Tmarit.is
Leita | Tittul | Articles | Um | FAQ |
rita inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblai

og  
M T M H F L S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Trst her fyri at fa meira kunning um 78. tlubla 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
lat upp nggjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Din browser understtter ikke PDF-filer
Klik her for at se siden som JPG
Dagblai

						14
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978.
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
19
SigrarVíkingur—
eða setja ÍR-ingar
strik í reikninginn?
Þýðingarmikill leikur verður i 1. deild íslandsmóts-
ins i handknattleik i kvöld i Laugardalshöll. Þá leika
í R og Vikingur og hefst leikurinn kl. 20.00. Sigri Vik-
ingar i kvöld þurfa þeir eitt stig i siðasta leik sinum á
mótinu — gegn Val á miðvikudag — til að hljöta
íslandsmeistaratitilinn.
Fyrri leikur liðanna á mótinu var mjðg jafh lengst-
um — en á lokaminútunni tokst ÍR að vinna upp
tveggja marka forskot Vikings með þvi að skora tví-
vegis ur vitakðstum. Leikir þessara liða undanfarín ár
hafa yfirlcitt verið mjðg jafnir — og ekki þarf að cfa
að svo verður einnig i kvöld. Strax að leiknum loknum
leika Vikingur og Ármann i 1. deild kvenna — auka-
leikur i sambandi við neðstu sætin.
HilltilDerby
Enski landsliðsútherjinn hjá Manch. Utd. —
Gordon Hill — var i gser seldur til Derby County fyrir
275 þúsund sterlingspund. Hili er markhæsti
leikmaður United á leiktimabilinu — hefur skorað 18
mörk. Nokkur þeirra úr vitaspyrnum. t leiknum
Arsenal og>Manch. Utd. á Highbury á dðgunum var
Hill tckinn út af og likaði það illa. Dave Scxton, fram-
kvæmdastjóri United, ætlaði svo að velja hann I næsta
leik — gegn QPR — en hætti við það eftir að hafa
rætt við Hill. Sfðan tilkynnti Sexton að HUI gæti farið
frá félaginu.
Stjóri Derby, Tommy Docherty, var fljðtur til að
draga fram tékkheftið—en varð þ6 að hækka upp-
runalegt boð sitt I 275 þúsund sterlingspund vegna
samkeppni firá Birmingham. Þegar Docherty var stjöri
Manch. Utd. keypti hann Hill frá Millwall fyrir 70
þúsund pund seint á árinu 1975 — og Hill náði þar
strax gððum árangri, sem varð til þess að hann var
valinn i enska landsliðið. Eftir að Hill hafði undirritað
samning við Derby í gærkyðld sagði Docherty. „Að
láta Gordon frá sér eru mestu mistök sem Manch.
Utd. hefur nokkru sinni gert — þegar frá er skilið að
láta mig fara!"
LubanskiíHM-
liói Póllantls
Frægasti knattspyrnumaður Póllands, Wlod-
zimierz Lubanski, sem leikur með belgiska liðinu
Lokeren, var i gær valinn i 40-manna landsliðshöp
Pðllands. Hann gat ekki leikið á HM 1974 vegna
meiðsla. Lubanski er nú þritugur og lék sinn 50. lands-
leik gegn Irum sl. miðvikudag með gððum árangri.
Fækkað verður f hðpnum niður i 22 i næsta mánuði.
Allir kunnustu leikmenn Pöllands eru I höpnum nema
Henryk Wieczorek, Gornik Zabrze — og þar eru
heimsfrægir knattspyrnumenn eins og markvðrðurinn
Jan Tomaszewski, sem næstum á eigin spýtur slð út
England i forriðlinum 1974, varnarmennirnir Jerzy
Gorgon og Zmuda, og framherjarnir Kazimierz
Deyna, Grezegorz Lato, Andrzej Szarmach, Henryk
Kasperczak svo nokkrir séu nefndir.
Brassarnirléku
séraðlnter!
