Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 16
16 I Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30.OKTÓBER 1978 Iþróttir Iþróttir 8 Víkingar lánsamir— Ekki brotinn en meiddur Valsmenn óheppnir Valsmenn mæta Dynamo Búkarest, Rúmeníu og Víkingar mæta Ystad, Svíþjóð íslandsmeistarar Vals fá erfida mót- herja í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik, mæta rómensku meisturunum Dynamo Búkarest. Ákaflega sterkir mótherjar og möguleikar Vals á áframhaldi hverfandi i nkostnaður gifurlegur. Valsmenn leika lyrri leikinn hór i Reykjavik. Lánið lék hins vegar við bikarmeistara Víkings í 2. umferð, þeir mæta sænska liðinu Ystad. Víkingar hljóta að teljast eiga jafna möguleika á við sænska liðið. Vikingar leika fyrri leikinn i Reykjavik og eiga leikirnir að fara fram í desember. En litum á dráttinn í heild — Evrópu keppni meistaraliða: Valur, ísland — Dynamo Búkarest. Kúinenía Cosice. Tékkóslóvakia — Sporting Neerpelt, Belgiu ZSKA Moskvu, Sovét — Slask Wroclaw, Póllandi Empor Rostock, A Þýzkalandi — Fola, Luxembourg Asko Linz, Austurriki — Grosswallstadt, V-Þýzkalandi Calois Alicante, Spáni — Fredricia KFUM, Dan- niörku Zeljeznicar Saravqo, Júgóslavíu — Honved, Ungverjalandi Stella Sprot, Frakklandi — Drott, Sviþjóð. Evrópukcppni bikarhafa: Vikingur, ísland — Ystad, Sviþjóð Blauw, Hollandi — Húttcnberg, V-Þýzkalandi Minaur, Rúmeníu — HK, Álaborg Danmörku Magdeburg, A Þýzkalandi — Atlctico Madrid, Spáni Medvescak Zagreb Júgóslaviu — Hutin Krakow, Póllandi Union Kremz, Austurriki — Mai, Moskvu, Sovét, Tatabanai, Ung- verjalandi — St. Martin, Frakklandi, Gummersbach, V Þýzkalandi — Tatra, Tékkóslóvakiu Englendingar efstir á ólympíumotinu í skák — eftir þrjár umferðir, heldur erfiður róður hjá íslenzku sveitunum í keppninni íslenzku sveitunum hefur ekki vegnað sem bezt á ólympíumótinu í skák í Bucnos Aires. Að loknum þremur um- ferðum var karlasvcitin með 7.5 vinninga og eina biðskák. Kvennasveitin var með þrjá vinninga og biðskák i niu skákum. Það kom mjög á óvart í Buenos Aircs, þegar ísland tapaði fyrir Kina i fyrstu Ji ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ T-i umferð. Hlaut aðcins einn vinning gegn þremur vinningum Klna, sem nú tekur i fyrsta sinn þátt i slfku móti. Hclgi Ólafs- son vann en þeir Guðmundur Sigurjóns- son, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason töpuðu. t 2. umferð vann ísland Japan á öllum borðum, 4—0. Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson og Ingvar Ásmundsson tefldu. í þriðju umferð tefldi Island við Paraguay. Margeir og Ingvar unnu, Jón gerði jafntefli en skák Guðmundar fór i bið. Þar stendur Guðmundur lakar. Ekki var teflt á mótinu I gær. Biðskákir verða tefldar í dag og 4. umferð i kvöld. Hér á eftir fara helztu úrslit I 3. fyrstu umferð- unum. t fyrstu umferðinni vakti það lang- mesta athygli að Kina sigraði „hina sterku sveit tslands” segir i frétt Reuters. Sérfræðingar i Rivcr Plata leik- vanginum töldu hinn þrítuga Chi Ching Hsuan, sem enga æfingu hefur á alþjóð- legum vettvangi, nýjan stórmeistara eftir að hafa sigrað islenzka stórmeistarann Guðmund Sigurjónsson. Þátttökuþjóðir eru 