Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 10
‘10 JIAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjénsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. fþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Stoinarsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson., Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstiórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir. aualýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsími blaðsins 27022 (10 línur). Askríft 1500 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 80 kr eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Gylfi hættur Yfirlýsing Gylfa Þ. Gíslasonar um að hann láti af þingmennsku er stórmerkileg frétt. Gylfi hefur um langt skeið verið í röð topp- anna í pólitíkinni, þingmaður í 32 ár og ráðherra í 15 ár samtals. Hann er tvímælalaust einn hæfasti stjórnmálamaður landsins aðrir foringjar Alþýðuflokksins. Athyglisvert er, að hann er aðeins sextugur, meðan talið hefur verið, að þingmenn ættu að hætta sjötugir, og margir þraukað eftir það. Stjórnmálamenn eru oft beztir milli sextugs og sjötugs. En stjarna Gylfa hefur fjarað út. Undir hans forystu lenti Alþýðuflokkurinn í mikilli lægð, sem óvíst er, að hann komist aftur úr. Almenningi hefur gengið illa að skilja Gylfa og þá samsetningu stjórnmálarefs, hagfræðings og listamanns, sem í honum ólgar. Þetta skiln- ingsleysi hefur gert andstæðingum Gylfa auð- velt fyrir. Hann hefur með réttu verið sakaður um hentistefnu og þátttöku í samtryggingar- kerfi stjórnmálaflokkanna. Hæfileikar Gylfa Þ. Gíslasonar komu einna bezt fram í viðreisnarstjórninni. Þá var það mál þeirra, sem bezt þekktu, að hann gengi næstur Bjarna Benediktssyni um hæfileika. En viðreisnarstjórnin varð Gylfa dýr. Hann hafði í upphafi ferils síns verið á vinstra væng Alþýðu- flokksins. En samstarfið við Sjálfstæðisflokk- inn í viðreisnarstjórninni svipti Alþýðuflokk- inn enn fylgi meðal verkafólks. Almenningur skildi Gylfa enn verr en áður, þegar hann virtist samlitur foringjum Sjálfstæðisflokksins. Gylfi hefur notið fylgis vegna hæfileika, en honum hefur ekki tekizt að safna um sig fjölda- fylgi. Jafnvel innan fámenns hóps, sem hefur stjórnað Alþýðuflokknum, hefur fylgi hans verið af skornum skammti. Oftast hafa ýmsir aðrir fengið meira fylgi en hann, þegar til dæmis hafa verið kosnir fulltrúar á flokksþing í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Því má vel skilja, að hann fýsi ekki í hart prófkjör nú. Gylfi átti fyrir þremur árum frumkvæði að því, að Benedikt Gröndal tók við af honum sem formaður Alþýðuflokksins. Eftir að ungu mennirnir í Alþýðuflokknum knúðu fram, að prófkjör skyldu fara fram um framboð flokks- ins í kjördæmunum, kom upp sú staða, að vera mátti, að Benedikt og Gylfi berðust um efsta sæti listans í Reykjavík. Benedikt er annað betur lagið en að halda sambandi við almenna kjósendur sína. Hann var orðinn uggandi um framtíð sína í Vesturlandskjördæmi ogsetti því fram þá einkennilegu kenningu, að formaður Alþýðuflokksins þyrfti endilega að vera í fram- boði í Reykjavík. Við þessar aðstæður hefur Gylfi Þ. Gíslason ákveðið að draga sig í hlé frá þingmennsku en láta áfram til sín taka í stjórnmálum. og hæfari en t B Mikill tími páfa fer í að taka á móti þjóðarleiðtogum — Páll páf i er 80 ára í dag llllllllllllllll!llllllllllllllll!llllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllll!llll||||||!li|[|||||||||||||||||| Víst eru til biáir hestar ( — spjallað við Alcopley Oft hef ég velt þvl fyrir mér hversu fátækari heimurinn væri af góðum listamönnum ef tilviljanir og stundum smáslys hefðu ekki átt sér stað og orðið til þess að ýta þeim sem voru að fást við annað út á lista- brautina. Ef dr. Alfred L. Copley hefði ekki fundið kassa með penslum og litum fyrir utan dyrnar sínar dag nokkurn á árinu 1939 hefði hann líkast til ekki orðið málari, en verið vís með að snúa sér að einhverri annarri listgrein, sem mótvægi við vísindastörf sln. Það mun víst vera frekar fátftt I dag á öld sérhæfingar