Landslið Brasilíu I knattspyrnu sigraði Inter-Míl-
anð, eitt frægasta knattspyrnulið Evröpu, með 2—0
i Milanð i gærkvðld. Brasiliska landsliðið sýndi snilld-
artakta i ieiknum og hafði ftalska liðið aldrei hina
minnstu mðguleika.
Fyrirliðinn Rivelino hafði öll tðk á miðjunni ásamt
Cerezo og byggðu upp hverja sóknarlotuna á fætur -
annarri á italska markið. Langsendingar þeirra voru
oft stórkostlegar. Svo miklir voru yfirburðir Brasiliu
að markvðrðurinn Leao þurfti varla að verja skot i
leiknum. Nunes, sem skoraði sigurmark Brasillu gegn
Vestur-Þýzkalandi á dðgunum, skoraði fyrra mark
Brasiliu i gær eftir 25 min. Sendi knðttinn i autt
markið eftir að markvðrður Inter, Brodon, hafði hálf-
varið skot frá Zico. Siðara mark Brasiliu skoraði
Dirceu á 48. mfn. með þrumufleyg af 30 metra færi.
Áhorfendur á San Siro leikvanginum f Milanö voru 65
þúsund — en á þessum velli hcfur ttaUa rvivegis sigrað
Brnsilíu. 1956 or 1963.
Borg ef stur með
75 milljónirkr.
Sænski tennisleikarinn Bjðrn Borg, hefur unnið sér
inn um 75 milljónir króna — islenzkar — það sem af
er árinu 1978. Hann helur verið með langflesta sigrá
tennisleikara í ár og þvi með mestar tekjurnar — eða
með um 100 þúsund dollurum ineir en Jimmy Con-
nors. Bandaríska tennissambandið gaf út lista I gær
um tekjuhæstu tennisleikarana og þeir efstu eru —
talið f dollurum.
BjörnBorg,Svíþjðð                    293.533
Jimmy Connors, USA,                  201,481
Vitas, Gerulaitis, USA,                  164.032
Brian Gottfried, USA,                  120.769
Roscoe Tanner, USA,                   93.553
Stjðrnendur námskeiðsins. Ólafur Oddsson til vinstri og Jón Gunnar Grétarsson.
Sanngjarn Þrottarsigur
á bikarmeisturum Vals!
— á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi
Strákarnir efhilegu i Þrótti gerðu sér
litið fyrir og sigruðu bikarmcistara Vals
4 Melavellinum I gærkvðld 2—1 f
Reykjavfkurmðtinu i knattspyrnu. Það
var göður og sanngjarn sigur Þrðttar-
liðsins og gefur liðinu allgðða mðguleika
á sigri I mótinu. „Stðrvcldin" tvð að baki
— KR og Valur — og Þróttur er nú i
*fsta sæti á mótinu með þrjú stig ásamt
Viking og Val. Vikingur licfur þó aðeins
leikið einn leik.
Það var kalt og hvasst á Melavellin-
um, þegar leikurinn fór fram en
strákarnir i Þrótti eru vanir næöingi úr
„sundunum" og lét það ekki á sig fá.
Skoruðu strax á fyrstu minútu leiksins.
Valur hóf 'leikinn en Páll Ólafsson,
unglingalandsliðsmaður Þróttar, komst
Fylkisfólk á
námskeiðum
Nýlokið er félagsnámskeiði hjá
Íþr6ttafélaginu Fylki i Árbæ á vegum
félagsmálaskóla UMFt og stóð nám-
skciðið frá 6. inarz til 22. marz. Leið-
beinendur á námskeiðinu voru Ólafur
Oddsson og Jön Gunnar Grétarsson.
Námskeiðið söttu aðallega félagsmenn
iþróttafélagsins, alls 16 að tölu.
Þetta er annaö námskeiðið sem
tþróttafélagið Fylkir stendur fyrir af
þessu tagi, en það er eina iþróttafélagið í
Reykjavik sem lialdið hefur slíkt nám-
skeið.