67. Helztu úrslit i 1. umferð urðu þessi: Sovétríkin unnu Wales 3—1. Petros- jan vann Cooper, Polugajevski og Will- iams jafntefli, Gulko Hutchings jafntefli, Roamishin vann Joncs. Bandarikin unnu Paraguay 3—1. Lein — Franco jafntefli, Byrne — Gamarra jafntefli, Tarjan vann Riego,' Lombardy vann Bocda. Ungverjaland vann Skotland 3 1/2— 1/2. Júgóslavía vann Túnis 3 1/2—1/2. Kúba vann Perú 2 1/2—1 1/2. Pólland vann Malasíu 3 1/2—1/2. V-Þýzkaland vann Nýja-Sjáland 4— 0. Noregur vann Bermuda 3 1/2—1/2. Sviss vann Belgiu 3—1 Rúmenfa vann Puerto Rico 4—0 Sviþjóð vann Hong Kong 3—1. Danmörk vann Japan 3—1. Marokkó — Færeyjar 2—2. Fngland og Holland unnu 4—0 sigra í umferð- inni. 2. umferð. Holland vann Finnland 3—1. Timman vann Westerinen, Sosonko — Rantanen jafntefli, Donner vann Hcrme, Likterink — Saren jafntefli. England vann Kolombíu 3 1/2—1/2. Miles — Garcia jafntcfli, Nunn vann Zapata, Hartsston vann Gutierrez og Mestel vann Rodriques. Júgóslavia vann Ástralíu. Gtigoric vann Jamieson, Lubojevic — Shaw jafn- tefli, Velimirovic tapaði fyrir hinum 18 ára Rogers, Parma vann Woodhams. Sovétríkin unnu Argentínu, B-sveit, 3 1/2—1/2. Spassky vann Giardelli, Gulko vann Seidler, Romanishin vann Barbero, Vaganjan — Braga jafntefli. Vestur-Þýzkaland vann Chile 2 1/2— 1 1/2. Hiibner vann Donoso. Pfleger vann Morovic cn Borik tapaði fyrir Silva. Bandarikin unnu Austurrfki 2 1/2—1 1/2. Kavalek vann Robatsch, Byrne — Wittmann jafntcfli. Browne tapaði fyrir Holzl en Lein vann Stoppel. Af öðrum úrslitum má nefna að A- svcit Argentínu vann Klna 3 1/2—1/2. Emma og Chi Ching-Hsuan gerðu jafn- tefli á fyrsta borði. Danmörk vann Mexíkó 2 1/2 — 1 1/2. Kúba vann Marokkó 4—0, Sviþjóð vann Noreg 2 1/2—1 1/2. Ungverjaland vann Pólland 3—1, Færeyjar unnu Giana, 3 1/2—1/2. Eftir tvær umferðir var England efst með 7.5 vinninga. Holland og Búlgaria höfðu 7 vinninga. Sovétrikin, Ungverja- land, V-Þýzkaland, Kúba, Spánn, Argentína A, Kanada, Frakkland og tsrael 6.5 vinninga og tsrael átti aö auki biðskák gegn Brasilfu. Júgóslavia og Noregur voru með 6 vinninga. Bandarik- in, Rúmenia, Danmörk, Færeyjar, Chile og Venezúela með 5.5 vinninga. tsland var ásamt sex þjóðum með fimm vinn- inga. 3. umferð. Ungverjaland vann Holland 3—1. Portisch vann Timman, Ribli — Sosonko jafntefli, Sax vann Donner og Csom vann Ree. Spánn vann ísrael 3—1. De Corrall vann Djinjichashvili, Calvo vann Liber- zon, Bellon vann Bleiman en Sanz tapaði fyrir Grúnfeld. Bandarikin unnu Kanada 3—1. Kava- lek — Herbert jafntefli, Byrne vann Day, Tarjan vann Nicholoff, Lombardy — Coudari jafntefli. Júgóslavia vann Noreg 2 1/2—1 1/2. Ljubojevic vann Wibe, Matanovic — Helmers jafntefli, Ivkov tapaði fyrir Ögaard en Parma vann Hoen. Filippseyjar unnu Wales 3.5—0.5. Torre vann Cooper, Mascarinas — íhné Dirk Dunbar bandarikjamaöurinn, sem leikið hefur með ÍS-liðinu f vetur og í fyrra, meiddist rétt eftir miðjan síðari hálfleik i leiknum gegn ÍR i gær. Var í fyrstu óttazt að hann væri brotinn en við myndatöku réyndist svo ekki vera. Dunbar hefur aftur á móti hvað eftir annað verið skorinn upp við meiðslum i vinstra hné og kannski hafa þau tekið sig upp i gær. „Viö vonum þó það bezta og svo heppilega vill til að við eigum ekki leik fyrr en annan fimmtudag,” sagði Birgir Öm Birgis þjálfari stúdenta f gær- kvöldi. „Vonandi verður Dunbar þá búinn að ná sér, þannig að hann geti þá leikið með ÍS-liöinu,” sagði Birgir. Myndin er tekin þegar slökkviliðsmenn voru aö flytja Dunbar úr íþróttahúsi Hagaskólans og á Slysavarðstofuna. 