Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979
Erlendar
fréttir
ÓLAFUR
GEIRSSON
REUTER
Mjúk lending
íþurrum mart-
ini kokkteil
Herramaður að nafni Bruce
Bradshaw frá Illinois í Bandaríkjunum
hefur fengið viðurkenningu fyrlr
heimsins stærsta þurra .martinikokk-
teilinn. Hann var gerður í tilefni af eins
árs afmæli veitingastaðar vestra.
Til að halda upp á afmælið og
viðurkenninguna frá heimsmetabók
Guinness klifraði Bradshaw upp í flug-
vél með fallhlif á baki. Er komið var í
þúsund metra hæð kastaði hann sér út
og  lenti  í  miðju  kokkteilglasinu.
Heimildir DB geta ekki um stærð þess
né magn vökvans. Svamlaði kappinn
síðan að „glas" brúninni. Ekki fara
sögur af ástandi hans eftir slikt sund í
þurrum martíni. Af öryggisástæðum
var ólívuberið ekki haft í glasinu en
Bradshaw flutti það með sér i
stökkinu, bundiðvið ökklann.
DC-10
þoturfá
flugleyfi
íEvrópu
DC-10 þotur í eigu evrópskra flug-
félaga munu hefja. aftur farþegaflug
næstkomandi þriðjudag að því er
franski flugmálastjórinn tilkynnti i
gær. Er petta ákvörðun flugyfirvalda í
tuttugu og einu Evrópuríki, sem tekin
var á fundi þeirra í Strassborg. Þýðir
þetta að um pað bil sextíu DC-10 þðtur
hefja flug hinn 19. júní næstkomandi.
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa til-
kynnt að ekki verði hvikað frá flug-
banni þotnanna þar þrátt fyrir ákvörð-
un yfirvalda.
Getty með
nýtteyra
Sex árum eftir að mannræningjar á
ítalíu skáru eyrað af Paul Getty yngra
hafa læknar í Los Angeles í Bandaríkj-
unum bætt þar úr. Sérfræðingar í lýta-
lækningum tóku hluta úr rifbeini
Gettys og gerðu úr því nýtt eyra. Síðan
var grædd húð af baki hans í smíðina.
Aðgerðin er sögð hafa kostað rúmlega
þrjár og hálfa milljón króna. En Paul
Getty yngra munar að líkindum ekki
mikið um það, þar sem hann var einn
höfuðerfinginn eftir afa sinn með sama
nafni. Hann lézt fyrir nokkrum árum
og var sagður einn ríkasti maður heims.
Bretland:
150 þúsunda fækkun
ríkisstarfsmanna
—námamenn segjast ætla að neyða Thatcher til nýrra kosninga innan skamms
Tilkynnt hefur verið að miklar
sparnaðaráætlanir     ríkisstjómar
Thatcher forsætisráðherra muni
leiða til verulegrar fækkunar
opinberra starfsmanna í Bretlandi.
Af fjárlagafrumvarpinu nýja og
opinberum yfirlýsingum vegna þess
er ljóst að stefnt er að miklum
sparnaði í opinberum rekstri. Tals-
menn ríkisstjórnarinnar brezku hafa
þó ekki viljað segja neitt ákveðið um
hve mörgum starfsmönnum í
opinberri þjónustu verði sagt upp.
Verkalýðsleiðtogar hafa aftur á
móti bent á að hinir þrír möguleikar,
sem verið er að athuga geti leitt til
allt að hundrað og fimmtíu þúsund
starfa fækkunar. Möguleikarnir þrír
eru þeir að minnka launakostnað
hins opinbera um  tíu, fímmtán eða
tuttugu af hundraði.
Nýja fjárlagafrumvarpið, sem
gerir ráð fyrir verulegum lækkunum
á beinum sköttum en hækkunum á
óbeinum sköttum eins og söluskatti,
hefur sætt mikilli gagnrýni verkalýðs-
leiðtoga, sem segja það ekki þýða
annað en aukna verðbólgu og aukinn
hagnað þeirra sem betur mega sín.
Mick     Mcgahey     leiðtogi
námumanna i Skotlandi lýsti því yfir
í gær, að hann og félagar hans
ætluðu að neyða Thatcher til að boða
aftur til kosninga innan skamms.
Hann lét ekki getið um aðferðina.
Siðasta ríkisstjórn íhaldsmanna á
Bretlandi var undir ^ijórn Edwards
Heath. Hann féll eftir að hafa beðið
lægri hlut í mikilli verkfallsbaráttu
velskra námaverkamanna.
til næstu nagranna
Grænland Færeyjar
Ferð til Grænlands-þóttstuitsé er
engu lík. ÍGrænlandierstórkostleg
náttúrufegurö og sérkennilegt
mannlíf, þarerað finna hvort
tveggja ísenn nútíma þjóöfélag
eins og við þekkjum það - og
samfélag löngu liðins tíma.
Stórskemmtilegar ferðir
sérstaklega fyrir fjölskyldur
-starfshópa og félagasamtök.
Það sem gerir Færeyjaferð að
ævintýri erhin mikla náttúrufegurð,
ásamt margbreytilegum
möguleikum á skemmti- og
skoðunarferðum um eyjarnar, og
síðast en ekki síst hið vingjarnlega
viðmót fólksins.
Efþú ert einhvers staðar velkominn
erlendis - þá er það í Færeyjum.
Spyrjiö sölufók okkar,
umboösmenn eða ferðaskrifstofurnar
um nánari upplýsingar.
FLUGLEIÐIR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24