Voru þátttakendur á einu máli um
ágæti slíkrar félagsfræðslu, sem vissu-
lega stuðlar að auknum félagsþroska
þátttakenda.
Viljum við eindregið beina þvi til
forustumanna iþróttahreyfingarinnar að
gangast fyrir slikum námskeiðum til að
stuðla að auknu félagsstarfi á höfuð-
borgarsvaeðinu.
Olafur H.
Jónsson
Handboltapunktar
frá V-Þýzkaiandi
Dankersenl0.apríll978.
Baráttan á toppi sem botni þýzku
BundesUgunnar er nú orðin hörkuspenn-
andi. Grosswallstadt náði nú hreinni
forystu eftir sigur gegn Gðppingen, þar
sem Gummersbach náði aðeins jafntefli i
Rheinhausen. Grossvallstadt á þrjá afar
erfiða útileiki eftir þ.e. i Nettelstedt,
Dankersen og Hiittenberg. Gummers-
bach á ðllu léttara prógramm fyrir hðnd-
um. Þö gæti siðasti leikdagur ráðið
úrslituni en þá sækir Gummersbach
Grosswallstadt lieim.
Á botninum er spennan jafnvel enn
meiri. Lið Gunnars Einarssonar,
Göppingen, stendur illa að vígi. Ásamt
Dietzenbach er liðið i 10—lL*sæti, en
11. sæti þýðir fall að keppni lokinni. Það
gæti þó farið svo að 12 stig verði dregin
af Rheinhausen vegna júgóslavnesks
leikmanns, er liðið fékk til sín i byrjun
keppnistímabilsins. Júgóslavi þessi, Or-
lonic að nafni, sagðist sjálfur hafa leikið
í marz 1977 í heimalandi sínu, sem þýddi
að hann gat byrjað að leika með Rhein-
hausen i september sama ár (fékk sex
mánaða leikbann vegna félagaskipta).
Siðar kom þó í Ijós að Orlonic lék með
sínu gamla félagi í júni 1977 og var það
því fyrst i desember 1977, sem hann átti
rétt á að leika með sínu nýja félagi.
Þetta mál hefur verið ofarlega á baugi
að undanförnu. Flestir hallast að því að
12 stig verði dæmd af Rheinhausen —
þ.e. þau stig, sem liðið vann sér inn með
þessum leikmanni. — Aðrir segja að
slíkt sé ógemingur, þar sem mistökin
liggi hjá þýzka handknattleikssamband-
inu en ekki félaginu OSC Rheinhausen.
Ef svo færi að stigin yrðu dæmd af
félaginu, yrði það að sætta sig við fall.
Annað er óumflýjanlegt. Úrslit leikja
siðustu helgar urðu sem hér segir:
Kiel-Huttenberg             21—14
Rheinhausen-Gummersbach 19—19
Dankersen-Derschlag         24—23
Dietzenbach-Hannover        17—14
Grosswallstadt-Göppingen     21—16
Hofweier-Nettelstedt         22—18
Neuhausen-Milbertshofen      15—19
Ostseehöllin í Kiel var enn einu sinni
yfirfull af áhorfendum — sex þúsund og
fimmhundruð manns, sem sáu bezta leik
Kiel á keppnistímabilinu. Huttenberg
átti aldrei möguleika gegn ákveðnum
heimamönnum með markvörðinn övtel
sem besta mann. Fyrir leik þennan
losaði Kiel sig við þjálfarann Seles.
Fjögur önnur lið, öll í fallhættu, hafa
einnig sagt þjálfurum sinum upp.
Gummersbach var óheppið að ná ekki
sigri í Rheinhausen. Forystu hafði liðið
allan tímann en missti knöttinn tvisvar í
lokin á mjög svo klauflalegan hátt og
Rheinhausen náði að jafna við mikinn
fögnuð þrjú þúsund áhorfenda. Beztur
hjá Gummersbach var Deckarm. Stjórn-
aði spilinu og skoraði sjö mörk. Rhein-
hausen tók til þess ráðs að taka Wunder-
lich frá byrjun úr umferð. Við það
losnaði náttúrlega um Deckarm, sem
notaði sin tækifæri vel.