4C DB-mynd Hörður. Jafntefli Vals og Víkings Valkyrjur Vals og Vfkings endurtóku jafntcfli karlanna er liðin mættust i 1. deild kvenna — 11—11 og ár og dagur siðan Vfkingur hefur tekið stig af Val i kvennahandbolta. Það var hart barizt og ekkert gefið eftir í viðureign Vals og Víkings. Valur byrjaði vel, komst í 4— 1, og hélt þeirri forustu fram að leikhléi, 8—5. Valur virtist stefna i öruggan sigur er Sigrún Guðmundsdóttir kom Val í 9—5 en Vikingursvaraði með þremur mörkum i röð, 9—8. Valsstúlkurnar komust í 1.1— 9. en Ingunn Bernódusdóttir, stórskytt- an í liði Víkings, minnkaði muninn i 11—10 og Agnes Bragadóttir skoraði jöfnunarmark Vikings er ein minúta var eftir, 11—11. Óvænt stig til Víkings — hið annað óvænta i röðinni eftir jafntefli Víkings- stúlknanna i Hafnafirði. Mikil framför liðinu undir stjórn pólska þjálfarans Bodan Kowalski. Sigrún Guðntunds- dóttir var markahæst í liði Vals með 5 mörk, Harpa Guðmundsdóttir skoraði 4. Ingunn Bernódusdóttir var marka hæst Víkinga með 6 mörk, Agnes Braga dóttir skoraði 4 mörk. -H.Jónsd. Williams jafntefli, Bordonada vann Jones og V. Torre vann Trevelyan. England hafði hlotið tvo vinninga gegn einum vinning Argentfnu. Miles á unna biðstöðu gegn Bronstein og England virðist stefna i 3—1 sigur og örugga for- ustu. Hartston — Camora jafntefli, Mestel — Szmetan jafntefli en Nunn vannGrynberg. Búigaria 2 — Frakkland 1. Biðskák. Sovétrikin 1 — Rúmenia 1. Spassky og Gheorgfu gerðu jafntefli og Polugajevski og Suba. Sviþjóð 2— Belgía 0. Anders- son vann Mollekens og Schneider vann van Herck. Kína 2 — Dominiska lýð- veldið 0. Danmörk — Kolombía 3—1, Ástralfa — Færeyjar 1—0. Þrjár bið- skákir. Þórarar gætu komið á óvart — í 2. deildinni í handknattleiknum Einn leikur var háður I 2. deild íslandsmótsins i handknattleik f Vest- mannaeyjum á laugardag. Nýliðar Þórs í Eyjum sigruðu þá KA Akuréyri 23—17. Öruggur sigur Þórara. það var rétt í byrjun, sem KA veitti harða mótspyrnu. Hafði yfir 1—2 mörk framanaf. En Þórarar breyttu stöðunni sér I vil fyrir háifleik. Náðu fjögurra marka forustu, 11—7 i leikhléi. í byrjun síðari hálfleiks tókst KA að minnka muninn niöur í eitt mark — en síðan seig Þór framúr á ný og sigurinn var aldrei í hættu. Leikurinn var ágæt- lega leikinn og áhorfendur á fjórða hundrað. Sigurður Óskarsson, hinn 17 ára markvörður Þórs, var bezti maður liðs sins. Varði stórvel. Maður leiksins — en hjá KA voru Jón Hauksson og Þorleifur Annaníasson í sérflokki. Flest mörk Þórs skoraði Hannes Leifs- son 6, Herbert Þorleifsson og Ragnar Hilmarsson 5 hvor. Jón Hauksson skoraði flest mörk KA eða sjö en Þorleifur kom næstur með fjögur. Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrimsson voru góðir dómarar i leiknum. -FÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.