að rekast á mann sem er virkur á tveimur starfssviðum, svo gjörólíkum, sem málaralist og raunvísindi eru. Listmálarinn, sem undan- farnar vikur hefur sýnt myndir sínar að Kjarvalsstöðum undir nafninu Alcopley er einn af þessum sérstæðu manneskjum. Hann hefur lifað, eftir þvi sem hann sjálfur segir, I sátt og samlyndi með lækninum, lff- eðlisfræðingnum og blóð- sérfræðingnum Dr. Alfred L. Copley I hartnær 40 ár, án þess að annar hafi skyggt á hinn eða svo mikið sem afbrýðisemi hafi átt sér stað. Margir halda þvl fram að með aukinni þekkingu mannkynsins færist vísindi og listir slfellt nær og sé maður á annað borð kominn út I eitt- hvað slikt ætti að vera auðvelt að söðla frá einni grein yfir I aðra. En það veit aðeins sá sem reynt hefur. Fáeinir vfsinda- menn hafa notað listirnar sem tæki til að hjálpa þeim að öðlast meiri þekkingu um heiminn. Svo var til dæmis um snilling- inn Leonardo sem fyrst og fremst var náttúrufræðingur og afburða uppfinningamaður. I sýningarskrá segir Alcopley m.a. um þetta tvöfalda líf: List og vfsindi eru ólfkar afleiðingar mannlegrar hugsunar. Þar sem visindin eru að mestu leyti byggð á sundurliðun og rökvfsi, grundvallast listir fyrst og fremst á hugmyndaflugi sam- færingu. Hugarflugið fæðir af sér ályktanir sem skipt geta sköpum innan vísindanna og þar leggjast þvf vfsindi og listir á eitt. Þar sem ég hef samtimis starfað sem vísindamaður og listamaður er sú reynsla er ég tjái í myndum minum reist á þessu tvennu, hugarflugi og rökvisi. Suður á Fálkagötu tekur Alcopley á móti mér, litríkur persónuleiki á rauðri skyrtu með mikið og úfið hár. Á snaga í ganginum hangir svört alpa- húfa. Ég leita ósjálfrátt að skær- græna hálsbindinu sem blaða- maður Morgunblaðsins er búinn að gera landsfrægt en f dag hefur Alcopley sett upp fjólublátt hálsbindi. Eg fæ þær upplýsingar að það sé heklað af einkadóttur listamannsins og Nfnu heitinnar Tryggvadóttur, Unu Dóru, sem ber nafn Unu I Unuhúsi. Alcopley býður upp á nýjan silung og spyr hvort ég vilji hann framreiddan á japanska vfsu eða soðinn? Til frekari skýringar bætir hann við, japanir borða fiskinn hráan, það tók mig tfma að læra að meta hann en nú þykir mér hann hreinasta lostæti .... þeir borða hann bæði með haus og hala I Japan. Af því að ég er vanafastur fslendingur bið ég um silunginn soðinn. Mig hefur lengi grunað að þessi maður sé ekki við eina fjölina felldur f listum og ég fer að svipast um hvort ég sjái ekki eitthvert hljóðfæri í stofunni. þó ekki væri nema litla flautan sem hallaði sér kæruleysislega upp að vegg. Nei, Alcopley leikur ekki lengur á hljóðfæri, en sem ung- ur drengur lærði hann að spila á fiðlu og við fórum að tala um myndlistarmenn sem einnig hafa verið góðir tónlistarmenn. Við tölum um rússneska málarann Kandinsky sem gaf myndum sfnum hljómlistar- nöfn og Alcopley segir mér frá því hvernig fundum þeirra bar saman f Dresden, fæðingarborg Alcopleys, en þá var hann unglingsdrengur. Alcopley: Ég var svo lán- samur að alast upp i Dresden sem er gömul þýsk menningar- borg og átti listaháskóla sem fóstrað hefur marga garpa á sviði myndlistar og hönnunar. Kokoschka, austurrfski málarinn, sem hvað frægastur hefur orðið fyrir persónu- túlkanir f málverkum sfnum, var á sinum tfma kennari við skólann og mörg bestu verka hans eru frá Dresdentíma- bilinu. Síðar varð Otto Dix, þýski ádeilumálarinn, prófess- or við skólann. Hann varð síðar illilega fyrir barðinu á nasistum þegar þeir hófu her- ferð sina gegn „úrkynjaðri list“ í Þýskalandi. Nú,-þegar ég var fjórtán ára fór ég á fyrirlestur sem Kandinsky hélt. Eftir fyrir- lesturinn fannst mér ég endilega verða að spyrja hann um eitthvað til að fá tækifæri til að tala við hann og áður en ég vissi af var ég búinn að beina til hans spurningum, sem hann svaraði með mikilli vinsemd. Það var ákaflega mikils virði fyrir mig, að hann talaði við mig eins og fullorðinn mann, þessi stutti fundur hafði mikil áhrif á mig. Reyndar eiga þeir Kandinsky og Alcopley um margt sam-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.