Dankersen vann eitt af botnliðunum
Derschlag með 24—23. Sigur Danker-
sen varð þó öruggari en úrslitin gefa
til kynna. Eftir að hafa leitt 5—1, 8—4
og 9—6 var liðið að sætta sig við jafn-
tefli 10—10 i hálfleik. Júgóslavinn
Lavrnic reyndist vörn Dankersen afar
erfiður i þessum háifleik. Skoraði úr
hverju skoti. Átta af tiu fyrstu mörkum
Derschlag. t seinni hálfleik tók Danker-
sen til þess ráðs að elta Lavrnik og tókst
það vel. Dankersen náði forystu. Leiddi
14—12 16-13, 18—14, 21-16 er 8
minútur voru til leiksloka. Derschlag
saxaði á forskotið í lokin án þess þó að
eiga möguleika á þvi aö jafna. Hjá
Dankersen skoruðu þessir mest Axel og
Waltke 6 hvor, Ólafur 4, og Grund 3.
Lavrnic skoraði 10 mörk fyrir Dersc-
hlag og var yfirburðarmaður sins liös.
Það sýndi sig í Dietzenbach að PSV
Hannover getur ekki lifað á Einari
Magnússyni einum. Einar átti stórleik.
En það dugði skammt þar sem aðrir leik-
menn eru einfaldlega of slakir. Staða
liðsins í deildinni segir mest um það.
Einar Magnússon hefur sýnt stórgóða
leiki með Hannover á þessu keppnis-
tímabili. Hann -hefur þó átt við meiðsli
að striða. Gat ekki leikið mikilvæga leiki
og liðið stendur nú með 10 stig í næst-
neðsta sæti. Sem sagt fallið. I leikríum
gegn Dietzenbach skoraði Einar 8 mörk.
Göppingen rak þjálfarann Singer i síð-
ustu viku.Erwin Blum stjórnaði liðinu i
leiknum gegn Grosswallstadt. Eins og
búast mátti við tapaði Göppingen fyrir
efsta liði deildarinnar. Göppingen var þó
vel með til að byrja með. Staðan í hálf-
leik 10—9 Grosswallstadt i vil. Yfir-
burðir Grosswallstadt komu þó í Ijós
fljótlega í seinni hálfleik. Sérstakiega' var
„heimsmeistarinn"   Kliihspiess
Axel
Axelsson
Göppingenmönnum erfiður. Urslit 21—
16. Klilhspiess var með 10 mörk, mark-
hæstur hjá heimaliðinu, en Gunnar
1 Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Göpping-
en.
Hofweier náði góðum leik gegn
Nettelstedt og sigraði örugglega 22—18.
Mesta athygli vakti þó stórgóður leikur
hins 36 ára gamla Herbert LUbkings hjá
Nettelstedt. Hann er allt i öllu, Stjórnar
spilinu af rðggsemi og skorar flest mörk.
t Hofweier skoraði hann 12 mörk, þar 7
júr vitaköstum. Það er því engin furða
þó áhangendur Nettelstedt séu áhyggju-
Ifullir vegna framtíðarinnar þvi Líibking
ætlar að leggja skóna á hilluna i vor.
Arno Ehret var stórgóður hjá Hofweier,
skoraði 10 mörk og í vörninni náði hann
að gera hornamanninn hættulega hjá
Nettelstedt, Heinar Möller, óvirkan.
Með sigri sínum í Neuhausen náði
Milbertshofen að forða sér endanlega frá
falli. Þetta var sjöundi sigur liðsins i röð.
