Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. 3 Öryggismál á íslenzkum vinnustöðum: Aukaatríði sem ekki má tala um — sjúkraflutn- ingar og björgunarstörf útheimta sérmenntun Eftir hf'ggja ára tilraunir mínar til að fá hljómgrunn hjá ýmsum iðnaðarfyrirtækjum á Stór-Reykja- víkursvæðinu til kennslu í skyndi- hjálp og fræðslu i öryggismálum yfir- leitt hefur útkoman verið nánast grát- leg. Það er einkennandi fyrir alla aðila þessu máli viðkomandi að tveim, undanskildum, að þjónustan sem ég bauð upp á var talin hin mesti óþarfi, hún mundi kosta peninga. í þriðja lagi mundi hún sennilega vekja umhugsun og útheimta að fyrirtækið yrði að fara að leggja meiri rækt við öryggismál upp frá þvi. Kjörorðið er sem sagt: Þetta hefur slampast svona síðastliðin 30 ár. Af hverju ætti maður þá að fara að leggja i kostnað til breytinga svona upp úr þurru? Þeir sem tala svona eru blindir fyrir því sem gelur skeð vegna slóðaskapar í öryggismálum. Þegar það er skeð gæti farið svo að kostnaðurinn sem þeir voru aðhorfaí fari töluverl út l'yrir þann ramma sem fyrirbyggjandi aðgerðir hefðu kostað. En svona rök hlusla þvi miður allt of fáir á þangað lil allt er komið i óefni, en þá rifa þeir i hár sér og bera sig illa. Það eru tvö fyrirlæki hérlendis sem skara framúr hvað öryggismál á vinnustöðum snertir, ÍSAI -Straums- vik og Járnblendifélagið á Grundar- langa. Fyrirtæki þessi tóku öryggis- málin með inn í rekstrarfyrirkomu- lagið frá byrjun og hafa haldið uppi nokkuð reglulegum námskeiðum i skyndihjálp og sjúkraflutningum jafnframt þvi sem þau halda uppi stöðugum áróðri um slysavarnir og fyrirbyggjandi umgengni á vinnu- stað. Það er víst, að mörg hinna gömlu, rótgrónu fyrirtækja mættu að ósekju laka þessi ungu fyrirtæki sér til fyrirmyndar hvað þetta snertir. Það er beinlinis skelfilegt að hugsa til þess að stórfyrirtæki i áhættu- flokki nr. I, eins og t.d. Eimskipa- félag íslands, skuli ekki sinna öryggismálum á nokkurn máta, ekki sízt þar sem það skarar langt fram úr öðrum fyrirtækjum i slysa- tiðni. En þar má bara enginn vera að þvi að sinna svoleiðis hégóma því það gæti truflað hinn brjálæðislega vinnuhraða sem þar tíðkast. Þessi fullyrðing er ekkert úr lausu lofti gripin þvi ég hef eytt töluverðum tima í að kanna þessi mál og því til stuðnings vil ég geta þess að ég bauð Eimskipafélaginu upp á tólf klst. námskeið í skyndihjálp (slyttra nám- skeið er ekki viðurkennt), en það þótti allt of langur timi og ég var beð- inn að stytta það og breyta þvi i fyrir- lestraform, og loksins eftir margra vikna vangaveltur var kannski mögu- leiki á að ég fengi tuttugu og fimm minútur til að flytja efnið sem upp- haflega hefði verið tólf klst. verklegl námskeið. En þegar til kom var heldur ekki hægt að sjá af þessurn tuttugu og fimm mínútum. Það var eins og þeir héldu að þeir væru að gera þetta fyrir mig en ekki í þágu fyrirtækisins. Ég gæti rakið fleiri dæmi í svip- uðum stil, en það var ekki ætlun mín að klaga magalendingar minar fyrir alþjóð heldur gera grein fyrir