Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 14
Bakarinn geröistgæzlumaður íStjómarráðinu: MENN LÆRA BAKSTVR EINS OG FAÐIR VORH) „Nýja ríkisstjórnin er sú sjötta í röðinni síðan ég kom hingað. Ég kom fyrst í tíð Bjama heitins Benedikts- sonar. Já, blessaður vertu, mér hefur líkað ljómandi vel við þá alla, ráðherrana sem ég hef kynnzt,” sagði Hans Kr. Eyjólfsson, gæzlumaður í Stjórnarráðinu. Hans átti 75 ára afmæli á mánudaginn og notaði tóma- rúmið í stjórnarskiptunum til að halda upp á daginn. í Stjórnarráðinu hefur hann verið í tæp tíu ár, eða frá 21. janúar 1970. Vinnudagarnir hans eru misjafnlega eril- samir. Undanfarnir dagar hafa verið óvenju strangir, vegna stjórnarskiptanna og tíðrar komu stjórnmála- manna og fréttamanna í Stjórnarráðið. Hans hefur verið á þönum: Tekið yfir- hafnir gesta og vísað þeim réttar leiðir, ljósritað vís- dómsplögg fyrir ráðherra og sitthvað fleira -sem starfinu fylgir. En hvað skyldi Hans hafa fengizt við áður en hann tók- að sér gæzlu í húsi forseta vors og ríkisstjórnar? „Ég var bakari í ein 50 ár. Lærði meðal annars i Kaup- mannahöfn og vann síðan í Sveinsbakarii. Þetta er erfitt starf og ég var orðinn afskaplega þreytt- ur undir það síðasta. Það var góð tilbreyting að koma hingað á sínum tíma.” Gripur þú enn í baksturinn i frístundum? „Já, ekki get ég neitað því. Fyrir afmælið mitt fékk ég aðstöðu hjá kunningja minum í bakaríi og lagaði kransaköku og bollur. Það er með baksturinn eins og Faðir- vorið: Menn læra þetta einu sinni og svo gleymist það aldrei!” Ætlarðu að þjóna fleiri ríkisstjórnum? ,,Ja, þegar menn eru komnir á þennan aldur, þá fer að halla undan fæti. Ég ætla að reyna að vera í þessu á meðan heilsan endist. Hvort ég eigi eftir að fá sjöundu ríkisstjórnina veit ég ekki.” -ARH „Mór hefur líkað Ijómandi irel við alla ráðherra sem ég hef kynnzt i starfinusegir Hans Kr. Eyjólfs- son, gæztumaður Stjórnarráðsins. Hann varð 75 ára daginn sem stjórnin hans Benedikts Gröndals fæddist og á örugglega eftir að þjóna fíeiri rikisstjórnum í framtiö- inni. DB-mynd Ragnar Th. - ogsvogleymistþetta aldrei Erla Stefánsdóttír var með vlnsœl- ustu söngkonum landsins fyrir nokkrum árum. Eitt vinsælasta lagið sem hún söng inn ó plötu var Lóan er komin. DB-mynd: FAX Prentverk Odds Bfomssonar Með söng- konuí | afgreiðslunni Erla Stefánsdóttir söngkona er það fyrsta notalega sem þú sérð þegar þú kemur inn í Prentverk Odds Björns- sonar á Akureyri enda vinnur hún þar i afgreiðslunni. Hér er hún sjálf- sagt að skrifa um jólabækur forlags- ins, sem verða tiu til tólf talsins að þessu sinni. Reikna má með að jóla- bækurnar hækki um allt að fimmtíu prósent frá því í fyrra og kosti því í kringum tíu þúsund krónur. Af væntanlegum bókum frá Prent- verki Odds Björnssonar má nefna minningar Jónasar frá Hofdölum, sjálfsævisögu Friðriks Hallgríms- sonar frá Úlfstaðakoti, minningar Árna Björnssonar tónskálds, Sumar við sæinn eftir Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, bókina Nýja baðstofan eftir Oddnýju Guðmundsdóttur, Blóð-' bönd eftir Sidney Sheldon og Nálar- auga eftir Ken Follett. — Nú og ekki má gleyma honum Slouther blessuð- um. Jólabókin hans að þessu sinni nefnist Svartigaldur. FAX, Akureyri. Canon kynnir verk Rafns Hafnfjörð Það er ekki aðeins að Rafn Hafnfjörð ljósmyndari sýni verk sín á Kjarvalsstöðum þessa dagana. í miðopnu septemberheftis tímarits Canon ljósmyndafyrirtækis- ins eru birtar myndir eftir Rafn og farið um hann nokkrum orðum. í greininni segir meðal ann- ars að Rafn hafi átt myndir í íslandsdeild heimssýningar- innar í Montreal árið 1967. Með myndum sínum „vill Hafnfjörð opna augu fólksins fyrir þeirri sérstæðu fegurð sem prýðir ísland, ekki aðeins með myndum af tignarlegum fjöllum og leiksviðslegum fossum heldur einnig hinum stórkostlegu undrum náttúr- unnar,” skrifa Canonmenn um myndir Rafns. Blað þetta, Canon Chronicle, kemur út i um fimm milljón eintaka upplagi. Því er dreift til flestra landa heimsins, svo að ekki er kynn- ingin á myndlist Rafns nein smásmíði. Á sýningu sinni á Kjarvals- stöðum sýnir Rafn Hafnfjörð: 188 ljósmyndir. Þær elztu eru orðnar 25 ára gamlar. Nýj- ustu myndirnar á sýningunni vann Rafn í haust. FÓLK Það var höldur betur glatt á hjalla í diskótekinu H-100 á Akureyri þegar Bjarki Tryggvason söngvari kynnti nýju plötuna sina „Einn á ferð". Bjarki virtist hinn ánægðasti eins og sjá má á myndinni, en þar er hann að þakka sínum betri helmingi fyrir veittan stuðning. Hann' er sko ekki einn á ferð hann Bjarki... FAX, Akureyri. BJARKIER ALDEILIS EKKIEINN Á FERÐ! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.