Staðan eftir 22 umferðir er nú þessi:
Grosswallstadt21
Gummersbach21
Dankersen   20
HUttenberg   22
Hofweier    22
Milbertshofen 22
Rheinhausen  22
Nettelstedt
Kiel
Göppingen
Dietzenbach
Derschlag
Hannover
Neuhausen
17 1
13 1
22
21
22
22
21
22
22
3 390
3 393
5 334
8 358
8 388
10 366
10 410
10 394
10 340
12 357-
12  353-
13  362-
0  17 299-
1  18 322
-312 35
320 34
301 28
330 27
365 24
367 23
429 22
366 21
347 20
359
385
386
378
421
Nú leikur þú á ný,  " rTZT.  ":'¦¦ •„ „—^s
Polli • Gangibérvel"°kkurÞarföllum
n .ípervei.^  aðgangave|
r
Bommi.
inn i sendingu — renndi sér upp völlinn,
igegnum vörn Vals og á vítateigsbrún-
inni spyrnti hann fast á markið.
Knötturinn sveif efst í markhornið —
óverjandi fyrir Ólaf Magnússon, mark-
vörð Vals.
Þrumubyrjun. Valsmenn héldu þó
alveg ró sinni og um miðjan hálfleikinn
tókst Atla Eðvaldssyni að jafna með
góðu skoti frá vítateig. Flestir héldu nú
að bikarmeistararnir mundu ná yfirtök-
um í leiknum. En það var öðru nær.
Þróttarar voru ekkert á þeim buxunum
að gefa eftir og á 35. mín. skoraði Ulfar
Hróarsson með skoti af alllöngu færi.
Það reyndist sigurmark leiksins. Ulfar
lék með Val í fyrrasumar.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leikn-
um — en spenna var til loka. Þrátt fyrir
góðar tilraunir tókst Val ekki að jafna
eða Þrótti að auka við forskot sitt.
Miðað við aðstæður var leikurinn
þokkalegur á islenzkan mælikvarða og
það getur orðið gaman að fylgjast með
Þróttarliðinu i sumar. Þar eru margir
Ibráðefnilegir leikmenn — og Valsmenn
standa örugglega fyrir sínu í sumar,
þrátt fyrir þetta óvænta tap.
Ajaxíúrslit
íHollandi
Ajax Amsterdam sigraði Sparta
Rotterdam 2—0 í Amsterdam í gær-
kvöld og tryggði sér þar með rétt i úrslit
hollenzku bikarkeppninnar. Sparta
sigraði i fyrri leik liðanna — i Rotterdam
— með 2—1. Ekkert mark var skorað i
fyrri hálflcik i gærkvöld en i þeim siðari
skoruðu Schoenaker og Geels fyrir
Ajax. Í úrslitum leikur Ajax annað hvort
við AZ '67 eða Excelsior — en leik þess-
ara liða, sem vera átti i gær, var frestað.
Vcrður leikinn 19. apríl — en úrslita-
leikurínn fer fram 4. maí.
Killaninhættir
„Ég óska ekki cftir þvi að verða
cndurkjörinn formaður alþjóða-ólympíu-
ncfndarinnar, þegar kosið verður I
Moskvu 1980," sagði Killanin lávarður
i blaðamannafundi i Mexiko-borg i gær.
„Ég hef ekki sótzt eftir eudurkjbri
þau átta ár, sem ég hef verið formaður
nefndarinnar, og þ6 mér hafi falUð
starfið vel þá hefur það verið mjög crfitt.
Eftir lcikana i Montreal fékk ég
aðkenningu að hjartaslagi — og verð
þvi ekki framar f framboði," sagði lá-
yarðurinn ennfremur.
Bikarúrslit
íblakinu
UrsUtaleikurinn i bikarkeppni Blak-
sambands tslands fer fram á morgun og
hefst kl. 13.30. Það verður siðasti stór-
ieikuriim i blakinu á keppnistimabilinu
og enn einu sinni verða Stúdcntar og
Þróttur i baráttunni. t undanúrslitum
sigruðu Stúdentar UMFL með 3—1 og
Þróttur sigraði UMFS, einnig með 3—
1. Keppt er um veglegan bikar, sem
SmjörUki h/f gaf til keppninnar. Ljóma-
bikarinn og ÞróttUr er handhafi hans.
