjánsdóttur. Grunur hafði fallið á Ásgeir vegna kunningjatengsla hans við unga konu, sem bjó í íbúðinni, og staðfestist sá grunur nokkuð þegar vitni gáfu sig fram, sem töldu sig hafa séð Ásgeir í nám- „Tæknideild rannsóknarlög- reglunnar er á eftir tímanum og hæfir ekki þeim tegundum afbrota, sem nú eru að koma til sögunnar hér á landi,“ sagði þýzki rannsóknarlögreglu- maðurinn Karl Schútz á fundi með fréttamönnum í húsakynn- um Sakadóms Reykjavíkur í gærkvöld. Nefndi Schútz sem dæmi, að allar blóðrannsóknir, þvag- rannsóknir og aðrar rannsóknir á líkamsefnum yrði að gera er- lendis, þær væri ekki hægt að gera hér. ,,Fyrst og fremst þarf að bæta aðstöðu tæknideildar- innar hér.“ sagði Schútz. „Skoðun mín á rannsóknarlög- reglumönnunum sjálfum er góð. Hér á landi hefur verið minna um afbrot en annars staðar i heiminum og því hafa unda við Miklubraut 26 að morgni fimmtudagsins. í fyrstu neitaði hann allri aðild að málinu. Frekari athug- un og yfirheyrslur leiddu í ljós að töluvert misræmi var í fram- burði hans og vitna um ferðir hans og dvalarstað þennan dag. Á heimili hans fannst ekkert, sem varð til að aðstoða við lausn málsins, en fleiri vitni ykkar menn ekki jafnmikla reynslu og menn öðlast í öðrum, stærri borgum.“ Þýzki lögreglumaðurinn tók sérstaklega fram að íslenzku rannsóknarlögreglumennirnir hefðu sýnt einstakan dugnað eftir að þeir höfðu borið saman bækur sinar við hann og hann veitt þeim ráðleggingar. „Það má eiginlega segja að leitin að morðingjanum hafi staðið allan sólarhringinn." sagði Schútz. Hann kvað samstarj sitt við rannsóknarlögrt gluna og dóms- vfirvöld hér hafa verið mjög ánægjulegt. „Gott og vingjarn- legt viðmót og andrúmsloft. sem ég hef mætt hér, hefur hrært mig og haft mikil áhrif á mig,“ sagði hann. Fréttamenn notuðu tæki- færið til að spvrja Schútz um gáfu sig fram, sem kváðust hafa séð til ferða Ásgeirs við Miklu- braut 26 þennan morgun. Rann- sóknarlögreglan gekk einnig í hús í nágrenninu með ljós- myndir af honum og bifreið hans. Þýzki lögreglumaðurinn Karl Schútz tók tvisvar þátt í yfir- heyrslum yfir Ásgeiri, „stað- reyndasönnunum", eins og það mál, sem íslenzk stjórnvöld fengu hann til að aðstoða við að upplýsa — þ.e. Geirfinnsmálið og morð Guðmundar Einars- sonar. „Eg bið ykkur vinsam- lega að hafa skilning á, að ekki er hægt að veita upplýsingar um Geirfinnsmálið," sagði hann, „það er á rannsóknar- stigi. Ég get hins vegar sagt frá því, að það er unnið að lausn þess af miklum krafti og áhuga." Karl Schútz kvað menn verða að hafa í huga, að hvarf Geir- finns Einarssonar væri margra ára gamall glæpur. Upp- lýsingar i málinu kæmu frá mönnum, sem ekki bæri saman um það. sem hefði gerzt. „Það er vissulega hugsanlegur mögu- leiki að ntálið leysist, en ég vil ekkert fullyrða um það á þessu Schútz orðaði það á fundi með fréttamönnum í gærkvöld. Árangur þess varð síðan sá, að Ásgeir óskaði eftir því í gær- Karl Schútz. stigi,“ sagði hann. Fréttamenn spurðu hann hvort auðveldara hefði reynzt að leysa gátuna um hvarf Geir- finns Einarssonar ef aðstoðar hans hefði verið leitað þegar í upphafi. Schútz kvað hiklaust já við og sagði, að ef hann hefði komið fljótlega hefði örugglega verið beitt meiri tækni og tækniþekkingu en raun varð á. Um framhald rannsóknar Geir- finnsmálsins sagði Karl Schútz, að hann vildi ekkert segja að svo stöddu, það yrði að bíða betri tíma. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi Karl Schútz verður hérlendis en samstarfs- maður hans, dr. Kiesling, fór til Vestur-Þýzkalands í fyrradag og hefur ekkert verið ákveðið um frekara starf hans hér. ÓV. morgun að fá að ræða einslega við Schútz. Fyrir honum játaði Ásgeir að hafa myrt Lovísu Kristjánsdóttur. Gísli Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumaður, sem ann- aðist samræmingu rannsóknar málsins, vildi á fréttamanna- fundinum í gærkvöld láta í ljós þakkir sínar og rannsóknarlög- reglunnar tilalmennings • fyrir góða samvinnu og veittar upp- lýsingar. „Það er þessu fólki að þakka,“ sagði Gísli, „að við höfðum við eitthvað að styðjast í upphafi rannsóknarinnar." Magnús Eggertsson, yfir- rannsóknarlögregluþjónn, tók undir þessi orð Gísla, gat einnig um ágæta aðstoð almennu lög- reglunnar og þakkaði „síðast en ekki sízt Karli Schútz sem hefur veitt ómetanlega aðstoð við lausn málsins.“ Þeir Gísli, Magnús og Harald- ur Henrýsson, sakadómari í málinu, luku upp einum munni um að samstarf Schútz og rann- sóknarlögreglunnar hefði verið sérstaklega gott, og þá ekki síður samstarfsmanns hans og landa, dr. Kieslings. „Ég tel mjög gott að hafa notið aðstoðar þeirra," sagði Gísli Guðmundsson. „Án þeirra hefðum við síður veitt athygli ýmsum atriðum. Hann (Schútz) bendir á ýmsa hluti, sem virðast smávægilegir við fyrstu sýn, en reynast síðan mikilvægir. Jafnframt vil ég þakka fréttamönnum og fjöl- miðlurn fyrir ágætt samstarf og hófsamlega skrifaðar fréttir af þessu máli.“ Sveinn Snorrason hrl. hefur verið skipaður réttargæzlu- maður Asgeirs Ingólfssonar. — OV Karl Schtítz ó fundi með fréttamönnum: „BÆTT TÆKNIAÐSTAÐA MEST AÐKALLANDI" — Sagði ekki hœgt að veita upplýsingar um gang Geirfinnsmólsins, þvi það vœri enn á rannsóknarstigi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.