hvar við stöndum gagnvart öryggismálum á vinnustöðum. Það eru sem betur fer til undantekningar frá þvi sem al- mennt gerist á okkar vinnustöðum, ein slik er Landssmiðjan. Ég leyfi mér að efast um að nokk- urt íslenzkt fyrirtæki leggi eins mikla rækt við öryggismál og þar tiðkast. En það kemur eingöngu til af því að forstjóri fyrirtækisins er sérhæfður i öryggismálum á vinnustöðum, virkjar þá kunnáttu til hlitar, ekki aðeins innan fyrirlækisins heldur einnig út á við og hefur hann látið Raddir lesenda Do/omite skíðaskór Stærðir: 40—46 Verðkr. 26.595.- SKIÐI í MIKLU ÚRVALI Reimaðir barnaskíðaskór Stærðir: 31—35 Verðkr. 16.225 Moon Boots Stærðir: 39—45 Verðkr. 14.225.- Finnskir skíðagallar, herra Verð frá kr. 52.865. Elan gönguskíði með stá/köntum. Verð kr. 53.780.- Laugavegi 13 Sími 13508 OPIÐ LAUGARDAGA margt af sér leiða þessum málum til stuðnings. Þar sem ég hef nú rakið i stórum dráttum ástandið i öryggismálum vinnustaða þar sem mönnum er frjálst að blæða út og deyja drottni sinum vegna vankunnáttu vinnu- félaganna, er ekki úr vegi að lita aðeins á það sem við tekur þegar slysið er skeð. Jú, alveg rétt, þá kemur sjúkrabíll- inn, en spurningin er hvort sá slasaði er nokkuð betur settur fyrir það? Við íslendingar höfum lengi verið frægir að endemum og þess vegna er kann- ski ekkert undarlegt þó við flytjum sjúklinga ennþá í sendiferðabílum og gömlum járnkörfum, bilum sem mannaðir eru áhöfn sem fengin er að láni frá slökkviliði borgarinnar, mönnum sem koma sjúkraflutningar raun og veru ekkert við og eru þar af leiðandi alls ekki i stakk búnir til að sinna jafnábyrgðarmiklu starfi og þessu sém skyldi, því sjúkraflutn- ingar og björgunarstörf útheimta sér- menntun. En þella er víst álika tómt mál að tala um eins og allt annað sem viðkemur öryggis- og heilbrigðismál- um þjóðarinnar, það væri kannski reynandi að setja lögbann á slys og óhöpp? Ég yrði ekkerl hissa þó sú til- laga kæmi í dagsljósið. Að endingu, góðir landar, lálið ykkur ekki detta i hug að fara að „álpast” til að slasa ykkur, það gæti orðið til þess að þið yrðuð fyrir slysi. Unnar M. Andrésson 8989-0292. „Við flytjum sjúklinga okkar ennþá I sendiferðabllum og járnkörfum,” skrifar Unnar M. Andrésson. Hér er Unnar í þýzkum sjúkraflutningabil sem er gjör- ólíkur hinum islenzku sjúkrahilutn sem Unnar kallar „sendiferðabila”. Hvernig fannst þér myndafiokkurinn Út í óvissuna? Bryndis Hannah húsmóöir: Mér fannst gaman að honum. Mér fannst mikið lil þess koma að hann var tekinn hér á landi auk þess sem hann var spennandi. Jónína Gunnlaugsdóttir Ijóðsmæðra nemi: Nokkuð góður. Mest gantan va að sjá landslagið. Helga Stefánsdóttir, húsmóðir og fleira: Ljómandi góður. íslenzka lands- lagið varalltaf jafn fallegt. Guðmundur Björnsson læknir: bg hafði gaman af honum. Óli Guðmundsson sjóari: Hann vat glæpsamlegur. Og saurgun á landinu. Kllen Karlsdóttir slarfsstúlka: Hann var ágætlega spennandi en saml lannst mér vanta á að hann væri nógu góður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.