Varð bikarmeistari i fyrra.
Ársþing Blaksambands tslands verður
háð um helgina. Hefst kl. 16.00 á laug-
ardag og verður fram haldið á sunnudag
kl. 10.30.
lslcnzku þátttakendurnir, sem keppa i borðtennis i Hrðarskeldu ásamt félögum úr Lionsklúbb Reykjavíkur og Kiwanisklúbbnum Esju, og konum úr stjórn Liknarsjóðs
kirkjuncfndar kvenna i Dómkirkjumii, sem færðu tþróttafélagi fatlaðra gjafir.
„Að vera þátttakandi
er stærsti sigurinn"
Sex félagar úr íþróttafélagi fatlaðra keppa í borðtennisí Hróarskeldu um helgina
„Akveðið er að hefja framkvæmdir i
vor við að byggja upp útiíþróttasvæði á
Iððinni hér við Hátún 12," sagði Arnór
Pétursson, formaður tþróttaféiags
fatlaðra, á fundi sl. miðvikudag, þar sem
starfsemi félagsins var kynnt. Hópur
Iþrðttafólks úr félaginu fór utan i
morgun til keppni i Danmörku — og
'félagsmenn munu taka þátt i fleiri
inótuin á næstunni. Sigurður Magnús-
son, útbrciðslustjóri ÍSt, skýrði frá
þessum mötum og gat þess jaíníramt, að
næsta verkefni tþrðttasambands tslands
væri að ná til andlega fatlaðs fólks — að
stofna iþróttafélðg fyrir þroskahefta og
vangefna.
Á fundinum á miðvikudag bárust
iþröttafélagi fatlaðra góðar gjafir l'rá
Líknarsjóði kirkjunefndar kvenna í
Dómkirkjunni, Lionsklúbbi Reykjavikur
og Kiwainisklúbbnum Esju. Hér á eftir
fer það helzta úr ræðu Arnórs Péturs-
sonar á blaðamannafundinum.
Upphaf og
undirbúningur
„Að frumkvæði ÍSÍ var á miðju ári
1973 sett á fót nefnd til að undirbúa
þátttöku fatlaðra í íþróttum. í þessari
nefnd eru Sigurður Magnússon frá tst,
Guðmundur Löve frá öryrkjabandalagi
íslands og Trausti Sigurlaugsson frá
Sjálfsbjörgu landssambandi fatlaðra. Að
frumkvæði þeirra og ISÍ var ÍFR
stofnað 30.5 74 og tFA stofnað 7.12. 74.
A undanförnum árum hefur verið
unnið markvisst að uppbyggingu og
eflingu íþrótta fatlaðra auk mikillar
Ikynningarstarfsemi að frumkvæði tSÍ og
jhefur ÍFR verið virkur þátttakandi i þvi
Istarfi.                           ]
Frá starfsemi ÍFR
Sem fyrr segir var ÍFR stofnað 30.5.
74. Stofnfélagar voru um 40. í félaginu í
dag eru um 150 manns og eru um 30
þeirra ófatlaðir, en i lögum félagsins
segir: félagsmenn geta orðið allir þeir
sem áhuga hafa á iþróttum fatlaðra.
Hjá félaginu eru æfðar eftirtaldar
iþróttagreinar: Sund, boccia, bogfimi,
curling, borðtennis, lyftingar og lítillega
hafa verið æfð köst.
