Dagblaðið - 07.03.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.03.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980. 18 Myndlist AÐALSTEINN INGÖLFSSON Ballasar — Tveir heimar, blönduð tækni. (I.jósm. Bj. Bj.). ÖRNINN 0G HÆNURNAR Mikið skelfing væri alll myndlisl- arlif hér á landi miklum mun daufara væri Baltasar ekki til staðar til að hrífa með sér fólk eða storka fwí með handbragði sínu og hátterni. Hann vinnur meir og hraðar en aðrir, ræður yfir meiri tækni en aðrir, — og selur meir og dýrar en aðrir. Ekki er nema von að í litlu þjóðfélagi sjái sumir ofsjónum yfir umsvifum hans og velgengni. Reyndar er ekki laust við að Baltasar sjálfur sé farinn að líta á sig sem prófessjónal einfara og kannski pislarvott, sem hundeltur er af ýmiss konar „hænum” i íslensku listalifi, — ef marka má nýleg verk hans. Vissulega hefur Baltasar fengið sinn skerf af óréttmætri gagnrýni á ferli sínum, kannski meir en aðrir, og á röngum forsendum. En það breytir ekki því að ef litið er sæmilega hlut- lausum augum á myndlist hans, má ýmislegt að henni finna. Kjarni og hismi Þegar best lætur eru myndir hans undursamlega kvikar, glóandi af djúpum litum og bráðsmitandi lífs- gleði og komist Baltasar í náin til- finningatengsl við fyrirsætur sínar, málar enginn maður hérlendur magnaðri portrettmyndir. En Baltasar endurtekur sig lika einum of oft, er helst til áhrifagjarn, treystir stundum einum um of á innblástur augnabliksins og tæknibrellur á kostnað inntaks, — og er ekki enn búinn að hrista af sér myndskreyting- ar Morgunblaðsins forðum. Þetta þýðir að sýningar Baltasars eru oftast afskaplega misjafnar: glæsilegur kjarni, umkringdur ýmiss konar myndrænu hismi. Þetta á einnig við um sýningu þá sem Baltasar nú heldur að Kjar- valsstöðum, en hún er nt.a. sérstök fyrir það að listamaðurinn vinnur eftir Ijóðum sem honum eru kær. Sú tilhögun hefur getið af sér einhverja bestu myndröð sem ég hef séð eftir Baltasar, — við „Fáka” Einars Bene- diktssonar. Þar beitir málarinn mjög stifri, nær geómetrískri uppbyggingu, sem myndar ramma utan um þau expressjónísku tilbrigði sem hann notar til tjáningar á sambandi manns og hests. i ■p - Baltasar ásamt „Þegar ernirnir fljúga.. .”, olia. Ekki úr böndum Þannig fer ekkert úr böndum hjá Baltasar og jafnvægi ríkir í hverri mynd. Svipaöri myndbyggingu beitir hann í þrístæðu um Pablo Neruda, sem þó er ekki nándar nærri eins mögnuð og Fákaserían einmitt fyrir losaralegri útfærslu. En það er fleira gott á sýningunni, seiseijú. í „Þá”, — mynd af Jökli Jakobssyni, er vissulega snertur af varanlegu list- gildi, en þó finnst manni að sú sálar- ró sem gefin er i skyn með uppstillingu Jökulsá myndfletinum, fari næstum því út i buskann með hamagangi pensildráttanna. Það er stundum eins og Baltasar geri sér ekki grein fyrir þvi hvenær nóg er kontið. En það er líka gaman að sjá hvc vel þeini hefur komið saman, Ragnari H. Ragnar og Baltasar, eftir bráölifandi en samt óvenju stillilegri portrettmynd að dænia. Óklárað og ofklárað Afganginn af sýningunni kann ég ekki að meta, þrátt fyrir sýnikennslu í öllum þeim tæknibrögðum, sem notuð eru i nútímamálverki og tilvisanir í ýmsa nútimalistamenn, — eða kannski vegna þeirra? Lands- lag og hestar eru meðhöndlaðir hratt og hugsunarlaust, sumt annað finnst manni annað hvort óklárað eða of- klárað. Sumt heyrir til dægurflugna eða ýkja („Ötult embætti” og „Það sem keisarans er. .”) og pólitisk vitund Baltasar leiðir hann út i slag- orðamálverk, vel meint og gerð í hjartans einlægni, en verða honum tæpast til framdráttar eftir daginn i dag, fremur en öðrurn myndlistar- mönnum, sem gera slík verk. Væri ókurteisi að biðja um einfaldari verk og agaðri, verk með húmor eins og Nr. 13 („Angels fly. .”), — umfram allt verk sem samboðin eru hinum miklu eðlisgáfum listamannsins? rnaö heilla Laugardaginn 11. ágúst voru gefin saman af séra Emil Björnssyni í kirkju óháða safnaðarins þau Kristín Jóhannesdóttir og Jónas Þ. Þórisson. Heimili þeirra er að Flyðrugranda 20. Ljósmyndastofa Mats. Þann 17. 11 voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni þau Ingunn Björnsdóttir og Ingi Hans Agústsson. Heimili þeirra er að Hraunbæ 26. Ljósmyndastofa Mats. Nýlega voru gefin saman i hjónaband af séra Árna Pálssyni i Kópavogskirkju þau Bára Katrin Finnbogadóttir og Högni Gunnarsson. Heimili þeirra er aö Hjarðarfelli, Snæfellsnesi. Ljós- myndastofa Mats. i Laugardaginn 22. sept. gaf séra Arni Bergur Sigurbjörnsson saman þau Klinu Guðmundsdóttur og Arnar Guðmundsson i Ólafsvikurkirkju. Heimili þeirra er að Brautarholti 22. Ólafsvík. l.jósmyndastofa Mats. Nýlega voru gefin saman i Kópavogs- kirkju af séra Árna Pálssyni þau Inga Jóna Finnbogadóttir og Sævar Eiriks- son. Heimili þeirra er að Norðurgarði, Skeiðum. Ljósmyndastofa Mats. Laugardaginn 6. október voru gefin saman af séra Ólafi Skúlasyni í Bústaðakirkju þau Þórdís Ingadóttir og Bjarni Ágústsson. Heimili þeirra er að Mariubakka 22. Ljósmyndastofa Mats. Laugardaginn 13. 10 gaf séra Bragi Friðriksson saman þau Svövu Magnús- dóttur og Guðmund Birkisson i Garða- kirkju Heimili þeirra er að Tjarnar- götu 6, Keflavík. Ljósmyndastofa Mats. Laugardaginn 10. nóvember voru gefin saman af séra Frank M. Halldórssyni í Neskirkju þau Brynhiidur Scheving Thorsteinsson og Gunnar Ingi Gunnarsson. Heimili þeirra er að Espi- gerði 2. Ljósmyndastofa Mats.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.