Þjálfarar félagsins eru Kristjana Jóns-
dóttir sund, Sveinn Áki Lúðviksson
borðtennis og Júlíus Arnarson aðrar
greinar, en hann hefur verið hjá félaginu
frá upphafi. 'iinnig hefur Erling
Jóhannsson þjálfað þátttakendur fyrir
sundmót erlendis. Borðtennis er æft 2-3
tíma sex sinnum i viku, lyftingar 2-3
tima fimm sinnum í viku, curling og
boccia 2-3 tima þrisvar í viku. Þessar
greinar eru æfðar í tveimur sölum i húsi
Sjálfsbjargar að Hátúini 12. Bogfimi er
æfð 2 tima tvisvar i viku i anddyri
Laugardalshallar, sömuleiðis sund i
Skólalaug Árbæjar, en séræfingar vegna
sundmóta allt að sex sinnum í viku í
Sundlaug Vesturbæjar.
Nýtt íþróttasvæði
A síðasta ári fékk ÍFR leyfi Sjálfs-
bjargar til að byggja upp útiíþróttasvæði
á lóðinni hér við Hátún 12. Teiknistofan
Arrr.úla 6 s.f. hannaöi íþróttasvæðið,
sem siðan var samþykkt af bæði tþrótta-
ráði Reykjavikur og tþróttanefnd
rikisins og endanlega samþykkt til fram-
kvæmda sem nýtt íþróttamannvirki á
síðustu fjárlögum. Kostnaðaráætlun
gerð i september sl. hljóðaði upp á
írúmlega 30 milljónir.
Ákveðið er að hefja framkvæmdir nú
i vor og æskilegt er að hægt verði að
Ijúka þeim á sem skemmstum tima, bæði
vegna mikillar þarfar og eftir þvi sem
verkið er lengur í framkvæmd verður
bað dýrara. Formaður framkvæmda-
nefndar er Ríkharður Steinbergsson, én
hann er einnig félagi i Lionsklúbbi
Reykjavíkur. Aðrir í nefndinni eru Guð-
mundur Löve, Vigfús Gunnarsson.
Arnór Pétursson og Július Arnarsson.
Utanaðkomandi
stuðningur
Þetta  er  ekki  i  fyrsta  sem
klúbbar þessir koma við sögu ÍFR.
Er félagið var stofnað gaf Lions-
klúbburinn Freyr öll æfingatæki til
félagsins og hefur félagið óverulega
þurft að endurnýja og bæta þau. Á
ííðasta ári gaf Lionsklúbbur Reykja-
vikur félaginu 1 milljón kr. til fram-
kvæmda við væntanlegt útiíþróttasvæði,
var þessa fjár aflað með happdrætti og
sýndu þeir einstakt fordæmi því fdlaginu
gafst tækifæri til að taka þátt i sölu
happdrættismiðanna. Kiwanisklúbb-
urinn Esja gaf félaginu stóra fjárupphæð
er félagið var stofnað og einnig hafa þeir
gefið félaginu alla bikara sem keppt er
um í innanfélagsmótum félagsins. Lions-
klúbburinn Njörður hefur gefið
verðlaunapeninga í sömu mót auk
stuðnings í mörgum myndum. Loks er
að geta 1 millj. króna gjafar frá starfs-
mannafélagi Sigöldu og ýmsar minni
gjafir hafa einnig borizt félaginu.
Stjórn tFR er þessum klúbbum og
"iðrum, sem hafa sýnt félaginu stuöning,
pakklátari en orð fá lýst, en þar sem
þessir klúbbar hafa allir komið við sögu
félagsins áður, lítum við jafnframt á
þessar gjafir sem traustsyfirlýsingu á
það, sem við höfum verið að gera undan-
farin ár. Því þessir aðilar hafa fylgzt með
starfi félagsins og væru varla að veita
því slikan stuðning nema þeir hafi séð,
að fyrri gjafir þeirra hafi komið sér vel
og verið nýttar vel og skynsamlega til
eflingar íþróttum fatlaðra. Það er von
okkar og trú að við séum þess megnug
að standa undir því trausti sem okkur er
auðsýnt með þessum gjöfum.
Þátttaka í mótum
erlendis
NM i borðtennis.
Um nk. helgi fer fram i Roskilde í
Danmörku NM i borðtennis fatlaðra. Af
hálfu tslands verða 6 þátttakendur:
Elsa Stefánsdóttir,
Guðný Guðnadóttir,
Guðbjörg K. Eiriksdóttir.
Arnór Pétursson,
Sævar Guðjónsson,
ViðarGuðnason.
Þjálfarar og fararstjórar verða Sveinn
Áki Lúðviksson, Júlíus Arnarson og
Guðm. Þór Arnórsson.
Þetta er í fjórða sinn sem fatlaðir
iþróttamenn taka þátt i mótum erlendis.
Fyrsta þátttakan var á alþjóðlegum
leikum i Sviþjóð í nóv. 1976. Þar
kepptu tveir sundmenn og hlutu þriðja
og fjórða sæti í sínum flokkum, annað
skiþtið var á heimsleikum fatlaðra í
Stoke Mandeville í Englandi sl. sumar.
Þar kepptu fimm manns, í sundi,
borðtennis. lyfiingum og spjótkasti og
unnust þrenn bronsverðlaun, tvenn í
sundi og ein i lyftingum. Þriðja mötið
var svo NM i sundi i Þrándheimi í
Noregi i nóv. sl. þar keppti þrennt og
unnust tvenn silfurverðlaun og tvenn
bronsverðlauh.
N.M. í lyftingum
6.-7. maí nk. fer fram NM i lyf-
tingum fatlaðra hér í Reykjavík, ásami
norrænu kynningarmóti í Boccia. en það
er lítt þekkt íþróttagrein hérlendis, sem
hentar einkar vel fötluðu fólki.
Þátttakendur verða frá öllum Norður-
löndunum. samtals u.þ.b. 70—80 og
meðal þeirra eru mestu afreksmenn
heimsins í lyftingum (bakpressu).
Þar sem ekkert sérsamband i íþrótturn
fatlaðra er til hefur ÍSÍ átt allan veg og
vanda af keppnisferðum þessum.
íþróttasamband fatlaðra á Norður-
löndum var stofnað á tslandi i sept. 1976
og er tSl aðili að þvi fyrir hönd fatlaðra
iþróttamanna á tslandi.
Varla þarf að taka það fram. að
iþróttir fatlaðra á tslandi hefðu ekki
þróast svona hratt á stuttum tima nema
vegna þess að til kom mikill skilningur
almennings og forystumanna ÍSÍ sem
hafa veitt í þetta fé og ómældri vinnu og
tíma, einnig ber að þakka stuðning og
skilning ríkisvalds og borgarstjórnar."
Sportmarkaðurinn Samtúni 12
cvtf
\ö
viðlegubúnað — tjöld — svefnpoka — bakpoka —
sflS^** \-.  veiðivörur  —  golfsett  —  reiðvörur  —  hnakka  —
*^ ^t °^    gúmmíbáta — utanborðsmótor — barnahjól — fullorðins-
^         hjólo.fl.o.fl.
-^
ATH! Við seljum næstum allt!.
Tökum allar sportvörur
Athugið! Tekið á móti vörum frá kl. 1 —4 alla daga. Ekkert geymslugjald.
Opið 1 —7 alla daga nema sunnudaga.                 Markaður með ódýrar sportvörur fyrir þig

					
Hide thumbnails
Sa 1
Sa 1
Sa 2
Sa 2
Sa 3
Sa 3
Sa 4
Sa 4
Sa 5
Sa 5
Sa 6
Sa 6
Sa 7
Sa 7
Sa 8
Sa 8
Sa 9
Sa 9
Sa 10
Sa 10
Sa 11
Sa 11
Sa 12
Sa 12
Sa 13
Sa 13
14-15
14-15
Sa 20
Sa 20
Sa 21
Sa 21
Sa 22
Sa 22
Sa 23
Sa 23
Sa 24
Sa 24
Sa 25
Sa 25
Sa 26
Sa 26
Sa 27
Sa 27
Sa 28
Sa 28
Sa 29
Sa 29
Sa 30
Sa 30
Sa 31
Sa 31
Sa 32
Sa 32